Morgunblaðið - 22.03.2002, Side 36

Morgunblaðið - 22.03.2002, Side 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helgi Andrés-son fæddist í Meðaldal í Dýrafirði 20. des. 1933. Hann lést af slysförum 15. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Andrés Friðrik Kristjánsson, bóndi og skipstjóri í Með- aldal, f. í Meðaldal 1. nóv. 1889, d. 16. okt. 1939, og k.h. Bjarn- ey Margrét Jóhanns- dóttir, f. á Lónseyri í Auðkúluhreppi í V-Ís. 21. sept. 1909, d. 9. okt. 1962. Systkini Helga eru: a) Kristján, f. 2. des. 1932, b) Gunnar, f. 26. maí 1935, d. 29. maí 1969, c) Andrés, f. 7. jan. 1940, d) Margrét, f. 4. okt. 1945, d. 3. febr. 1985, en hún er dóttir Bjarneyjar og síðari manns hennar, Brynjólfs Hannibalssonar, f. í Kotum í Ön- undarfirði 29. maí 1915, d. 14. mars 1963. Helgi kvæntist 4. sept. 1959 Hafdísi Daníelsdóttur bókaverði, f. á Akranesi 4. sept. 1941. For- eldrar hennar voru: Daníel Þjóð- björnsson, múrarameistari á Akranesi, f. á Læk í Leirársveit Pálmadóttir, f. 21. nóv. 1980. Son- ur Gunnars er Guðlaugur Þór, f. 12. júlí 1997. Helgi lauk gagnfræðaprófi frá Ingimarskólanum í Reykjavík 1950. Næstu ár vann hann ýmis störf til sjós og lands, bæði í Reykjavík og síðar á Akranesi, þar sem hann hóf nám í rafvirkjun hjá Ármanni Ármannssyni raf- virkjameistara og lauk sveinsprófi 1964. Þá var hann lögreglumaður á Akranesi frá því í sept. 1965 til júní 1972, síðan eftirlitsmaður raf- lagna hjá Rafveitu Akraness og nú síðast forstöðumaður dreifingar rafmagns á Akranesi. Hann kom víða við í félagsmálum. Var í stjórn rafvirkjadeildar Iðnaðar- mannafélags Akraness, 1962– 1965, í stjórn Félags eftirlits- manna við raforkuvirki 1976– 1997, í stjórn Lífeyrissjóðs Akra- neskaupstaðar frá 1972, í stjórn Starfsmannafélags Akraneskaup- staðar 1970–1972 og formaður þess 1975–1996. Í stjórn BSRB frá 1979. Í stjórn NKR, samtaka bæj- arstarfsmanna á Norðurlöndum 1982–1986. Í stjórn Vinnueftirlits ríkisins frá 1992. Félagi í Frímúr- arastúkunni Akri á Akranesi frá 1983 og gegndi þar ýmsum trún- aðarstörfum. Þá sat hann í fjöl- mörgum nefndum á vegum Akra- neskaupstaðar og BSRB. Útför Helga fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 13. júlí 1897, d. 6. okt. 1945, og s.k.h. Sess- elja Guðlaug Helga- dóttir, húsfreyja á Akranesi, f. í Hrísey 7. maí 1908, d. 17. jan. 1996. Börn Helga og Hafdísar eru: 1) Andr- és, tónlistarkennari og kaupmaður í Reykjavík, f. 14. des. 1957, kona hans er Hrönn Harðardóttir kaupmaður, f. 30. okt. 1959. Börn þeirra eru: a) Vala, f. 31. jan. 1981, b) Edda, f. 19. júlí 1987, c) Helgi f. 4. maí 1993. 2) Daníel, rekstrarverkfræðingur í Reykjavík, f. 24. apríl 1959, kona hans er Sigurborg Stefánsdóttir myndlistarmaður, f. 28. jan. 1959. Börn þeirra eru: a) Grímur, f. 10. mars 1985, b) Anna f. 29. des. 1990, c) Sölvi, f. 17. apríl 1999. 3) Brynja, leikskólakennari á Akra- nesi, f. 9. mars 1963, maður henn- ar er Ingimar Magnússon verk- taki, f. 25. maí 1960. Börn þeirra: a) Magnús, f. 9. mars 1989, b) Haf- dís, f. 29. sept. 1993. 