Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR um halla- rekstur Landspítala – háskólasjúkrahúss koma ekki á óvart. Það var fyrirséð. Ýmsar ástæður eru fyrir því. Má m.a. nefna aukna starfsemi og óhag- stæða verðlags- og gengisþróun, sem hef- ur leitt til mikilla verð- hækkana á aðkeyptum lækninga- og hjúkrun- arvörum og lyfjum. Augljóst er fjárhags- rammi sjúkrahússins er of þröngur miðað við núverandi starfsemi. Endastöð í tvennum skilningi Landspítali – háskólasjúkrahús (LSH) er endastöð þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda í tvennum skilningi. Annars vegar veitir sjúkrahúsið sjúklingum af öllu landinu sérhæfðustu heilbrigðis- þjónustuna. Hins vegar hefur skipu- lag, ástand, áherslur eða aðstæður í heilbrigðisþjónustunni leitt til þess að LSH veitir þjónustu sem eðli- legra og réttara væri að aðrir geirar heilbrigðiskerfisins sæju um. Of hátt þjónustustig Í allt of ríkum mæli er fólki vísað í sérhæfðustu og dýrustu þjónustuna með vanda sem á að leysa á öðrum stigum heilbrigðisþjónustunnar. Fólki er vísað til LSH með jafnvel einföldustu úrlausnar- efni. Hvert leitar kona sem hefur verið með 40 stiga hita í þrjá daga og hefur ekki náð sam- bandi við heimilislækni sinn? Vikubið er eftir viðtali og símatími er takmarkaður. Senni- lega hringir hún á bráðavakt LSH til að fá ráð, en hugsanlega bíður hún til eftir kl. 17 og hringir á Lækna- vaktina. Mikil aukning hefur verið á þjónustu bráðavaktar LSH und- anfarin ár, sem og Læknavaktarinn- ar. Hvert leita nokkur hundruð eldri borgara sem eru á forgangslista eft- ir vist á hjúkrunarheimili og þarfn- ast mikillar hjúkrunar? Til LSH. Í lok apríl sl. biðu 108 sjúklingar á LSH eftir öðrum úrræðum utan spítalans, þar af biðu 84 eftir vist á hjúkrunarheimili. Þetta samsvarar um 15% rúma á sjúkrahúsinu. Legu- kostnaður á dag á sjúkrahúsi er 3–5 sinnum meiri en á hjúkrunarheimili. Dvöl heima með miklum stuðningi heimahjúkrunar og heimaþjónustu kostar enn minna og er oft æskilegri kostur frá sjónarhóli hins aldraða, sem vill vera sem lengst heima hjá sér. Hvert fer foreldri í Reykjavík með barn sitt sem hefur skorið sig og þarf að sauma? Yfirleitt á slysa- og bráðadeild LSH. Í nágrannasveitar- félögum og um allt land sinna heilsu- gæslustöðvar slíkum verkefnum. Þjónustan er sú sama, en margfalt ódýrara er fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið að veita hana á heilsu- gæslustöðinni. Hvert leitar maður á Suðurlandi, sem þarfnast skoðunar vegna brjóst- verks? Hann keyrir líklegast fram hjá Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi, til Reykjavíkur á slysa- og bráðadeild LSH. Hvert er sjúklingi á landsbyggð- inni vísað, þegar starfsemi næsta sjúkrahúss á svæðinu er í lágmarki vegna sumarleyfa eða af öðrum ástæðum? Til LSH. Hvert hringir kona sem er óróleg heima um nótt, til að fá ráð og stuðn- ing vegna óværs nokkurra vikna gamals barns? Sennilega á fæðing- ardeild LSH. LSH, dýrasta og sérhæfðasta heilbrigðisþjónustan, er endastöð of margra sem þarfnast almennrar þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Er það furða að erfitt reynist að halda rekstri sjúkrahússins innan ramma fjárlaga! Rekstur LSH Opinber starfsemi þarf að vera undir stöðugum þrýstingi um aðhald og hagkvæmni í rekstri. Stjórnend- ur og starfsfólk LSH hefur staðið sig vel við erfiðar breytingar á starfsemi spítalans vegna sameiningar sjúkra- húsanna í Reykjavík. Komið hefur fram að raunkostnaður við rekstur sjúkrahússins hefur minnkað um 0,6% milli áranna 1999–2000 og 1,2% milli áranna 2000–2001. Starfsfólkið hefur lagt mikið á sig til að halda uppi góðri þjónustu við skjólstæð- inga sína. Áherslum í starfsemi hef- ur verið breytt t.d. með aukinni þjónustu án innlagnar. LSH kemur vel út í samanburði við sjúkrahús í nálægum löndum um kostnað vegna tiltekinna meðferða og aðgerða. Legutími hefur styst og á sama tíma hefur aðgerðum fjölgað til að grynnka á biðlistum. Hvað er til ráða? Endurskilgreina þarf hvaða þjón- ustu