Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 51 og alla morgna rennir hún Marsý í hlað á leigubílnum sínum til að sækja börnin sem fara í skóla og leikskóla. Hún kemur með glaðværð í hlaðið, hún er hlý og nærgætin við börnin sem sum höfðu komið í gær og eru að fara fyrsta morguninn sinn í skólann frá vistheimilinu. Þetta er viðkvæmt trúnaðarstarf sem hún sinnti af kost- gæfni. Börnin hændust að henni og ræddu við hana í bílnum á leiðinni. Alla morgna var hún mætt, oft snar- aðist hún aðeins inn úr dyrunum og fékk sér kaffi. Stundum var allt á kafi í snjó og brekkan ófær. En núna þeg- ar hún kveður skartar náttúran sínu fegursta og allt er í blóma. Okkur er söknuður í huga nú þegar við kveðj- um hana og þökkum henni samstarf- ið. Börnum hennar og öðrum að- standendum sendum við samúðarkveðjur. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Starfsfólk á Vistheimili barna, Laugarásvegi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Elsku Marsý mín, takk fyrir allt saman. Megi Guð og allir englarnir varð- veita þig. Þín Helga Jóna. Það var stíll yfir Marsý Jóns sum- arið 9́9, þegar hún kom akandi norð- ur yfir heiðar að Víðum í Reykjadal á glæsivagninum H-7. Gamli kaiserinn lét vel að stjórn Marsýjar og rann létt yfir landið, þó sérstaklega í gegn um Húnavatnssýslurnar, að sögn ökuþórsins. Þarna var Marsý mætt með brúðarbílinn til að aka brúðinni þegar Hera Björk og Óli héldu brúð- kaup sitt í Víðum. Marsý var að sjálf- sögðu á heimavelli undir stýri, komin af frægum ökuþórum og landkönn- uðum og eiginmaðurinn annálaður gæða ökumaður. Þau heiðurshjónin höfðu haft það á orði að koma norður á glæsivagnin- um þegar þessi „Víðahátíð“ var ákveðin mörgum mánuðum áður. Sævari entist ekki ævin svo lengi en Marsý hélt sínu striki og lauk sínu hlutverki með glæsibrag. Ekki var frá því að brúðhjónin féllu eilítið í skuggann fyrir eðalvagninum sem vakti verðskuldaða athygli hvar sem hann fór. Ökuleikni var Marsý í blóð borin og kom ekki á óvart að hún skyldi gera akstur að ævistarfi sínu. Var hún vinsæl og farsæl í starfi hvort sem var á „Strætó“ eða á BSR. Stórt skarð er nú höggvið í bíl- stjórahópinn, sem kallar sig „Gull- aldarliðið“, sem störfuðu saman fyrir rúmum tveimur áratugum hjá Guð- mundi Jónassyni fjallabílstjóra. Margs er að minnast frá liðnum ár- um úr ferðalögum, þorrablótum og öðrum samverustundum þar sem Marsý var ætíð hrókur alls fagnaðar ásamt Sævari sínum. Hetjulega hélt hún utan um veikindi sín, barðist til þrautar og mætti galvösk í grillveisl- una með okkur síðastliðna kosninga- nótt, þar sem spáð var í kosningaúr- slit ásamt „júróvísjon“ og rifjaðar upp nokkrar krassandi fjallabílstjór- asögur. Góð kona er gengin og sökn- uðurinn sár. Sérstakar samúðar- kveðjur sendum við aldraðri móður og börnum Marsýjar. Einnig tengda- börnum og öllum barnabörnunum sem voru henni svo kær. Samúðar- kveðjur til systranna kæru og þeirra fjölskyldna ásamt frændgarðinum öllum. Við höfum þá trú að eiginmaður og faðir hafi beðið með opinn faðm og hún svífi með þeim á guðs vegum og í guðs friði. Hjördís og Þórhallur. ✝ Sven Aage Lar-sen fæddist 12. júlí 1929 í Johnson City, Oregon í Bandaríkjunum. Foreldrar hans voru bæði dönsk, þau Mar- ius og Kirstine Lar- sen. Sven átti þrjár systur, þær Esther, f. 1927, Eva, f. 1928, og Nora, f. 1932. Fjölskyldan bjó í Dagmar í Montana 1930 til 1936. Marius starfaði þar sem prestur. Árið 1936 flutti fjölskyldan til Danmerkur og settist að í Als á Jótlandi. Mar- ius faðir Sven er prestur þar til ársins 1962. Sven ákveður árið 1949 að flytja til Bandaríkjanna. Fyrst til Dagmar í Montana til vinafólks og leggur þar stund á bifvélavirkjun . Árið 1956 flytur hann til Los Angeles og býr þar hjá systur sinni Noru og starfar þar sem bifvélavirki. Sven kvæntist Ingibjörgu Þor- steinsdóttur, f. 5.7. 