Morgunblaðið - 30.04.2002, Síða 8

Morgunblaðið - 30.04.2002, Síða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið fyrir stjórnendur framtíðarinnar Sífelld leit að sannleikanum IMG stendur fyrir röðnámskeiða á næst-unni þar sem stjór- endur framtíðarinnar verða brýndir í fræðun- um. Lyft verður hulunni af nýjum straumum og stefnum. Stjórnendur þurfa að búa yfir margs konar kostum og eigin- leikum og á námskeiðun- um gefst þeim tækifæri til að meta hvar þeir standa. Vilmar Pétursson er stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá IMG og í for- svari fyrir fyrirtækið vegna námskeiðanna og hann svaraði fúslega nokkrum spurningum Morgunblaðsins um nám- skeiðin á dögunum. – IMG stendur að námi fyrir stjórnendur framtíðarinn- ar, hvað er IMG og fyrir hvað stendur það? „IMG er stærsta rannsóknar- og ráðgjafarfyrirtæki landsins og sérhæfir sig í þekkingarsköp- un. Fjölþætt ráðgjafarstarf IMG felst t.d. í stjórnendaþjálfun, ráðgjöf, ráðningum, stefnumót- un, markaðsrannsóknum, skoð- anakönnunum, fyrirtækjarann- sóknum, fjölmiðlavöktun og -greiningu. Meðal markaðsein- inga IMG eru: Gallup, Ráðgarð- ur, Fjölmiðlavaktin, CL ráðgjöf og IMG þekking og þjálfun.“ – Er mikið um ný vísindi í dag, dugar ekki að hafa numið af gamla skólanum lengur? „Námið Stjórnendur framtíð- arinnar er níu mánaða nám þar sem teknir eru fyrir ýmsir efn- isþættir sem eru mikilvægir fyr- ir stjórnendur að kunna skil á. Í stjórnendafræðum er sífellt ver- ið að leita að sannleikanum, ekki satt, en hann finnst aldrei. Leit- in heldur fólki hins vegar við efnið og þegar við hættum að leita stöðnum við. Margt af því sem er kennt á námskeiðunum er nýtt, annað er eldra, en allt er þetta sett í samhengi við þær aðstæður sem stjórnendurnir eru að glíma við dags daglega og þannig verða vísindin stöðugt ný.“ – Hversu víður hópur á erindi á þessi námskeið? „Markhópur þessa náms eru stjórnendur með allt að fimm ára stjórnunarreynslu og eru þar af leiðandi ekki orðnir mót- aðir sem stjórnendur og eru að glíma við að temja sér aðferðir og viðmót sem gerir starf þeirra árangursríkara.“ – Á hvaða þætti er helst lögð áhersla á þessum stjórnenda- námskeiðum? „Helstu áherslurnar eru þrjár. Í fyrsta lagi fara þátttak- endur í ítarlega sjálfsskoðun þar sem þeir meta sig sem stjórn- endur. Þeir fá umsagnir um sín störf frá samstarfsfólki og taka viðurkennd stjórnendapróf sem meta þeirra stjórnunarstíl. Með þessu móti greina þeir styrkleika sína og hvernig þeir geti bætt sig. Í öðru lagi er lögð áhersla á ýmsa þætti til að bæta persónu- lega hæfni þátttakenda í þáttum eins og framkomu og tjáningu, fundarstjórnun og við stjórn streitu og lausn vandamála. Í þriðja lagi er veitt fræðsla og þjálfun í ýmsum aðferðum stjórnunar, s.s. stefnumótun, starfsmannastjórnun, frammi- stöðustjórnun, verkefnastjórnun og viðtalstækni.“ Stjórnsýsla …lærist hún á námskeiði, er þetta ekki eitt- hvað sem menn hafa innbyggt. Hvað um skóla lífsins og reynsl- unnar? „Reynslan er góður skóli ef við lærum af henni. Við getum hins vegar lært bæði af eigin reynslu og annarra og við verð- um að vera tilbúin að meta ár- angur eigin hegðunar og breyta því sem breyta þarf. Námið gef- ur innsýn í reynslu annarra bæði í gegnum þær kenningar og aðferðir sem kenndar eru og ekki síður læra þátttakendur af reynslu annarra þátttakenda.“ – Hvernig getið þið metið kennslugæðin og árangurinn? „Nám sem tekur yfir 9 mán- uði gefur mun betri möguleika til að meta árangur en stutt námskeið því hægt er að fylgja eftir því sem kennt hefur verið og meta hvað hafi gengið vel og hvað hafi ekki virkað sem skyldi. Auk þess meta þátttakendur gagnsemi og gæði hverrar lotu námsins í lok hennar. Hóparnir hafa haldið áfram að hittast eftir að náminu lýkur sem gefur vís- bendingu um að tengslamynd- unin, sem er mikilvægur þáttur í náminu, hafi tekist vel. Einnig gefur sú staðreynd að sömu fyr- irtækin og stofnanirnar senda fulltrúa aftur og aftur á þessi námskeið vísbendingu um að þau séu ánægð með árangurinn.