Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðmar Gunn-laugsson fæddist á Þorsteinsstöðum í Svarfaðardal 9. september 1913. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 9. mars síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Gunnlaugs Daníels- sonar, f. 20.7. 1868, d. 12.7. 1952, og Steinunnar Sig- tryggsdóttur, f. 2.8. 1881, d. 30.1. 1923. Börn þeirra, auk Guðmars, voru; Sóley, f. 19.8. 1908, d. 31.12. 1994; Anna Lauf- ey, f. 12.8. 1910, býr í Reykjavík; Jóhanna Kristín, f. 3.3. 1915, d. 4.8. 1995; Guðjón, f. 18.5. 1917, d. 20.8. 1994; og Lilja Emilía, f. 9.10. 1921, býr í Kópavogi. Gunnlaugur átti með fyrri konu sinni, Önnu Zóphaníasdóttur, f. 5.5. 1871, d. 9.5. 1895, dótturina Guðrúnu Daníelínu, f. 24.5. 1893, d. 26.2. 24.4. 1947, d. 14.12. 1947, e) Guð- mundur, f. 21.11. 1948, kona Helga Aðalsteinsdóttir, f. 13.7. 1949, þau eiga þrjú börn, f) Óli, f. 1.9. 1951, á einn son, barnsmóðir María Ingadóttir, f. 9.4. 1953, g) Sóley Birgitta, f. 11.11. 1954, d. 11.9. 1984, maki Haraldur Gunn- þórsson, f. 28.4. 1955. Þau eign- uðust tvö börn en fyrir átti hún eina dóttur, Önnu Steinunni, f. 24.8. 1969, sem ólst upp hjá Guð- mari og Ingibjörgu. Guðmar stundaði vinnu- mennsku og ýmis verkamanna- störf, vann í Sútunarverksmiðj- unni Iðunni og stundaði sjómennsku. Á fjórða áratugnum fór hann að vinna hjá Kaupfélagi Eyfirðinga við pípulagnir. Hann vann um skeið sem gæslumaður í kyndistöð KEA í Grófargili, Ket- ilhúsinu. Um 1960 stofnaði hann pípulagnafyrirtækið Hita hf. sem starfaði í nokkur ár. Síðustu tutt- ugu starfsár sín vann hann hjá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri sem pípulagningamaður þangað til hann hætti fyrir aldurs sakir 1986. Útför Guðmars Gunnlaugsson- ar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1973. Einnig átti Gunnlaugur soninn Þorgrím Gunnar Bílddal, f. 4.8. 1902, d. 20.4. 1980, með Valgerði Sigurðar- dóttur, f. um 1877. Árið 1938 kvæntist Guðmar Ingibjörgu Óladóttur, f. á Smjör- hóli í Öxarfirði 2.7. 1912. Foreldrar hennar voru Óli Jón Jóhannesson, f. 12.3. 1881, d. 20.4. 1943, og Anna Friðfinna Guð- mundsdóttir, f. 16.2. 1880, d. 27.8. 1950. Guðmar og Ingibjörg eignuðust sjö börn: a) Drengur, f. 1.9. 1938, d. 1.9. 1938, b) Haukur, f. 15.10. 1939, kona Marta Vilhjálmsdóttir, f. 6.7. 1942, þau eiga þrjú börn, c) Gylfi, f. 24.11. 1944, kona Arnheiður Eyþórsdóttir, f. 18.10. 1958, þau eiga einn son. F.k. Fjóla Friðriks- dóttir, f. 28.1. 1951, og eiga þau þrjú börn. d) Anna Steinunn, f. Nú þegar við fylgjum pabba til moldar rifjast upp mörg atriði úr sögu hans sem hann sagði okkur og sögu okkar sjálfra, barnanna hans. Hann fæddist á Þorsteinsstöðum í Svarfaðardal í Eyjafirði. Fjölskyld- an bjó á Ytri-Másstöðum, Hamar- koti og svo á Upsum. Þar missti hann móður sína á tíunda ári. Eftir það var fjölskyldan leyst upp, börn- unum komið fyrir á ýmsum stöðum en hann fylgdi föður sínum um tíma. Hann átti meðal annars góðar minningar frá Hamarkoti en svo var hann tekinn í fóstur á Hrísum þar sem hann var til um 1930. Þótt erfiðleikar daglegs amsturs hafi skilið eftir djúp spor í sálu óharðn- aðs ungmennis þá var aldrei í huga hans til betri staður en Svarfaðar- dalur og sérstaklega þótti honum vænt um Hrísa og fólkið sem þar bjó en það reyndist honum alla tíð vel. Í Svarfaðardal sagði hann að moldin væri frjórri, fjöllin tignar- legri, þar skini sólin skærar en ann- ars staðar og í