Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 25 FYRST voru það strengjakvartett- ar og sinfóníur. Svo óperur og píanó- verk. Og nú á seinni árum kirkjuverk. Joseph gamli Haydn ætlar aldrei að hætta að koma á óvart. Það er eins og endalaust sé hægt að grafa upp hvers konar eftirtektarverð verk framan úr langri og óhemju afkastamikilli starfsævi þessa „föður sinfóníunnar“ (réttara: strengjakvartettsins), sem í einangrunarvistinni á óðali vinnuveit- anda síns „neyddist til að vera frum- legur“. Og oftar en ekki reynist gleymskan óverðskulduð, eins og Sesseljumessan sannar, sem Söng- sveitin Fílharmónía flutti fyrir vel set- inni Langholtskirkju á sunnudag. Því miður gat tónleikaskráin þess ekki hvort verkið hefði verið flutt hér áður, en svo mikið er víst, að fyrir 20- 30 árum voru einu kunnu kórverk Haydns hér á landi fyrir utan óratór- íurnar Sköpunin og Árstíðirnar varla teljandi á fingrum annarrar handar. Frumhandrit að Kyrie-þættinum, sem fannst fyrir rúmlega 20 árum í Rúmeníu, kvað sanna að hérumrædd messa (réttnefnd „Missa Cellensis“, líkt og yngra söngverk Haydns frá 1782) sem áður var talin frá 8. áratug aldarinnar, hefði verið samin þegar 1766 og teldist þar með elzta messan frá fyrstu þroskaárum Haydns. Til- efni hennar var árleg hátíð tónlistar- unnenda í barokkkirkjunni miklu í Mariazell í Steiermark, og ber verkið sannarlega þess merki að sýna skyldi tónsmíðakollegum höfundar í tvo heimana, enda lengdar vegna allt of fyrirferðamikil til notkunar við hefð- bundið helgihald. Eins og vænta mátti af verki stöddu miðja vegu milli barokks og vínarklassík- ur hafði messan að geyma ýmsa eldri þætti, þ. á m. fimm kórfúgur, en vísaði líka fram á veg; t.a.m. var „trommu- bassi“ Mannheim-skól- ans orðinn áberandi, og horfið var að mestu frá fylgibassarithætti fyrri tíma. Andblærinn var í heild bjartur og glað- vær. Mesta áherzlan var lögð á Gloria-þáttinn, en skemur staldrað við krossfestingu og dauða Krists en Bach hefði t.a.m. leyft sér. Reyndar minnti textameðferðin á „passus et sepultus est“ – með hnígandi tón- skratta og ítrekun „non“ í „non erit finis“ – skemmtilega mikið á nálgun Beethovens á sama stað í litlu C-dúr messunni, þótt verið gæti tilviljun. Í samanburði við Sköpunina voru fúgurnar eðlilega hefðbundnari en í 30 árum yngra verkinu, en virtust hins vegar oft þéttar unnar og sumar m.a.s. með glæsilegum orgelpunktum og/eða stefskörunum. Hljómsveitin var að mestu skipuð líkt og barokk- sveit, þar sem strengir mynda und- irstöðu, styrktir 2 óbóum, 2 fagottum og frekar fyrirferðarlitlu orgeli, en með 2 trompet og pákur á rismestu hápunktum. Kórþættir voru mest ríkjandi. Einsöngs- og samsöngs- þættir virtust aftur á móti töluvert færri en við mátti búast, og ósungnir hljómsveitarkaflar enn færri, að for- og eftirspilum undanskildum. Það var að sönnu margt sem gladdi eyr- að í þessu mikla og frjóa verki, sem þrátt fyrir stundum leitandi formrænt yfirbragð var furðumarkvisst í sér, fjörugt og innblásið. Hljómsveitin var í fær- ustu höndum, bæði úr lyftingu stjórnandans og í meðförum ein- stakra spilara, flestra úr Sinfóníuhljómsveit- inni. T.a.m. fengu