Morgunblaðið - 30.04.2002, Qupperneq 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 49
✝ Jóhanna Gísla-dóttir fæddist á
Álftamýri í Arnar-
firði 3. nóvember
1901. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skjóli 18. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Gísli G.
Ásgeirsson, bóndi og
hreppstjóri á Álfta-
mýri, f. 16. maí 1862,
d. 18. febrúar 1958,
og Guðný Maren
Kristjánsdóttir, hús-
móðir, f. 27. nóvem-
ber 1867, d. 15. júní
1929. Systkini Jóhönnu voru Sig-
ríður, f. 1896, d. 1987, Bjarney, f.
1904, d. 1959, Rósa, f. 1906, og
Hjálmar, f. 1911, d. 1973. Fóst-
ursystkini hennar voru Ingibjörg
Ásgeirsdóttir, f. 1900, d. 1931,
Geir Ásgeirsson, f. 1909, d. 1979,
Þorbjörg Kristjánsdóttir, f. 1910,
d. 1984, Jón Mýrdal Jónsson, f.
1912, d. 1993, og Jónína Jóhanns-
dóttir Briem, f. 1917, d. 1993.
Jóhanna lærði á orgel og
tungumál hjá prest-
inum á Hrafnseyri
og var farkennari í
sveitinni og organ-
isti í Álftamýrar-
kirkju. Hún var síð-
an í vist hjá vinkonu
sinni í Vestmanna-
eyjum um tíma. Hún
lærði matreiðslu og
hannyrðir hjá frök-
en Elínu í Reykja-
vík. Eftir fráfall
móður sinnar hélt
hún heimili fyrir
föður sinn á Álfta-
mýri frá 1929–1941
er þau fluttu búferlum til
Reykjavíkur. Hún vann ýmis
störf eftir að hún kom til Reykja-
víkur en lengst af vann hún við
umönnun á Heilsuverndarstöð-
inni uns hún lét af störfum 70 ára
gömul. Síðustu árin bjó hún í
Austurbrún 6 og sótti hún Múla-
bæ um tíma.
Útför Jóhönnu fer fram frá Ás-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Mín yndislega nafna og frænka
Jóhanna Gísladóttir er nú látin 100
ára að aldri. Ekki eru það margir
sem ná slíkum aldri og fá þar að
auki þokkalega heilsu og algerlega
skýra hugsun. Með dugnaði sínum
og þrjósku bjó hún í íbúð sinni þar
til í desember á síðasta ári. Þá var
hún lögð inn á sjúkrahús til aðhlynn-
ingar. Fyrir mánuði lá leið hennar á
hjúkrunarheimilið Skjól þar sem
hún andaðist 18. apríl síðastliðinn.
Frá því ég man eftir hefur Nabba
eins og ég kallaði hana verið hluti af
tilveru minni. Móðir mín var tekin í
fóstur á heimili foreldra hennar.
Þegar móðir mín var 12 ára dó fóst-
urmóðir hennar og tók þá Nabba við
stjórn heimilisins ásamt föður sín-
um, Gísla Ásgeirssyni. Alla sína tíð
vann hún við að hlúa að öðrum, valdi
sér starfsferil við aðhlynningu
sjúkra og einnig var hún aðstoðandi
fjölskyldu sína og vini þegar hún
gat. Hún ætlaði sér aldrei af og
þjáðist ung af liðagigt vegna mik-
illar vinnu.
Eftir að hún flutti upp á Aust-
urbrún kom hún iðulega við í Sig-
túninu og þá aldrei tómhent. Ef það
voru ekki bláber sem voru fátíð þá
(og minntu hana vafalaust á Vest-
firðina), kökur eða blóm, þá færði
hún mér dúkkulísur, litabækur og
annað sem gladdi börn. Aldrei var
hægt að heimsækja hana öðruvísi en
þiggja veitingar og þær ekki í
smærri skammtinum, hún vildi allt-
af vera að gefa.
Þótt orð væru ekki sögð eins og
tíðkaðist á þeim tíma, þá veit ég að
mamma mín bar ómælda ást, virð-
ingu og þakklæti til hennar. Það
sýndi hún með því að reyna að að-
stoða Nöbbu eins vel og hún gat.
Þessu miðlaði móðir mín til okkar
systkinanna. Þegar hún svo lést
1993 reyndum við að halda áfram
því að hlúa að nöfnu minni. Ekki af
því að okkur bæri einhver skylda til
þess heldur fyrst og fremst af vænt-
umþykju og virðingu fyrir henni.