Hrísamóunum voru berin sætari en á öðrum stöðum sem hann þekkti. Þessari skoðun sinni hélt hann stíft fram alla tíð við okkur og barnabörnin og hvikaði hvergi, öllum til nokkurs gamans. Hann fylgdi föður sínum inn á Akureyri og fór að vinna fyrir sér. Hann stundaði vinnumennsku í Eyjafirði og víðar, vann í atvinnu- bótavinnu á kreppuárunum, stund- aði ýmiss konar verkamannavinnu á Akureyri og víðar, var um tíma á Sútunarverksmiðjunni Iðunni, sótti sjó og var m.a. á síldveiðum. Á Siglufirði á fjórða ártugnum kynntist hann mömmu og þau giftu sig 19. febrúar 1938. Þau festu fljótlega kaup á húsnæði við Odd- eyrargötu 3 þar sem þau bjuggu allar götur til 1967. Húsið við Oddeyrargötuna er lítið á mæli- kvarða dagsins í dag en fyrstu ár þeirra bjuggu þar þó tvær fjöl- skyldur. Þetta heimili þeirra varð mörgum vin sem áttu erindi til Ak- ureyrar. Þegar ættingjar og vinir fóru í kaupstaðinn til að versla, leita læknis eða annarra erinda eða þegar farið var milli byggðarlaga var staldrað þar við og gist. Þarna áttu þau líka góða nágranna sem oft litu inn og þá var hlegið mikið, sagðar fréttir, stundum líka í hálf- um hljóðum. Þar eins og alla tíð lá pabbi ekki á skoðunum sínum og gat verið hispurslaus í tali. Í kjallaranum kom pabbi sér upp aðstöðu til smíða. Hann renndi nytjahluti sem hann seldi til að drýgja heimilistekjurnar og við bræðurnir áttum þar hlutverki að gegna við að berkja birkibolina sem notaðir voru og líka athvarf fyrir sköpunargleði okkar. Í húsinu við Oddeyrargötuna, þar sem stóra reynitréð skyggði á allan suðurgafl- inn, kálgarðurinn freistaði á sumrin og norðangarrinn skók á veturna svo marraði í, tifaði lífsklukkan. Pabbi veiktist um miðjan þriðja áratuginn og lá á sjúkrahúsi í nokkra mánuði. Hann fékk í lungun en þau veikindi áttu eftir að draga dilk á eftir sér seinna meir. Á fjórða áratugnum fór hann að vinna við pípulagnir hjá Kaupfélagi Ey- firðinga og var þar meira og minna fram undir 1960. Hann fékk rétt- indi í þeirri iðn með forsetabréfi. Á þessum árum vann hann um tíma sem gæslumaður í Ketilhúsinu í Grófargili, kyndistöð KEA. Þangað var gott að koma, líta til hans í yl- inn og horfa á eldtungurnar í stóru kötlunum. Um 1960 stofnaði hann ásamt Birni Guðmundssyni og fleir- um fyrirtækið Hita hf. en það var pípulagnafyrirtæki sem þeir starf- ræktu í nokkur ár. Á sjöunda ára- tugnum hóf hann síðan störf við Fjórðungssjúkrahúsið og hafði með höndum viðhald og eftirlit á pípu- lögnum. Þar leið honum vel og hann vann þar þangað til hann hætti fyrir aldurs sakir, liðlega sjö- tugur. Á sjöunda áratugnum byggðu pabbi og mamma nýtt hús við Stekkjargerði 6 sem þau fluttu inn í 1967 og hafa búið í síðan. Þar eign- uðust þau góða nágranna og undu hag sínum vel. Viðskilnaðurinn við litla húsið var ef til vill léttbærari fyrir það að stóra reynitréð brotn- aði í roki skömmu áður en þau fóru þaðan. Nýtt reynitré, sproti af því gamla, var sett niður við suðurgafl- inn á nýja húsinu og þar var fylgst með því boða vorkomu með nýju brumi síðla vetrar og háværum þrastasöng, svo skyggði það á sól- skinið inn um gluggann yfir hásum- arið. Á haustin og fram á vetur mæta þrestirnir aftur til að næla sér í rauð berin. Nýr kálgarður varð líka fastur hluti tilverunnar og tilefni margvíslegra vangaveltna við vini og nágranna. Afrakstri garðræktarinnar og trjáplöntum sem uxu í garðinum upp af fræjum var dreift til ættingja og vina víða um land. Meðan