Morgunblaðið - 31.05.2002, Page 66

Morgunblaðið - 31.05.2002, Page 66
Í KVÖLD frumsýna Sambíóin kvik- myndina Queen of the Damned í leikstjórn Michaels Rymer. Myndin er byggð á þriðju sögunni í bóka- flokknum Vampire Cronichles eftir handritshöfundinn Anne Rice. Önn- ur bókin í sama bókaflokki var kvik- mynduð árið 1994 og bar hún heitið Interview With a Vampire. Myndin sú er eflaust mörgum í fersku minni en þar fór Tom Cruise með hlutverk vampýrunnar ódauðlegu Lestat sem svífst einskis til að verða sér úti um það sem honum þykir best, manns- blóð. Í slagtogi með Lestat voru svo þau Louis og Claudia sem síðhærður Brad Pitt og barnung Kirsten Dunst léku. Í Queen of the Damned er Lestat enn kominn á kreik og fer leikarinn Stuart Townsend með hlutverk hans. Townsend hefur áður leikið í kvikyndum á borð við Shooting Fish og About Adam. Að þessu sinni er Lestat rokk- stjarna í New York og nær með tón- list sinni að vekja frá dauðum kollega sinn, vampýruna Akasha, sem er drottning allra vampýra, máttugust þeirra allra. Söng- og leikkonan Aal- iyah fór með hlutverk drottningar- innar en eins og flestum er kunnugt lést hún í flugslysi í ágúst á síðasta ári. Frumsýningu myndarinnar var því frestað um nokkra mánuði vegna sviplegs dauða Aaliyuh og var bróðir hennar, Rashad Haughton, fenginn til að tala inn á myndina fyrir systur sína í nokkrum þeirra atriða sem eft- ir átti að hljóðsetja. Aaliyah var einnig byrjuð að leika í framhaldsmyndum Matrix, númer 2 og 3, er hún lést. Reuters Aaliyah sem drottning allra vampýra, Akasha. Lestat og Akasha láta fara vel um sig. Stuart Townsend og Aaliyah í hlutverkum sínum. Drottning allra vampýra Kvikmyndin Queen of the Damned frumsýnd í kvöld FÓLK Í FRÉTTUM 66 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VEITINGASTAÐ í eigu leikkon- unnar Cameron Diaz hefur verið lokað vegna brota á heilbrigðis- reglum veitingahúsa. Diaz hefur einungis átt staðinn Bambu, sem er á Miami Beach, í hálft annað ár en heilbrigðiseft- irlitið þar á bæ sá ástæðu til að veita honum ekki áframhaldandi leyfi til veitingareksturs vegna óþrifnaðar. Óþrifnaður hjá Diaz Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.