Morgunblaðið - 30.04.2002, Side 1

Morgunblaðið - 30.04.2002, Side 1
99. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 30. APRÍL 2002 ÍSRAELSHER fór með nokkra skriðdreka og jarðýtur inn í flótta- mannabúðir Palestínumanna í Raf- ah, syðst á Gazasvæðinu í gærkvöldi, og særðust tveir palestínskir dreng- ir, annar alvarlega, er til átaka kom milli ísraelsku hermannanna og pal- estínskra bardagamanna. Að sögn heimildarmanna fóru Ísraelar um 150 metra inn í búðirnar og skutu af byssum skriðdrekanna. Aðgerðir Ísraela í Rafah stóðu í um tvær klukkustundir og var jarð- ýtunum beitt til að grafa holur og hermenn sprengdu sprengjur neð- anjarðar. Markmiðið var að finna og eyðileggja jarðgöng, sem Ísraelar segja að Palestínumenn hafi grafið og noti til að smygla hergögnum undir landamæri Gaza og Egypta- lands, en þau eru á valdi Ísraela. Eftir um tvo tíma dró herinn sig til baka. Átta féllu í Hebron Í dögun í gær höfðu Ísraelar her- tekið borgina Hebron á Vesturbakk- anum og féllu þar átta Palestínu- menn. Beittu Ísraelar skriðdrekum og herþyrlum, en Hebron er stærsta borgin á Vesturbakkanum. Þar búa um 120 þúsund manns, þar af um 400 gyðingar á rammgirtu landnáms- svæði. Ísraelar sögðu að þeir hefðu handtekið 17 Palestínumenn í að- gerðunum í Hebron og lagt hald á skotvopn og sprengiefni. Meðal þeirra sem féllu í Hebron var herskár meðlimur samtakanna Hamas, en hann hafði tekið þátt í blóðugri árás á nærliggjandi land- nemabyggð gyðinga um helgina. Talsmaður ísraelska hersins sagði að aðgerðirnar í Hebron væru ekki til langframa og beindust ekki gegn heimastjórn Palestínumanna, heldur „einungis gegn hryðjuverkaöflum í borginni“. Leiðtogar Palestínumanna for- dæmdu aðgerðir Ísraela í Hebron og sögðu þá ganga þvert á vilja alþjóða- samfélagsins. Bandarísk stjórnvöld sögðu að Ísraelar ættu tafarlaust að verða á brott frá borginni. Sagði talsmaður utanríkisráðuneytisins, Richard Boucher, að Bandaríkja- menn væru andvígir öllum innrásum á yfirráðasvæði Palestínumanna og tók fram, að Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, hefði verið gerð grein fyrir þessari afstöðu Banda- ríkjanna. Ísraelar ráðast til atlögu í flóttamannabúðum Palestínumanna á Gazasvæðinu Bandaríkjamenn and- mæla hernámi Hebron Gazaborg, Hebron, Washington. AFP.  Ísraelar samþykkja/24 KIM Wilson í rústum heimilis síns í bænum LaPlata í Maryland í Bandaríkjunum í gær, en gíf- urlegt tjón varð af völdum ský- strokks er gekk yfir bæinn og fleiri staði í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Skýstrokkar fóru þá yfir óvenju stórt svæði í aust- urhluta landsins, allt frá Missouri til Maryland, og urðu að minnsta kosti sex manns að bana, þ. á m. 12 ára dreng sem þeyttist um 50 metra með veðrinu. Reuters Skýstrokk- ar í Banda- ríkjunum „ÞESSAR kosningar eru þær mik- ilvægustu í sögu þjóðarinnar,“ sagði Høgni Hoydal, leiðtogi Þjóðveldis- flokksins í Færeyjum, í gær en í dag munu hátt í 33.000 kjósendur velja fulltrúa sex flokka á Lögþing- ið í Þórshöfn. Geta úrslitin ráðið miklu um það hvort Færeyingar leiti eftir sjálfstæði á næstu árum. Að færeysku landsstjórninni standa Þjóðveldisflokkur, Fólka- flokkur og Sjálfstjórnarflokkur en í stjórnarandstöðu eru Sam- bandsflokkurinn, Jafnaðarflokkur- inn og Miðflokkurinn. Samkvæmt Gallup-könnun, sem birt var í gær, fá landsstjórnarflokkarnir 17 menn kjörna samtals