Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 40
LISTIR 40 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLISTARHÓPURINN Stelk- urinn steig á svið í Skriðuklaustri í Fljótsdal og frumflutti tvö ný verk eftir Charles Ross, samin á þessu ári. Það vekur alltaf athygli þegar ný verk eru frumflutt og svo var einnig að þessu sinni. Þetta dugmikla fólk sem að Stelknum stendur, sem stofn- aður var árið 2000, hefur það á stefnuskrá sinni að spila nútímatón- list og kynna fyrir sveitungum sínum svo og öðrum er á vilja hlýða. Að þessu sinni má segja að Stelkurinn hafi aðeins víkkað svið sitt, því einn meðlimur hópsins, Jón Guðmunds- son, fyrrverandi barnaskólakennari og flautuleikari, er einnig hneigður til myndlistar og heldur sýningu á verk- um sínum á Skriðuklaustri, bæði vatnslitamyndir og ljósmyndir. Charles Ross samdi tónverk við sýn- ingu Jóns þannig að úr varð einskon- ar gjörningur. Myndir Jóns eru ákaf- lega glettnar svo ekki sé meira sagt, en í þeim læðist alvarlegur tónn þar sem myndlistarmaðurinn veltir sam- félaginu og samferðamönnum fyrir sér. Inná margar þessara mynda hef- ur listamaðurinn Jón ritað örsögur eða prósa sem oftar en ekki fjalla um sveitunga hans eða næstu nágranna- byggðir sem gæti þó verið um hvern sem er því nöfn persónanna skipta í sjálfu sér ekki máli. Ekki ætlar undirrituð þó að hætta sér inná svið myndlistarinnar frekar enda ekki hennar svið nema sem njót- andi. Tóngjöringurinn sem Charles Ross smíðaði inn í þessa sýningu Jóns kallar hann Lost in sveit, tuttugu myndir í sex þáttum sem tengdir eru saman með promenade-köflum fyrir lágfiðlu, flautur, píanó, harmóníum orgel, trompet, bassa og ýmis áslátt- arhljóðfæri og frumstæða eletróníska hljóðgjafa auk þess sem flytjendur sungu á stundum. Jón Guðmundsson flutti örsögur sínar undir tónlistinni af miklum myndugleik. Uppbygging verksins minnti á tón- verk Mussorgskíjs, Myndir á sýn- ingu, sérstaklega þar sem promen- ade-kaflarnir tengdu þættina saman á þennan hátt. Enda verður að segja að það form henti gjörningi sem þess- um ákaflega vel. Að öðru leyti var ekki að finna samsvörun í þessum verkum. Charles Ross náði að túlka í tónsmíð sinni ákaflega vel þennan íróníska húmor Jóns, sérstaka glettni hans og alvarlegan undirtón. Enda sagði tónskáldið að það væri sérstak- lega gaman að semja tónlist við myndir Jóns, sem væru mjög mús- íkalskar. Hljóðfæraskipan hópsins ræður að sjálfsögðu miklu um verkið, eins óhefðbundin og hún er, þá tókst Charles að setja hana saman á mjög sannfærandi hátt sem segir að hér sé mikill hæfileika- og kunnáttumaður á ferð. Flytjendur, þau Charles Ross á lágfiðlu, Jón Guðmundsson á flautu, Suncana Slamning á hljómborð, Páll Ívan á bassa og Annegret Unger á trompet, skiluðu öllu sínu af stakri prýði auk þess sem þau sungu og léku á ýmis ásláttarhljóðfæri. Þessi vel samstillti hópur frumflutti síðan eftir hlé og góðar veitingar frú Elísabetar Þorsteinsdóttur á Skriðuklaustri, annað verk eftir Charles, Sjálfsmynd með Stelki. Þar sem hópurinn taldi að nú hefðu tónleikagestir hugsanlega fengið nóg af nútímatónlist í bili, var verkið kynnt fyrir hlé og kváðust þau byrja að spila án þess þó að krefjast þess að tónleikagestir væru aftur komnir til sæta sinna ef þeir á annað borð hefðu áhuga á að setjast aftur. Okkur var í sjálfsvald sett að vafra um á meðan. Þau hófu því leikinn eft- ir hlé, líkt og Stelkurinn sjálfur hefði getað gert fyrir utan húsið og spjall- andi fólkið lagði hlustir við og fljót- lega voru allir komnir í sæti, hlustuðu sem bergnumdir væru á þessa heillandi tónlist sem barst um húsið