Þegar ég sat við dánarbeð hennar
opnaði ég sálmabók sem var þar á
borðinu og hugsaði með mér að það
sem ég fletti upp á tilheyrði henni. Á
blaðsíðunni sem ég opnaði tilviljana-
kennt var sálmur sem kom mér svo
sem ekki á óvart, hann var nefnilega
nákvæm lýsing á henni.
Hver fögur dyggð í fari manns
er fyrst af rótum kærleikans.
Af kærleik sprottin auðmýkt er,
við aðra vægð og góðvild hver
og friðsemd hrein og hógvært geð
og hjartaprýði stilling með.
(Þýð. H. Hálfd.)
Já, kærleikurinn var hennar að-
alsmerki og út frá kærleikanum
spratt hennar persónuleiki. Hún
lagði líf sitt í Guðshendur og treysti
honum endalaust. Hún sótti styrk
sinn í trúna og tók því sem að hönd-
um bar af ótrúlegu æðruleysi trú-
andi því að allt væri fyrirfram
ákveðið og við fengjum engu um það
breytt. Hún sóttist ekki eftir verald-
legum auð og gerði engar kröfur til
neins nema sjálfrar sín. Hún hljóm-
aði eins og guðleg vera og það
fannst mér hún vissulega vera. Ég
man að ég sagði alltaf þegar ég var
krakki og var að velta fyrir mér líf-
inu eftir dauðann, að ef einhver
kæmist til himna þá væri það nú hún
Nabba.
Hún hafði þann mesta andlega
þroska sem ég hef áður kynnst í
nokkurri manneskju. Hún vissi að
ekkert kæmi í stað kærleikans og
leyfði ekki lægri tilfinningum eins
og reiði og öfund að komast að sér.
Þær rúmuðust einfaldlega ekki,
vegna þess að kærleikurinn var allt
hjá henni. Þetta hljómar kannski
væmið, en það var hún ekki. Mér
fannst hún meira að segja svolítill
töffari á sinn hátt, vegna þess að
hún var svo sjálfstæð. Það sem mér
fannst draga hana niður úr skýjun-
um og gera hana mannlega var
þrjóskan. Allt skyldi hún gera sjálf
og voru oft vandræði að fá að hjálpa
henni. Eitt sinn þegar ég kom til
hennar þegar hún var að verða 100
ára sá ég að það var skrúfjárn á
göngugrindinni hennar. Ég spurði
hana hvað hún væri að gera með
þetta skrúfjárn og svaraði hún því
til að hún hefði nú bara verið að gera
við göngugrindina sína. Þetta þótti
mér ótrúlega fyndið.
Þótt líkaminn væri orðinn svo slit-
inn þá var andinn svo sterkur. Upp
úr rúminu skyldi hún á hverjum
degi, því ef hún gerði það ekki sagði
hún væri hún búin. Hún var svo lán-
söm að hafa svo sterkt minni alveg
fram á síðasta dag. Þótt mikið væri
af henni dregið undir það síðasta
mundi hún nákvæmlega hver hefði
komið í heimsókn til hennar en
henni þótti leiðinlegt að geta ekki
tekið þátt í samræðunum.
Sá auður sem hún skilur eftir er
hennar andlegi auður sem er gjöf
hennar til okkar sem hana þekktum.
Við sem fengum að kynnast henni
erum öll miklu ríkari á eftir og von-
andi tekst okkur að tileinka okkur
þennan kærleika sem hún geislaði
frá sér. Sagt er að allt sem maður
sendir frá sér, hugsanir og tilfinn-
ingar fái maður til baka. Þetta kom
skýrt fram hjá henni, því öllum sem
kynntust henni skynjuðu þennan
kærleika og þótti svo vænt um hana.
Eins og einn hjúkrunarfræðingur-
inn tók til orða þá er ekki annað
hægt en að vera góður í kringum
hana. Rósa systir hennar er nú orð-
in ein eftir af þeim systkinum. Hún
sér á eftir ástkærri systur sinni. Þó
fullorðin væri sjálf hringdi hún allt-
af í nöfnu mína til að fylgjast með
líðan hennar og báru þær hag hvor
annarrar fyrir brjósti.
Öllum sem hjúkruðu henni var
hún svo óendanlega þakklát og hún
talaði alltaf um hvað allir væru
elskulegir við sig. Ég vil þakka öllu
starfsfólki á B-4 Landspítala í Foss-
vogi og starfsfólki 4. hæðar á Skjóli
fyrir allt sem þaðu gerðu fyrir hana,
hún mat það svo mikils.
Með ást og virðingu kveð ég hana
Nöbbu mína og óska henni Guðs-
blessunar í nýjum heimkynnum.
Þótt hún sé farin verður minning
hennar ennþá stór hluti af mínu lífi.
Jóhanna Briem.
