Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 26 ára karlmann í 15 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað á Grettisgötu í Reykjavík í maí í fyrra. Ákærði hafði tvívegis lagt til manns með hnífi, með þeim afleiðingum að hann hlaut 7–8 cm stungusár í vinstri síðu og 3,5 cm stungusár neðarlega vinstra megin á brjóstkassa, auk þess sem vinstra lunga féll lítillega saman. Hinum dæmda var auk þess gert að greiða fórnarlambinu rúmar 430 þúsund krónur í skaðabætur. Í mál- inu voru einnig gerð upptæk 2,64 grömm af amfetamíni. Ákærði sagðist hafa stungið manninn í reiði og geðshræringu eftir barsmíðar hans. Hinn stungni sætti ákæru fyrir barsmíðarnar en var sýknaður þar sem ekki tókst að sanna sekt hans. Sá sem var sakfelldur á að baki margra ára brotaferil. Hefur hann m.a. verið dæmdur fyrir rán, lík- amsárás, húsbrot, þjófnað, tollalaga- og áfengisbrot og fíkniefnabrot. Refsing ákærða nú þótti hæfilega ákveðin fangelsi í 15 mánuði. Vegna alvarleika brotsins og sakaferils ákærða þótti ekki koma til greina að skilorðsbinda refsinguna. Hjördís Hákonardóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn. Guðrún Sesselja Arnardóttir, fulltrúi ríkis- saksóknara, sótti málið. Verjandi hins sakfellda var Hilmar Ingi- mundarson hrl. Verjandi með- ákærða var Jón Egilsson hdl. Fimmtán mán- aða fangelsi fyrir hnífaárás KJÚKLINGAFÓÐUR er undan- tekningalítið flutt inn sem hráefni og síðan blandað hérlendis, að sögn Ólafs Friðrikssonar, deildarstjóra í landbúnaðarráðuneytinu. Tollur á óblandað fóður er 80 aurar á hvert kg en 7,80 kr. á hvert kg af blönduðu fóðri. Að sögn Ólafs Friðrikssonar er lagður 55% tollur á innflutt fóður og hráefni í fóður, en innflytjendur fá síðan mismunandi háa endur- greiðslu samkvæmt reglugerð um greiðslur úr fóðursjóði frá 31. júlí 1996. Tollur af loðdýrafóðri og fisk- eldisfóðri er endurgreiddur að fullu, fyrir hráefni til kjúklingafóðurgerð- ar er tollurinn endurgreiddur að frá- dregnum 80 aurum á kg innfluttrar vöru og fyrir fóðurblöndur er toll- urinn endurgreiddur að frádregnum 7,80 kr. á kg innfluttrar vöru. Ólafur segir að sjálfsagt hafi reglugerðin verið sett á sínum tíma til að vernda innlendan fóðuriðnað, en ekki megi gleyma því að innflutta fóðrið sé að mestu leyti niðurgreitt. Það eigi aftur á móti ekki við um ís- lenska fóðrið og því hafi reglugerðin verið hugsuð til þess að jafna sam- keppnisstöðu. Að sögn Ólafs eru Fóðurblandan hf., Fóðurafgreiðsla MR, Kaupfélag Skagfirðinga og Bústólpi hf. á Ak- ureyri helstu fóðurblöndufyrirtæki landsins. Í Morgunblaðinu í gær var vitnað í bréf frá Hagkaupum til landbúnaðarráðuneytisins þar sem óskað er eftir leyfi til innflutnings á 300 tonnum af kjúklingum en í bréf- inu segir m.a. að tollalögum virðist af óskiljanlegum ástæðum vera ætl- að það hlutverk að vernda þrönga hagsmuni þeirra sem blanda fóður. „Á meðan tilbúið fóður sætir tolla- álögum í innflutningi og gerir ein- stökum framleiðendum ókleift að flytja inn tilbúið fóður eru sömu efni óblönduð mun minna tolluð.