Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sími 562 0200 Erfisdrykkjur ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. ✝ Friðrik Stein-dórsson fæddist í Reykjavík 5. apríl 1921. Hann lést á Landspítalanum 10. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Steindór Árni Ólafs- son, trésmíðameist- ari, f. 19. júlí 1874, d. 23. desember 1952, og Guðrún Sigurðar- dóttir, húsmóðir, f. 24. mars 1885, d. 14. nóvember 1954. Systkini Friðriks voru: Sigurður, f. 16. febrúar 1907, Jóhanna, f. 1. ágúst 1908, Sigurbjörg, f. 27. febrúar 1910, Arinbjörn, f. 15. maí 1912, Guðrún, f. 25. júlí 1914, Björgvin, f. 4. desember 1918, og María, f. björg Jóhannsdóttir, f. 30. apríl 1934. Þau slitu samvistir. Dóttir þeirra er Kristín Friðriksdóttir, f. 2. apríl 1960. Hennar sonur er Jó- hann Gunnar Kristínarson, f. 23. september 1984. Sambýliskona Friðriks síðast- liðin 30 ár er Elísabet Ohl, f. 15. maí 1932. Hennar foreldrar voru Ernst Ohl, kaupmaður, f. 7. janúar 1899, d. 13. maí 1970, og Mar- grethe Ohl, húsmóðir, f. 10. sept- ember 1901, d. 24. október 1956. Lengst af starfsævi sinni vann Friðrik sem bílstjóri hjá KRON, eða í um 35 ár. Einnig vann hann hjá Eimskip í níu ár. Friðrik lærði á fiðlu í æsku og var sjálflærður á píanó. Hann spilaði oft á píanó á dansleikjum hér áður fyrr. Friðrik var áhugamaður um ljósmyndun, tók myndir og framkallaði þær sjálfur. Friðrik var skákáhuga- maður og keppti oft á firmamót- um og vann þar til verðlauna. Friðrik verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 10. janúar 1923. Þau eru öll látin. Eiginkona Friðriks var Olga María Kar- velsdóttir, f. 16. ágúst 1928. Þau slitu sam- vistir. Dóttir þeirra er Anna Karen Friðriks- dóttir, f. 24. desember 1947. Hennar sonur er Friðrik Ingi Rún- arsson, f. 18. júní 1968. Eiginkona hans er Anna Þórunn Sig- urjónsdóttir, f. 17. október 1967. Börn þeirra eru Karen El- ísabet, f. 20. apríl 1993, og Sig- urjón Gauti, f. 8. febrúar 1998. Fyrir átti Friðrik Ingi Steinar Bjarka, f. 2. júní 1985. Sambýlis- kona Friðriks var Guðrún Sigur- Það var fyrir um 30 árum að þú náðir fyrir mig í tré sem var heima hjá mér í garðinum og ég ætlaði að nota við útstillingar. Þú spurðir mig hvort þú mættir þvo þér um hend- urnar og sást þá að ég átti flygil. Það varð til þess að þú komst oft í heim- sókn til að spila á flygilinn. Ég tók fljótt eftir því að þú spilaðir best ef þú varst aleinn í stofunni og sat ég þá gjarnan á eldhúskollinum og hlust- aði. Þú byrjaðir með því að spila 1-3 takta og svo byrjaði spuninn og þú spilaðir af fingrum fram, oftast í c- moll eða es dúr. Stundum spurðir þú mig hvernig mér hefði þótt lagið. Tóneyra þitt var með eindæmum. Þú heyrðir ekki bara óhreinindi í söng, þú hafðir líka „absolute“ tónheyrn. Til dæmis á nýársdag, þá spilaðir þú nótnalaust þjóðsönginn í að minnsta kosti þremur mismunandi tónteg- undum, bara til gamans. Ég þakka þér að lokum 30 ára samfylgd í tón- listinni. Syngið Guði nýjan söng því að hann hefur gjört dásemdarverk; (Davíðssálmur nr. 98.) Hinsta kveðja, þín Elísabet. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum fátæklegum orðum, elsku pabbi minn. Þú varst besti maður sem ég hef nokkurn tíma kynnst. Yf- irborðið gat stundum virkað svolítið hrjúft, en undir niðri sló hjarta úr gulli. Þú máttir ekkert aumt sjá, og reyndir alltaf að rétta hjálparhönd hvar sem þú gast. Þú barst alltaf svo mikla umhyggju fyrir litlu fjölskyld- unni þinni, og sérstaklega langafa- börnunum þínum. Andlit þitt ljómaði af gleði þegar þau komu í heimsókn. Við áttum alltaf athvarf hjá þér, enda varstu kletturinn í lífi okkar. Ég veit að þú hafðir áhyggjur af því hvað yrði um Elísabetu eftir þinn dag, en það er óþarfi, pabbi minn. Hún mun ekki gleymast. Við fjöl- skyldan þín munum ávallt standa saman. Ég mun eilíflega verða þakklát Guði fyrir að leyfa mér að vera við- stödd þegar þú skildir við. Við El- ísabet vorum báðar hjá þér og það skiptir mig mjög miklu máli að þú varst umvafinn ástvinum þínum á þeirri stund. Þú varst búinn að vera veikur svo lengi og þá er líkn að fá að fara. En ég kveð þig með miklum söknuði. Það er erfitt að koma á Flókagötuna og sjá þig ekki þar. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, uns hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég ennþá er aðeins barn, sem vil fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þó hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, uns þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst eigi komandi degi. (Hugrún.) Það verður erfitt að ganga áfram veginn án þín, elsku pabbi minn, en bjarta og fallega minningin um þig sem ég ber í hjarta mínu mun lýsa í myrkrinu. Það er líka huggun í sorg- inni að vita að þér líður betur núna og þú ert í faðmi foreldra þinna og systkina sem voru þér svo kær. Það er gott að vita að þegar minn tími kemur munt þú taka á móti mér. Ég er viss um að þá kynnir þú mig fyrir henni Maju litlu systur þinni sem dó svo ung. Hún var alla tíð ofarlega í huga þér. Vertu sæll að sinni, elsku pabbi minn. Ég þakka þér af öllu hjarta fyrir allt. Guð geymi þig alla tíð. Hinsta kveðja, þín dóttir, Anna Karen. Þá er komið að þeirri stund sem ég hef kviðið svo lengi fyrir, að kveðja þig, elsku afi minn. Það er að- eins eitt sem við vitum með vissu þegar við fæðumst og það er að ein- hvern tíma munum við öll deyja. Samt er svo erfitt að sætta sig við það þegar dauðinn mætir og knýr dyra. Þá er eins og við séum ekki tilbúin að hleypa honum inn. Það er með miklum söknuði sem ég kveð þig, ég verð þó að leyfa þér að fara því ég veit að þú þarfnast hvíldarinn- ar. Ég veit að þér líður betur þar sem þú ert núna. Langafi minn og langamma sem voru þér svo kær, hafa tekið á móti þér. Þú talaðir allt- af af svo mikilli virðingu um foreldra þína og lærði ég mikið af því. Einnig er víst að hún Maja systir þín, sem þér þótti svo vænt um, hef- ur líka boðið þig velkominn heim. Hún var yngst ykkar systkinanna en dó þegar hún var aðeins 9 ára. Ég er mjög þakklátur að hafa fengið tækifæri á því að kynnast þér og fá að vera samferða þér í rúm 34 ár. Þú kenndir mér svo margt og ég á þér svo mikið að þakka. Þú varst einstaklega barngóður og fékk ég að njóta þess og svo börnin mín nú í seinni tíð enda á afi Friðrik stórt pláss í hjörtum barna minna. Áhuga minn á ég þér að þakka, því þú varst svo duglegur að fara með mig út um allt á alls kyns íþróttaviðburði, svo sem landsleiki í knattspyrnu, körfu- knattleik, handknattleik, á alþjóðleg frjálsíþróttamót og einnig skákmót svo fátt eitt sé nefnt. Ekki má gleyma öllum bíóferðunum eða ferð- unum okkar í mínígolfið þar sem Lolli „litli“ í Val tók alltaf á móti okk- ur með bros á vör. Jól og áramót voru alltaf sérlega skemmtileg hjá okkur, en þú komst alltaf suður til Njarðvíkur til að vera hjá okkur mömmu yfir hátíðarnar. Elísabet gat ekki komið með þar sem hún var allt- af að syngja í kirkjukór. Við komum svo til ykkar Betu á gamlársdag þar sem þú beiðst eftir mér með mikið af flugeldum. Við sáum um að sprengja meðan mamma og Beta horfðu á í glugganum. Þú varst mikil hetja í mínum augum, þú gast allt. Þú varst sannkallaður handverksmaður af guðs náð, smiður, rafvirki, ljósmynd- ari, kokkur, skákmaður, teiknaðir