4) Gunnar Örvar nemi, f. 30. júlí 1976. Sam- býliskona hans er Lovísa Anna Elsku afi, nú þegar leiðir skilur langar mig að kveðja þig með örfá- um orðum. Ég varð þess heiðurs að- njótandi að vera fyrsta barnabarnið þitt og þótt þú hafir verið um fimm- tugt þegar ég fyrst fer að muna eftir þér á Suðurgötunni á Akranesi, þar sem við pabbi og mamma áttum heima fyrstu árin, þá man ég að mér fannst þú vera töffari. Stór og stæði- legur, myndarlegur maður með mik- ið dökkt, gráslegið hár og svo ákveð- inn og öruggur með þig að mér fannst þú hlytir að vera bæði klárasti og sterkasti maður í heimi. Síðan gastu líka lagað allt, hvort sem það var rafmagnsdót, bilaðir hjólaskaut- ar eða meiddi á hnénu. Þú áttir líka alltaf allskonar skemmtilegt dót. Ég man sérstaklega vel úr barnæsku að í stóra húsinu hjá ömmu og afa mátti finna sjaldgæfa hluti eins og leikja- tölvur, vasasjónvörp, myndbands- tæki, kvikmyndavélar, örbylgjuofn, Soda Stream tæki og farsíma – löngu áður en slíkt var komið í hvers manns hús. Þú hafðir alltaf einstak- lega gaman af tækjum og tólum af öllum stærðum og gerðum. Þú bjóst yfir mikilli reisn og það sem ég minnist helst við þig er að þú hafðir þann eiginleika að nærvera þín fór aldrei framhjá neinum. Þú hafðir ákveðnar skoðanir á flestu frá stjórnmálum til yfirburða vestfirsks harðfisks fram yfir aðrar tegundir og virtist geta talað um hvað sem er við hvern sem er, enda leituðu marg- ir ráða hjá þér. Þú kunnir margar sögur frá ár- unum sem þú varst á sjónum og í löggunni. Flestar voru miklar karl- mennskusögur og snerust margar um útsjónarsemi, handalögmál og hættulega glæpamenn. Ekki fór á milli mála eftir sögutíma hjá þér að það væri óráð fyrir vonda kalla að láta illa þegar hann afi minn var ná- lægur. Eins og flestir vita varstu mikill tónlistarunnandi og þá sérstaklega óperu. Þú hafðir sjálfur mjög mikla og fallega söngrödd og söngst skírn- arsálminn við skírnina mína sem mér er sagt að hafi verið mjög fal- legur og tilkomumikill í þínum með- förum. Ég man þegar ég var lítil stelpa og fór á jólaball Frímúrar- anna með ykkur ömmu. Þegar kom að því að syngja ,,Heims um ból“ og þá söngst þú, afi minn, með slíkum krafti að mér fannst þú vera alveg eins og Pavarotti, einn eftirlætis söngvari þinn. Á eftir komu hinir krakkarnir til mín og spurðu með lotningu: ,,Vá... Er þetta afi þinn?“ Þá, eins og alltaf, gat ég svarað með stolti ,,já, þetta er sko hann afi minn!“ Nýlega fékk ég hvolp og þóttist strax vera mamma hans. Fljótlega var farið að kalla mömmu og pabba afa hans og ömmu. Það er í fersku minni þegar þið amma komuð að kíkja á hann og ég rétti þér litla dýr- ið og sagði í gamni við hvolpinn ,,farðu nú til langafa“. Þú varst ekki allskostar á því að vera gerður að langafa yfir þessu litla skrípi og tókst af mér loforð, í gamni, um að verða ekki sæmdur þeirri nafnbót a.m.k. næstu árin – hvorki með hvolpum né börnum. Hundinum gat ekki verið meira sama og reyndi í ákafa að sleikja á þér nefið en ég fór að hugsa hvað það yrði gaman að krakkarnir mínir fengju að kynnast báðum langöfum sínum og -ömmum. Elsku besti afi minn, þó að ég sé sár yfir því að þú hafir farið svona fljótt er ég samt ákaflega þakklát fyrir þig og tímann sem ég fékk með þér. Hlýjan þín og stóru knúsin gleymast aldrei og ylja mér á þess- um erfiðu tímum. Þú varst mikill maður og ég er sannfærð um að þú hefur fengið veglegar móttökur þar sem þú ert nú. Þín verður sárt sakn- að hérna megin um langa tíð. Ég hugga mig við að þú lifir áfram í okk- ur afkomendunum og fólkinu sem elskar þig. Þú og minningarnar um þig munu alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okkar. Blessuð sé minning afa míns, Helga Bergs Andréssonar frá Með- aldal, Dýrafirði. Þín afastelpa, Vala. Besti maður í öllum heiminum er dáinn. Það er hann elsku afi okkar, sem kenndi okkur svo margt og lék svo mikið við okkur. Ég á vin eins og þig, mjög