Morgunblaðið - 30.04.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 30.04.2002, Qupperneq 31
ANNA Pálína Árnadóttir hefur ekki tölu á þeim tónleikum sem hún hefur sungið á á liðnum árum. Hún hefur oft komið fram ein með sinni hljóm- sveit, með Gunnari Gunnarssyni pí- anóleikara eða öðrum, og maður hennar Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son er sjaldnast langt undan. Hann er meir en liðtækur músíkant, því hann þýðir og semur flesta texta Önnu Pálínu, og semur lög fyrir hana að auki. Nú er Anna Pálína enn á ferð, með nýja plötu, Guð og gamlar konur, og útgáfutónleikar verða í Hafnarborg í Hafnarfirði í kvöld kl. 20. Þeir sem leika með Önnu Pálínu þar verða Gunnar Gunnarsson, Jón Rafnsson bassaleikari og Kristinn Árnason gíarleikari og Pétur Grét- arsson slagaverksleikari. „Ég kalla diskinn Guð og gamlar konur vegna þess að á honum er eitt lag um guð og mörg um gamlar kon- ur,“ segir Anna Pálína. „Flest lögin eru búin að vera á efnisskránni minni í mörg ár, en hafa af ýmsum ástæð- um alltaf dottið út af borðinu þegar ég hef verið að hljóðrita. Þó er ég alltaf að flytja þessi lög á tónleikum. Nú fannst mér bara kominn tími til að taka þessi lög saman og gera þeim hátt undir höfði og finna einhverjar leiðir til að koma þeim frá mér í bún- ingi sem hentaði þeim. Þau hafa aldr- ei fallið í þann hljóðfæraramma sem ég hef verið með; – píanó, trommur og bassa, og þess vegna bætti ég gít- ar við og píanóleikarinn fékk þau fyr- irmæli að hann mætti spila á hvað sem er annað en píanóið. Hann spilar bæði á rhodes og hammondorgel, en einnig gamalt fótstigið harmóníum.“ Lögin sem Anna Pálína syngur koma héðan og þaðan úr heiminum, frá Bandaríkjunum, Frakklandi, Norðurlöndunum og Englandi. „Það er óvenju lítið af lögum eftir Aðal- stein Ásberg, bara eitt í þetta sinn, en hann á hins vegar flesta textana.“ Veik fyrir gömlum konum Gömlu konurnar komu óvart til Önnu Pálínu. Það var ekki fyrirfram ákveðið að setja saman disk með lög- um um gamlar konur, þetta bara æxlaðist svona. „Ég var búin að leita að góðu nafni, og allt í einu fékk ég hugljóm- un. Lagið um guð er nýjasta lagið, ég fann það í Frakklandi í fyrra, og það er um leið eina lagið sem ég hef ekki flutt mikið. Nokkur lögin eru úr dag- skrá sem ég setti saman fyrir Kaffi- leikhúsið í fyrra, Kvenna hvað? þar voru nokkrir kvennatextar tíndir til, annars held ég bara að ég sé mjög veik fyrir gömlum konum. Ég fékk mjög undarlegt uppeldi. Ég ólst upp í hverfi þar sem nær öll börn voru flutt í burtu, og vinkona mín í næsta húsi var hæstaréttarlögmannsfrú á eftirlaunum. Hún tók á móti mér á hverjum degi, kenndi mér að halda fallega á hnífapörum og skála í vín- glasi, og það var alltaf mjög fínt hjá henni. Mamma var líka í félagsskap með mörgum eldri konum. Þannig umgekkst ég gamalt fólk, og sérstak- lega gamlar konur alveg frá því ég var krakki. Í mínum huga ganga gömlu konurnar guði næst. Þær eru svo lífsreyndar og miðla manni af sinni reynslu og þroska. Mér finnst að það eigi að setja gamlar konur á efsta stall í okkar þjóðfélagi.