aldur og starfsþrek leyfði var markmið pabba ætíð að skila sínu refjalaust, ljúka sínum skyld- um fljótt og vel og láta ekki standa á sínum hluta, ganga frá sínu og skulda engum neitt. Yndi hans á hinn bóginn var að föndra við smíð- ar og yrkja moldina og sjá þar af- rakstur iðju sinnar. Hann var mjög barngóður og barnabörnin og svo barnabarnabörnin voru ætíð gleði- gjafar sem honum þótti verulega vænt um að fá til sín. Síðustu árin voru lungun honum erfið, hann átti við astma að stríða sem gerði honum erfitt með gang vegna mæði en hann var andlega hress og fylgdist vel með öllu og öllum í kring um sig allt þar til yfir lauk. Nú skiljast leiðir um sinn og tek- ur fyrir vikulegar góðviðrilýsingar að norðan, spurningar um líðan og hagi barnabarna og barnabarna- barna með stöðugri hvatningu um að drífa af og ganga frá hverju því sem fyrir lá eða bar að höndum. Við kveðjum með þakklæti fyrir allan þann tíma sem leiðir okkar hafa legið saman og biðjum góðan guð að geyma þig. Haukur, Gylfi, Guðmundur, Óli, Anna Steinunn og fjölskyldur. Þegar leiðir skilja renna ýmsar minningar í gegnum hugann um sterkan persónuleika Guðmars tengdaföður míns. Hann missti ungur móður sína og lífsbaráttan varð snemma býsna hörð. Þar af leiðandi var hann frekar lokaður og átti erfitt með að sýna tilfinngar, en þegar skelin opnaðist var hann traustur og skemmtilegur en oft mjög stríðinn. Hann lét sér mjög annt um fjölskyldu sína og um- hverfi sitt. Guðmar var svo lánsamur að eignast yndislega konu sem bar hann alla tíð á höndum sér. Árið 1966 kynntist ég Guðmundi syni þeirra, sem síðar varð maðurinn minn. Ég kom þá heim í litla húsið í Oddeyrargötunni og kynntist fjöl- skyldunni smátt og smátt en síðast Guðmari. Við vorum ung og eign- uðumst fljótt okkar fyrsta barn sem skírt var í höfuðið á afa sínum. Ég var svo lánsöm að flytja heim til þeirra hjóna meðan Guðmundur var enn í skóla. Ég bjó hjá þeim töluverðan tíma svo ég kynntist þeim býsna vel. Við Guðmar áttum það sameiginlegt að finnast mjög gaman að dansa og ég fór nokkrum sinnum með þeim hjónum á „Gömlu dansana“ á Akureyri meðan ég bjó hjá þeim. Síðan fluttum við vestur á land og þá hringdi hann oft bara til þess að segja mér hvað veðrið væri afskaplega gott og hlýtt og að þau væru að fara á „Gömlu dansana“ um kvöldið. Það var nú svolítil stríðni því hann vissi að ég saknaði góða veðursins og ættingja og vina á Akureyri. Guðmar var mjög trúr sínum heimaslóðum og hefði eflaust helst viljað búa allan sinn aldur í Svarf- aðardal. Það var haldið ættarmót að Húsabakkaskóla árið 1995 og er okkur öllum mjög minnisstætt hvað hann lifði sig inn í forna tíð. Hann sagði frá ýmsu sem gerðist þegar hann var ungur og hafði orð á því að meira að segja moldin í Svarf- aðardal lyktaði betur en önnur mold. Barnabörnin voru honum afar mikils virði og hann sýndi þeim öll- um mikinn áhuga og umhyggju. Börnin okkar nutu þess í ríkum mæli þegar þau fóru í MA og bjuggu tvö þeirra hjá þeim afa og ömmu, en yngri sonurinn var á heimavist og fékk hlýjar móttökur þegar hann kom í heimsókn. Þegar við fluttum svo til Reykja- víkur fyrir rúmum tveimur árum fannst Guðmari hann hafa tapað okkur í sollinn og var mjög ósáttur við það. Hann var samt aðeins far- inn að jafna sig á því, en síðast þeg- ar við töluðumst við í síma sagði hann með háðshreim: Ykkur hlýtur að líða vel í þessari Reykjavíkur- pest. Sem sagt, alltaf sannur dreif- býlismaður. Guðmari