og skrifaðir sérlega vel svo eftir var tekið og svo varstu alger píanósnill- ingur enda hafðir þú spilað frá bernsku. Þú varst algert náttúru- barn á píanóið því aldrei lærðir þú að spila hjá kennara. Ég naut þess að vera heima hjá þér og Betu, mér leið alltaf svo vel hjá ykkur. Það var gott að eiga slíkan mann eins og þig sem afa, þú varst sem klettur í hafinu fyr- ir mig og mömmu. Ég ólst einn upp hjá mömmu oft við þröngan kost en ég leið þó engan skort því að eiga svo yndislega móður og einstakan afa eins og þig hefur gert mig að þeim manni sem ég er í dag. Nú í seinni tíð þegar fór að hægjast um hjá þér og þú gast ekki elt mig út um allt eins og þú gerðir svo oft í gamla daga, sátum við á heimili þínu þar sem þú spilaðir fyrir mig á píanóið og sagðir mér sögur. Þú lékst hvert lagið á fætur öðru og svo eins og meistararnir gjarnan gera inni á milli sagðir þú mér sögur. Þú sagðir mér frá böllunum sem þú spilaðir á í gamla daga, þegar þú spilaðir í Krossinum og Iðnó svo eitt- hvað sé nefnt og svo sagðir þú mér frá hinum ýmsu höfðingjum sem þú spilaðir með, þar á meðal var Hauk- ur heitinn Morthens en þú þekktir þann mæta mann vel. Þetta fannst mér mjög spennandi. Þú hafðir einn- ig mjög sterkar og ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum og hik- aðir ekkert við að segja þínar skoðanir. Ég er staddur einu sinni sem oftar á tónleikum á heimili þínu. Þú ert að spila hvert lagið á fætur öðru og ferð á kostum eins og þér einum er lagið. Það er komið að lokalaginu á þess- um tónleikum og þú spilar af fingr- um fram, ég sit agndofa og hlusta á með athygli. Allt í einu fara hljóm- arnir að dofna, og smátt og smátt deyja þeir út. Eftir stendur þögnin ein og ég sit og heyri ekki meir. Þú hefur spilað þitt síðasta lag að sinni, elsku afi minn. Þér er ætlað annað hlutvek á öðrum stað á öðrum tíma, þar fá aðrir að njóta þinna fögru tóna og þeirra einstöku mannkosta sem þú hafðir að geyma. Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér sviplegt brotthvarf söknuð vekur, sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri, vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku afi minn. Þinn nafni, Friðrik. Elsku afi Friðrik, okkur þykir svo leiðinlegt að þú þurftir að fara. Okk- ur þótti óskaplega vænt um þig. Þú varst langbesti langafi í heimi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. ( Þórunn Sig. ) Elsku langafi, takk fyrir allar stundirnar. Karen Elísabet og Sigurjón Gauti. Mér finnst sem ég hafi þekkt Frið- rik, pabba stóru systur minnar, alla ævi en sennilega hef ég nú verið orð- inn 5 ára þegar við kynntumst. Þá stofnaði Anna Karen sitt heimili og eignaðist Friðrik Inga. Við þennan atburð eignaðist ég mitt annað heim- ili og jafnframt hófust kynni okkar Friðriks sem var tíður gestur hjá dóttur og dóttursyni sínum. Mér fannst alltaf að ég ætti hlut í pabba stóru systur minnar. Í dag horfi ég til baka og geri mér grein fyrir því hvað Friðrik var mér góður og hlýr langt umfram það sem hægt er að ætlast til af föður systur sinnar. Ég minnist þess sérstaklega hvernig Friðrik og Elísabet opnuðu heimili sitt á Flókagötunni og veittu mér húsaskjól þegar ég var að fara í mínar fyrstu keppnisferðir í sundi til Reykjavíkur. Það var einstaklega gott að vera í því hlýlega og rólega andrúmslofti sem ríkti á Flókagöt- unni og þar var dekrað við mig á all- an hátt. Friðrik hvatti mig síðan óspart til dáða áður en ég rölti upp í Sundhöll á sundmótið og í lok dags var ýmist fagnað með mér eða ég hugguð eftir því hver árangur dags- ins var. Að leiðarlokum vil ég