“ – Hvenær hefst námið, hvað eru hóp- arnir stórir og hvar fara námskeiðin fram? „Næsti hópur hefur nám í byrjun maí. Þegar er fullbókað og farið að bóka í hóp sem fer af stað í haust. Hóparnir eru ekki hafðir fjölmennari en 15 manns til að tryggja gæði og nauðsyn- lega þjálfun. Í sumum lotum námsins er farið út úr bænum og dvalið yfir nótt en í öðrum lotum fer kennslan fram á höf- uðborgarsvæðinu.“ Vilmar Pétursson  Vilmar Pétursson fæddist í Kópavogi 1959. Hann hefur BA- próf í félagsfræði, starfsrétt- indanám í félagsráðgjöf frá HÍ og MSc í Evrópustjórnun frá Norwegian School of Manage- ment. Hann hefur m.a. starfað sem forstöðumaður Unglinga- athvarfs, deildarstjóri Ung- lingadeildar og verkefnastjóri hjá Midas-Net, upplýs- ingaskrifstofu um Evrópumál. Hefur undanfarin ár starfað sem stjórnendaþjálfari og ráð- gjafi hjá IMG. Maki Vilmars er Elsa Einarsdóttir, viðskipta- fulltrúi breska sendiráðsins. Þau eiga tvo syni, þá Einar 15 ára og Bjarka 10 ára. ...og meta hvað hafi gengið vel Það er nú lítið annað eftir fyrir litlu krílin að gera en að dóla sér til lands, eftir að óskabarn þjóðarinnar er komið á bragðið. Á ÁRUNUM 1995–2002 voru flutt inn til landsins 55,6 tonn af nauta- kjöti. Tollkvótum var hins vegar út- hlutað fyrir 296 tonn. Þetta kom fram í máli Ólafs Friðrikssonar, í landbúnaðarráðuneytinu, á ráð- stefnu um nautakjötsframleiðslu. Samkvæmt landbúnaðarsamningi WTO, sem Ísland er aðili að, skuld- batt Ísland sig til að heimila innflutn- ing á 3–5% af innanlandsneyslu á lágum tollum. Þetta þýddi 57–95 tonna innflutning árlega. Þeir sem vilja nýta sér ákvæði um markaðs- aðgang á lágum tollum verða að sækja um tollkvóta til landbúnaðar- ráðuneytisins. Á tímabilinu 1995– 2002 var heimilt að flytja inn samtals 551 tonn af nautakjöti á lágum toll- um. Úthlutun tollkvóta nam hins vegar 296 tonnum, en einungis var hins vegar flutt inn 55,6 tonn. Verð- mæti þessa innflutnings (cif-verð) var 69,2 milljónir. Á ráðstefnunni kom fram að miðað við núverandi verð á nautakjöti væri tap á framleiðslunni. Neysla á nauta- kjöti hefur að mestu staðið í stað síð- ustu ár. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, sagðist ekki sjá fram á að neysl- an myndi aukast á næstu árum. Hann sagði hins vegar vegna þeirra talna sem Ólafur nefndi um innflutn- ing á nautakjöti að hann teldi að mun meira væri smyglað til landsins af nautakjöti heldur en flutt væri inn til með löglegum hætti. Snorri Sigurðsson hjá Landssam- bandi kúabænda, sagði að norskir nautgripabændur fengju styrki á hvert framleitt dýr, styrki vegna af- leysinga og styrki á ræktað land og beit. Greiddir væru styrkir á hverja kú á bilinu 11.400–37.000 krónur (fer eftir stærð búanna). Framleiðsla á hverju ungdýri væri 8.450 krónur. Í erindi Ernu Bjarnadóttur hjá Bændasamtökunum, kom fram að styrkir ESB við nautakjötsframleið- endur kæmu til framkvæmda ef meðalverð á nautakjöti félli niður fyrir 2.224 evrur/tonn. Einnig fengju bændur árlegan stuðning sem mið- aður væri við ákveðna hámarks- stærð. Ennfremur væri greiddur styrkur á hvert dýr sem náð hefði 9 mánaða aldri. Þá væri einnig greidd- ur styrkur vegna kúa sem notaðar væru til að framleiða kálfa til nauta- kjötsframleiðslu. 55 tonn af nautakjöti voru flutt inn á síðustu sjö árum Tollkvótar til inn- flutnings ekki nýttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.