“ Ólafur segir að þetta sé rétt að hluta til en mikil einföldun því að hafa beri í huga að innflutta fóðrið sé niður- greitt af ESB. Ennfremur sé hér verið að vernda grasframleiðslu og íslenska fóðurframleiðslu. Í því sam- bandi bendir hann á að stutt sé síðan þrjár íslenskar graskögglaverk- smiðjur hafi lagt upp laupana þar sem þær hafi ekki staðist sam- keppnina við niðurgreitt fóður frá ESB. Málið snúist því ekki aðeins um fóðurfyrirtækin heldur íslenska fóðurgerð einnig. Enn sé ein verk- smiðja starfrækt en hún eigi í erf- iðleikum. Ólafur segir að í sambandi við kjúklingafóður sé nær eingöngu flutt inn hráefni sem sé síðan bland- að hérlendis. Lægri tollgreiðslan eigi því yfirleitt við og hún skýri varla hækkanir á afurðum kjúk- lingaframleiðenda. Um tífalt hærri tollur á blandað kjúklingafóður en óblandað Kjúklingafóður að mestu flutt inn óblandað BAUGUR Group hf. jók við tvo skuldabréfaflokka í gærdag og nam aukningin alls einum milljarði króna. Flokkarnir sem um ræðir eru 1. og 2. skuldabréfaflokkur 2002. Baugur stækkaði hvorn flokk um 500 millj- ónir að nafnvirði. Heildarstærð flokkanna tveggja er nú þrír millj- arðar króna, segir á vef Kauphallar Íslands. Að sögn fjármálastjóra Baugs, Jó- hönnu Waagfjörð, er stækkunin gerð í þeim tilgangi að opna leiðir á fjármögnun fyrirtækisins og verk- efna þess. Með því að stækka flokk- ana væri verið að undirbúa sölu skuldabréfanna á markaði. Jóhanna segir enga sérstaka ástæðu fyrir stækkuninni því ekkert liggi fyrir um hvað verði fjármagnað með sölu skuldabréfanna. Mörg verkefni séu þó framundan hjá Baugi, þar á meðal opnun stórrar Debenhams-verslun- ar í Stokkhólmi. Baugur eykur við skuldabréfaflokka ER TRILLAN Hnefill SF frá Hornafirði var nýlega á heimstími suður af Hrollaugseyjum, skammt undan Breiðamerkursandi, fylgdu þessir höfrungar með í einni vöðu og settu á svið sannkallaða mið- nætursýningu með stökkum sín- um. Á myndinni sést innan við tugur af þessum tápmiklu tann- hvölum en bátsverjar töldu að allt frá 30 til 50 höfrungar hefðu verið í vöðunni. Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsson Höfrungavaða á heimstími ÁLFTINNI á Norðurlandi, sem rat- að hefur í fréttirnar undanfarna daga, hefur verið lógað. Hún gerðist víðförul á dögunum og fylgdi bíl ungra hjóna um 20 kílómetra langa leið frá Blönduósi til Skagastrandar, auk þess sem hún þáði brauðmola úr höndum fólks og réðst síðar að barni. Þegar Óli Einarsson, fuglafræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands, var spurður út í hegðun álft- arinnar sagðist hann telja að þetta væri að öllum líkindum álft sem væri vön nábýli manna, hefði jafnvel búið þeirra á meðal. „Hún hefur kannski þekkt svipaðan bíl og þar af leiðandi elt þennan,“ bætti hann við. Hann sagði það ekki óþekkt að álftir dveldu í návígi við menn og rugluðust hreinlega og nefndi álftina Kára, sem bjó á Tjörninni í Reykja- vík í nokkur ár. Kári átti það til að ráðast á fólk, að sögn Óla, og var hann að lokum fluttur norður í land til Húsavíkur, þar sem ekki voru allir sáttir við hinn nýja íbúa. Óli sagði að stundum gæti sam- býlið gengið vel fyrir sig, til dæmis hefði álftapar búið ásamt ungum sín- um á Seltjarnarnesi í töluverðan tíma. „Þær álftir eru mannvænar en þær geta verið mjög misjafnar. Álft- ir inn til heiða eru styggari,“ lýsti hann. Hann benti á að álftir gætu stundum virkað ófrýnilegar og hvæst að fólki, ekki síst þegar þær verðu hreiður sín og unga. Annars væri þetta sjaldnast