töfrum líkt. Þessi tónlist var nefni- lega dálítið sérstök. Hún minnti um margt á verk frönsku impressionist- ana í nýstárlegum búningi þó og knappari stíl. Tónskáldið fæst þarna aðallega við lítil tónbil, jafnvel kvart- tóna, á svo ótrúlega lagrænan hátt. Sjaldan eða aldrei hefur undirrituð komist jafnnærri náttúrunni í tón- leikasal eins og þennan dag. Merki- legt nokk, því mörg þeirra hljóða sem verkið byggist á eru komin úr hljóð- heimi Zagreb-borgar. Kaflarnir eru fjórir: Stafaspjald, Höfrungar, Loft- ræsting í lyftu á hóteli í Metz og Gelt að fugli. Að flutningi loknum fór mað- ur að velta því fyrir sér hvernig væri t.d. hægt að upplifa íslenska náttúru svo sterkt undir kaflaheitinu Loft- ræsting í lyftu á hóteli í Metz, og komst kannski að sömu niðurstöðu og tónskáldið; náttúran getur verið hvar sem er – hin innri náttúra. Þó við- urkennir tónskáldið að umhvefis- hljóðin í kringum heimili hans á Eið- um hafi haft nokkur áhrif á gerð verksins. Það verður spennandi að fylgjast með tónskáldinu Charles Ross í framtíðinni sem nú er að ljúka meistaragráðu frá tónlistarháskólan- um í Dartington þar sem hann hefur unnið undir leiðsögn Franks Danyers og áður hjá Morton Feldman. Flutningur þessi var styrktur af Menningarráði Austurlands og var það vel. Það eru sjóðir sem þessir sem hugsanlega geta hvatt listamenn til góðra verka á landsbyggðinni. Vonandi fá íbúar á höfuðborgarsvæð- inu að njóta þess að fylgjast með flugi Stelksins, sem flaug hátt á Skriðu- klaustri. Stelkurinn hefur sig til flugs í Fljótsdal TÓNLIST Skriðuklaustur í Fljótsdal Frumflutningur: Lost in sveit og Sjálfs- mynd með Stelki eftir Charles Ross. Flytjendur: Stelkurinn (Charles Ross, Jón Guðmundsson, Suncana Slamning, Páll Ívan og Annegret Unger). TÓNLISTARHÓPURINN STELKURINN Ingveldur G. Ólafsdóttir MARGVÍSLEG smákvikindi hafa mönnum verið lengi til ama. Við hér á úthafseyju á norðurslóð höfum þó mátt prísa okkur sæl fyrir, hve smá- dýrafánan er fáskrúðug miðað við suðlægari lönd. Hins vegar er því svo farið, að flestum, sem fjandskapast við pöddum, verður sjaldnast hugsað til nytsemi þeirra, meðal annars við að éta þær, sem illskeyttari eru, fræva plöntur, eyða rotnandi lífefn- um, auk þess sem margar eru prýdd- ar ómælilegum skartbúningi, svo að unun er á að horfa. Hitt er ekki síður undrunarefni, hvernig lífi þeirra er háttað, sem hefur náð að þróazt hér á jörðu í nær 400 miljón ár. Smádýr urðu á undan okkur mönnunum við ýmis verk. Geitungar hafa framleitt pappír úr viði frá örófi alda og nota til hreiðurgerðar; ýmsar bjöllur urðu fyrstar til að bora í harðasta tré og fyrsta holnálin, sem var notuð til að ná safa úr sáldæðum plantna, var sograni á blaðlús. Eiturefni, sem sum skordýr drepa bráð sína með, koma jafnframt í veg fyrir að hún rotni, og þá framleiða skordýr sæta vökva, ýmis vaxefni notuð í byggingar, gljá- lakk, silkiþræði og karmínrautt lit- arefni, svo að fátt eitt sé nefnt. En þrátt fyrir þessa undraveröld, eru fá- ir, sem hafa heillast af þessum smáu lífverum. Það kann öðru fremur að stafa af því, að lítið úrval bóka hefur verið á boðstólum. Bókin Dulin veröld er því mjög svo kærkomið verk. Hún fjallar um smá- dýr á Íslandi eins og undirtitill henn- ar segir til um. Höfundar bókarinnar eru þrír og hafa valið að greina frá smádýrum í máli og myndum á þá leið að rekja um leið sögu smádýr- anna frá því um landnám til upphafs þessarar aldar. Með þessu móti næst meiri dýpt í frásögnina en ella og hún varpar ljósi á líffélög dýranna, breyt- ingar á þeim og hvernig dýrin hafa náð að laga sig að ólíkum staðháttum í tímans rás. Sagan