Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LEIT að sex mönnum, sem saknað var eftir að þyrla hrapaði í Norð- ursjó undan austurströnd Eng- lands í fyrrakvöld, bar ekki árang- ur og talið var að þeir hefðu farist. Fimm lík fundust skömmu eftir slysið. Þyrlan var af gerðinni Sikorsky S76 og var á leiðinni milli olíu- borpalla í Norðursjó. Í henni voru níu starfsmenn Shell, sem leigði þyrluna, og tveggja manna áhöfn. Sjö skip og herþyrla leituðu í fyrrinótt að þeim sem saknað var en aðeins eitt skip hélt leitinni áfram í gærmorgun. „Við höfum ekki enn fundið neinn á lífi og ótt- umst að allir hafi farist,“ sagði Steve Finlay, sem stjórnaði leit- inni. Orsakir slyssins ókunnar Þyrlan var í eigu breska fyr- irtækisins Bristow, sem leigir fimmtán þyrlur. Ekki var vitað í gær hvað olli slysinu og talsmaður Shell sagði að bresk flugmálayfir- völd hefðu hafið ýtarlega rann- sókn. Gott skyggni var og kyrrt veður þegar slysið varð. Breskir fjöl- miðlar höfðu eftir sérfræðingum að slysið væri óvenjulegt þar sem þyrluslys í Norðursjó hefðu oftast orðið í slæmu veðri. Þeir leiddu getum að því að flugmaður þot- unnar hefði misst stjórn á henni vegna einhvers konar vélarbilunar.                      !  "# #$ %    &  ' ! $   !" "#" $#%&'( )* ! +$ $ #% +, $" $- . /0 (  1 $/2 "!. $0 "!(   Þyrluslysið við England Talið að ellefu manns hafi farist London. AFP, AP. SKILABOÐIN hefðu ekki getað verið skýrari án miðans. Afhöfðaður hundur fannst fyrir utan vinnustað Írínu Petrúshova, blaðakonu stjórn- arandstöðublaðs í Kasakstan, og skrúfjárni hafði verið stungið í búk hans til að festa við hann miða með áletruninni: „Þetta er í síðasta sinn.“ Haus hundsins fannst seinna með svipuð skilaboð við heimili Petrús- hova. Þremur nóttum síðar var þremur bensínsprengjum kastað inn í skrifstofu hennar sem brann til kaldra kola. Pólitíska andrúmsloftið í Kasakst- an hefur verið mjög þrúgandi síð- ustu vikurnar, eða síðan upplýst var að forseti landsins, Nursultan Naz- arbajev, lagði andvirði 90 milljarða króna af opinberu fé inn á leynilegan bankareikning í Sviss fyrir sex ár- um. Þegar hneykslismálið komst í hámæli tóku yfirvöld að handtaka leiðtoga stjórnarandstöðunnar og sett voru lög sem torvelda Kasökum að skrá stjórnmálaflokka, auk þess sem dagblöðum og sjónvarpsstöðv- um var lokað og gengið í skrokk á blaðamönnum. Andstæðingar for- setans segja að ný kúgunarhrina sé hafin í landinu. Þegar yfirvöld og eftirlitsmenn stjórnarinnar hafa ekki getað kné- sett fjölmiðlana hafa dularfullir skemmdarvargar komið til skjal- anna. Ein af stærstu sjónvarps- stöðvum landsins þurfti að hætta út- sendingum þegar kaplar hennar voru skornir í sundur um miðja nótt. Þegar gert hafði verið við kaplana tók einhver sig til og eyðilagði þá með því að skjóta byssukúlum í gegnum þá. „Allt sem hefur áunnist á síðustu tíu árum hefur verið þurrkað út,“ sagði Petrúshova. „Stjórnarhættirnir sem við búum við eru enn sovéskir,“ sagði Jevgení Zhovíts, framkvæmdastjóri Alþjóð- legu mannréttindaskrifstofunnar í Kasakstan. „Hvað varðar andann, eðlið og afstöðuna til frelsis einstak- lingsins er stjórnarfarið enn sov- éskt.“ Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, hefur látið í ljósi mikl- ar áhyggjur af lögum, sem sett voru í lok júní og eru talin geta orðið til þess að stjórnarandstöðuflokkar Kasakstans verði leystir upp. Sam- kvæmt lögunum verður t.a.m. ekki hægt að skrá stjórnmálaflokka nema félagar þeirra séu að minnsta kosti 50.000, en í fyrri lögunum þurftu flokkarnir að vera með 3.000 félaga. Allir stjórnmálaflokkar landsins þurfa að skrá sig aftur samkvæmt ákvæðum nýju laganna. Taki flokk- ur ekki þátt í tvennum kosningum í röð eða uppfylli hann ekki önnur ákvæði laganna verður