Föðursystir mín Jóhanna Gísla-
dóttir frá Álftamýri er látin. Hanna
frænka var ein af þessum elskulegu
föðursystrum mínum sem sýndu
börnunum í fjölskyldunni alltaf
mikla ást og virðingu. Afi minn, Gísli
Ásgeirsson, fluttist vestan úr Arn-
arfirði til Reykjavíkur um 1942.
Hanna fluttist líka og hélt með hon-
um heimili ásamt systur sinni Rósu
og Guðmundi Blöndal eiginmanni
Rósu. Ég hef oft undrast hve margt
fólk rúmaðist í litlu íbúðinni þeirra
við Blómvallagötu en þar bjuggu
þau um skeið. Í minningunni var þar
fullt af gestum alla daga. Samband
systkinanna frá Álftamýri var
einkar hlýtt og innilegt og heim-
sóknir á milli þeirra voru tíðar.
Hanna vann lengst af við umönn-
unarstörf enda afskaplega hlý kona
sem hafði sterka samkennd með
fólki. Hún og systur hennar önnuð-
ust Gísla afa í ellinni af mikilli natni,
en hann varð 96 ára gamall.
Þegar ég var níu ára gömul fóru
foreldrar mínir í brúðkaupsveislu
norður í land. Ég fékk að dvelja í
þrjá daga hjá Hönnu og afa í góðu
yfirlæti og lengi lengi var þetta
mesti viðburður bernsku minnar.
Hanna gaf mér tvær bækur, inn-
bundnar Æskur sem höfðu verið
lesnar á bernskuheimilinu hennar.
Þær hafa nú verið lesnar af þremur
kynslóðum og eru hinir mestu kjör-
gripir þótt þær séu snjáðar og slitn-
ar.
Eitt af fyrstu árunum í búskap
okkar Ingólfs deildum við húsnæði
með Hönnu frænku á Bræðraborg-
arstígnum. Þetta var tími náms,
vinnu og mikils annríkis og við vor-
um að læra að verða fjölskylda.
Hanna reyndist okkur afar vel þetta
ár. Ungur sonur okkar varð fljótt
augasteinninn hennar eins og mér
fannst ég hafa verið á árum áður. Og
það fannst okkur sjálfsagt flestum
systkinabörnum hennar.
Þegar ég flutti í annan landshluta
fækkaði fundum. Í strjálum heim-
sóknum var mér alltaf fagnað jafn-
innilega. Frænka mín varð afskap-
lega glöð þegar ég sagði henni frá
heimsóknum mínum að Álftamýri
og gönguferðum þar í kring. Og ekki
mótmælti hún þegar ég lýsti því hve
Arnarfjörðurinn hefði verið fagur!
Síðast hitti ég þessa öldruðu
frænku mína rétt áður en hún varð
100 ára. Þá hélt hún mér síðustu
veisluna af sömu rausn og í gamla
daga. Ég gat ekki annað en dáðst að
æðruleysi hennar og hve sátt hún
var við lífið og tilveruna þótt hún
væri þrotin að kröftum. Mér kom í
hug þessi vísa Herdísar Andrésdótt-
ur:
Lækkar lífdagasól
löng er orðin mín ferð.
Fauk í fardaga skjól
feginn hvíldinni verð.
Guð minn gefðu þinn frið
gleddu og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
Blessuð sé minning Jóhönnu
Gísladóttur. Innilegar samúðar-
kveðjur til Rósu föðursystur minn-
ar.
Hrefna Hjálmarsdóttir.
Nú var komið að ferðalokum Jó-
hönnu Gísladóttur. Hún dó inn í vor-
ið, hafði lifað heila öld. För hennar
hófst í foreldrahúsum á Álftamýri.
Þar ólst hún upp við styrka hand-
leiðslu með systrum og foreldrum á
menningarheimili. Þar mótaðist
lyndiseinkunn hennar og lífsviðhorf
og hún lærði allt til munns og handa
eins og þá tíðkaðist. Allar systurnar
á Álftamýri voru fríðleikskonur og
vel gerðar eins og þeirra stóð til.
Jóhanna var námfús og ljóðelsk
og sótti skóla séra Böðvars Bjarna-
sonar og fór til náms í Reykjavík í
hannyrðum. Hún kom aftur heim og
vann foreldrum sínum og sveit,
sinnti barnafræðslu og lék á orgel í
Álftamýrarkirkju.
Við fráfall móður sinnar varð hún
ráðskona föður síns en þau fluttust
til Reykjavíkur 1942 og voru þar
síðan, lengst af í sambýli með Rósu
systur hennar og hennar manni,
Guðmundi Blöndal.
