Morgunblaðið - 30.04.2002, Page 19

Morgunblaðið - 30.04.2002, Page 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 19 FYRSTA sumardag var ný göngubrú tekin formlega í notkun. Brúin er ofar en brúin upp í sundlaug og er í fram- haldi af göngustíg í gegnum lystigarð- inn. Aldís Hafsteinsdóttir, forseti bæjarstjórnar, ávarpaði gesti og sagði frá því að hönnuður brúarinnar væri Sigurður Jakobsson tæknifræð- ingur. Kolbrún Þóra Oddsdóttir og Gunn- hildur Gunnarsdóttir, sérfræðingur í japönskum stílbrigðum, hönnuðu handriðið. Smiðir að verkinu voru Hafnarverktakar frá Akureyri og Steinar Hilmarsson smiður smíðaði skápall norðan við brúna til að gera hana aðgengilega. Aldís sagði jafn- framt að þetta væri bara fyrsta innrás Hvergerðinga í Ölfusið, því að þegar komið er yfir brúna eru menn komnir þangað. Brynhildur Jónsdóttir, fyrr- verandi formaður Skógræktarfélags- ins í Hveragerði, klippti á borðann, því að þessi brú er gamall draumur skógræktarfólks og stofnaði félagið sérstakan brúarsjóð og lagði fram fé til byggingar brúarinnar. Þegar klippt hafði verið á borðann tók Sveinn Aðalsteinsson, skólameistari Garðyrkjuskólans, á móti gestum og bauð þá velkomna í Ölfusið. Síðan gengu menn fylktu liði að Garðyrkjuskólanum með skáta í far- arbroddi, undir lúðrablæstri Ians Wilkinsons tónlistarkennara. Það er von allra að þessi brú verði til þess að gleðja göngufólk, bæði heimamenn og gesti. Ný göngubrú yfir Varmá Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Brynhildur klippir á borðann með aðstoð Aldísar. Sveinn bíður gesta. Hveragerði Í KULDAKASTINU sem enn er ekk- ert lát á en hófst að kvöldi síðasta vetrardags kreppti mjög að fuglum við Mývatn. Á Skútustöðum fann Gylfi bóndi Yngvason flórgoða úti á túni á sumardaginn fyrsta og var sá heldur illa á sig kominn. Hann var tekinn í hús yfir nóttina. Næsta dag var reynt að sleppa fuglinum en þá brotlenti hann á þjóðveginum, þar sem hann lenti undir bíl án þess þó að meiðast en sýnt þótti að fuglinn væri ekki ferða- fær. Því var hann aftur tekinn á hús og hlúð að honum svo sem hægt var. Hann hresstist og flutti heim- ilisfólkið fuglinn í baðkarið þar sem hann synti um, frísklegur að sjá. Systkinin Hjörtur og Katrín Gylfabörn höfðu fært honum síli sem hann virtist þó ekki hafa áhuga á. Væntanlega verður fuglinn í vist á Skútustöðum þar til veðrið gengur niður. Venjulega er Flórgoði ekki mannblendinn en lónir um á frið- sælum tjörnum, hljóður og lítillátur. Þessa dagana eru þeir sjáanlegir víðar við Mývatn en í venjulegu ár- ferði og er það vegna þess að tjarn- irnar þeirra hefur aftur lagt í hret- inu. Morgunblaðið/BFH Systkinin Hjörtur og Katrín Gylfabörn fylgjast með Flórgoðanum sem syndir rösklega um í baðkarinu þeirra og virðist á góðum batavegi. Flórgoði í baði eftir hrakninga Mývatnssveit Á SUMARDAGINN fyrsta var sjó- settur á Húsavík hvalaskoðunarbát- urinn Faldur. Nýtt ferðaþjónustu- fyrirtæki Hvalaferðir ehf. keypti hann sl. sumar og hefur notað vet- urinn til að breyta honum þannig að hann henti til hvalaskoðunarferða. Báturinn sem er 20 brúttótonna eikarbátur var smíðaður í Vest- mannaeyjum 1973, í upphafi hét hann Votaberg ÞH en í árslok 1973 urðu eigendaskipti á bátnum. Upp frá því hefur hann heitið Faldur og allan þann tíma sem hann gegndi hlutverki fiskibáts var hann gerður út frá Þórshöfn á Langanesi. Að sögn Jónasar Emilssonar, eins af eigendum Hvalaferða ehf., var báturinn í mjög góðu ásigkomulagi þegar þeir keyptu hann. Lítið þurfti að endurbæta, mikil vinna var hins vegar lögð í það að breyta bátnum, bæði til þess að hann hentaði til sigl- inga með farþega og eins til að upp- fylla allar þær kröfur sem gerðar eru til slíkra báta en báturinn er skráður fyrir rúmlega 40 farþega. Jónas seg- ir að fyrsta ferðin verði farin 1. maí nk. en þá hefjast ferðir samkvæmt áætlun og töluvert er um pantanir fyrir sumarið. „Við sem að þessum rekstri stöndum erum bjartsýn á framtíðina, bæði hvað okkar fyrir- tæki varðar og almennt gagnvart þessari grein ferðaþjónustunnar“ sagði Jónas. Hvalaferðir ehf. hafa nýlega opn- að heimasíðu á Netinu. „Við viljum með þessu gera okkur sýnilegri fyrir umheiminum, á síðunni er hægt að skoða áætlun bátsins, panta ferðir með honum, skoða kort sem sýnir staðsetningu okkar við Húsavíkur- höfn auk mynda m.a. frá breyting- unum á bátnum og í framtíðinni úr ferðum hans á hvalslóð“ sagði Jónas að lokum. Slóðin á heimasíðu fyrir- tækisins er www.hvalaferdir.is. Að Hvalaferðum ehf. standa Sölkuveitingar ehf. sem reka veit- ingahúsið Sölku, Trésmiðjan Val ehf. og Jón Helgason og fjölskylda. Nýtt fyrirtæki í hvalaskoðun á Húsavík Faldur sjósettur og ný heimasíða á Netinu Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Veðrið var ekki sumarlegt á sumardaginn fyrsta þegar Faldur var sett- ur á flot á ný eftir gagngerar breytingar úr fiskibát í hvalaskoðunarbát. Húsavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.