Morgunblaðið - 30.04.2002, Side 51

Morgunblaðið - 30.04.2002, Side 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 51 við úr dýrindis postulínsbollum sem munu hafa komið úr búi foreldra hans. Sumarið á eftir réð hann mig sem aðstoðarmann sinn við mann- fræðirannsóknir í Þingeyjarsýslum, kenndi mér handtökin við mælingar og sýnatöku, hvernig stinga skyldi nál í fingur, kreista út blóð og greina blóðflokk. Aðeins eitt kunni ég betur en Jens og það var hvernig klippa skyldi hárlokk af höfði manna án þess að veruleg lýti hlytust af. Þetta sum- ar kynntist ég því hvernig Jens gat hrifið menn með sér í því verkefni sem var ævistarf hans, hvernig hann framkvæmdi rannsóknir sínar af eld- móð og óbilandi trú á miklivægi þeirra og hvernig mannfræðin var honum köllun fremur en starf. Fyrir þessa sýn á vettvanginn og mikilvægi fræðanna er ég honum ævinlega þakklát. Frá þessum löngu liðnu sumrum höfum við verið vinir og samferða- menn á vettvangi mannfræðinnar. Við höfum ekki alltaf verið sammála um alla hluti en á vináttu okkar hefur aldrei borið skugga. Hin síðari ár töl- uðum við gjarnan saman í síma og voru það oft löng samtöl krydduð hlátrasköllum og margvíslegum mannlífsspekúlasjónum. Nú hringir síminn ekki lengur með Jens á lín- unni. Hann er heldur ekki lengur að finna á göngu um miðbæinn á brún- um frakka með belti og köflóttan flókahatt á höfði ávallt reiðubúinn til að eiga upplífgandi samtöl á götu- hornum sama hvernig viðraði. Nú kveð ég þennan vin minn. Önnu konu hans, Ólöfu systur hans og öðrum að- standendum vottum við Friðrik sam- úð okkar. Það geri ég einnig fyrir hönd stjórnar Mannfræðistofnunar Háskóla Íslands og félagsvísinda- deildar Háskóla Íslands og þakka honum fyrir ævistarf hans sem reyn- ast mun íslenskri mannfræði ómet- anlegt um ókomna tíð. Blessuð sé minning Jens Ólafs Páls Pálssonar. Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir, formaður stjórnar Mannfræðistofnunar Háskóla Íslands og varaforseti félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Dr. Jens Ó.P. Pálsson varð fyrstur Íslendinga til að ljúka háskólaprófi í mannfræði. Það var því að vonum að við ættum margt sameiginlegt þegar ég hafði lokið prófum í sama fagi. Enda þótt Jens legði höfuðáherslu á hinn líffræðilega þátt mannfræðinn- ar, en ég hinn félags- menningarlega, beindist áhugi okkar beggja að hinu flókna samspili erfða og umhverfis. Þegar Jens stofnaði Íslenska mann- fræðifélagið gerðist ég félagi og á vegum þess flutti ég fyrsta opinbera fyrirlestur minn um mannfræði. Dr. Jens stundaði háskólanám bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. Lengst dvaldist hann í Þýskalandi og var um árabil í samstarfi við mann- fræðinga í háskólanum í Mainz. Meg- inviðfangsefni hans voru rannsóknir á ýmsum líffræðilegum eiginleikum Íslendinga og fór hann um flest héruð landsins til að afla rannsóknargagna. Hann var ákaflega duglegur rann- sakandi, í honum logaði eldur vísinda- mannsins sem unir sér hvergi betur en við rannsóknir og úrvinnslu gagna. Hann var kröfuharður við sjálfan sig og aldrei fannst honum nóg gert, allt- af var mörgu ólokið, svo margt sem eftir var að skoða. Afköst hans voru mikil og undravert hve mikið hann komst yfir af flóknum og vandasöm- um rannsóknum við erfiðar aðstæð- ur. Fjölmargar ritgerðir, byggðar á rannsóknum hans, hafa birst í virt- ustu mannfræðitímaritum austan hafs og vestan. Hann flutti fyrirlestra á vísindaráðstefnum víða um heim og sat í stjórnum alþjóðlegra mann- fræðifélaga. Þörf er á að gera verk hans aðgengileg öllum almenningi því að þar er að finna merkilegar upplýs- ingar um íslensku þjóðina. Dr. Jens átti frumkvæði að því að Mannfræðistofnun Íslands var komið upp og veitti hann henni forstöðu um árabil, eða allt þar til hún var tengd félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Jens fylgdist vel með stofnun fé- lagsvísindadeildar og þótti heppilegt að tengja mannfræðina félagsvísind- um. Það var því við hæfi að hann yrði prófessor við deildina. Það undir- strikaði að maðurinn er bæði