vandamál. Óli lagði áherslu á að það væri ekki leyfilegt, samkvæmt lögum og reglugerðum, að taka álft höndum og ala, þótt eflaust bæri einstaka sinn- um á því. Álftinni lógað En að örlögum álftarinnar. Kannski var það gæflyndið sem varð álftinni að falli því nóttina eftir að hún kom til Skagastrandar mætti lögreglan á Blönduósi á staðinn, skaut hana þar sem hún var að vappa á íþróttavellinum og hafði á brott með sér í svörtum ruslapoka. Að sögn lögreglunnar var þetta gert vegna þess að kvartanir höfðu borist undan álftinni á Blönduósi þar sem hún hafði haldið sig mestan hluta dagsins. Hafði álftin veist að barni þar og bitið, eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í fyrradag. Einnig virtist hún vera veik því hún ældi oft og var með mikinn niðurgang. Lög- reglan gerði ítrekaðar tilraunir til að sleppa álftinni með því að fanga hana og flytja að vatni í grennd við golf- völlinn á Blönduósi en álftin vildi ekki una sér þar. Var það mat lögreglumanna, eftir að hafa mistek- ist að ná í dýralækni og eftir kvart- anir foreldra á Skagaströnd og Blönduósi, að réttast væri að lóga álftinni þar sem þeir töldu hana veika og hún mundi veslast upp að öðrum kosti. Álftin vön ná- býli við menn UMHVERFIS- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur hefur að beiðni Holl- ustuverndar ríkisins stöðvað dreif- ingu á dönskum fetaosti í 300 gramma glerkrukkum hér á landi og er að inn- kalla hann úr verslunum með aðstoð innflytjandans. Er þetta gert í kjölfar þess að Holl- ustuvernd bárust upplýsingar um að glerbrot hefðu fundist í fimm krukk- um með þessum osti í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Ostinum hefur verið dreift víða í Evrópu, þar á meðal hér á landi. Í tilkynningu frá Hollustuvernd segir að ekki sé vitað til þess að fólk hafi borið skaða af neyslu þessa osts. Framleiðandinn er Arla Foods og er varan með „best fyrir“ dagsetningu 10.12. 2002 og fyrir þann tíma. Því er beint til neytenda hér á landi sem kunna að hafa keypt og eiga 300 g krukkur af fetaosti frá þessum framleiðanda að skila honum til versl- unarinnar þar sem hann var keyptur. Dreifing á dönskum fetaosti stöðvuð LÍKUR eru á því að Íslendingur á áttræðisaldri, sem verið hefur í far- banni á Kanaríeyjum síðan í febrúar, fái ferðafrelsi á ný bráðlega. Hann var settur í farbann vegna rannsókn- ar á láti sambýliskonu hans, sem féll af svölum hótels á eyjunum. Í dag, fimmtudag, stóð til að hann ætti fund með dómara og saksóknara auk lög- manns síns og íslenska ræðismanns- ins á Kanaríeyjum. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins hefur manninum verið gefið til kynna af hálfu yfirvalda á staðnum að hann geti farið frjáls ferða sinna að loknum fundinum og er því vonast til þess að hann komist heim á næstunni. Umræddur atburður átti sér stað 5. janúar sl. og var maðurinn í gæslu- varðhaldi þar til um miðjan febrúar. Síðan hefur hann búið í íbúð á eyj- unum og verið í farbanni. Maðurinn var fyrst grunaður um að hafa hrint konunni vísvitandi af svölunum. Vitni staðhæfir hins vegar að maðurinn hafi ekki ætlað sér að hrinda konunni. Um slys hafi verið að ræða. Íslendingur í farbanni á Kanaríeyjum Gæti fengið ferðafrelsi í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.