var illa við að láta horfa upp á vanlíðan sína og þegar hann var lagstur banaleguna var því eins varið. Við komum í heimsókn til hans á gjörgæsluna og innan tíðar sagði hann: Viljið þið ekki bara fara að drífa ykkur. Þá var hann orðinn þreyttur og vildi ekki láta okkur horfa upp á sig þjást. Inga mín, þinn missir er mikill og ég samhryggist þér innilega. Við söknum hans öll. Með þakklæti kveð ég góðan mann. Megi hann hvíla í friði. Helga. Það er víst óhætt að segja að samband okkar afa hafi verið ein- stakt, sérstaklega ef tekið er mið af því að 60 ára aldursmunur var á okkur. Ég átti heima í sama húsi og hann stóran hluta af ævi minni. Ég kynntist honum vel, sérstaklega seinni árin. Hann var samt oft dul- ur, enda ekki alinn upp við það að bera tilfinningar sínar á torg. Sem betur fer var ég farin að þekkja það hann það vel að það kom ekki að sök. Ég vissi vel hvaða hug hann bar til mín. Þegar ég gifti mig fór það ekki fram hjá mér að hann var stoltur af mér. Ég er líka sérstak- lega þakklát að hann skyldi vera til staðar að deila þeirri stund með mér. Hann var fasti punkturinn í lífi mínu, sá sem ég gat leitað til. Það var nánast sama hvað ég vildi ræða við hann, hann var ævinlega tilbú- inn að hlusta. Enda lá mér alltaf mest á að segja afa frá þegar eitt- hvað merkilegt gerðist. Það var að- alatriðið. Ég fór yfirleitt með allar ritgerð- ir og verkefni til hans og lét hann dæma afraksturinn. Hann varð mér meira að segja innblástur í ritgerð þegar ég átti, 14 ára gömul, að velja mér persónu til að segja frá. Hann hafði, held ég, bara lúmskt gaman af því að verða fyrir valinu, jafnvel þótt ég færi frjálslega með. Í ritgerðinni talaði ég meðal ann- ars um að hann væri grobbinn. „Hann er mjög stoltur af því að vera fæddur í Svarfaðardal og grobbar af því í tíma og ótíma. Og ef ég segi honum að hann sé grobb- inn þá segir hann að það sé annað að grobba sig af sannleikanum (eins og hann væntanlega) en að grobba sig af einhverju sem er ekki til. Hann segist líka vera mjög gáf- aður og mjög sætur og svo koma oft langar lýsingar á því hvernig stelpur eltu hann í gamla daga. Ég hef nú lúmskt gaman af því.“ Þegar ég les þetta núna þá kann- ast ég alveg við tóninn. Við frænd- systkinin gátum hlegið mikið að honum þegar hann lýsti kastaníu- brúna, bylgjaða hárinu sem prýddi hann á hans yngri árum. Þetta var hins vegar allt grín og eflaust mest hugsað til að gera at í okkur. Nú veit ég að hann var allt annað en grobbinn. Hann var stoltur af ýmsu, meðal annars uppruna sínum og hann var stoltur af okkur barna- börnunum en grobbinn var hann ekki. Það er auðvelt að gleyma sér í góðum minningum og detta í þá gryfju að hafa allt á jákvæðum nót- um. Það var hins vegar ekki hans stíll. Ég gat verið ósammála honum enda voru skoðanir hans oft öfga- kenndar. Stundum fannst mér að hjá hon- um væri allt svart eða hvítt og mjög lítið um einhverjar málamiðlanir. Menn voru annaðhvort góðir eða vondir. Eitt af klassískum deiluefnum okkar var hvort ætti að halda dýr í bæjum. Honum fannst nóg til um kattaeign mína en hafði samt gam- an af því þegar ég sagði sögur af þeim. Einhverju sinni ræddum við líka um hvort öll þessi umfjöllun um kynlíf sem núna viðgengst væri af hinu góða. Þar voru raddir okkar víst góðir fulltrúar sinna kynslóða. Það er eiginlega óhugsandi að skrifa um hann án þess að nefna óbilandi stríðni hans, sem birtist við öll hugsanleg tækifæri. Hann