LSH á að veita og hvaða þjón- usta er betur fyrir komið utan sjúkrahússins. Mikilvægt er að hlúa að hlutverki LSH sem háskóla- sjúkrahúss, sem veitir sérhæfða heilbrigðisþjónustu, sinnir kennslu, rannsóknum og þróunarverkefnum. Í því sambandi þarf að huga að teng- ingum sjúkrahússins við sérhæfða heilbrigðisþjónustu sem veitt er ut- an LSH. Starfsemi heilsugæslunnar þarf að hugsa upp á nýtt frá grunni. Breyta þarf áherslum, auka for- varna- og fræðsluhlutverk, breyta opnunartímum og þjónustuformi eftir þörfum þeirra sem njóta þjón- ustunnar. Auka þarf heimahjúkrun og aðra heimaþjónustu verulega til að stuðla að því að aldraðir geti sem lengst verið á heimilum sínum. Símatorg um heilbrigðisþjónustu Setja þarf á stofn símatorg um heilbrigðisþjónustu, þar sem al- menningur getur leitað ráða og upp- lýsinga um aðkallandi vanda og fær leiðbeiningar um hvert það á að leita innan kerfisins með tiltekin vanda. Slík símaþjónusta hefur verið rekin í Bretlandi á vegum opinberra aðila frá árinu 1998 og tekur nú til alls landsins. Kynnti ég mér rekstur slíkrar þjónustu í Bretlandi nýverið. Sýnt hefur verið fram á að um 40% erinda til heilbrigðisþjónstunnar er hægt að leysa með ráðleggingum gegnum síma eða tölvupóst. Ein rannsókn sýndi að þessi aðgengilega þjónusta við almenning fækkaði heimsóknum til heimilislækna um helming. Sérþjálfaðir hjúkrunar- fræðingar svara fyrirspurnum og er- indum allan sólarhringinn, veita ráð- gjöf og leiðbeiningar til almennings um aðsteðjandi heilbrigðisvanda og vísa þeim áfram þegar þörf er á. Mikil ánægja er meðal almennings með þessa þjónustu. Breyttar áherslur Þörf er á að breyta áherslum í ís- lenskri heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að bæta aðgengi al- mennings að upplýsingum og þjón- ustu án þess að það þurfi að leita til sérhæfðustu þjónustunnar. Meðan LSH gegnir allsherjarhlutverki í heilbrigðisþjónustunni og er gert að taka að sér verkefni, sem í raun til- heyra öðrum geirum heilbrigðiskerf- isins, munum við hér eftir sem hing- að til heyra af árlegum hallarekstri í starfsemi hans. Landspítali – endastöð Ásta Möller Heilbrigðisþjónusta Endurskilgreina þarf hvaða þjónustu LSH á að veita, segir Ásta Möller, og hvaða þjón- ustu er betur fyrir kom- ið utan sjúkrahússins. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og á sæti í heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis. NÚ eru 60 ár síðan fyrstu skurðgröfurnar voru teknar í notkun á Íslandi. Það mun hafa verið reynsla Vestur- Íslendinga sem opnaði augu manna hér á landi fyrir því að skurðgröfur með dragskóflu væru best fallnar til að grafa framræsluskurði í ís- lensku mýrarnar. Keyptar voru tvær gröfur og hóf fyrsta grafan að grafa skurði í Garðaflóa á Akranesi en hin var send norð- ur yfir heiðar. Akra- nesgröfuna keyptu þeir Þórður Ás- mundsson, útgerðarmaður á Akranesi og Björn Lárusson, bóndi á Ósi í Skilmannahreppi, en hina Vélasjóður ríkisins. Gröfurnar sem voru af gerðinni Priestman Cub reyndust vel við framræslu á blautum mýrum. Með þessu opnaðist nýr heimur í jarð- vinnu og það þarf ekki að aka lengi um sveitir landsins til að sjá hve víða skurðgröfurnar hafa komið að ræktun landsins. Eirik Eylands, deildarstjóri, setti Akranesgröfuna saman í kola- porti Þórðar á Akranesi, en hjálp- armaður hans var Karl Auðunsson á Jaðri. Eirik vann fyrst með gröf- unni hinn 1. júní 1942 í Garðaflóa, en síðan fór hann norður og vann þar með hinni gröfunni, fyrir neð- an Munkaþverá, í lok júní. Margir unnu á Akranesgröfunni auk Karls, m.a. þeir Árni Gíslason í Lykkju, Guðjón Jónsson í Tjörn, Sigurður Sigurðsson á Völlum og Sæmundur Eggertsson í Sigtúnum. Mörgum árum síðar sækir Karl gröfu Vélasjóðs norður í Staðar- mýrar og gerir hana upp fyrir landbúnaðarsýningu. Eftir það er hún flutt upp að Görð- um á Akranesi, þar sem hún er í umsjón hans. Eftir að árin líða fór vélin að skemmast og kom þá til tals að farga henni. Þegar hér var komið sögu barst Pétri G. Jónssyni hjá