líffræði- leg og félagsleg vera sem ekki verður skilin og skýrð nema hún sé skoðuð frá öllum hliðum. Dr. Jens var um margt sérstæður persónuleiki. Honum fylgdi andblær evrópskrar hámenningar og siðfág- unar, án hátíðleika eða uppgerðar. Smekkvísi og glæsileiki einkenndi allt fas hans. Nú er mér efst í huga hve góður fé- lagi hann var og traustur vinur. Það var gott að sitja hjá honum, með hauskúpurnar í gluggakistunni, og heyra hann segja frá ferðum sínum um víða veröld, samskiptum sínum við skrýtna og ekki skrýtna vísinda- menn af ýmsu þjóðerni, rabba um þá möguleika sem sameindalíffræðin opnaði mannvísindunum, eða skiptast á síðustu fréttunum úr bænum. Jens gat verið manna glaðastur og var gæddur þeirri gáfu að geta séð skop- legar hliðar á ýmsu því sem aðrir tóku ekki eftir. Ljúfmennsku hans og uppörvun fæ ég seint þakkað sem vert væri. Vinátta okkar átti ekki aðeins ræt- ur í sameiginlegum áhugamálum heldur vorum við einnig tengdir fjöl- skylduböndum. Hólmfríður kveður kæran frænda sinn með þakklæti fyr- ir hlýja elskusemi alla tíð. Við vottum Önnu, systrum hans og öðrum ástvinum einlæga samúð. Haraldur Ólafsson. Fyrir rúmum fjörutíu árum lágu leiðir okkar saman – og alla götu síð- an, því Jens Ólafur Páll var enginn léttvigtarmaður sem þú hittir og gleymir. Vinátta var merkingarhlaðið orð í huga hans. Hann var vinfastur svo af bar. Jens var fágaður heims- maður sem hafði aflað fanga við virt menntasetur í gömlum og nýjum heimi, en fyrst og fremst var hann þó Íslendingur. „Land, þjóð og tunga“ var honum ekki síður en Snorra „þrenning sönn og ein“. Ég minnist kvölds á heimili okkar Inger í Oxford að okkur varð tíðrætt um landamæraleysi góðra vísinda sem sendi fólk einatt „um víðan sjá“ í leit, ekki að löndum, heldur sjónar- miðum. Leit sem iðulega endaði „á annar- legri strönd“. Hvar myndi t.d. starfs- vettvangur okkar verða þegar við tækjum að lýjast á volki þangsins? Jens taldi sýnt að það yrði á Íslandi þótt eftirspurn væri þar engin eftir starfskröftum okkar. Talaði Jens Ólafur Páll sig nú heitan móti „er- lendu regni og ókunnum vindum“ og þaggaði loks niður í mér með því að vitna í fleygar ljóðlínur þess skálds sem mér þótti vænst um „þú átt mig, ég er aðeins til í þér“. Gegn list duga engin rök og það vissi minn vinur, sem deildi sterkri listamannsæð með öllu sínu fólki. Að Jens talaði sig heitan var hluti persónutöfra hans. Og víst er að aldr- ei hefði Una móðir Erlendar talið hann Jens „skoðunarlítinn mann“. Hann var reyndar svo fylginn sér að sumum hæglætismönnum þótti hann ekki alltaf sjást fyrir. Á þeim árum þótti mér einsýnt að meginvandamál hæglætis og úrtölumanna og fjölda annarra gáfumanna auk Stefáns skálds frá Hvítadal væri skoðunar- leysi. Vandamál Jens Ólafs Páls var það hins vegar ekki og skoðanir hans náðu smám saman fótfestu og því fleiri sigra sem hann vann á löndum sínum og á sjálfum sér, þeim mun hallari varð ég undir boðskap Unu sem Halldór Laxness orðaði svo „skoðunin ein, og ekkert nema skoð- unin, gerir mann að manni auk þess að vera skáld“. Og hvar í ósköpunum haldið þið að íslensk mannfræði væri á vegi stödd í dag hefði Jens farið troðnar slóðir og prúður beðið lags? Ekki svo að skilja að prúðmennsku væri nokkru sinni vant í fasi hans og framsögu. Jens Ólafur Páll var höfð- ingi af gamla skólanum. Hann var fyrirmannlegur í allri framgöngu og skipti þá aungu hvort hann fór þar prúðbúinn eða á inniskóm og sloppn- um góða. Eðlislæg gestrisni og hlýr húmor eldhugans tryggði ávallt góða stund og eftir að Anna og Jens leyfðu æsku- ást að blómstra var sem höfðings- bragurinn magnaðist og var þó ærinn fyrir. Ef ykkur sem lesið þetta, finnst ég vera að draga upp mynd af trú- boða þá er það ekki fjarri lagi. Engin gjá er milli trúar og vísinda né listar og vísinda. Þetta eru þrjár meginundirstöður menningar okkar. Um það vorum við Jens sammála. Víst var hann sérstak- ur. Hann varð t.d. spámaður í sínu föðurlandi. Að vísu var hann lengi vel rödd hrópandans en þar kom að leikir jafnt sem lærðir gáfu gaum að orðum hans. Jens var rökfastur