gat gert mig alveg arfavitlausa, til að mynda með klipum en að hans sögn var spikið á mér sérstaklega freistandi. Samt sótti ég alltaf í að sitja við hliðina á honum. Hann átti það líka til að leika göngulag mitt með tilþrifum og talaði alltaf um að ég „krókaði“ af því að ég var aðeins innskeif á öðrum fæti. Hann hafði mikinn metnað fyrir mína hönd og samgladdist þegar vel gekk. Það skipti hann miklu máli að ég nýtti þau tækifæri til menntunar sem hann hafði ekki sjálfur. Sjálfur var hann vel að sér á mörgum sviðum, þrátt fyrir litla skólagöngu, sérstaklega í því sem við kom náttúrunni. Hann hafði yndi af því að ferðast um landið og fræðast um það. Og ef maður var ekki eins glöggur og hann, til dæm- is í því sem varðaði plöntu- eða dýralíf, átti hann til að skjóta því að manni að það væri lítið gagn af allri þessari skólagöngu. Hann fylgdist vel með öllu sem ég tók mér fyrir hendur og var vel inni í því sem var efst á baugi hjá mér hverju sinni. Hann þurfti til dæmis alltaf að vera með á nót- unum í ástarmálunum hjá mér og á unglingsárunum þurfti ég ekki ann- að en að nefna einhvern strák á nafn og þá var umsvifalaust búið að fræða mig hverra manna viðkom- andi væri og setja smástimpil á hvort hann væri nógu góður. Þegar ég var fyrir sunnan í skóla spurði hann ævinlega frétta af því hvort það væru einhverjir sénsar. Allir sénsarnir voru skoðaðir með „gler- augunum hans afa“, hans mæli- kvarði var hafður til hliðsjónar. Og ættfræðiáhuginn hefur verið til staðar hjá mér æ síðan. Það var mér mikils virði að búa í nábýli við hann þegar ég kom aftur norður. Við áttum saman góðar stundir þessi síðustu ár og ég fékk tækifæri til að endurgjalda eitthvað af allri hans gæsku. Og þó að ég hefði gjarnan viljað hafa stundirnar fleiri þá gleðst ég fyrir hans hönd að vera laus við sjúkan og þreyttan líkama. Það veit ég að hann hefur átt ánægjulega endurfundi við for- eldra sína, systkini og börn. Það er líka gott að vita af góðum stuðningi hinum megin. Við hittumst síðar. Elsku amma, við verðum að læra að lifa án hans. Við eigum mikið af góðum minningum til að ylja okkur við. Megi hann hvíla í friði. Hafdís Inga. Elsku afi okkar, það er erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur og við sjáum þig aldrei aftur. Við barnabörnin fyrir sunnan hittum þig ekki eins oft og við hefðum flest viljað. Alltaf var nú samt gott að koma til ykkar ömmu, hvort sem það var í kaffi, stutt sumarfrí á Ak- ureyri eða til að búa hjá ykkur, t.d. meðan Menntaskólinn var sóttur. Alltaf var jafn gaman að spjalla við þig í síma þar sem þú hrósaðir veðráttunni á Akureyri endalaust. Veðrið þar jafnaðist aldrei á við neitt, nema hugsanlega Svarfaðar- dalinn. Þótt fréttirnar í sjónvarpinu sýndu myndir af blindbyl á Akur- eyri reyndir þú alltaf að telja manni trú um að þar væri að minnsta kosti 25 stiga hiti og sól. Þú varst nú alltaf frekar léttur í skapi, en hafðir þó oft mjög ákveðnar skoðanir á ýmsum mönn- um og málefnum sem efst voru á baugi hverju sinni. Verst fannst þér þessi síðustu ár, hversu mikill fólksflótti var af landsbyggðinni til Reykjavíkur og hefðir þú viljað að við byggjum öll á Akureyri, mörg okkar hefðu eflaust viljað það sama. Við söknum þín öll, afi. Ingibjörg, Guðmar, Vilhjálmur, Guðmar, Árný, Aðalsteinn og barnabarnabörnin. GUÐMAR GUNNLAUGSSON  Fleiri minningargreinar um Guð- mar Gunnlaugsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.