Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í þúsundir ára hafa menn trúað á lækningamátt og heilsusamleg áhrif ólífuolíunnar. Ólífutréð hefur verið áberandi í sögu Miðjarðarhafsins og er mikilvægur þáttur í uppbyggingu mataræðis hjá þeim þjóðum sem þar búa. Rannsóknir hafa sýnt að tilfelli margra nútímasjúkdóma eru færri við Miðjarð- arhafið en á öðrum vestrænum svæðum og vilja margir þakka það að hluta til ólífuolíunni. OleoMed er ný vara sem inniheldur „Pharmaceutical Grade“ ólífuolíu í gelhylkjum. Þetta er hæsta gæðastig ólífuolíunnar, vegna hreinleika og framleiðslu- aðferða sem viðhalda gæðum og heilsubætandi nátt- úruefnum frá ólífu í olíu. Þú getur annaðhvort fengið ólífuolíuna eina og sér eða með vítamínum og/eða jur- tum eins og Ginkgo Biloba eða Ginseng. Þú getur valið úr sex tegundum og það sakar þig ekki að blanda saman mismunandi tegundum, t.d. Konu og Orku. Frá Miðjarðarhafinu í apótekið þitt Aðeins í Plúsapótekunum  Borgarlyf Borgarnesi  Apótek Ólafsvíkur  Stykkishólms Apótek  Apótek Ísafjarðar  Apótek Blönduóss  Siglufjarðar Apótek  Dalvíkur Apótek  Hafnar Apótek  Apótek Austurlands Seyðisfirði  Apótek Vestmannaeyja  Apótek Keflavíkur  Árbæjarapótek  Borgarapótek  Garðs Apótek  Grafarvogs Apótek  Hringbrautar apótek  Laugarnes Apótek  Nesapótek Seltjarnarnesi  Rima Apótek Það borgar sig að fyrirbyggja. OleoMed, frá Miðjarðarhafinu í apótekið þitt. Heilsuleikur Hugsaðu um heilsuna og þú gætir fengið vinning að auki 1. vinningur: ferð fyrir tvo til Mallorca með Heimsferðum að verðmæti 120.000. kr. 2. vinningur: 4 5000 kr. gjafabréf í plúsapótekunum 3. vinningur: 5 mánaðarskammtar af OleoMed. Andoxi Bein Hugur Kona Orka Ólífuolía No Mans Land/ Einskismanns- land Slóvensk 2001. Leikstjóri: Banis Tanovic. Aðalleik- endur: Branko Juric, Rene Bitorjac. Allt í senn skörp greining á pólitísku ástandi á Balkanskaganum, bráð- skemmtileg gamanmynd og stórgott listrænt afrek. (H.J.) Regnboginn. A Beautiful Mind/Fegurð hugsunarinnar Bandarísk 2001. Leikstjóri: Ron Howard. Aðalleikendur: Russell Crowe, Jennifer Connelly. Hugvekjandi – en rígskorðun hins staðlaða hetjuforms Hollywood-smiðjunnar felur víða í sér einföldun sem dregur úr ánægjunni. (H.J.)  Sambíóin, Háskólabíó. Black Hawk Down Bandarísk 2001. Leikstjóri: Ridley Scott. Aðalleikendur: Josh Hartnett, Ewan Mc- Gregor. Harðsoðin, vel leikstýrð og raun- veruleg bardagamynd um hlífðarleysi stríðsátaka, í þessu tilfelli í borgarastyrj- öldinni í Sómalíu 1993. (S.V.)  Laugarásbíó, Smárabíó, Regnboginn. Elling Noregur 2001. Leikstjóri: Peter Næss. Að- alleikendur: Per Christan Ellefsen, Sven Nordin. Bráðfyndin og skemmtileg mynd Lord of the Rings: The Fell- owship of the Rings/ Hringadróttinssaga Bandarísk 2001. Leikstjóri: Peter Jackson. Aðalleikendur: Elijah Wood, Ian McKellen, Christopher Lee, Cate Blanchett. Fyrsti hluti kvikmyndalögunar Ný-Sjálendingsins Peters Jackson á Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkiens er hrein völundarsmíð. (H.J.) Smárabíó Amélie Frönsk 2001. Leikstjóri: Jean-Pierre Jeun- et. Aðalleikendur: Audrey Tautou, Mathieu Kassovitz, Yolande Moreau, Dominique Pinon. Yndislega hjartahlý og falleg kvik- mynd um það að þora að njóta lífsins. (H.L.) Háskólabíó með fullri virðingu fyrir aðalpersónunum. (H.L.)  Háskólabíó Gosford Park Bresk 2001. Leikstjóri: Robert Altman. Að- alleikarar: Michael Gambon, Kristin Scott- Thomas, Maggie Smith. Mannleg mynd um virðingu og vinskap, niðurlægingu og hatur. Aðeins of löng í byrjun, en verður síðan mjög átakanleg.(H.L.)  Laugarásbíó I am sam/Ég er Sam Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Sean Penn. Að- alleikendur: Sean Penn, Michelle Pfeiffer. Hryllilega væmin, en samt sæt, fyndin og falleg saga um þroskaheftan föður og rétt- indabaráttu hans. (H.L.) Sambíóin In the Bedroom/ Inni í svefnherbergi Bandarísk 2001. Leikstjórn og handrit: Todd Field. Aðalleikendur: Sissy Spacek, Tom Wikinson, Marisa Tomei. Frumraun leikstjór- ans Todds Field hefur vakið mikla athygli og keppir um Óskarinn í ár. Gæðamynd um að- draganda og eftirköst harmleiks, sem borin er uppi af sterkum leikurum. (H.J.)  