hefst um landnám, þá er Ketilbjörn gamli sigldi skipi sínu, El- liða, inn Elliðaárós og síðan er haldið upp með ánum bæði í tíma og rúmi, ef svo má að orði komast. Höfundar kalla svæðið fyrir neðan heiði Elliða- árdal, eins og margir gera nú, en fróðlegt væri að fá að vita, hve gam- alt það nafn er. Á leið upp með ánum verða á vegi manns hátt í hundrað smádýr úr hópi liðdýra, aðallega skordýr og áttfætl- ur. Ítarlegur texti er um hvert þeirra, og er þar meðal annars sagt frá lifnaðarháttum, æti, hvenær þau eru helzt á ferli og ýmsu öðru, sem er athyglisvert. Þá er tafla yfir ævifer- ilinn, það er að segja hvenær hvert lífsform, púpa, lirfa, egg og full- þroska dýr, er virkt. Hverju dýri er gefið íslenzkt nafn og munu mörg þeirra vera ný. Hvernig til hefur tek- izt verður tíminn að leiða í ljós. Enda þótt meginmálið sé bæði ljóst og oft lipurlega samið, eru það þó ótvírætt einstakar litmyndir Odds Sigurðssonar, sem gæða bókina lífi. Það hefur þurft mikið þolgæði til þess að fanga þessi mörgu, mjög svo kviku dýr á filmu. Þannig er því hátt- að, að hér er ekki um neinar uppstill- ingar að ræða, heldur eru allar myndir teknar í náttúrunni án nokk- urra bellibragða. Eins og gefur að skilja eru myndirnar ekki allar jafn- góðar; engin er þó lök en þær beztu sannkölluð listaverk. Það er reyndar engin mælistika til að dæma um, Lífshlaup liðdýra BÆKUR Náttúrufræðirit Höfundar: Guðmundur Halldórsson, Odd- ur Sigurðsson og Erling Ólafsson. 171 bls. Útgefandi er Mál og mynd ehf. Reykjavík 2002. DULIN VERÖLD – SMÁDÝR Á ÍSLANDI Morgunblaðið/Golli Útgefendur og höfundar bókarinnar Dulin veröld. F regnir herma að Bandaríkjamenn hafi ákveðið að hætta að reyna að standa í frið- arviðræðum við Yasser Arafat Palestínuleiðtoga vegna þess að þeim hafi fundist sem aldrei væri neitt að marka það sem hann segði. Gjáin á milli orða hans og gjörða var staðfest, og ekki útlit fyrir að hún færi neitt minnkandi. Og ef út í það er farið, man ein- hver eftir því að hafa heyrt eða séð Arafat tala öðru vísi en sem einlægan friðarpostula? (Hann fékk meira að segja Nóbelinn fyr- ir friðarvilja). En er í rauninni líklegt að maður sem hefur allan sinn aldur staðið í átök- um – bæði innbyrðis valdabaráttu meðal Palest- ínumanna og baráttu fyrir tilvist palestínsku þjóðarinnar gegn ofurvaldi Ísraela – geti yf- irleitt haft nokkra hugmynd um hvað friður í raun og veru er? Má ekki telja líklegra, að fyrir Arafat sé ófriður eiginlega hið eina eðli- lega ástand? Þótt orð kunni að vera til alls fyrst hafa þau þann stóra galla að þau endast stutt svona ein og sér. Þar kemur, að rukkað er um inni- stæðuna sem þau láta líta út fyrir að sé fyrir hendi. Það er svolítið eins og núna sé fólk víða um heim að byrja að heimta eitthvað meira en bara orð. Þrátt fyrir að George W. Bush Bandaríkjaforseti talaði um það í ræðu í síðustu viku að nú skyldi skorin upp herör gegn svikulum kaupsýslumönnum sem pretta fjárfesta, viðskiptavini og sitt eig- ið starfsfólk varð engin breyting á verðbréfamörkuðunum – hluta- bréfin héldu áfram að lækka, og þegar þetta er skrifað eru þau enn á niðurleið. Þótt forsetinn segði fjálglega að það sem bandarískt efnahags- líf þyrfti umfram allt á að halda væri bætt siðferði og sam- viskusemi hafði það engin áhrif á þá sem kaupa hlutabréfin á Wall Street – hina alkunnu fjárfesta. Er það nema von? Það sem fjárfestarnir hafa glatað er traust á stjórnendum fyrirtækjanna sem fjárfestarnir hafa verið að festa fé sitt í. Fjárfestarnir hafa komist að napurlegri raun um það, að orð forstjóranna voru eins og orð Arafats – alveg án innistæðu. Og