Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ása Magnús-dóttir fæddist í Lambhaga í Vest- mannaeyjum 15. júlí 1931. Hún andaðist á líknardeild Land- spítalans á Landa- koti mánudaginn 8. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Magnús Jónsson, f. 19. ágúst 1875, d. 29. febrúar 1939, og Guðrún Þorsteins- dóttir, f. 14. ágúst 1899, d. 4. október 1982. Eignuðust þau átta börn. Þau eru auk Ásu: Guð- ríður, f. 14. mars 1923, d. 12. september 1937, Guðsteinn, f. 18. mars 1925, kvæntur Rögnu G. Hermannsdóttur, Guðjón, f. 12. ágúst 1927, d. 18. júní 1997, eft- irlifandi eiginkona er Sigríður Helga Ívarsdóttir, Björgvin, f. 28. september 1928, kvæntur Sigríði K. Karlsdóttur, Jóna Kristbjörg, f. 14. apríl 1930, d. 30. maí 2001, eftirlifandi eigin- maður er Gunnar Sigurjónsson, Gísli, f. 13. desember 1932, d. 25. apríl 1993, eftirlifandi eiginkona er Jóna Sveinsdóttir, Guðríður Steinþóra, f. 11. júlí 1937, d. 2. september 1995, eftirlifandi eigin- maður er Helgi Eg- ilsson. Guðrún giftist ár- ið 1944 seinni eig- inmanni sínum Gísla Brynjólfssyni, smið, f. 2. október 1903, d. 24. október 1977. Ása giftist 17. júní 1956 Jóni Her- mundssyni, f. 23. september 1923, frá Strönd í Vestur- Landeyjum. For- eldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir, f. 29. apríl 1890, d. 20. september 1961, og Hermundur Einarsson, f. 17. júlí 1880, d. 8. júní 1964. Ása og Jón eignuðust tvo syni. Þeir eru Hermann Gunnar Jóns- son, f. 23. febrúar 1956, kvæntur Emmu K. Garðarsdóttur og eiga þau einn son, Halldór Garðar; Magnús Rúnar Jónsson, f. 18. febrúar 1958, kvæntur Auði Gunnarsdóttur og eiga þau tvö börn, Jón Gunnar og Sigrúnu Ásu. Útför Ásu fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Yndisleg tengdamóðir mín Ása Magnúsdóttir er látin fyrir aldur fram. Hvernig gat þetta gerst og af hverju þú? Spurningarnar eru margar en fátt um svör. Stórt skarð er komið í fjöl- skyldu okkar og erfitt er að sætta sig við það, að þú sért farin frá okkur svona fljótt. Þín verður sárt saknað. Í huga minn streymir þakklæti fyrir allt sem hún lagði af mörkum til að hjálpa mér í lífinu. Ása var hávaxin, glæsileg, glað- lynd, umhyggjusöm og gefandi kona sem alltaf var tilbúin að leggja sitt af mörkum fyrir okkur fjölskylduna. Hún var rík af ást og umhyggju. Henni var margt til lista lagt. Hún bakaði ljúffengar kökur og bjó til mjög góðan mat. Hannyrðakona var hún mikil og sést það best á heimili hennar. Prjónaskapur hennar var einstakur og sést það best af öllum fallegu útprjónuðu peysunum sem hún gerði á barnabörnin. Barnabörnin voru sólargeislarnir hennar. Amma Ása var alltaf tilbúin að hafa þau hjá sér, sama hvort var á nóttu eða degi. Hún var alltaf boðin og búin að hjálpa okkur og létta undir með okk- ur. Margar góðar stundir áttum við saman í ferðalögum, útilegum og sumarbústaðaferðum. Þar var mikið skrafað og hlegið. Hlýjan og umhyggjan sem kom frá tengdamóður minni var einstök. Og það eru forréttindi að fá að eiga svona tengdamóður. Ég vil þakka henni fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mína fjöl- skyldu. Elsku Jón og aðrir fjölskyldumeð- limir, missir okkar er svo mikill að orð fá því ekki lýst. Minning Ásu mun ávallt lifa í hjarta mínu. Þín tengdadóttir Auður. Elsku besta amma, ég trúi því varla ennþá að þú skulir vera farin frá mér. Það voru mikil forréttindi að fá að kynnast manneskju eins og þér, manneskju sem vildi gera allt fyrir mann án þess að fá eitthvað í staðinn. Þú varst alltaf hress og kát og ég gat alltaf leitað til þín ef eitthvað bjátaði á. Ég fór oft í heimsókn til ömmu Ásu og það var alltaf jafn yndislegt. Við fundum alltaf eitthvað að gera, við spiluðum heilmikið og fórum í gönguferðir. Eitt sem amma Ása gerði sérstaklega vel var að hún kunni að baka dýrindis kökur. Þess- ar brúnu lagkökur voru yndislegar. Það voru alltaf til einhverjar kökur með kaffinu hjá henni ömmu. Við fórum oft í ferðalög saman og alltaf var hún tilbúin að leika sér við mann. Ég gleymi seint öllum þessum tjaldútilegum og sumarbústaðaferð- um sem við fórum í saman. Ég var aldrei aðgerðarlaus hjá ömmu Ásu. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og ég er mjög þakk- látur fyrir þann tíma sem ég fékk að kynnast þér. Guð geymi þig, elsku amma mín. Jón Gunnar. Elsku amma mín. Dúllan mín, ég trúi því ekki að þú sért farin frá mér. Það getur bara ekki verið. Ég veit hreinlega ekki hvernig ég get lifað án þín, þú varst mín stoð og stytta. Þegar etthvað bjátaði á eða eitt- hvað ánægjulegt gerðist leitaði ég alltaf til þín. Þú varst alltaf fyrst til að vita hvað væri að gerast í lífi mínu. Hvað geri ég nú? Amma mín var engill í manns- mynd. Ég held að það sé ekki spurn- ing að hún sé engillinn minn. Hún var svo ljúf, kát og yndisleg í alla staði. Hún gerði allt fyrir alla en vildi ekkert í staðinn. Amma Ása mín, ég vil byrja á því að þakka þér fyrir alla jólakjólana sem þú saumaðir á mig. Fyrir hver jól var gerður kjóll á mig sem amma saumaði. Með hverju árinu urðu þeir flottari og flottari. En síðasti kjóllinn sem amma saumaði á mig var ferm- ingarkjóllinn minn. Amma var svo handlagin að allt lék í höndunum á henni. Hún kenndi mér að hekla og prjóna. Ég man oft að þegar ég var orðin þreytt á að prjóna tók amma upp prjónana og bætti við nokkrum umferðum svo ég yrði fyrr búin. Við amma eyddum miklum tíma saman. Enda veit ég ekkert betra en að vera hjá henni Ásu ömmu. Þegar við vorum saman gerðum við margs konar hluti til að stytta okkur stundir. Fyrstu leikirnir sem ég lærði hjá ömmu voru að fela fant- inn og hollinn skollinn. Það var sama hvað amma var þreytt, hún var alltaf tilbúin að leika sér við mig. Ó, elsku amma, maturinn þinn var svo góður, svo ég tali nú ekki um all- ar kökurnar þínar, brúnu og hvítu lagkökurnar, pönsurnar og vöfflurn- ar, það getur enginn bakað þær eins og þú gerðir. Það er ekkert ljúffeng- ara til. Ég fór oft með ömmu í göngutúr og þá gengum við gömlu götuna okk- ar og enduðum út í Pétó og þá hlóg- um við mikið saman. Ég og amma Ása gátum hlegið endalaust svo að magavöðvarnir gáfu sig stundum. Eitt af því skemmtilegasta sem við amma gerðum var að syngja saman. Hún var iðin við að kenna mér öll gömlu og góðu Eyjalögin. Ég man vel að fyrstu tvö lögin voru Gamli Jón og Sæsavalsinn. Það var rosalega gaman að vera með ömmu Ásu í ferðalögum og sum- arbústöðum. Hún spilaði mikið við mig og kenndi mér mörg spil. Það er nú ekkert skrítið því þegar ég var hjá henni var lífið svo ynd- islegt. Elsku amma Ása, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég bið góðan Guð að styrkja afa í sorginni. ÁSA MAGNÚSDÓTTIR 3 -        A 9"23! "2!!8! "&D EF  7  &      1/  #( ! #       7    #   18 #(  15 50 *       .4   .4+ ,-.. /0       "    (  "  !    (         "23B!"2392!   2 '&      !  % #(   9   *  ( 4.   ",,G   /<% - ,-..   /40,G ,-..   ) 1-     - <,G ,-..  1 + #,   ( ,G ,-..   A 1-           /  /0/  /  /0           "  !   - 0 .'; 7 4  ! #      ,    #  %   // #(  15 50 :     !       !#    .    ..  ! . % ,-#  /   /40% ,- ,-..  9 < %  ,   /% ,-  <  4 .  ,-..  . % ,-  " % ( .  ,-..  "<% ,- ,-..   0(% ,- ,-..  -%4 .  /  /0/  /  /0 ;   "    ( " !   (   "3!  2 #  5 F> 7 4  - 1 +   <#74- ( ,-..   .71 +  A ,   ,-..  .(+1-  1 +  A 54+ 1 +  ) /40/ #40 : ,-..  - *+      7 .  /0 ,#       !  - #- "  "   (    (              ! *)8! A .'H -?  1 ,-..  /0 ., /0 /  /0  ( /0 3 -         %     12#I"23!8! ", 0.H; ", (  & #  8 #(!#     4  #    #      /0  #(  12 00 :    !       !#    .  ,#  !  4  #    # -5   - ) ,-..  "4-) 1-- (   J-1-- (  . .  ,-..    1-- (  1-  ", ,-..   /401-- ( ,-..   <1-- ( ,-..  9 < #40  /  /0 MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.