hann leystur upp. Fulltrúar ÖSE í Kasakstan sögðu að nýju lögin geta haft alvarlegar af- leiðingar fyrir lýðræðið, einkum vegna þess að stjórnarandstöðu- flokkar kynnu að verða leystir upp. „Að sögn óháðra sérfræðinga geta aðeins örfáir stjórnmálaflokkar, að- allega þeir sem eru nátengdir núver- andi ráðamönnum, uppfyllt nýju skilyrðin,“ sagði í yfirlýsingu frá skrifstofu ÖSE í Kasakstan. „Gerist með þegjandi samþykki Vesturlanda“ Stjórnmálaástandið í Kasakstan er vandræðalegt fyrir Bandaríkin vegna mikilvægis Mið-Asíuríkjanna í stríðinu gegn hryðjuverkastarf- semi í grannríkinu Afganistan. Bandaríska sendiráðið í Kasakstan og utanríkisráðuneytið í Washington hafa gefið út yfirlýsingar þar sem þróunin hefur verið gagnrýnd. Margir stjórnarandstæðingar í Kas- akstan óttast þó að leiðtogar Vest- urlanda hafi í raun ákveðið að láta sem þeir sjái ekki mannréttinda- brotin í landinu til að viðhalda al- þjóðlegu samstöðunni gegn hryðju- verkastarfsemi. „Þetta gerist allt með þegjandi samþykki Vesturlanda,“ sagði Ass- ylbeck Kozhakhmetov, einn af for- ystumönnum Lýðræðislegs vals, stjórnarandstöðuflokks sem stofn- aður var í fyrra. Hann bætti við að Nazarbajev hefði gert sér far um að falla ekki í ónáð hjá leiðtogum Vest- urlanda fyrir hryðjuverkin 11. sept- ember en nú væri öldin önnur. „Í strútasamkvæmi vestrænu lýðræð- isríkjanna hafa einræðisherrarnir frjálsar hendur.“ Dularfullur leynireikningur Nazarbajev, 61 árs fyrrverandi forstjóri stálverksmiðju, hefur verið nær einráður í Kasakstan, sem er auðugt af olíu. Hann var í fram- kvæmdastjórn sovéska kommún- istaflokksins, varð leiðtogi Kasak- stans árið 1990 og forseti ári síðar eftir að landið fékk sjálfstæði. Tengsl forsetans við olíufyrirtæki og ásakanir um spillingu urðu til þess að yfirvöld í Sviss og Bandaríkj- unum hófu rannsóknir á því hvort bandarísk olíufyrirtæki hefðu greitt honum og öðrum ráðamönnum Kas- akstans milljónir dollara fyrir leyfi til olíuvinnslu í landinu. Spillingarásakanirnar fengu byr undir báða vængi í apríl þegar for- sætisráðherra Kasakstans, Imangali Tasmagambetov, viðurkenndi á þinginu að forsetinn hefði lagt and- virði 90 milljarða króna inn á leyni- legan bankareikning í Sviss árið 1996. Um væri að ræða ágóða af sölu olíuvinnsluréttinda í Kasakstan. Forsætisráðherrann sagði að Nazarbajev hefði sent peningana úr landi vegna þess að hann hefði óttast að svo mikið fjárstreymi gæti orðið til þess að gengi gjaldmiðils landsins hryndi. Þótt þinginu hefði ekki verið greint frá reikningnum hefði forset- inn tvisvar sinnum notað hann sem varasjóð til að afstýra fjármála- kreppu í landinu. Háttsettur embættismaður í Alm- aty sagði að aðeins forsetinn, for- sætisráðherrann og bankastjóri rík- isbanka Kasakstans hefðu vitað af reikningnum. Þegar hann var spurð- ur hvers vegna reikningnum var haldið leyndum fyrir þingmönnum svaraði hann: „Það var ekki hægt að ræða málið á þinginu vegna þess að það hefði vakið margar spurningar.“ Leiðtogar stjórnarandstöðunnar og blaðamenn sögðu að ekki hefði verið skýrt frá reikningnum fyrr en þeir hefðu krafist upplýsinga frá saksóknurum í Sviss. Þeir telja að forsetinn hafi látið skýra frá reikn- ingnum til að villa um fyrir almenn- ingi og draga athyglina frá öðrum spillingarmálum sem verið er að rannsaka í Bandaríkjunum og Sviss. „Æðsta þrep stjórnkerfisins er gegnsýrt af spillingu, mútuþægni, þjófnaði og mafíustarfsemi,“ sagði Serikbolsyn Abdildin, leiðtogi Kommúnistaflokks Kasakstans, einn þeirra sem kröfðust upplýsing- anna frá svissnesku saksóknurun- um. Fjölmiðlarnir þagna Skömmu fyrir ræðu forsætisráð- herrans á þinginu voru tveir af for- ystumönnum Lýðræðislegs vals, Mukhtar Abiljazov og Ghalymzhan Zhaqijanov, handteknir. Yfirvöld