hlust- endur að heyra tandur- skýran og firnavel mótaðan strengjaleik og tvíblöðungsblástur í Laudamus-kafla Gloríunnar, og trompet og pákur settu glampandi tignarsvip á hápunktana. Einsöngvarar voru greinilega vald- ir af engu minni kostgæfni og skiluðu sínu með glæsibrag. Tekið í tíðniröð var sópranrödd Huldu Bjarkar Garð- arsdóttir örugg og tilkomumikil í Laudamus te og fór, þrátt fyrir smá reigingartilburði, listavel með kólór- atúrinn í Quoniam, fyrir utan glamp- andi innslög sín á móti kórnum í Credo (sá komst þar raunar furðuvel frá erfiðum háum innkomustað á „de coelis“) og á móti tenór í Et unam sanctam. Hin hljómmikla mezzo-alt- rödd Sesselju Kristjánsdóttur skein af þéttingsfastri hlýju á móti ein- söngsfélögum sínum í alt og tenór í Domine Deus, og við svolítið þreytu- lega hljómandi kórbakgrunn í Qui tollis, en samhæfði vel tregafullum sólóbassanum í Incarnatus, þar sem dökku raddgerðirnar eru að venju látnar lita jarðbundinn textastaðinn. Æskuforsetinn meðal einsöngvara var trúlega Þorbjörn Rúnarsson, sem flíkaði hér bjartri tenórrödd sinni í fyrsta sinn í nærveru undirritaðs – hafi það ekki verið alnafni hans sem söng Almavivu greifa í Óperusmiðju Austurlands fyrir hálfu öðru ári. Röddin virtist enn svolítið ómótuð eft- ir varfærinni tjáningunni að dæma, en hljóðfærið hins vegar hið efnileg- asta, bæði í Christe eleison, Domine Deus-terzettinum, Et incarnatus og Et unam sanctam dúettinum á móti sópran. Ólafur Kjartan Sigurðarson heyrðist manni sjálfkjörinn í bassa- hlutverkið og söng Domine Deus terzettinn, Crucifixus – og þó sérstak- lega moll-aríuna Agnus Dei – af há- velborinni hjartahlýju. Söngsveitin Fílharmónía mátti muna sinn fífil fegurri hvað jafnvægi milli radda varðar. Hinn skefjalausi eyðingarmáttur meðal blandaðra kóra nútímans, karleklan, var einnig hér búin að leggja sína dauðu hönd á metin. Rétt mátti greina fúguinnkom- ur bassans og varla tenórsins, er í of- análag þurfti að syngja sig hásan til að ná því markmiði. Að tefla aðeins 9 tenórum og 12 bössum fram á móti 18 í alt og 21 í sópran er á algerum mörk- um hins mögulega og eiginlega hvorki kórfélögum né hlustendum bjóðandi. Á hitt bar að vísu að líta, að sópraninn var þvílíkt einvalalið að fáir myndu ógrátandi grisja, enda með afburðum hljómfríður, skær og hreinn. Altinn sómdi sér og með stakri prýði. Að fyrrgreindum annmarka frátöldum komst kórinn samt sem áður undra- vel frá flestu sínu, enda samtaka, hreinn og frísklegur, auk þess sem stjórn Bernharðs Wilkinson var öll hin fagmannlegasta. Burtséð frá því að hvergi skyldu auðkenndar söngáhafnir stakra þátta, var tónleikaskráin allvel frá gengin, þó að sumum hefði þótt fengur að helztu fyrri viðfangsefnum kórsins. Messa milli tveggja heima TÓNLIST Langholtskirkja Joseph Haydn: Sesseljumessa. Hulda Björk Garðarsdóttir S, Sesselja Kristjáns- dóttir A, Þorbjörn Rúnarsson T og Ólafur Kjartan Sigurðarson B. Söngsveitin Fíl- harmónía og kammersveit u. stj. Bern- harðs Wilkinson. 