Morgunblaðið - 30.04.2002, Side 52

Morgunblaðið - 30.04.2002, Side 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Dælur ehf. óska eftir að ráða rafvirkja Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 540 0600. Sölumaður Óskum eftir að ráða sölumann til inni- og úti- sölu. Um er að ræða vörur fyrir bygginga- iðnað, verkfæri og festingar ásamt rekstrarvöru fyrir viðhaldsiðnað. Við leitum að húsasmið, tæknifræðingi eða sambærileg menntun. Vinsamlegast sendið umsóknir til auglýsinga- deildar Mbl., merktar: „S — 12256". Seljalandsskóli, Vestur-Eyjafjallahreppi Kennari óskast! Seljalandsskóli óskar eftir að ráða kennara í almenna kennslu yngri barna skólaárið 2002— 2003. Skólinn er fámennur, um 20 nemendur í 1.—7. bekk. Húsakostur skólans er góður og einnig eru möguleikar á góðu húsnæði fyrir kennara. Nánari upplýsingar gefur Þórey Þórarinsdóttir, skólastjóri, í símum 487 8917/847 5266 eða Guðjón Árnason, sveitarstjóri, í síma 487 8900. Umsóknarfrestur til 12. maí 2002. Skoðið heimasíðu skólans: http://frontpage.simnet.is/seljalandsskoli/ Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Lausar stöður Á haustönn 2002 vantar kennara í heila stöðu á rafiðnbraut, í heila stöðu á snyrtibraut og í heila stöðu bókasafnsfræðings. Ekki þarf að sækja um á sérstökum umsóknar- eyðublöðum, en í umsókn þarf að greina frá menntun og fyrri störfum. Laun skv. kjara- samningum. Ráðið verður í allar stöður frá 1. ágúst 2002. Umsóknarfrestur er til 17. maí. Nánari upplýsingar veita skólameistari og aðstoðarskólameistari í síma 570 5600. Veffang: www.fb.is - netfang: fb@fb.is . Skólameistari. Auglýst er eftir framkvæmdastjóra fyrir Sögusetur íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal frá og með 25. júní Sögusetur íslenska hestsins er alþjóðleg mið- stöð þekkingar og fræðslu um sögu íslenska hestsins, s.s. uppruna, þróun, eiginleika, notk- un og samfélagsleg áhrif frá landnámi til nú- tíma. Sögusetrinu er ætlað að: - Skapa íslenska hestinum veglegt heimilda- safn, - vinna að rannsóknum og athugunum á sögu hestsins í víðasta skilningi, - efla samstarf og kynni milli áhugafólks, rækt- enda og stofnana, sem tengjast íslenska hest- inum, - standa fyrir sérsýningum sem varpa ljósi á sögu hans og notkun. Starfið krefst reynslu af stjórnun, frumkvæðis, sjálfstæðis, málakunnáttu, þekkingar á sviði hrossaræktar, hestamennsku og lifandi áhuga á sögu íslenska hestsins. Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólapróf eða ígildi þess. Umsóknir berist fyrir 20. maí til Víkings Gunn- arssonar, Hólum, Hjaltadal, 551 Sauðárkróki. Netfang: vikingur@holar.is , sími 455 6300, Sigríðar Sigurðardóttur Byggðasafni Skagfirð- inga, Glaumbæ, 560 Varmahlíð. Netfang: glaumb@krokur.is , sími 453 6173. Frá Menntaskólanum í Reykjavík Menntaskólinn í Reykjavík auglýsir eftir fram- haldsskólakennurum næsta skólaár í eftirtöld- um kennslugreinum: Eðlisfræði og stjörnufræði (1 starf) Efnafræði (1/2—1 starf) Félagsfræði (1/2 starf) Íslenska (2 störf) Íþróttir pilta (1/2 starf) Jarðfræði og líffræði (1 starf) Stærðfræði (2 störf) Tölvufræði (allt að 2 störf) Þýska (1/2—1 starf) Laun eru samkvæmt kjarasamningi Kennara- sambands Íslands og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til 6. maí nk. Ekki þarf að sækja um á sérstökum umsóknareyðublöðum en í umsókn þarf að greina frá menntun, fyrri störfum og öðru því sem umsækjandi telur máli skipta. Umsóknir ásamt staðfestu ljósriti af prófskírteinum skal senda Yngva Péturssyni, rektor Menntaskólans í Reykjavík. Nánari upplýsingar fást hjá rektor og konrektor í síma 545 1900. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Upplýsingar um skólann er að finna á heimasíðunni http://www.mr.is . Rektor. R A Ð A U G L Ý S I N G A R NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Böggvisstaðir, dekkjaverkstæði, 0101, Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Brík ehf., gerðarbeiðendur Greiðslumiðlun hf. - Visa Ísland, Hafn- arsjóður Snæfellsbæjar, Olíuverslun Íslands hf., Skeljungur hf. og sýslumaðurinn á Ólafsfirði, föstudaginn 3. maí 2002 kl. 10:00. Böggvisstaðir, iðnaður, 0001, Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Brík ehf., gerðarbeiðendur Greiðslumiðlun hf. - Visa Ísland, Hafnarsjóður Snæfellsbæjar, Olíuverslun Íslands hf., Skeljungur hf. og sýslumaður- inn á Ólafsfirði, föstudaginn 3. maí 2002 kl. 10:00. Böggvisstaðir, íbúð, 0102, Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Brík ehf., gerð- arbeiðendur Greiðslumiðlun hf. - Visa Ísland, Hafnarsjóður Snæfells- bæjar, Olíuverslun Íslands hf., Skeljungur hf. og sýslumaðurinn á Ólafsfirði, föstudaginn 3. maí 2002 kl. 10:00. Einholt 8f, íb á 1. og 2. hæð, Akureyri, þingl. eig. Dóra Camilla Kristj- ánsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Landsbanki Íslands hf. og Tryggingamiðstöðin hf., föstudaginn 3. maí 2002 kl. 10:00. Engimýri 2, eignarhl., Akureyri, þingl. eig. Reynir Kristinn Þórhallsson, gerðarbeiðandi Vélar og þjónusta hf., föstudaginn 3. maí 2002 kl. 10:00. Geislagata 7, auk alls búnaðar og rekstrartækja, Akureyri, þingl. eig. Lykilhótel hf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun, Ferðamálasjóður, Fjármögnun ehf., Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. og Páll Kristinn Guðjónsson, föstudaginn 3. maí 2002 kl. 10:00. Grenivellir 16, 0201, íb. á 2. hæð til vinstri, Akureyri, þingl. eig. María Hólm Jóelsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóðir Bankastræti 7, föstu- daginn 3. maí 2002 kl. 10:00. Hafnarstræti 94, c-hluti, jarðhæð að sunnan, Akureyri, þingl. eig. Sigbjörn Gunnarsson, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður og Lífeyrissjóður verslunarmanna, föstudaginn 3. maí 2002 kl. 10:00. Höfðahlíð 4, Akureyri, þingl. eig. Stefán Kristján Pálsson, gerðarbeið- andi sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 3. maí 2002 kl. 10:00. Múlasíða 7f, 203, eignarhl., Akureyri, þingl. eig. Rósa Birgisdóttir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Íslands hf., föstudaginn 3. maí 2002 kl. 10:00. Tunga, Svalbarðsstrandarhreppi, þingl. eig. Ester A. Laxdal, gerðar- beiðandi Lánasjóður landbúnaðarins, föstudaginn 3. maí 2002 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 29. apríl 2002. Harpa Ævarrsdóttir, ftr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.