Morgunblaðið - 30.04.2002, Side 24
ERLENT
24 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
STJÓRN Ísraels hefur samþykkt
með semingi tillögu Bandaríkja-
stjórnar um að Ísraelar bindi enda
á umsátur hersins um höfuðstöðv-
ar Yassers Arafats, leiðtoga Pal-
estínumanna, og veiti honum
ferðafrelsi.
Arafat hefur verið í stofufang-
elsi í mánuð í höfuðstöðvum sínum
í Ramallah á Vesturbakkanum og
hann fær nú að ferðast um palest-
ínsku sjálfstjórnarsvæðin og er-
lendis, að sögn ísraelskra og pal-
estínskra embættismanna. Hann
hefur ekki getað farið frá Ramall-
ah síðan í desember.
Aðstoðarmenn Arafats sögðu að
hann myndi ekki fara út úr höf-
uðstöðvunum fyrr en sex Palest-
ínumenn, sem Ísraelar hafa lýst
eftir, yrðu fluttir þaðan í fangelsi í
Jeríkó. Stjórn Ísraels samþykkti á
sunnudag tillögu Bandaríkja-
stjórnar um að sexmenningarnir
yrðu sendir til Jeríkó og yrðu þar í
fangelsi undir eftirliti bandarískra
og breskra embættismanna. Fjórir
Palestínumannanna eru taldir hafa
myrt ísraelska ráðherrann Rehav-
am Zeevi, einn fanganna er leið-
togi hreyfingar þeirra og sjötti
Palestínumaðurinn er aðstoðar-
maður Arafats og grunaður um að-
ild að vopnasmygli.
Yasser Abed Rabbo, upplýsinga-
málaráðherra palestínsku heima-
stjórnarinnar, sagði að sexmenn-
ingarnir yrðu fluttir til Jeríkó
innan tveggja daga. Breskir og
bandarískir embættismenn ræddu
í gær við Arafat um hvernig
standa ætti að flutningnum. Hátt-
settur palestínskur embættismað-
ur sagði að Bandaríkjamenn hefðu
hafnað bráðabirgðaréttarhöldum,
sem fóru fram í höfuðstöðum Ara-
fats í vikunni sem leið yfir meint-
um morðingjum ísraelska ráð-
herrans. Bandaríkjamenn vildu að
réttað yrði aftur yfir mönnunum,
en þeir fengu frá eins árs til átján
ára fangelsisdóma.
Deilan um umsátrið í Betle-
hem leyst með sama hætti?
Binyamin Ben-Eliezer, varnar-
málaráðherra Ísraels, sagði að ísr-
aelsku hermennirnir yrðu fluttir
frá Ramallah þegar sexmenning-
arnir færu þaðan. Hann kvaðst
vona að samkomulag næðist einnig
á næstunni í deilunni um tugi
vopnaðra Palestínumanna í Fæð-
ingarkirkjunni í Betlehem sem ísr-
aelskir hermenn hafa setið um í
mánuð. Hugsanlegt er að deilan
verði leyst með sama hætti og mál
sexmenninganna í Ramallah, þ.e.
að Palestínumennirnir verði fluttir
í fangelsi utan Ísraels og verði
undir eftirliti bandarískra og
breskra embættismanna.
Ísraelsk leyniskytta skaut Pal-
estínumann til bana þegar hann
fór út í garð Fæðingarkirkjunnar í
gær. Þrír munkar báru lík manns-
ins út fyrir garðinn síðar um dag-
inn.
Hafna samstarfi við
rannsóknarnefnd SÞ
Ísraelar samþykktu að veita
Arafat ferðafrelsi gegn því að
Bandaríkjastjórn styddi þá í deil-
unni við Sameinuðu þjóðirnar um
rannsókn nefndar á vegum sam-
takanna á hernaði Ísraela í flótta-
mannabúðum í Jenín. Ísraelar
segjast hafna samstarfi við nefnd-
ina nema Sameinuðu þjóðirnar
verði við kröfum þeirra um sam-
setningu og umboð nefndarinnar.
„Ég tel að við verðum að vera
ósammála Sameinuðu þjóðunum að
þessu sinni,“ sagði Gideon Meir,
embættismaður í utanríkisráðu-
neyti Ísraels, og sakaði Sameinuðu
þjóðirnar um að draga taum Pal-
estínumanna. „Þær vilja leggja
gildru fyrir okkur.“
Ísraelar hafa meinað nefndinni
að fara til Jenín. Shimon Peres,
utanríkisráðherra Ísraels, sagði
formanni rannsóknarnefndarinnar
að fresta þyrfti för hennar þar til
deilan yrði leyst.
Ísraelar saka Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna, um að hafa svikið samkomu-
lag við þá um rannsóknina. Þeir
vilja að rannsóknin beinist einkum
að starfsemi palestínskra hryðju-
verkamanna í flóttamannabúðun-
um og krefjast þess að nefndin
verði skipuð sérfræðingum í bar-
áttunni gegn hryðjuverkum.
Palestínumenn saka Ísraela um
fjöldamorð í flóttamannabúðunum
en Ísraelar neita því og segja að
nokkrir tugir Palestínumanna hafi
fallið í hörðum átökum, flestir
þeirra vopnaðir byssum.
Arafat bindi enda
á hryðjuverkin
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti hringdi þrisvar sinnum í Ariel
Sharon, forsætisráðherra Ísraels,
um helgina til að hvetja hann til að
binda enda á umsátrið í Ramallah.