“ Það er ekki hægt að segja annað en að viðhorf Önnu Pálínu stangist á við það sem er í tísku í dag, þar sem ungpíur, nánast enn á barnsaldri tröllríða músíkheiminum. „Ætli þetta sé ekki mitt framlag til þeirrar umræðu, og mótvægi um leið. Lóð á hina vogarskálina. Við megum ekki gleyma því hvaða fjársjóð við eigum í gömlum konum. Allar viljum við jú verða gamlar konur þegar þar að kemur, það er okkar draumur.“ Um næstu helgi ætlar Anna Pálína að syngja með Átthagakór Stranda- manna, en kórinn hefur látið útsetja fyrir sig nokkur laga Önnu Pálínu, og hún syngur einsöng með þeim. Þá hefur Anna Pálína einnig fengið styrk frá Hafnarfjarðarbæ til að halda djasstónleika fyrir börn. Tónleikarnir í Hafnarborg hefjast sem fyrr segir í kvöld kl. 20. Anna Pálína Árnadóttir með tónleika í Hafnarborg Gamlar konur ganga guði næst Ljósmynd/Gréta Guðjónsdóttir Anna Pálína í stofunni hjá einni af mörgum eldri vinkonum sínum. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 31 LANDBÚNAÐARHÁSKÓLINN Á HVANNEYRI Hvanneyri - 311 Borgarnesi - 437 0000 - lbh@hvanneyri.is - www.hvanneyri.is www.hvanneyri.is Viltu læra um landbúnað? Umsóknarfrestur um nám í Bændadeild (búfræðinám) er til 30. júní. Búfræðinám Búfræðinám við LBH er tveggja ára starfsmenntanám á framhaldsskólastigi. Þar af er ein önn á kennslubúi, en skólinn hefur samninga við um 80 bú víða um land. Viðfangsefni eru fóðuröflun og fóðurrækt fyrir búfé, fóðrun, kynbætur, húsvist og velferð þess. Einnig nytjajurtir, jarðvegsbætur og umhverfi ýmissa búgreina, t.d. sauðfjár-, nautgripa- og hrossaræktar. Fjarnám Boðið er upp á búfræðinám í fjarnámi fyrir starfandi fólk í landbúnaði. Í fjarnámi er unnt að ljúka búfræðiprófi eða taka einstaka áfanga. Þannig getur hver og einn aðlagað námið eigin aðstæðum. KRINGLUNNI • sími 568 4900 LAUGAVEGI 32 • sími 552 3636 Sumarið kemur vertu tilbúin Rafeindavirkjar Til sölu er eitt elsta rafeindaverkstæði landsins, þar sem sami eigandi hefur verið og starfað síðan 1969. Sérhæfir sig í talstöðv- um og þess háttar tækjum og er með gott umboð fyrir þekkt tæki sem hann selur mikið af. Er mjög þekktur á sínu sviði og vel tækj- um búinn. Húsnæðið fylgir ekki með. Er með gott safn varahluta sem hann flytur einnig inn. Trygg og góð atvinna og tekjulind fyrir rétta aðila. Laust strax vegna veikinda. Selst ódýrt.       Í TILEFNI sýningar Reykja- víkurAkademíunnar á verkum einfarans Hjálmars Stefáns- sonar frá Smyrlabergi verður haldið málþing um naívisma í listum í kvöld. Flutt verða stutt erindi um naívisma í listum og velt vöngum um hvort og hvernig það hugtak eigi við aðr- ar greinar en myndlist. Mál- þingið stendur frá kl. 20–22. Eftirtaldir munu flytja er- indi: Aðalsteinn Ingólfsson list- fræðingur ræðir um einfara í ís- lenskri myndlist og list Hjálmars Stefánssonar, Davíð Ólafsson sagnfræðingur leitar naívista í íslenskri dægurtón- list, Geir Svansson bókmennta- fræðingur fjallar um naívisma í bókmenntum, Haraldur Ing- ólfsson heimspekingur kynnir naívíska heimspeki Brynjúlfs Jónssonar frá Minnanúpi og Halldór Gíslason arkitekt og Guðmundur Oddur Magnússon myndlistarmaður munu fjalla um naívisma í íslenskri bygg- ingalist. Að erindum loknum fara fram pallborðsumræður með þátttöku málþingsgesta. Aðgangur er ókeypis. Málþing um naívisma AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.