þakka Frið- riki fyrir samfylgdina og alla þá hlýju og góðvild sem hann sýndi mér alla tíð og um leið votta aðstandend- um hans mína innilegustu samúð vegna missis þeirra. Blessuð sé minning Friðriks Steindórssonar. Sonja María Hreiðarsdóttir. Það er sama hvað ég hef reynt mikið að rifja það upp hvenær ég hitti Friðrik fyrst, ég get engan veg- inn munað það. Hann hefur bara allt- af verið hluti af mínu lífi. Hann var pabbi hennar Önnu Karenar stóru systur minnar og með henni fór ég lítil fyrst í heimsókn til hans. Á milli okkar Friðriks varð strax við fyrstu kynni vinátta og væntum- þykja sem hefur staðið alla tíð síðan. Sömu vináttu og væntumþykju nutu yngri systkini mín líka hjá Friðriki. Friðrik gat stundum virkað hrjúf- ur á yfirborðinu en við systkinin vor- um fljót að uppgötva að undir hrjúfu yfirborðinu var einstakt góðmenni með stórt hjarta sem ekkert aumt mátti sjá og vildi allt fyrir alla gera, bara að nefna það og þá var það gert. Ég man sérstaklega eftir honum í bláa vinnusloppnum þegar hann var að vinna hjá KRON. Mér fannst hann alltaf svo reffilegur og yfir- mannslegur í honum. Einnig minnist ég hans í köflóttu vinnuskyrtunni með brjóstvasann sem hafði alltaf eitthvað að geyma sem hann var svo að gauka að okkur. Friðrik átti flottar myndavélar og tók hann ógrynni af myndum af okk- ur krökkunum frá því við vorum lítil og alveg fram á fullorðinsár og einn- ig af börnunum okkar. Hann fram- kallaði allar myndirnar sínar sjálfur og gaf okkur. Þetta eru dýrmætar minningar. Þegar ég kom í heimsókn á Flóka- götuna var ég alltaf boðin hjartan- lega velkomin og maður var strax leiddur inn í eldhús og þar borið á borð fyrir mig matur eða fínasta bakkelsi. Í stofunni á Flókagötu var stórglæsilegur flygill á miðju gólfi. Friðrik elskaði fallega tónlist og gat spilað allt frá dægurlögum upp í flókin klassísk píanóverk. Ég bað hann alltaf að spila eitthvað fyrir mig og ef hann var í stuði, sem var oftar en ekki, gerði hann það fyrir mig og það var hrein unun að hlusta á hann spila á flygilinn. Ég fæddist með alvarlegan nýrna- galla og fylgdist Friðrik með sjúkra- sögu minni. Haustið 1974 þurfti ég að dvelja á sjúkrahúsi í margar vik- ur. Fjölskyldan mín suður með sjó komst ekki oft til að heimsækja mig, en það var einn maður sem kom reglulega með bækur og ýmislegt góðgæti í poka handa mér og það var Friðrik. Hann tók sér tíma og sat hjá mér, spjallaði við mig og hvatti mig til dáða þegar mér leið illa. Alltaf þegar hann var að fara spurði hann mig hvaða bækur hann ætti að koma með næst og hvort ég vildi eitthvert sérstakt nammi. Þetta var mér alveg ómetanlegt. Þegar yngri sonur minn dó sendi Friðrik mér svo fallega minningar- grein sem hann hafði af mikilli ástúð útbúið sjálfur og sett í ramma. Ég get aldrei þakkað Friðriki nóg fyrir alla hans umhyggju, væntum- þykju og yndislega vináttu í minn garð og barnanna minna. Þegar ég sagði honum hversu mikils virði þetta var mér og reyndi að þakka honum fyrir fussaði hann bara og sagðist ekki hafa gert neitt sérstakt. Svona var hann þessi góði maður, ekkert nema hógværðin. Friðrik var dóttur sinni Önnu Karen og dóttursyni sínum Friðriki Inga mikill stuðningur í lífinu. Það var yndislegt að sjá þessa miklu ást- úð sem var á milli þeirra. Friðriki Inga var hann ekki bara afi, hann var líka eini faðirinn sem Friðrik Ingi þekkti. Hann kom suður um hverja helgi til að eyða tíma með drengnum, þá var alltaf búið að ákveða að gera eitthvað skemmtilegt eins og að fara í bíó og á íþróttaleiki. Einnig voru FRIÐRIK STEINDÓRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.