Þjóð- minjasafni Íslands þetta til eyrna, en hann brást þegar við og bjargaði gröfunni frá glötun. Pétur kom gröfunni fyrst í hús í Árbæjarsafni, en síðar í geymslu Þjóðminja- safnsins í Kópavogi. Bjarni Guðmundsson forstöðumað- ur Búvélasafnsins á Hvanneyri hefur rætt við þjóðminjavörð um lagfæringu og varðveislu gröfunn- ar og mun safnið innan tíðar geta boðið gröfunni húsaskjól á vegum Búvélasafnsins og þá í samvinnu við Þjóðminjasafnið. Fyrstu jarðýturnar og kílplógur Þorsteins á Ósi Þegar skurðgrafan hóf vinnu í Garðalandinu á Akranesi fóru menn að huga að því hvernig hægt væri að dreifa hinum miklu ruðn- ingum sem upp úr skurðunum komu. Afréð Verkfæranefnd þá að kaupa beltatraktora með jarðýtu til að vinna þetta verk. Voru pant- aðar tvær vélar af gerðinni Int- ernational TD 9. Aðra vélina tók Verkfæranefnd til sinna þarfa en hin var seld Sigfúsi Öfjörð í Norð- urkoti í Flóa. Ýta Vélasjóðs tók til starfa í Garðaflóa 14. ágúst 1943. Kom þegar í ljós að vinnubrögð hennar voru hin bestu er á varð kosið, bæði til að dreifa ruðningum og jafna þá sem ræktunarvegi. Um haustið 1943 var unnið með vélinni að vegagerð á Skorholtsmelum í Leirár- og Melasveit. Þar var lagð- ur fyrsti vegarspottinn sem gerður var með jarðýtu af íslenskum mönnum hér á landi. Þannig losn- aði skriðan. Kapphlaup varð um að fá beltistraktora með jarðýtum og fengu færri en vildu. Torfi bóndi í Hvammi í Hvítársíðu varðveitir nú fyrstu ýtuna. Hér má einnig nefna til sög- unnar íslenskt verkfæri, tengt Garðalandinu, sem víða var notað við túnrækt, en það var kílplógur Þorsteins Stefánssonar bónda og ýtustjóra á Ósi. Þorsteinn smíðaði kílplóginn um miðjan sjötta áratug síðustu aldar. Síðan tók vélsmiðan Logi á Akranesi við framleiðslunni. Kílplógar höfðu áður verið dregnir af hestum, en það var svo Þor- steinn sem lagaði plóginn að jarð- ýtum. Ólafur Þorsteinsson, bóndi á Ósi, hefur nú lýst áhuga á að koma kílplóg föður síns upp í Búvélasafn- inu. Akranes er sögufrægt hvað sjáv- arútveg varðar en þar var fyrsti vísir að sjávarþorpi á Íslandi á 17. öld. En eins og að ofan greinir þá má segja það sama um sveitirnar fyrir ofan bæinn. Þar er upphaf vélaaldar í íslenskum landbúnaði, en eins og kunnugt er kom Akra- nestraktorinn 1918, keyptur til landsins af þeim frændum Þórði Ásmundssyni og Bjarna Ólafssyni á Akranesi, og var honum einnig beitt í Garðalandi með góðum ár- angri. Traktornum var m.a. ætlað að vinna í tengslum við móverk- smiðju þá sem Þórður hugðist reisa þar 1916, en í Garðaflóa var eitt mesta mósvæði landsins. Einn- ig var fyrirhuguð kartöflurækt þar í stórum stíl. Mórinn var eins og kunnugt er aðaleldsneytið á þess- um árum og kartöflur uppistöðu- fæða landsmanna. Minnismerki Það var eitt af stórvirkjum Ólafs B. Björnssonar, hreppsnefndar- manns í Ytri-Akraneshreppi og rit- stjóra á Akranesi, að kaupa Garða- landið fyrir Akraneskaupstað, árið 1928, og sýnir það framsýni Ólafs hvað varðaði framtíðarbyggingar- svæði fyrir kaupstaðinn og ræktun á svæðinu. Garðaflóinn var löngum erfiður yfirferðar og í raun fáum fær nema fuglinum fljúgandi. Íbú- ar á Akranesi, bæði úr kaupstaðn- um sem og úr hreppunum sunnan Heiðar, létu því gamlan draum rætast, en hann var sá að gera landið ræktanlegt og verðmætt, um leið og það yrði gert auðveld- ara yfirferðar með samgöngubætur í huga. Það væri því vel við hæfi að koma upp minningarmerki í Garða- landinu um alla þessa merku áfanga. Væri það verðugt sam- starfsverkefni heimamanna og ann- arra sem málið varðar. Sýnist ekki úr vegi að þetta yrði framkvæmt á árinu 2003, á sextíu ára afmæli ýt- unnar, sem ennþá er til og í góðu standi. Garðalandið á Akranesi og fyrstu landbúnaðarvélarnar Ásmundur Ólafsson Landbúnaðarvélar Um 60 ár eru síðan fyrstu skurð- gröfurnar voru teknar í notkun á Íslandi. Ásmundur Ólafsson segir hér frá þeim. Höfundur er framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi. Garðalandið og jörðin Ós á Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.