Samkomulag náðist loks eftir sex
klukkustunda stormasaman fund í
stjórn Ísraels sem lauk með at-
kvæðagreiðslu um hvort veita ætti
Arafat ferðafrelsi. Atkvæðin féllu
hnífjafnt og Sharon hefði getað
fellt tillöguna með oddaatkvæði,
en gerði hlé á fundinum til að
ræða aftur við Bush, að sögn ísr-
aelska dagblaðsins Haaretz.
Bush sagði Sharon að ef Ísrael-
ar samþykktu tillöguna myndu
Bandaríkjamenn styðja þá í deil-
unni um rannsóknina í Jenín.
Arafat hefur sagt að hann geti
ekki orðið við kröfu Ísraela um að
hann bindi enda á hryðjuverk Pal-
estínumanna vegna þess að hann
sé lokaður inni í Ramallah og nú
þegar hann fær ferðafrelsi hefur
hann ekki þá afsökun lengur. Bush
sagði eftir að samkomulagið náðist
að Bandaríkjastjórn myndi nú
leggja fast að Arafat að binda
enda á hryðjuverkin og Colin Po-
well, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, hringdi í palestínska leiðtog-
ann til að leggja áherslu á þá
kröfu.
Bush bauð Sharon í heimsókn til
Washington innan hálfs mánaðar
og verður það fimmta ferð ísr-
aelska forsætisráðherrans til
Bandaríkjanna. Ekkert bendir
hins vegar til þess að Arafat verði
boðið til Washington á næstunni,
en hann hefur aldrei farið þangað
frá því að Bush tók við forseta-
embættinu.
Ísraelar samþykkja að
veita Arafat ferðafrelsi
Stjórn Bush lofar
að styðja Ísraela
í deilunni um
rannsókn í Jenín
AP
Ísraelskur hermaður fylgist með þremur munkum og palestínskum samningamanni bera lík þrítugs Palest-
ínumanns, sem ísraelsk leyniskytta skaut til bana við Fæðingarkirkjuna í Betlehem í gær.
Hebron, Washington. AP.
! "#! $%& &'$%
- "
"!!%
&* !* !!$ !
."
"%"!)
" &""# /!& " !))0
!
! %&
.
1))+ ! %*!# "&%
!
0&0%!&*" !
" " !
%/ .0
!1
21 3'3
4
%
5 0
%
5%' 5
6!
7 0
%
$ %$
SEXTUGUR sögukennari,
Rainer Hese, er nú þjóðhetja í
Þýskalandi en hann kom í veg
fyrir að fórnarlömb unglingsins,
sem gekk berserksgang í gagn-
fræðaskóla í borginni Erfurt á
föstudag og myrti sextán
manns, yrðu fleiri. Hese sagði
frá því um helgina hvernig hon-
um tókst að hrinda ódæðis-
manninum, Robert Steinhäuser,
inn í skólastofu og loka hann þar
inni. Steinhäuser, sem var 19
ára og fyrrum nemandi í skól-
anum, réð sjálfum sér bana
stuttu síðar. Atburðurinn vakti
mikinn óhug í Þýskalandi.
Skapari
Barbie látinn
RUTH Handler, konan sem
skapaði Barbie-dúkkuna, lést
um helgina, 85 ára að aldri.
Handler,
sem stofnaði
einnig leik-
fangafyrir-
tækið Matt-
el, hið
stærsta
sinnar teg-
undar í
heiminum,
setti Barbie-
dúkkuna fyrst á markað árið
1959 en hún átti eftir að verða
vinsælasta brúða sinnar tegund-
ar. Hefur meira en milljarður
Barbie-dúkkna verið seldur til
þessa dags. Barbie, sem nefnd
var eftir dóttur Handler, Barb-
öru, ávann sér þó fyrirlitningu
femínista sem töldu dúkkuna
slæma fyrirmynd fyrir ungar
stúlkur.
Vinsældir Barbie urðu hins
vegar til þess að Handler mótaði
margar útgáfur af brúðunni,
auk þess sem hún setti á markað
karlbrúðuna Ken til þess að
veita Barbie félagsskap.
Fer fram á
aðstoð
EDÚARD Shevardnadze, for-
seti Georgíu, fór í gær fram á að-
stoð erlendra ríkja og góðgerð-
arsamtaka eftir að jarðskjálfti
lék höfuðborg Georgíu, Tbilisi,
grátt sl. fimmtudag. Sex menn
fórust í skjálftanum og hundruð
manna eru heimilislaus en meira
en eitt hundrað byggingar eru
sagðar ónýtar eftir skjálftann.
Khattab
látinn
STAÐFEST hefur verið að
stríðsherrann Khattab, leiðtogi
íslamskra skæruliða í Kákas-
uslýðveldinu
Tsjetsjeníu
og í Dagest-
an, er látinn
en rúss-
neska leyni-
þjónustan,
FSB,
greindi frá
því í síðustu
viku að
Khattab hefði verið ráðinn bani í
leynilegri aðgerð. Segir bróðir
Khattabs að hann hafi haft í bí-
gerð að flytja höfuðstöðvar sínar
frá Tsjetsjeníu til Palestínu.
Rússneska leyniþjónustan hefur
fullyrt að Khattab hafi átt sam-
starf við Sádí-Arabann Osama
bin Laden.
STUTT
Sögu-
kennarinn
þjóðhetja
Ruth Handler
Khattab