og stjórnarandstað- an 15. Stjórnarflokkarnir hafa nú 18 lögþingsmenn. Þjóðveldisflokkurinn berst fyrir því, að Færeyingar greiði atkvæði um færeyska stjórnarskrá fyrir lok næsta kjörtímabils og búi þannig í haginn fyrir algert sjálfstæði. Hinir stjórnarflokkarnir tveir, Fólka- flokkur og Sjálfstjórnarflokkur, eru líka hlynntir sjálfstæði en vilja þó fara miklu hægar í sakirnar. Það er því ekki loku fyrir það skotið, að þeir eða annar hvor þeirra semji við stjórnarandstöðuna að loknum kosningum, Sambandsflokk eða Jafnaðarflokk, sem vilja auka sjálf- ræði landsmanna en vera áfram innan danska ríkisins. Kosið til Lögþingsins í Færeyjum Sjálfstæðið helsta málið Þórshöfn. AFP. NÝR veitingastaður var opnaður í London í gær og eru þar á boð- stólum hinir framandlegustu réttir, t.d. pöddur, maurar, orm- ar og geitungar. Nýi staðurinn heitir Edible og stofnandi hans er Todd Dalton, 26 ára athafnamað- ur sem lærði til kokks í Louisiana í Bandaríkjunum, en komst upp á bragðið með skordýr þegar hann var á ferð í Austurlöndum fjær. Uppáhaldssnarl Daltons eru kóbraslöngur og hann segir að staðurinn eigi að höfða til þeirra sem eru „ævintýragjarnir og fylgjast með tískunni – fólks sem ekki er hrætt við að prófa eitt- hvað nýtt“. Veitingastaðurinn er í East End hverfinu í London og þar er einnig hægt að fá stærri rétti, eins og til dæmis krókódíl í súrsætri sósu, píranafisk og franskar og meðal drykkja sem boðið er upp á er kampavín með perluryki. Að málsverði loknum er svo hægt að fá dýrasta kaffi í heimi – það er gert úr baunum sem tínd- ar eru úr spörðum úr köttum á Súmötru. Þeim sem ekki borða kjöt bjóðast grænmetisréttir eins og til dæmis brenninetlusalat eða rósa- og blágresissalat. Krókódíll í súrsætu London. AFP. JUNG Gwi-up (t.v), frá Suður- Kóreu, situr hjá eiginmanni sínum, Lim Han-un, sem býr í Norður- Kóreu. Hjónin hittust í N-Kóreu í gær, en Jung hefur búið ein í S- Kóreu síðan þau urðu að skilja í Kóreustríðinu fyrir fimmtíu árum. Um það bil eitt hundrað aldraðir S- Kóreubúar héldu sl. sunnudag norður yfir landamærin til að hitta í þrjá daga ástvini sem þeir urðu að segja skilið við í stríðinu. Áætlað hafði verið að þessi ferð yrði farin í október sl., en henni var aflýst eftir að Norður-Kórea gagn- rýndi Suður-Kóreu fyrir að setja varnarsveitir sínar í viðbragðs- stöðu í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september sl. Endurfundirnir eru fyrsta skrefið í bættum samskiptum Kóreuríkj- anna, eftir að mikil spenna hefur ríkt þeirra í millum mánuðum sam- an. Sendimaður S-Kóreustjórnar hélt til höfuðstaðar N-Kóreu, Pyongyang, í byrjun apríl til við- ræðna, og var þá m.a. ákveðið að halda áfram skipulögðum endur- fundum ástvina er búa hvorir sín- um megin landamæranna. Fimmtíu ára að- skilnaður Reuters NEMANDI í framhaldsskóla í Aust- ur-Bosníu skaut kennara sinn til bana í gær og særði annan kennara, en svipti síðan sjálfan sig lífi, að því er lögregla greindi frá. Harmleik- urinn átti sér stað í bænum Vlasen- ica, um 50 km norðaustur af Saraj- evó. Nemandinn var sautján ára og ekki er ljóst hvað fékk hann til ódæðisverkanna. Fregnir herma að hann hafi skotið á kennarana fyrir utan skólahúsið. Sl. föstudag skaut nemandi í fram- haldsskóla í Þýskalandi 16 manns til bana og svipti sjálfan sig lífi. Skotárás í skóla Sarajevó. AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.