góðan vin eins og þig. Ég man þig og þú manst mig, ég á þig og þú átt mig. Elsku afi, okkur þykir svo vænt um þig og við söknum þín svo mikið. En við vitum að þú ert hjá okkur þótt við sjáum þig kannski ekki og að guð passar þig vel þar sem þú ert núna. Takk fyrir allt, elsku afi. Láttu nú ljósið þitt. loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti. Signaði Jesús mæti (höf.: ókunnur.) Magnús afastrákur og Hafdís krúsindúlla. Vinnuvikan var á enda sl. föstudag og ég á heimleið, er mágkona mín hringir og segir mér þau hörmulegu tíðindi, að eiginmaður sinn og minn kæri bróðir hafi látist í skelfilegu bíl- slysi á heimleið til Akraness. Ég hafði heyrt í útvarpinu nokkru áður, að enn eitt dauðaslysið hefði orðið í umferðinni og eins og svo oft vonað að maður þekkti ekki viðkom- andi, en í þetta skiptið brást þessi von og höggið varð ekki umflúið. Aðeins tæpum tveimur dögum áð- ur höfðu þau hjónin litið við hjá okk- ur og hann farið með mér í smá ferðalag, enda hress og kátur að vanda. Bróðir minn hafði búið mestan hluta ævinnar á Skaganum, þar sem hann eignaðist góða konu og fjögur vel gerð börn, sem sjá nú á eftir elsk- uðum föður og eiginmanni, ásamt afabörnunum, sem voru honum svo kær, enda barngóður með afbrigð- um. Helgi var lærður rafvirki og starf- aði lengst af við rafmagnseftirlitið á Akranesi síðar Akranesveitu. Hann var sannkallað glæsimenni, félagslyndur, harðduglegur og ósér- hlífinn og fylginn sér, hraustur og vel á sig kominn. Enda kom fljótt að því að margs konar félagsmálastörf hlóðust á hann, svo að mörgum þótti nóg um. Öll sín störf, eftir því sem mér er sagt, vann hann af alúð og trúmennsku. Eflaust hefur hann á stundum vantað tíma fyrir sjálfan sig, en það stóð til bóta, því framundan styttist í starfslok og er hryggilegt að fá ekki notið góðra ára fyrir sig og sína eftir starfssama ævi. Hann átti svo margt eftir ógert þegar tími gæfist til. Ótímabært fráfall náins vinar og bróður í dagsins önn, vekur mann til umhugsunar um lífið og tilveruna, sem á stundum tekur aðra stefnu en ætlað er, þá er gott að eiga aðeins góðar minningar um hinn látna vin. Hugurinn leitar á æskuslóðirnar í Dýrafirði, þar sem við systkinin er- um fædd og uppalin. Faðir okkar lést frá móður okkar og þrem ungum sonum og mér ekki fæddum. Það er mikil reynsla svo snemma á lífsleið- inni, að upplifa slíkt. Seinna eignuð- umst við hálfsystur er Margrét hét. En stórt skarð hefur verið hoggið ótímabært í raðir okkar systkina, þrjú farin og við Kristján einir eftir. Það var jafnan mikill samgangur milli okkar bræðra og óbærilegt að fá ekki notið fleiri heimsókna til að ræða saman og meðal annars hlusta á bestu tenóra heims taka frægar aríur. Hann hafði dálæti á fallegri tónlist og þá einkum sígildri, enda söngmaður góður og verið kórfélagi hér áður til margra ára. Helgi hafði mikla ánægju af ferða- lögum eins og fleiri, enda farið víða erlendis. Við minnumst sérlega skemmtilegra ferða er við hjónin fór- um með þeim til útlanda, fyrsta og eina ferð okkar hjóna til Majorka 1973 og aftur fyrir tæpum þremur árum er við ókum um Evrópu og heimsóttum m.a. son okkar og fjöl- skyldu í Zürich í Swiss. Nú er ljóst að þriðja ferðin verður ekki farin í bráð, en Ítalíureisa hafði verið á óskalistanum í nálega tvö ár. Nú þegar komið er að leiðarlokum að sinni og við kveðjum þig með söknuði, vil ég þakka þér alla elsku- semi og vináttu liðinna ára, og þá ekki hvað síst hvað þú varst ávallt blíður og góður strákunum okkar og barnabörnum, sem þótti afskaplega vænt um þig og munu sakna þinnar góðu nærveru. