Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 47 ALLMIKLAR um- ræður hafa orðið síð- astliðnar vikur um lýðræði og skrifræði í Evrópusambandinu og virðist þar oftar en ekki gæta nokkrurrar vanþekkingar á upp- byggingu og starfs- háttum sambandsins. Forsætisráðherra landsins tók svo djúpt í árinni að halda því fram að hér væri á ferðinni ólýðræðisleg- asta skrifstofubákn sem mannkynið hefði fundið upp! Þá hafa birst á síðum Morg- unblaðsins hugleiðingar um hug- takið lýðræði og inntak þess og það síðan tengt skorti á slíku í ESB. Eflaust má endalaust deila um hvað sé eða eigi að felast í hugtak- inu lýðræði. Almennt er þó við- urkennt að í því felist stjórnun fólksins (almennings) á samfélag- inu og þar ráði meirihluti hvernig málum skuli háttað. Þessari stjórnun fólksins eru þó með ýms- um hætti verulegar skorður settar í öllum svo kölluðum lýðræðissam- félögum, bæði af hugmyndafræði- legum og praktískum ástæðum. Almennt er gerður greinarmunur á „beinu lýðræði“, en í því felst að allur almenningur tekur beinan þátt í ákvörðun um einstök mál t.d. með þjóðaratkvæðageiðslu, og „fulltrúalýðræði“ en stjórnskipan okkar og allra þeirra þjóða sem kalla sig „lýðræðisþjóðir“ hvílir á því fyrirkomulagi. En hvað felst í fulltrúalýðræði? Jú, það að með ákveðnu millibili kjósum við okkur fulltrúa til að stjórna fyrir okkur, eins og hann álítur okkur vera fyrir bestu. Flestar stjórnarskrár Vesturlanda veita fulltrúa mjög víðtækt umboð, hann skal ekki háður vilja umbjóð- enda sinna, kjósenda, að nokkru leyti meðan á umboði hans stend- ur. Í stjórnarskrá íslenska lýðveld- isins er tiltekið að alþingismaður skuli engum háður nema eigin sannfæringu. Annmarkar fulltrúa- lýðræðis felast því ávallt í því að þegar ákvarðanir eru teknar á full- trúaþingum þarf ekki að felast í þeim vilji meirihluta almennings. Mjög sjaldan eru einstök mál lögð fyrir kjósendur með beinum hætti. Almennt má segja að stjórnskipun Íslands og hefð geri ráð fyrir víð- tækri notkun fulltrúalýðræðis. Nú er það svo að þekkingu manna eru ávallt takmörk sett og svo er það einnig um fulltrúann með sitt víðtæka umboð til stjórn- unar. Hann á að taka ákvörðun fyrir okkur um alla þá þætti mannlegs lífs sem löggjafinn spannar. Eftir því sem samfélag okkar hefur orðið margbrotnara hefur eðlilega þróast sérfræðinga- veldi embættismanna. Eðli málsins vegna hafa áhrif þeirra á ákvarð- anatöku hins kjörna fulltrúa farið vaxandi þó hin formlega ákvarð- anataka liggi hjá fulltrúanum. Og lítum þá á Evrópusambandið í þessu samhengi. Þær stofnanir ESB sem tengjast setningu laga og reglugerða eru þrjár, Ráð- herraráðið, Framkvæmdastjórnin og Evrópuþingið. ESB er ekki þjóðríki heldur samstarfsvettvang- ur þjóða þó vissulega megi sjá samsvörun stofnana þess og stofn- ana venjulegs þjóðríkis. Það hefur þróast úr lauslegu tollabandalagi í heildstæðan innri markað. Slíkur markaður er að sjálfsögðu ekki mögulegur nema að til komi sam- ræming á stöðlum og löggjöf land- anna er snerta þennan sameigin- lega markað og því hafa aðildarlöndin falið sameiginlegum stofnunum sínum í ESB lagasetningar- vald hvað þetta snert- ir. Formlegt lagasetn- ingarvald liggur hjá Ráðherraráðinu sem er ein grundvallar- stofnun ESB. Það samanstendur af fag- ráðherrum aðildar- landanna sem koma saman reglulega, hver á sínu sérsviði. Þar fara fram samninga- viðræður um stefnu- mótun og lagasetn- ingu. Hér eru á ferðinni lýðræðislega kjörnir fulltrúar hver síns lands. Þar fara eflaust fram málamiðlanir og hrossakaup sem eru