Monsters Inc./Skrímsli hf. Bandarísk 2001. Leikstjóri Peter Docter. Raddsett teiknimynd. Létt og skemmtileg tölvuteiknuð mynd fyrir alla fjölskylduna. (S.V.) Sambíóin Reykjavík, Keflavík og Akureyri. Háskólabíó. Regína Íslensk 2001. Leikstjóri: María Sigurðar- dóttir. Aðalleikendur: Sigurbjörg Alma Ing- ólfsdóttir, Benedikt Clausen. Bráðskemmti- leg mynd fyrir alla aldurshópa, vel skrifuð og uppfull af ferskum listrænum víddum.  Háskólabíó Training Day/Reynd þolrifin Bandarísk 2001. Leikstjóri: Antonie Fuqua. Aðalleikendur: Denzel Washington, Ethan Hawke. Washington tekur mótleikarana í nefið og drottnar yfir harðsoðnum trylli í Óskarstilnefningarstuði í hlutverki ómennis. (S.V.)  Sambíóin Collateral Damage/ Óhjákvæmilegt tjón Bandarísk 2001. Leikstjóri Andrew Davis. Aðalleikendur: Arnold Schwarzenegger, El- ias Koteas. Nafnið er nánast það eina sem skilur myndina frá flestum fyrri myndum hnignandi stjörnu Arnolds. (S.V.) Sambíóin Reykjavík og Akureyri Intimacy/Náin kynni Frönsk/bresk/spænsk/þýsk 2001. Leik- stjórn: Patrice Chéreau. Aðalhlutverk: Kerry Fox, Mark Rylance. Metnaðarfull, hrá og dökk mynd um fólk sem sefur hjá, heldur framhjá og fer frá mökum sínum. (H.L.) Háskólabíó Behind Enemy Lines/ Handan víglínunnar Bandarísk 2001. Leikstjóri: John Moore. Að- alleikendur: Owen Wilson, Gene Hackman. Vel útlítandi, klisjukennd hetjudýrkun um flótta undan ofurefli óvinanna og björgunar- afrek. (S.V.) Smárabíó The Count of Monte Cristo/ Greifinn af Monte Cristo Bandarísk 2001. Leikstjóri: Kevin Reynolds. Aðalleikendur: Jim Caviezel, Guy Pierce. Ævintýri sem stendur alltaf fyrir sínu, en hér klikkar leikstjórnin því ágætustu leikarar standa sig ekki nógu vel. (H.L.) Sambíóin Not Another Teen Movie Bandarísk 2001. Leikstjóri: Joel Gallen. Að- alleikendur: Heidi Adrol, Chyler Leigh. Ung- lingamyndaformúlan er tekin í karphúsið, húmorinn ruddalegur og mörg atriði mynd- arinnar bara ansi fyndin, sérstaklega fyrir þá sem sjá allar þessar myndir. (H.L.) Smárabíó, Regnboginn Snow Dogs/Sleðahundar Bandarísk 2001. Leikstjóri: Brian Levant. Aðalleikendur: Cuba Gooding jr., James Coburn. Ofurskrípaleikur í anda Disney og annarra Hollywood-maskína. Grunnur sögu- þráður og sviðsetning eru skemmtileg en úr- vinnslan vond og ofhlaðin. (H.J.) Sambíóin 13 Ghosts/13 draugar Bandarísk. 2001. Leikstjóri Steve Beck. Að- alleikendur: Tony Shaloub, Shannnon Eliza- beth, F. Murray Abrahams. B-endurgerð B- myndar með flottum brellum en þreytandi til lengdar. Annað er óhenju slakt. (S.V.) Smárabíó, Regnboginn BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Hildur Lofts um I am Sam: „Sean Penn og Dakota Fanning eru svo stórkostleg að þau geta ekki ann- að en snert við heimsins mestu harðjöxlum.“ UNDANFARIÐ hefur hljómsveitakeppni Tónabæjar sem kallast Músíktilraunir staðið yfir. Síðustu þrjár vikur hafa 40 hljómsveitir keppt um að komast í úrslitin, sem eru í kvöld. Síðasta tilraunakvöldið var í gærkvöldi og komust þá að minnsta kosti tvær hljómsveitir til viðbótar í úrslit en fyrir voru sjö sveitir, Ókind, Gizmo, Watste, Pan, Tannlæknar And- skotans, Búdrýgindi og Fake Disorder. Tilraunirnar hafa verið venju fremur fjöl- breyttar á rokksviðinu og þannig hefur heyrst nýbylgja, meðalþungt rokk, metal- rokk, sokkarokk, rapp, popprokk, pönkrokk, þungarokk, melódískt dauðarokk, lo-fi síð- rokk, mis-þungt rokk, dauða- og þungarokk, mismunandi rokk, framsækin danstónlist, melódískur sýru-metall eða einfaldlega mús- íktilraunir svo gipið sé til lýsinga sem flytj- endur hafa valið tónlist sinni. Sigursveitir tilraunanna fá hljóðverstíma og ýmsan búnað í verðlaun, en einnig stendur sigursveitinni til boða útgáfusamningur við Eddu – útgáfu og miðlun, nánar tiltekið Hitt, merki sem sérhæfir sig í útgáfu á nýrri og ferskri tónlist. Til að allir komist fyrir eru úrslit Músík- tilrauna haldin í íþróttahúsi Fram. Sesar A leikur fyrir viðstadda áður en tilraunirnar hefjast og XXX Rottweilerhundar á meðan atkvæði eru talin. Úrslitin hefjast kl. 20. Morgunblaðið/Kristinn XXX Rottweilerhundar sigruðu Músíktilraunir árið 2000 og er án efa langvinsælasta hljómsveit landsins. Úrslitakvöld Músíktilrauna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.