1937, í desem- ber 1956 í Las Vegas. Foreldrar Ingibjargar eru: Þorsteinn Gísla- son og Hrefna Gunn- arsdóttir, Eskihlíð 18 a í Reykjavík. Börn Sven og Ingi- bjargar eru: Thor, f. 25. nóv. 1959, verk- fræðingur búsettur í Sacramento og Lynn, f. 28. sept. 1961, klíníkdama, hún er gift Russ Kepferle, f. 16. nóv. 1957, póstmeistara í Molt. Börn þeirra eru Bryce, f. 6. apr. 1990, og Samantha, f. 28. apr. 1994. Þau búa í Billings, Montana. Sven og Ingibjörg bjuggu í Los Angeles til ársins 1969 er þau fluttu til Billings, Montana og hafa átt þar heima síðan. Í Bill- ings rak Sven ásamt félaga sínum fyrirtækið Dana Motors. Fyrir- tækið hefur m.a. umboð fyrir Sa- ab og Volkswagen. Sven lést í Billings þ. 10. maí sl. Minningarathöfn og bálför fór fram í Billings í maímánuði. Jarðarförin fer fram frá Foss- vogskirkjugarði 18. júlí og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er september 2001. Við sitjum fjögur og til borðs á Jómfrúnni við Lækjargötu þar sem mætist íslensk og dönsk matargerð. Á borðum er úrval af „smörrebröd“ ásamt extra skammti af stökkri rauðsprettu bein- og roðlausri sem hreinlega bráðnar í munni. Með þessu er drukkinn danskur gæðabjór. Sven hefur á orði að hér sé fram- reiddur betri „danskur“ matur en í Danmörku sjálfri og hingað muni hann koma aftur. En hann átti ekki afturkvæmt til Íslands. Þessi máltíð var sú síðasta sem við áttum með Sven. Nokkrum dögum síðar héldu þau hjón vestur um haf og illvígur sjúk- dómur sem Sven hafði greinst með herti tökin uns yfir lauk 10. maí sl. Draumar um að eyða efri árum hér á landi í eigin húsnæði rættust ekki en margt annað rættist og lífs- ganga Svens var viðburðarík enda gekk hannn óragur til leiks. Ein af fyrstu minningum Svens var þegar faðir hans og móðir ákváðu að halda til Danmerkur á ný eftir margra ára dvöl í Bandaríkj- unum. Sven var þá rétt sjö ára gam- all. Marius faðir hans festi kaup á splunkunýjum Ford árgerð 1936 og var honum ekið þvert yfir landið til New York þar sem stigið var á skips- fjöl og siglt til Kaupmannahafnar. Faðir hans tók við prestskap í Als sem er um 50 km frá Álaborg og þjónaði þar tveimur kirkjum. Þegar stríðið braust út og Þjóð- verjar hernámu Danmörku varð fað- ir hans virkur í andspyrnuhreyfing- unni og a.m.k. 50 flugmenn bandamanna nutu verndar á heimili þeirra á þessum árum, svo og í kirkj- unum sem Marius þjónaði. Aldrei komst upp um þau þótt oft væri leitað og Fordinn góði slapp líka því hann var vandlega falinn í hlöðunni, „lifði af“ stríðsárin án þess að Þjóðverjar kæmust með klærnar í hann. Hins vegar missti Sven reiðhjólið sitt til þýska hersins án þess að bæt- ur kæmu fyrir! Sven var mjög áhugasamur íþróttamaður á yngri árum og var m.a. valinn til að vera í landsliði Dana í fimleikum og þjálfa fyri OL í Helsinki 1952 en hann kaus heldur að halda til USA 1949 til að halda bandarískum ríkisborgararétti sín- um. En hann hélt áfram að iðka íþrótt- ir af ýmsum toga, m.a. skíði og köfun og var m.a. undir leiðsögn sjálfs Tarzans við sundiðkunina nánar til- tekið leikarans Johnnys Weissmull- ers á LA-árum sínum. Sven var alla tíð léttur á fæti og lét sig ekki muna um að með að taka tveggja til þriggja tíma göngurispur um Reykjavík og nágrenni þegar hann dvaldi hér. Sven mágur minn kom fyrst til Ís- lands með fjölskyldunni sumarið 1965. Þetta var í eina skiptið sem pabbi og hann hittust því faðir minn dó þremur árum síðar. Þeir náðu hins vegar mjög vel saman og Sven vitnaði oft til þessarar dvalar. Sven varð strax hrifinn af landinu og sennilega þjóðinni líka og þessi áhugi hans jókst eftir því sem árin liðu. Sven var móður minni einstaklega umhyggjusamur og áttu þau gott skap saman og þótt hún missti dótt- ur sína unga vestur um haf þá eign- aðist hún með því tengdason sem var henni afar kær. Barngóður var hann einnig og þeir eru ófáir silfurdalirnir sem hann