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Briem.) Blessuð sé minning þín, kæri bróðir. Elsku Hafdís, börn, tengdabörn og barnabörn. Guð blessi ykkur, styrki og leiði. Hann sefi sorg ykkar og okkar hinna. Andrés F.G. Andrésson. Helgi mágur kom inn í líf mitt þegar ég var barn að aldri. Hann kom að vestan eins og svo margir á þeim árum til að vinna heima á Akra- nesi. Hann hitti Hafdísi systur mína, með þeim tókust ástir og þau urðu hjón. Núna, 45 árum seinna, er hann hrifinn á braut í einu vetfangi í einu af þessum hræðilega slysum sem verða á þjóðvegum landsins. Elsku systir mín hefur misst manninn í lífi sínu, manninn sem hún hitti aðeins 15 ára gömul. Mér líður eins og ég hafi misst bróður svo náin tengsl voru á milli mín og mágs míns. Hafdís og Helgi hófu sinn búskap heima á Jaðarsbraut hjá okkur mömmu og þar fæddust þeim 3 börn. Örverpið fæddist svo ekki fyrr en löngu seinna, þá voru þau komin í eigið hús á Esjubrautinni sem var þeirra heimili æ síðan. Ég man alltaf sumarið 1967 þegar þau fluttu í húsið sitt, hvað mér fannst allt fallegt þar. Allt var svo vel gert og vandað. Helgi byggði húsið sitt sjálfur í þess orðs fyllstu merkingu, hann meira að segja handgróf sjálfur fyrir húsinu. Eiginlega finnst mér Helgi alltaf hafa verið að vinna, en nú hin seinni ár hefur hann oft haft á orði að þessu vinnubrjálæði færi nú brátt að linna og hann færi að hafa það náðugt. Það verður ekki úr því hérna megin fold- ar. En Helgi og Hafdís hafa þó gefið sér tíma til að ferðast töluvert nú í seinni tíð bæði utan lands og innan. Og aldrei hafði Helgi svo mikið að gera að hann gæfi sér ekki tíma til að líta til með barnabörnunum sínum ef þau þurftu á honum að halda. Það kom mér svolítið á óvart hvað hann varð mikill barnakarl. Helgi var mikill áhugamaður um félagsmál og valdist til forystu í mörgum félögum. Hann átti auðvelt með að umgangast aðra og var ráða- og tillögugóður. Hann var traustur og heilsteyptur í samskiptum við aðra og naut því virðingar samferða- manna sinna. Hann gat verið mjög beinskeyttur jafnvel fullharður ef fjallað var um mál sem hann virki- lega vildi ná fram. Eins og allir sem eru í kjarabaráttunni á fullu hafði Helgi mikinn áhuga á þjóðmálum og pólitík. Aldrei sagði hann beint út hvaða stjórnmálaflokki hann til- heyrði, en hjarta hans sló svo með lítilmagnanum að ég efaðist aldrei um að hann væri krati eins og ég. Fyrir 6 árum orðaði Helgi það svo í minningargrein um mömmu að hún væri horfin til austursins eilífa. Nú er hann horfinn þangað líka, svo allt- of alltof snemma. En það er þó hugg- un harmi gegn að þau geta gantast hvort við annað þarna í austrinu eins og þau gerðu svo oft þegar þau voru samtíða hér á jörð. Þeim þótti svo undurvænt hvoru um annað. Nú er Helgi farinn svo skyndilega. Ég á erfitt með að trúa því að ég fái ekki að sjá hann framar. Það er rúm vika síðan við sátum hér síðast við eldhúsborðið, drukkum kaffi og spjölluðum um heima og geima. Hér sit ég hnípin við tölvuna og læt hug- ann reika um þau 45 ár sem við þekktum hvort annað og áttum vin- áttu hvort annars. Það er gott að eiga minningarnar, þær tekur eng- inn frá mér. Í gleðinni á sorgin sinn uppruna, nú syrgi ég þær gleði- stundir sem við áttum saman og þær voru býsna margar, enda árin mörg. Ég þakka fyrir allar samverustundir og bið góðan guð að gæta hans Helga mágs míns. Elsku