þeir virðast heldur ekki hafa mikla trú á því að orð Bush for- seta séu mikið meira en snuð, og núna vilja þeir fá fullvissu um að það sé í rauninni eitthvað í pel- anum. Og hér heima á Íslandi virðist sem nokkrir menn séu að remb- ast við að halda á floti fréttafjöl- miðli – Fréttablaðinu – með því að standa ekki við orð sín um að þeir muni greiða starfsfólki laun. En um leið virðist sem þeir ætlist til þess að þau orð sem þeir birta í þessum fjölmiðli sínum séu tekin trúanleg. Það er vægast sagt óljóst hvaða hugmynd þessir menn hafa um það hvernig orð virka. Lítur helst út fyrir að þeir haldi að maður geti ákveðið sjálfur á hvaða orðum manns fólk taki mark og hvaða orðum manns fólk taki með fyrirvara. Kannski eru þessir menn haldnir kvilla sem stundum fer að hrjá fólk sem hrærist mikið í orðum – því fer að finnast orðin vera sjálfsagðir hlutir sem ráðskast má með að vild. Núna, þegar fólk virðist vera farið að heimta eitthvað meira en bara orð, er stundum komist svo að orði að það hafi sprungið (eða hjaðnað, ef menn vilja síður vera dramatískir) blaðra sem þanist hafi út á síðasta áratug, með æv- intýralegum uppgangi hlutabréfa í allskonar fyrirtækjum, ekki síst net- og fjarskiptafyrirtækjum. (Mætti kannski líka segja að harla lítið sé eftir í friðarblöðr- unni sem blés út í Miðaust- urlöndum í kjölfar Óslóar- samkomulagsins 1993). Og úr hverju var þessi blaðra? Skyldi þó ekki vera að þetta hafi verið einskonar orðablaðra? Að til hafi orðið heill heimur gerður úr orðum – en því miður engu nema orðum. Reyndar er til á íslensku, sem og öðrum málum, gott orð yf- ir svona orðaheim: Skáldskapur. Nú má enginn halda að með þessum orðum sé verið að agnú- ast út í skáldskap eða halda fram þeirri flatneskju að allur skáld- skapur sé lygi. Slíkt væri einföld- un sem erfitt gæti orðið að færa haldgóð rök fyrir. Skáldskapur er ekki bara fágað skálkaskjól í hörðum heimi. Fremur skal tekið undir þau orð Halldórs Laxness að sá sem ekki lifi í skáldskap lifi ekki af hér á jörðinni. En þá dettur manni óhjá- kvæmilega í hug að þótt Halldór hafi skrifað þessi orð fór því fjarri að hann hafi sjálfur lifað í skáld- skap. Þarf ekki annað en benda á alræmda vinnusemi hans og gríð- arleg afköst því til sönnunar. (Var Halldór þá með þessum flottu orðum kannski bara að auglýsa? Ja, að minnsta kosti eru þau nú- orðið notuð í þeim tilgangi). Samt hvarflar að manni að þessi orð Halldórs hafi verið svo- lítið eins og tímanna tákn und- anfarinn áratug, og að menn hafi lifað í orðaheimi, en nú sé að koma í ljós að þessi heimur var, eins og Pétur Gunnarsson rithöf- undur orðaði það: „heimur sem virkar innan í heimi sem virkar ekki“, og að núna, þegar orða- blaðran er sprungin, blasi ekkert við nema þessi ytri heimur sem virkar ekki. Fyrir löngu – áður en orða- heimur síðasta áratugar þandist út – voru fleyg á Íslandi orð Sig- fúsar Daðasonar skálds um orð, sem vitnað er til hér að ofan. Ef til vill hefur það líka verið tím- anna tákn undanfarinn áratug, að lítið hefur farið fyrir þessum orð- um Sigfúsar. Ætli þau fái nú vængi á ný? Það er víst rétt að fara varlega og gleyma því ekki, að seinna í sama ljóði sagði Sigfús: „Hvað sem öllu líður vil ég biðja menn / að fara varlega með orð / þau geta sprungið.“ Heimur orðanna „ ... ég segi alltaf færri og færri orð enda hafði ég lengi á þeim illan bifur. Tign mannsins segja þeir þó þeir geri sér ekki ljóst að orð eru dýr né með hverju þeir geti borgað.“ VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is Sigfús Daðason: Hendur og orð (1959)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.