lagði í lítinn lófa og lagði þannig grunn að sparifjársöfnun margra barna í fjölskyldunni sem og utan hennar. Sven hafði klárar skoðanir á hlut- um og setti þær óhikað fram. Þótt hann væri mikill Íslandsvinur fann maður að Bandaríkin áttu sinn sess í hjartanu. Hann var maður einstaklings- framtaksins og gerði sér grein fyrir að ekkert kemur fyrirhafnarlaust. Segja má að Sven hafi lagt hug og hjarta í fyrirtækið þessi rúmu 30 ár og upp skar hann sem sáð var til. Hann var afar vinsæll meðal starfsmanna sinna sem nokkrir hafa unnið hjá fyrirtækinu nær frá upp- hafi. Það segir og sína sögu gagnvart viðskiptavinunum að nú hin allra síð- ustu ár eru barnabörn fyrstu kaup- endanna að koma til Dana Motors til að kaup sinn fyrsta bíl. Þessi velvild til fyrirtækisins gladdi Sven mjög. Sven var eins og gefur að skilja í hlutverki gestsins þegar hann kom í heimsóknir hingað til lands en alltaf aufúsugestur og auðvelt að gera hon- um til hæfis, fróðleiksfús og áhuga- samur um lífið í landinu og fjöl- skyldumeðlimi. Reyndar héldu þau hjónin tvær risaveislur fyrir ættingja og vini hér á landi, svona til að koma til móts við þá sem ekki áttu þess kost að sækja þau heim. Ég sakna þess nú að ekk- ert varð úr ferðinni vestur árið 2000 sem því miður frestaðist. Það hefði verið gaman að spranga um Montana þar sem náttúrufegurð er mikil og saga landnemanna og indíána við hvert fótmál og fá að kynnast Sven og Ingu á heimavelli. En ferðin er enn á dagskrá og ég veit að Sven mun líta til með okkur þegar þar að kemur. Við vottum Ingibjörgu, börnunum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Gísli Þorsteinsson og fjölskylda. Nú er komið að kveðjustund. Erf- iðu stíði Sven við MND sjúkdóminn lauk 10. maí og í dag fá ættingjar og vinir á Íslandi tækifæri til að kveðja hann. Fyrstu minningar mínar um Sven tengjast frásögn föður míns af æv- intýrinu um Ingibjörgu, elstu systur hans, sem fór ung til Bandaríkjanna og kynntist þar prinsinum sínum. Sven og Ingibjörg giftust árið 1956 og árið 1965 vann hann hug og hjörtu ættingja og vina Ingibjargar í fyrstu heimsókn sinni til Íslands. Þrátt fyrir búsetu þeirra í Mont- ana voru þau samt alltaf nálæg, því aldrei hefur sá afmælisdagur liðið að ekki hafi borist kort og falleg kveðja frá þeim. Heimsóknir þeirra til Ís- lands urðu líka oft tilefni til þess að stórfjölskyldan kom saman. Eftir því sem árin hafa liðið höfum við fengið tækifæri til að kynnast Sven nánar og hans einstöku mannkostum. Hjálpsemi hans, jákvæðni og þolin- mæði virtust engin takmörk sett. Hann gaf íslenska smáfólkinu alltaf góðan tíma og mörgum silfurdollar- anum hefur hann stungið í litla lófa í gegnum tíðina. Í síðustu heimsókn Sven og Ingi- bjargar til Íslands voru veikindi Sven farin að setja mark sitt á hann. Þrátt fyrir það var alltaf stutt í bros- ið hjá honum og í heimsókn sinni til okkar gaf hann sér góðan tíma til að ræða við 14 ára gamlan son okkar um sameiginlegt áhugamál þeirra, bíla. Þar kom vel í ljós þolinmæði hans og barngæska. Heimsóknir foreldra minna til þeirra og ferðalög með þeim bæði innan Bankaríkjanna og einnig um Norðurlöndin hafa gefið þeim ómet- anlegar minningar. Sven var þeim ekki aðeins góður mágur og svili heldur einnig mjög kær vinur. Elsku Ingibjörg, Thor, Lynn, Russ, Bryce og Samantha, missir ykkar er mikill. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Minningin um Sven er ljós sem lif- ir með okkur. Hrefna Gunnarsdóttir. Nú er hann farinn úr þessum heimi, horfinn af sjónarsviðinu en minningarnar munu lifa með okkur. Minningar um Sven. Við munum aldrei gleyma brosandi andlitinu, manninum hennar Ingibjargar frænku, manninum sem alltaf var til í að leika sér með okkur þegar hann kom í heimsókn og þó að hann talaði ekki sama tungumál og við var það aldrei fyrirstaða. Svo voru það allir lukkupening- arnir sem við eigum frá honum, stóru peningarnir með erninum. All- ar trúðum við á þetta og innst inni höldum við að Sven hafi gert það líka. Þegar við skoðum myndirnar frá því þegar hann og Ingibjörg komu í heimsókn upp í sumarbústað sjáum við alls staðar brosandi andlit því þar sem Sven var þar var alltaf mikil gleði og mikið gaman. Elsku Ingibjörg, Thor, Lynn, Russ, Bryce og Samantha, missir ykkar er mikill en á meðan við sökn- um og syrgjum skulum við muna að þjáningar hafa tekið enda. Sven hef- ur flust á nýjan og betri stað, laus við allan sársauka og óþægindi. Þar mun hann bíða og taka á móti okkur öllum þegar okkar tími kemur. Guð geymi ykkur öll. Ella Björg, Kristín, Hrefna Björk og Bryndís Helga. SVEN AAGE LARSEN Okkur systurnar langar til að minnast hennar Boggu frænku með fáum orðum. Efst í huga eru samverustundirnar sem við áttum með henni heima í stofu í Stapaselinu. Við spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Alltaf var tekið vel á móti okkur með bros á vör og oft var hún með svuntu um sig miðja, búin að útbúa eitthvað gott með kaffinu. ÞJÓÐBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR ✝ Þjóðbjörg Þórð-ardóttir fæddist í Hafnarfirði 19. febr- úar 1945. Hún lést 6. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði 12. júlí. „Hvað er að frétta?“ var alltaf spurt, hún vildi fá að vita allt um okkar hagi og hvernig gengi í hinu daglega amstri. Það var alveg sama hvað við tjáðum okkur um hún lét sig öll mál varða. Henni var mjög annt um hagi okkar systkinanna allra. Þegar stúdents- prófi lauk hjá okkur systrum og fyrir lá að taka ákvörðun um framhaldið var henni mikið í mun að styðja okkur í þeirri ákvarðanatöku og beina okkur áfram í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Það var alveg sama hvað við bár- um undir hana, hvort sem það var álit eða ráðleggingar, alltaf hafði hún svör og skoðanir á reiðum höndum og viti menn alltaf voru það einhvern veginn réttu svörin og úrlausnirnar sem hún hafði við hlutunum. Eftir að Bogga veiktist og missti röddina þannig að hún varð að hvísla, sagði hún alltaf: „Jæja, stelpur mínar, þið talið, ég hlusta,“ og oft var það öfugt, hún talaði en við hlustuðum, hún hafði frá svo mörgu skemmtilegu að segja. Við töluðum oft um það í bílnum á leið- inni heim hvað við værum ríkar að eiga hana Boggu, hún var alveg ein- stök kona, hjartahlý, gefandi, glöð og falleg. Hún gladdi alla sem í kringum hana voru og ekki gleymdi hún börnunum, það mátti sjá í jólaboð- unum heima hjá henni þá fengu börnin pakka, ein jólin voru það sundgleraugu og önnur jól voru það Pókemon-blýantar og -strokleður, mjög praktískar gjafir, hittu beint í mark og krakkarnir alsæl með sitt. Ég er nýkomin heim að utan þar sem ég var við nám og störf í þrjú ár og meðan ég bjó úti skrifuðumst við Bogga mikið á. Ég man hvað það var spennandi að fá bréfin frá Boggu því að hún hafði einstakan hæfileika til að segja frá hlutunum á svo skemmtilegan hátt. Hún veitti mér ómetanlegan stuðning á þess- um tímum og fyrir það vil ég þakka henni. Hún var alltaf með allt á hreinu og passaði upp á að hafa samband á afmælum og jólum. Það eru þessir litlu hlutir sem gleðja svo mikið. Sonur minn fór með afa sínum í heimsókn til Boggu á spítalann snemma í vor. Bogga vildi endilega sýna honum hvað þetta væri nú flott rúm sem hún væri í, bara hægt að ýta á takka og þá færðist það upp og niður. Svo mátti hann endilega prófa, honum fannst þetta gríðarlegt sport að ýta á þessa takka og rúmið fór upp og niður, út og suður með Boggu innanborðs! Þau skemmtu sér bæði yfir þessu uppátæki. Alltaf var stutt í brosið, hún hafði skemmtilegan húmor og sá oft spaugilegar hliðar á hlutum sem voru annars ekkert fyndnir, nema í útfærslu hennar. Hafðu þökk fyrir allt, elsku Bogga. Hulda og Þóra Helgadætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.