að engu leyti frábrugðin vinnubrögðum í samsteypustjórn á Íslandi, t.d. í ráðuneyti Davíðs Oddssonar, þar sem tveir flokkkar þurfa að koma sér saman um stefnumótun og lagasetningu. Er þessi framgangs- máti ólýðræðislegur? Framkvæmdastjórn ESB má að töluverðu leyti líkja við fram- kvæmdavald þjóðríkja, þ.e. ríkis- stjórn og embættismannakerfi. Hún samanstendur af 20 fram- kvæmdastjórum, hverjum á sínu fagsviði. Þeir eru ráðnir sem emb- ættismenn af ráðherraráðinu og hefur þess verið gætt að þeir komi frá sem flestum aðildarríkjum þótt þeir séu ekki fulltrúar heimalanda sinna. Eins og embættismenn í ráðuneytum þjóðríkjanna undirbýr framkvæmdastjórnin mál í hendur ráðherraráðinu sem síðan annast hina formlegu ákvarðanatöku. Á Evrópuþinginu sitja 626 fulltrúar, kosnir beinni kosningu í aðildarlöndunum. Þinginu er ætlað lýðræðislegt eftirlit með stofnun- um ESB, sérstaklega fram- kvæmdastjórninni og með ráðstöf- un fjármuna sambandsins. Hlutverk þingsins hefur sífellt ver- ið að aukast, sérstaklega eftir samþykkt „einingarlaganna“ 1987. Þingið getur samþykkt vantraust á framkvæmdastjórnina og sé svo gert verður hún að segja af sér. Og hvar er svo hið mikla skrif- stofubákn? Hjá Evrópusamband- inu öllu, en innan þess búa um 380 milljónir manna, starfa um 28 þús- und manns, þar af 20 þúsund fyrir framkvæmdastjórnina, þ.e. emb- ættismannakerfið. Af þessum 20 þúsundum eru um 14 þúsund starfandi við stjórnsýslustörf, 1.900 vinna við túlkun og þýðingar og um 4.000 við rannsóknar- og tækniþróunarstörf. Það er færra starfsfólk en vinnur hjá stærri borgum Evrópu og ef litið er á þá er eingöngu stunda stjórnsýslu- störf er um 1 starfsmaður á hverja 27 þúsund íbúa sambandsins. (Til gamans má benda á að þetta sam- svaraði því að á Íslandi störfuðu um 10 manns við stjórnsýslustörf, þó þetta sé að sjálfsögðu ekki sam- anburðarhæft.) Enginn vafi er á því að lýðræði á víða undir högg að sækja ef litið er til þess að vilji meirihlutans ráði í öllum málum. En þrátt fyrir þær takmarkanir sem á því kunna að vera hefur fulltrúalýðræði Vestur- landa verið tekið gott og gilt sem lýðræðislegt fyrirkomulag. Vax- andi áhrif sérfræðinga í þessu samhengi er almennt vandamál allra nútíma samfélaga. Í ljósi þessa og þeirrar lýðræðishefðar sem við búum við get ég ekki séð að Evrópusambandið sé ólýðræð- islegra í uppbyggingu en t.d. stjórnkerfi Íslands. Þeir sem þar fara með löggjafarvaldið eru lýð- ræðislega kjörnir fulltrúar sinna landa. Á hinu er öllu meiri „lýð- ræðishalli“ þegar lönd velja sér það hlutskipti að verða að taka við þessari löggjöf án þess að eiga nokkurn þátt í setningu hennar, eins og gildir um EES-löndin. ESB og lýðræðið Kristján E. Guðmundsson Stjórnun Enginn vafi er á því, segir Kristján E. Guð- mundsson, að lýðræði á víða undir högg að sækja ef litið er til þess að vilji meirihlutans ráði í öllum málum. Höfundur er félagsfræðingur og framhaldsskólakennari. Ótrúlegur árangur! www.heilsubrunnur. is Sæktu um talhólf fyrir heimilissímann á fiínum sí›um á siminn.is, í fljónustuveri Símans 800 7000 e›a í verslunum Símans um allt land. Talhólf er símsvari heimilisins Ef flú sækir um fyrir 12. ágúst 2002 gætir flú unni› fer› fyrir tvo til útlanda. N O N N I O G M A N N I IY D D A • N M 0 6 6 2 2 /s ia .is Panta›u talhólf fyrir 12. ágúst Ertu a› fara í frí? Ekki missa af símtölum, fá›u flér talhólf. Kynntu flér máli› á innkápu símaskrárinnar e›a á siminn.is VERÐHRUN 50% afsláttur KRINGLUNNI & SMÁRALIND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.