Hafdís systir, ég veit að harmur þinn er mikill. Þá er gott að hugsa til þess sem mamma sagði oft þegar eitthvað amaði að, að guð legði ekki meira á okkur mennina en okk- ur væri ætlað að þola. Ég veit þú verður sterk eins og alltaf og þú veist að í Fögrubrekkunni áttu at- hvarf með tilfinningar þínar hvenær sem er. Við Erlingur vottum systur minni, börnum, tengdabörnum og barna- börnum okkar dýpstu samúð. Megi elskulegur mágur minn hvíla í friði í náðarfaðmi drottins. Hlín Daníelsdóttir. Helgi Andrésson, mágur, vinur og fyrrum samstarfsmaður, er kvaddur í dag frá Akraneskirkju, en hann lést í bílslysi 15. mars sl. Okkar kynni hófust er hann kynntist systur minni, Hafdísi, fyrir rúmum 40 ár- um. Helgi var fyrir margra hluta sakir minnisstæður maður, enda búinn ríkulegum hæfileikum. Hann lærði rafvirkjun á sínum tíma og starfaði mestan hluta starfs- ævinnar við þá iðngrein, lengst af sem starfsmaður Rafveitu Akraness og Akranesveitu, en síðast hjá Orku- veitu Reykjavíkur, eftir að þau fyr- irtæki sameinuðust. Í nokkur ár var hann lögreglu- maður á Akranesi og vorum við starfsfélagar og vorum allan tímann saman á vakt. – Þá kynntist ég nafna mínum vel og þeim mannkostum sem hann var búinn. Lögreglu- mannsstarfið hentaði honum vel. Hann var vel að manni, stór og sterkur og gott að hafa hann við hlið sér, ef til ryskinga kom, eins oft gerðist á þeim árum. Auk þess var hann ákveðinn, sanngjarn og hjálp- samur við þá sem minna máttu sín, sem er mikill kostur í fari lögreglu- manns. Félagsmál voru honum hugleikin og vann hann mikið starf á vettvangi opinberra starfsmanna og bæjar- starfsmanna og voru honum falin fjölmörg trúnaðarstörf, bæði hjá BSRB og Starfsmannafélagi Akra- ness. Allt þetta vann hann af ein- stökum dugnaði og samviskusemi, enda bæði ráðagóður og hollráður Þá var hann góður söngmaður og hafði sérstaka ánægju af karlakór- söng, enda söng hann með Karla- kórnum Svönum á Akranesi um ára- bil. Hafdís og Helgi byrjuðu sinn bú- skap á heimili móður minnar og reyndist hann henni sem besti sonur, enda veit ég að hún mat hann mikils. Síðan byggðu þau sér hús að Esju- braut 26, þar sem heimili þeirra hef- ur verið síðan. Ég kveð góðan vin, sem var kall- aður á brott í erli dagsins. Eftir standa minningar um góðan félaga og þakka honum áralanga vináttu. Við hjónin, börn okkar og fjölskyld- ur þeirra sendum Hafdísi, börnum, tengdabörnum, barnabörnum, sem og öðrum ættingjum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Helga Andr- éssonar. Helgi Daníelsson. Ég sit í myrkrinu með kveikt á kerti, kertinu sem sonur minn fékk þegar hann var skírður. Þið áttuð sama afmælisdag og við vorum báðir mjög stoltir af því. Ég er nýbúinn að fá þær hræðilegu fréttir að þú hafir látist í hörmulegu bílslysi og ég er niðurbrotinn. Helgi, þú átt svo sér- stakan stað í hjarta mínu að erfitt er að koma orðum að því. Þú sýndir mér svo mikinn kærleik og vináttu að ég leit á þig sem miklu meira en bara frænda. Þú gafst þér alltaf tíma til að knúsa mann og kreista og spjalla um allt mögulegt. Þú fylgdist alltaf náið með mér í boltanum og það var mér mikils virði þegar þið Hafdís komuð í heimsókn með for- eldrum mínum hingað til Sviss. Samband þitt og pabba var náið og þín verður sárt saknað í Rauða- gerðinu, ekki síst í fjölskylduboðun- um þar sem að þú varst hrókur alls fagnaðar. Að heyra þig segja sögur af ykkur Meðaldalsbræðrum var HELGI ANDRÉSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.