Morgunblaðið - 30.04.2002, Page 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
GÓÐIR Reykvíkingar, senn líður að
borgar- og sveitarstjórnarkosning-
um og þessi lýðræðisréttur, að geta
kosið á frjálsan
hátt, án eftirlits,
vopnaskaks,
svindls og ann-
arra enn meiri
voðamála sem við
getum lesið um í
fjölmiðlum, (blöð-
um) og séð í sjón-
varpi.
Varla mun
nokkur Íslend-
ingur vilja skipta við þjóðir þær sem
þegnar eru algjörlega háðir ofbeld-
isöflum, sem hika ekki við að
svindla, ljúga og hóta þegnum sín-
um, verði þeir ekki eins og „valdhaf-
ar“ vilja.
Mig langar til að benda á nokkur
atriði sem ég held að okkur sé hollt
að minnast, nú þegar kosningarnar
fara í hönd.
Án þess að halla á nokkurn annan,
þá er ekki sennilegt að við getum
bent á nokkurn annan mann sem
verið hefur borgarstjóri okkar
Reykvíkinga á ferli sínum, áður en
hann sneri sér að stjórnmálunum og
er nú okkar forsætisráðherra, Davíð
Oddsson, sem hrint hefur í fram-
kvæmd öðrum eins stórvirkjum og
hann gerði í sinni borgarstjóratíð.
50 ára hugmynd, Perlan, ýtti hann
úr vör og því er nú lokið og er senni-
lega Reykjavíkur mesta prýði.
Ráðhús Reykjavíkur sem allir
andstæðingar Sjálfstæðisflokksins
voru á móti, þetta átti að eyðileggja
tjörnina, fuglalífið og ég veit ekki
hvað annað, en viti menn, engum líð-
ur nú betur í þessum húsakynnum
heldur en þessum sömu andstæðing-
um Sjálfstæðisflokksins sem nú vilja
hvergi fara þaðan sem þeim líður
svo vel. Í þeim húsakynnum sem
þessi okkar fremsti oddviti og fram-
kvæmdamaður Davíð Oddsson stóð
fyrir og framkvæmdi, ekki bara tal-
aði um, bla bla bla.
Ég, og mjög margir aðrir, vonum
nú að helmingur þjóðarinnar sem
býr hér á Reykjavíkursvæðinu láti
nú ekki blekkja sig einu sinni enn
með þeim fagurgala og „engra
flokka“ samansafni, ábyrgðarlausra
aðila svo þeir geti nú endanlega
gengið frá virðingu og fjármálum
þessarar höfuðborgar Íslands, er
virkilega einhver sem ekki getur séð
þetta sjálf/sjálfur ef fólk reynir að
skoða í einlægni loforð og efndir
þessara „samtaka“ sem eiga það eitt
sameiginlegt að halda Sjálfstæðis-
flokknum, sem er eina aflið sem
bæði getur og vill bæta allt mannlíf í
þessari borg og mun gera það eftir
næstu kosningar fái hann fulltingi til
þess.
Innan þessara núverandi valdhafa
er aðeins eining um eitt og þeir eru
aðeins sammála um eitt og það er:
að vera ósammála um allt. Það sýna
verkin.
Að lokum, nýtum atkvæðisrétt
okkar, hann er heilög réttindi allra
lýðræðisþjóða. Ekki sitja heima, við
skuldum þjóð okkar það.
Við þurfum, kæru landsmenn, að
lesa meira, og muna meira heldur en
aðeins fyrirsagnir blaðagreina, við
þurfum að taka heiðarlega afstöðu.
Ég og fleiri höfum stundum sagt
það, það er mikil ábyrgð að ganga til
frjálsra kosninga. Kosningar snúast
ekki um hver býður í besta „partíið“
að þeim loknum, kosningar eru mik-
ið alvörumál og ekki „helgar-
skemmtun“ með vöku fram eftir
nóttu á „kosningavöku“ og tilheyr-
andi „snakki og skemmtan“.
Persónulega finnst mér mesta
hneisa að nýta ekki sinn kosninga-
rétt og ættum við að minnast þess
að margar þjóðir hafa ekki einu
sinni alvörukosningarétt þótt þegn-
ar þeirra þjóða sannarlega vildu
vera t.d. í okkar sporum, hvað frelsi
varðar og lýðræði.
En því miður getur einnig lýðræð-
ið verið vandmeðfarið þegar óheið-
arlegir aðilar notfæra sér þær
„smugur“ sem vissulega eru á því að
hika ekki við að nota lygar og blekk-
ingar sínum málum til framdráttar
og hugsa eingöngu um að komast í
góðar stöður, há laun, en án þess að
verðskulda það.
Það er komið nóg af fjöl-„flokka“
óstjórn svokallaðs R-lista sem er
skreyttur með því að kalla þetta
„Reykjavíkurlistann“. Látið ekki
blekkja ykkur lengur. Verum
óhrædd að fela besta stjórnmálaafli
landsins og mest virta um allan hinn
vestræna heim okkar stjórnmál
bæði borgar og ríkis, hættum að
hlusta á alónýtan áróður andstæð-
inga Sjálfstæðisflokksins um eitt-
hvað „einræði“ og þessháttar.
Við höfum misst gríðarlegan
fjölda fólks úr borginni á liðnum ár-
um, svo og stærstu fyrirtæki lands-
ins, til Kópavogs, af hverju?
Undirritaður er fæddur Reykvík-
ingur, en hér á árum áður í eitt sinn
sem „vinstri öfl“ komust til valda í
Reykjavík og ráðinn var „óháður“
borgarstjóri þá var sett í gildi svo-
kallað „punktakerfi“ í lóðaúthlutun
og einhvernveginn passaði ég og
mínir ekki inn í það og að lokum
byggði ég í Kópavogi. Nú, borgarbú-
ar áttuðu sig og þessi „borgar-
stjórn“ sat ekki lengi, sem betur fór.
En núverandi „borgarstjórn“ er
búin að sitja 8 árum of lengi og nú
breytum við til betri vegar öllum
landsmönnum til heilla. Athugum
það að Reykjavík er höfuðborg allra
landsmanna, allt landið á hana!
Við viljum ekki meira af „lóðaupp-
boðum“ sem gera allt íbúðarhús-
næði of dýrt, við viljum ekki meira
af sérhagsmunafólki sem einungis
er að koma sjálfu sér fyrir í kerfinu.
Við viljum Sjálfstæðisflokkinn aftur
til að stjórna bæði borg og landinu
öllu, flokk með kristileg gildi sem er
þjóð og landi til heilla.
Megi það verða að við öll sjáum
nauðsyn þess að skipta nú þegar um
valdhafa, lýðræðis vegna.
LEIFUR N. KARLSSON,
sölufulltrúi.
Látum ekki
blekkjast
Frá Leifi N. Karlssyni:
Leifur N.
Karlsson