Morgunblaðið - 30.04.2002, Page 27

Morgunblaðið - 30.04.2002, Page 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 27 Áttu þér draum? Ertu stelpa á aldrinum 13–16 ára? Búðu til þitt eigið fyrirtæki utan um drauminn þinn – í ritgerð. Það er ekki eftir neinu að bíða. Síðasti skiladagur er 2. maí 2002. w w w. m b l . i s w w w. d e l o i t t e . i s Vertu óhrædd við að láta gamminn geisa! Festu hugmyndir þínar á blað og komdu þeim á framfæri – það er til mikils að vinna! Höfundum bestu ritgerðanna verður boðið á fjörugt sumar- námskeið, Leiðtogabúðir FramtíðarAUÐAR, helgina 30. maí– 1. júní þar sem markmiðið er að efla sjálfstraust og sköpunarkraft, samskipta- og tjáningarhæfileika og kynnast grunnhugtökum viðskipta í skemmtilegum fyrirtækjaleik. Vertu með! Í ritgerðinni getur þú sagt frá því hvernig starfsemi fer fram í drauma- fyrirtækinu þínu, hvernig þú vilt stjórna því, hverjir viðskiptavinir þess eru og hvað það hefur fram yfir önnur fyrirtæki. Lengd ritgerðarinnar á að vera 1–2 vélritaðar síður eða 400–700 orð. Henni á að skila í tölvupósti á netfangið audur@ru.is eða í umslagi merktu FramtíðarAUÐUR, Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík, fyrir 2. maí 2002. Þær Linda Karen Gunnarsdóttir, Vigdís Eva Guðmundsdóttir, Halla Ólafsdóttir og Lilja Karen Steinþórsdóttir voru meðal þeirra sem tóku þátt í leiðtogabúðunum að Skógum í fyrra. Linda Karen skrifaði sína ritgerð um teiknimyndafyrirtæki Henni fannst muna miklu að þetta voru eingöngu stelpur. „Þær eru svo duglegar að vinna saman. ... Þetta var ótrúlega þroskandi og við lærðum mikið af þessu. Þetta var í rauninni eitt stórt leikrit, en við lifðum okkur samt alveg inn í hlutverkin.“ Höllu fannst námskeiðið heppnast ótrúlega vel „Þessar stelpur sem hittust þarna voru mjög ólíkar og við þekktumst ekki neitt, en á eftir erum við eins og bestu vinkonur. ... Svona leiðtogabúðir ættu að vera fyrir allar stelpur og ekki bara sem tilraun í þrjú ár, heldur á hverju ári.“ Lilja Karen var mjög ánægð með fyrirtækjaleikinn „Við lærðum mjög mikið af því að taka þátt í fyrirtækjaleiknum – við lifðum okkur svo sterkt inn í leikinn og litum þannig á að þetta væri raunverulega okkar fyrirtæki og að við yrðum að láta hlutina ganga upp.“ Vigdís Eva mælir með námskeiðinu fyrir allar stelpur „Maður hefur fengið meira sjálfstraust og meiri innsýn og skilning á því hvernig fyrirtæki eru rekin. Það var líka alltaf verið að leggja áherslu á að við gætum allt sem við vildum.“ 6200 BRESKI listahópurinn Crash heiðraði borgarbúa með heimsókn sinni nýverið og hengdi upp yfirlits- sýningu á verkum sínum, en hópur- inn hefur starfað í 5 ár. Á sýningunni voru grafísk hönnunarverkefni sem Crash birtir m.a. í tímaritum og á veggspjöldum í því skyni að gagn- rýna fjölmiðla með þeirra eigin að- ferðum, eins og kemur fram í til- kynningu. Markmið stofnenda, þeirra Scott Kings hönnuðar og Matt Worleys ritstjóra og sögukenn- ara, var að skapa andófsrödd gegn ráðandi viðmiðum í breskri auglýs- inga- og fjölmiðlamenningu eins og segir einnig í fréttatilkynningu. Þetta gerir hópurinn á ýmsa vegu. Eitt verkið er t.d. samtal við Ulrike Meinhof úr hinum alræmdu þýsku Baader-Meinhof hryðjuverkasam- tökum. Á öðrum vegg voru úrklippur úr sögu The Angry Brigade, einu hreinræktuðu ensku hryðjuverka- samtökanna, en þau stóðu fyrir ýms- um hryðjuverkum á árunum 1967- 1971. Hópurinn var gjarnan nefndur hin bresku Baader-Meinhof samtök. Þarna var jafnframt mynd sem í fyrstu virðist vera af kúbversku bylt- ingarhetjunni Che Guevara, en þeg- ar betur er að gáð er þarna komin söngkonan Cher, ein helsta tákn- mynd skemmtanamenningar nú- tímans. Gagnrýni hópsins á þessari sýn- ingu er ekki mjög beinskeytt né ágeng enda um yfirlitssýningu að ræða. Hún verður þó til að vekja mann til umhugsunar og markmið hópsins er göfugt og þarft. Það er t.d. alltaf umhugsunarvert hvernig fjölmiðlar geta búið til hetjur og písl- arvætti úr fólki sem framið hefur ill- virki. Vald fjölmiðla er vandmeðfarið því auðvelt er að teygja raunveru- leikann og toga þannig að samband fólks við hann rofni á stundum. Framsetning verkanna og hönnun er fyrsta flokks og hæfir efninu, enda báðir aðstandenda Crash fag- menn á því sviði. Þeir koma t.d báðir að útgáfu tímaritsins Sleeze Nation, Scott sem listrænn stjórnandi en Matt sem einn ritstjóra. Þeim sem vilja kynna sér ritið og efni þess er bent á að fara inn á verðlaunaða heimasíðu tímaritsins http:// www.sleazenation.com/sleaze.html. Þó að þessi sýning væri kannski ekki hávær í sjálfu sér er hún hvatn- ing til íslenskra listamanna að láta sig þjóðfélagsmál meiru varða. Sýn- ingin er einnig í ágætum takti við heimsmálin og hryðjuverkaumræð- una og minnir fólk á að saga hryðju- verka nær langt aftur fyrir 11. sept- ember 2001. Hryðjuverk í myndlist MYNDLIST Gallerí Skuggi Sýningunni er lokið. ÞJÓÐFÉLAGSGAGNRÝNI CRASH Þóroddur Bjarnason Eitt verka Crash-hópsins, „Cher Guevara“. Begga fína

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.