og afburðavel les- inn en talaði sig gjarnan heitan eins og ég lýsti að ofan. Hitinn kom frá innri glóð – um þá glóð varð ekki efast enda grunnt á henni, og fylgismenn hópuðust í Mannfræðifélagið. Það var stuðningsyfirlýsing við Jens og áskorun til stjórnvalda að styrkja rannsóknir á lifandi Íslendingum. Háskólaráð skildi þetta og þekkti sinn vitjunartíma. Mannfræðistofnun Háskóla Íslands varð að veruleika 1974. Í reglugerð segir að hlutverk Mannfræðistofnunar Háskóla Ís- lands sé „fyrst og fremst að annast mannfræðilegar rannsóknir á Íslend- ingum, einkum athuganir á líkams- einkennum, eðlilegum erfðum og lík- amsþróun með hliðsjón af umhverfi, tíma og sögu“. Og framfylgdi Háskóli Íslands hér stefnumörkun frumherja í mannfræðirannsóknum á Íslending- um eins og segir í Árbók Háskóla Ís- lands. Starf brautryðjandans stóð og féll með samstarfsvilja og skilningi fólksins í landinu því rannsóknir Jens kröfðust einatt talsverðra tímafórna þátttakenda. Reyndust þá fortölu- hæfileikar og persónuleiki vísinda- mannsins oft og iðulega mikilvægasta rannsóknartækið. Jens afrekaði þannig margföldu dagsverki hávaða- laust. Ástvinir Jens Ólafs Páls hafa nú reynt að „Apríl er grimmastur mán- aða“. Vinur, af heilum huga barmafull- um af þakklæti geri ég orð Jakobínu í Dægurvísu að mínum „Gott er að eiga góðs að minnast“. Jóhann Axelsson. Aðeins örfá orð um tengsl mín við manninn Jens Ó.P. Pálsson, það verða aðrir til að skrifa um hina hlið- ina á Jens, frumkvöðulinn og vísinda- manninn. Ég þekkti auðvitað líka vísinda- og ákafamanninn Jens og man vel þegar ég hitti hann í fyrsta skipti fullan af eldmóði með þeldökkum samstarfs- manni sínum í tei á hóteli í Oxford. Og er ég hugsa til baka held ég að líf mitt hafi breyst dálítið þegar frá þeim degi. Persónuleiki Jens var svo sér- stakur að ég get helst lýst áhrifum hans á mig með því að hann hafi bætt „nýrri vídd“ í tilveru mína. Að lýsa honum með venjulegum orðum nær engan veginn því sem hann var og er mér, en hlýjan, einlægnin og glæsi- mennskan var óvenjuleg. Dæmigert fyrir reynslu mína af Jens var að ekki fór ég svo á sjúkra- hús af litlu eða stóru tilefni að hann kæmi ekki til mín með blóm hvernig sem viðraði eða færðin var. Það voru ekki alltaf margir sem vissu hvar ég var þá – en hann vissi það. En Jens hafði sínar skoðanir á hlutunum, sem stundum voru nokkuð til hliðar við það viðtekna og var óhræddur við að ganga á móti straumnum. Hann var hvergi einfald- ur í sniðum né auðlesinn. Jens kom frá sérstæðu menningarheimili og fjölskyldu, með honum fannst mér ég upplifa það einstaka og sérstaka úr þessari menningu, allt lauslegt var numið burt, aðeins það sem skipti máli var eftir. Böndin voru sterk á milli okkar og þau slitna ekki þótt hann sé ekki leng- ur hér, ég var orðin fjarveru hans vön hin síðari ár og hann var jafnmikill hluti af lífi mínu þrátt fyrir hana. Öll símtölin okkar geymast í minning- unni og eftir hvert símtal hafði eitt- hvað bæst við mig. Þess mun ég sakna. Jens var með okkur Jóhanni þegar við giftum okkur fyrir 42 árum og hann hefur verið með okkur síðan og mun vera meðan ég er hér. Inger R. Jessen.  Fleiri minningargreinar um Jens Ólaf Pál Pálsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ( )    6J"/".. ++$ ,9 $$ #&A  !   ,     %      .      .     #   &'  %&&' ! .  :     *     0$$,  ( *+ /$+'  $? ' $ =  #   #     >       >   .                 "..E G".  G$!::$1 3 4!*%$ &++$ '&<9 ' $ & $  '& *+ $+%:&.&(K&<9 *+ )&  ' $ -( !<9 ' $ >J+G '$: *+    #+#-+*% +%-::&#+ = #*>  .            5 = .  ( %+'L  !   %& ( ' $ G$=+ *+ -=+' $ , +&=+ *+ +$=+ *+  *%#+#+#-+ =  # ) .  #    >       >   .       )           "".3 6   #%%$+%:$  ,!++#&1 $% &($$ %+0:++ ' $ #-++%'#-+*%#+#-+ = #   >       >   .              / 0 &# -% ( ' $ 3+ ( ' $ ,$++, '  *+ -% ( ' $ , %$!$+# -+ *+        #+#-+*%#+#+#-+ ( )         6 ,    " 9&$ $:$ $ 9,%: ;1 !   ,           '     .     (    & %&&'   * $+  . "%$ *+  ,$ '&3 ' $ "$&, ' *+  %+ * $+   3 6 ++* $+   #+#-+*%#+#+#-+

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.