sögðu að þeir yrðu saksóttir fyrir fjárdrátt en stjórnarandstaðan sagði ákærurnar lið í pólitískum ofsókn- um. Tuttugu dagblöð hafa lagt upp laupana vegna herts eftirlits yfir- valda með starfsemi fjölmiðla eða vegna þess að prentsmiðjur hafa neitað að prenta þau. Álíka mörgum sjónvarpsstöðvum hefur verið lokað. „Svo virðist sem reikningarnir í Sviss séu ástæða þessara ofsókna og tilræðis við málfrelsið,“ sagði Tam- ara Kalejeva, forstöðumaður Alþjóð- legu málfrelsisstofnunarinnar í Kas- akstan. Vaxandi kúgun í Kasakstan Reuters Nursultan Nazarbajev, forseti Kasakstans, hefur verið sakaður um spillingu og ofsóknir á hendur pólitískum andstæðingum. Almaty. The Washington Post, AFP. Mannréttinda- sinnar segja að stjórnarfarið í landinu sé enn „sovéskt“ ’ Í strútasam-kvæmi vestrænu lýðræðisríkjanna hafa einræðis- herrarnir frjálsar hendur. ‘ SADDAM Hussein, leiðtogi Íraks, sagði í ræðu í tilefni af þjóðhá- tíðardegi landsins í gær að Bandaríkja- mönnum og „hand- bendum þeirra“ myndi aldrei takast að steypa honum af stóli, þótt þeir fengju „alla djöfla heimsins“ til liðs við sig. Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmála- ráðherra Bandaríkj- anna, sagði eftir tveggja daga viðræður við ráðamenn í Tyrk- landi, að óhjákvæmi- legt væri að grípa til aðgerða gegn Saddam og stjórn hans. Fregnir hermdu að tyrknesk stjórnvöld myndu samþykkja hernað gegn stjórn Íraks svo fremi sem að- gerðirnar sköðuðu ekki bágborinn efnahag Tyrklands og yrðu ekki til þess að Kúrdar stofnuðu sjálfstætt ríki í norðurhluta Íraks. „Írakar munu fara með sigur af hólmi,“ sagði Saddam í 40 mínútna sjónvarpsávarpi í gær, þegar 34 ár voru liðin frá því að flokkur hans komst til valda í stjórnarbylt- ingu. „Byltingin kemur aftur með þessi skila- boð til allra harðstjóra og kúgara heimsins: þið munið aldrei fara með sigur af hólmi. Aldrei! Jafnvel þótt þið komið frá öllum löndum heims og fáið alla djöfla heimsins til liðs við ykk- ur.“ Paul Wolfowitz sagði eftir viðræður við tyrk- neska ráðamenn í gær að óhjákvæmilegt væri að koma Saddam frá völdum. „Eins og Bush forseti lagði áherslu á stafar mikil hætta af stjórn Íraks, sem er óvinveitt Bandaríkjun- um og styður hryðjuverk, og ekki er hægt að búa við hana til lengdar.“ Wolfowitz bætti við að ef komið yrði á lýðræði í Írak yrði það ekki að- eins írösku þjóðinni til góðs, heldur öllum heiminum, einkum grannríkj- unum. Tyrknesk stjórnvöld hafa ver- ið andvíg hernaði gegn Saddam en talið er að þau eigi einskis annars úr- kosti en að samþykkja aðgerðirnar þar sem Tyrkir hafa þörf fyrir er- lend lán vegna kreppunnar í landinu. Stuðningur Tyrkja er mjög mik- ilvægur fyrir Bandaríkin. Margar af árásunum á Írak í Persaflóastríðinu 1991 voru gerðar frá bandarískri herstöð í Tyrklandi og um 50 banda- rískar flugvélar eru þar enn til að framfylgja flugbanni yfir Írak. Tyrkneska dagblaðið Hurriyet sagði að tyrkneska stjórnin myndi samþykkja hernað gegn Íraksstjórn ef Bandaríkjamenn lofuðu því að Kúrdar fengju ekki að stofna sjálf- stætt ríki í norðurhluta Íraks og að aðgerðirnar myndu ekki skaða efna- hag Tyrklands. Tyrkir hefðu einnig óskað eftir því að Bandaríkin afskrif- uðu skuldir tyrkneska hersins að andvirði 420 milljarða króna. Tyrkir óttast að stofnun sjálf- stæðs ríkis Kúrda í N-Írak verði vatn á myllu uppreisnarmanna sem hafa barist fyrir sjálfstæði Kúrda- héraða í Tyrklandi. Wolfowitz sagði Bandaríkjamenn algerlega andvíga því að Kúrdar í Írak stofnuðu sjálf- stætt ríki. Saddam Hussein lætur engan bilbug á sér finna Segir að Írakar fari með sigur af hólmi Bagdad, Ankara. AFP, AP. Saddam Hussein Tyrkir setja skilyrði fyrir stuðningi við hernað gegn stjórn Íraks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.