17. marz kl. 20:30. KÓRTÓNLEIKAR Bernharður Wilkinson Ríkarður Ö. Pálsson HJÁ Íslenska dansflokknum eru æfingar hafnar á dansverki Auðar Bjarnadóttur, sem byggt er á skáldsögum Halldórs Laxness um Sölku Völku í tilefni af að 100 ár eru liðin frá fæðingu skáldsins. Tónlist- in er samin af Úlfari Inga Haralds- syni. Verkið er samið fyrir tíu dansara dansflokksins. Sögu Sölku Völku verður fylgt eftir eins og hún er sögð í bókunum fjórum, sem gefnar voru út í tvennu lagi: Þú vínviður hreini (1931) og Fuglinn í fjörunni (1932). Fjórir dansarar fara með hlutverk þeirra Sölku Völku, Sig- urlínu, Steinþórs og Arnalds, aðrir túlka samfélagið sem þau lifa og hrærast í og ólíkar persónur þess. Dansarar eru Guðmundur Elías Knudsen, Hildur Óttarsdóttir, Hlín Diego Hjálmarsdóttir, Jesus De Vega, Katrín Ingvadóttir, Katrín Ágústa Johnson, Lára Stefánsdótt- ir, Peter Anderson, Trey Gillen. Listrænn ráðunautur: Guðrún Vil- mundardóttir. Aðstoðarmaður danshöfundar: Lauren Hauser. Búningar: Sigrún Úlfarsdóttir. Sviðsmynd: Sigurjón Jóhannsson. Lýsing: Elfar Bjarnason. Ólíkar leikgerðir hafa verið gerð- ar eftir sögu Sölku Völku, en það er önnur vídd skáldsögunnar sem lögð verður áhersla á í klukkustundar- löngu dansverki. Verður sú vídd skýrð með titlum bókanna fjögurra sem segja sögu Sölku Völku: Ástin, Dauðinn, Annar heimur og Kjör- dagur lífsins. Í dansverkinu verða hlutarnir tveir, Vínviðurinn og Fuglinn í fjörunni, látnir kallast á. Frumsýning verður á stóra sviði Borgarleikhússins 11. maí. Verk- efnið er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og styrkt af Listahátíð, Menningarborgarsjóði og mennta- málaráðuneytinu. Morgunblaðið/Jim Smart Lára Stefánsdóttir, Hlín Diego Hjálmarsdóttir og Trey Gillen á æfingu. Salka Valka dönsuð í Borgarleikhúsinu Gallerí Nema hvað Kolbrá Braga myndlistarnemi opnar sýningu kl. 20. Sýningin samanstendur af fjór- um stórum málverkum sem standa sem sjálfstæð verk, en eru unnin í sömu tækni og sama anda og mynda því einnig stærri heild hvort með öðru. Sýninguna nefnir Kolbrá Á yf- irborðinu. Kolbrá stundar nú nám á öðru ári í Listaháskóla Íslands. Sýningin er opin alla daga frá kl. 15– 18 og stendur til 27. mars. Selfosskirkja Jórukórinn heldur tónleika kl. 20.30 og eru þeir í tilefni af fimm ára afmæli kórsins. Gestur kórsins er sópransöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir og syngur hún nokk- ur einsöngslög og lög með kórnum. Stjórnandi kórsins frá árinu 1997 er Helena Káradóttir. Undirleikari frá upphafi er Þórlaug Bjarnadóttir. Skaftfell, Menningarmiðstöðin á Seyðisfirði Sýningin On the rót – 80 dýr verður opnuð kl. 20, en nem- endur í Listaháskóla Íslands, ásamt tveimur gestanemendum frá Sví- þjóð, hafa unnið á Seyðisfirði síðustu tvær vikur undir leiðsögn myndlist- armannsins Björns Roth og íbúa Seyðisfjarðar. Sýningin saman- stendur af verkum sem eru unnin útfrá mannlífi og umhverfi bæjarins, og úr þeim efnivið sem þar er að finna. Sýningin stendur fram í maí og er hægt að skoða hana á sýning- artíma Skaftfells. Í DAG NORRÆNA ráðherranefndin hefur framlengt ráðningarsamning Helgu Hjörvar, forstjóra Norðurlanda- hússins, til næstu tveggja ára. Helga hefur gegnt starfinu frá 1. febrúar 1999. Helga Hjörvar áfram forstjóri ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.