Það var sterkur þáttur í skapgerð
Jóhönnu hve hún var fórnfús og
gjafmild en þó hlédræg og vann
störf sín í hljóði. Í Reykjavík vann
hún lengst að hjúkrunar- og umönn-
unarstörfum eins og hugur hennar
stóð helst til. Hún var alltaf glað-
lynd og jafnlynd. Það einkenndi
hana þó helst að hún girntist ekki
auð þessa heims en var þó auðug
kona. Það þýðir að hún bjó að innri
auð sem fólst í sterkri trúarsann-
færingu og vissu um guð sinn og
skapara. Af þessari auðlegð gat hún
veitt öðrum og þaðan spratt styrkur
hennar, trygglyndi og reisn.
Jóhanna giftist ekki og eignaðist
ekki börn. Hún „átti“ samt mörg
börn, skyld og óskyld, sem áttu
skjól hjá henni á Álftamýri fyrr og
síðar. Þeim er nú söknuður og þökk
í huga.
Minning hennar lifir með þeim.
Ásgeir Svanbergsson.
JÓHANNA
GÍSLADÓTTIR
þínum verndarvæng yfir okkur.
Amma mín, nú kveð ég þig og þakka
fyrir allar góðu og yndislegu stund-
irnar sem ég fékk að eiga með þér.
Þín nótt er með öðrum stjörnum.
Um lognkyrra tjörn
laufvindur fer.
Kallað er á þig og komið
að kveðjustundinni er.
Dimman, þögnin og djúpið
og blöðin þín mjúk
sem bærast svo hljótt,
liljan mín hvíta
sem lokast í nótt.
Orð ein og hendur sig hefja,
bænir til Guðs
úr brjósti manns.
Stíga upp í stjörnuhiminn
og snerta þar andlit hans.
Úr heimi sem ekki er okkar
æðra ljós skín
en auga mitt sér,
liljan mín hvíta
sem hverfur í nótt frá mér.
Úr lindunum djúpu leitar
ást Guðs til þín
yfir öll höf.
Hún ferjar þig yfir fljótið
og færir þér lífið að gjöf.
Og söngnum sem eyrað ei nemur
þér andar í brjóst.
Dreymi þig rótt,
liljan mín hvíta
sem opnast á ný í nótt.
(Gunnar Dal.)
Þín ömmustelpa
Linda Hólmfríður.
Þegar æviröðull rennur
rökkva fyrir sjónum tekur
sér í hjarta sorgin brennur
söknuð, harm og trega vekur.
Hart þú barðist huga djörfum
með hetjulund til síðasta dags
í öllu þínu stríði og störfum
sterk varst þú til sólarlags.
Öllum stundum vinur varstu
veittir kærleiksyl af hjarta.
Af þínum auði okkur gafstu
undurfagra minning bjarta.
(Aðalbjörg Magnúsdóttir.)
Það er erfitt að hugsa til þess að
þú sért farin amma mín eftir þessi
erfiðu veikindi sem þú háðir svo
hetjulega baráttu við.
En ég á minningar um þig sem
líða mér seint úr minni.
Ég minnist góðu stundanna á
Tjarnarflötinni þar sem maður gat
verið tímunum saman við að blása
sápukúlur í garðskálanum, það þótti
mér alltaf jafn gaman. Og ég gat líka
lengi hlustað á spiladósina á baðher-
berginu á Tjarnarflötinni.
Alltaf biðu manns „ömmubollur“
og kökur þegar maður heimsótti þig.
Þú varst alltaf svo brosmild og
hafðir svo hlýtt viðmót við allt og
alla.
Þegar fór að halla undan fæti hélst
þú alltaf reisn þinni, en þú varst ekki
tilbúin að deyja frekar en flestir aðr-
ir.
En Guð kallaði þig til sín á undan
áætlun og núna getur þú horft á okk-
ur krakkana vaxa úr grasi frá öðru
sjónarhorni. Ég þakka Lilju vinkonu
þinni fyrir að standa svona vel við
bakið á ömmu og fjölskyldunni á
þessum erfiðu tímum.
Kári Örn Hinriksson.
Elsku langamma. Nú ertu farin
frá okkur. Það var alltaf gott að vera
hjá þér. Þegar ég var pínulítill varst
þú vön að taka mig úr sokkunum og
nudda fæturna á mér. Það var svo
þægilegt og afslappandi að ég sofn-
aði alltaf vært.
Það var gott að þú komst í mína
fyrstu afmælisveislu, ég veit að þér
fannst það líka.
Ég ætla að kveðja þig elsku
langamma með bæninni sem þú
gafst mér í sængurgjöf.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þinn langömmustrákur
Aron Ingi.
Fleiri minningargreinar
um Hólmfríði Guðmundsdóttur
bíða birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar