Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ EFTIR verslunarmannahelgina í fyrra skipaði Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra starfshóp sem falið var það verkefni að fara yfir lög og reglur er snerta skemmt- anahald á útihátíðum og gera til- lögur um úrbætur þar að lútandi. Niðurstöður nefndarinnar voru kynntar á blaðamannafundi í gær. Jón Þór Ólason, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu og formaður nefndarinnar, sagði að í skýrslunni væri fjallað um skipulagningu og framkvæmd útihátíða frá A til Ö, allt frá umsókn um að halda hátíð að hreinsun svæðisins að hátíð lok- inni. Starfshópurinn var skipaður fagfólki frá ríkislögreglustjóra, landlæknisembættinu, Stígamót- um, Neyðarmóttöku vegna nauðg- ana, Sýslumannafélagi Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Nefndin fór yfir gildandi lög og reglur um útihátíðir og telur eftir þá yfirferð að nauðsynlegt sé að samin verði heildstæð lög um skemmtanahald, þar sem m.a. yrði kveðið á um þau skilyrði sem um- sækjandi skemmtanaleyfis verði að uppfylla til að fá leyfi fyrir skemmtun af þessu tagi. Í lögum eða reglugerð yrði kveðið á um um- sagnaraðila fyrir skemmtanaleyfi, afturköllun og synjun leyfis, kæru- heimildir, ábyrgð mótshaldara, tryggingu fyrir löggæslukostnaði og fleira. Sagði Sólveig á blaðamannafund- inum að erfitt hefði reynst til þessa að setja lög um skemmtanahald, erfitt væri að skilgreina hvað telst skemmtun og hvað útihátíð, en þetta yrði skoðað áfram í ráðuneyt- inu. Nefndin telur nauðsynlegt að umsókn um útihátíðarhald berist lögreglustjóra viðkomandi um- dæmis eigi síðar en þremur mán- uðum fyrir hátíðina, þó sé heimilt að víkja frá þessu ef um fámennar hátíðir er að ræða. Þá skal tryggt að mótshaldarar og aðilar frá lög- reglu, heilbrigðisstofnunum, björg- unarsveitum og aðrir skipuleggj- endur hittist á undirbúnings- tímanum og samþætti vinnubrögð sín á samráðsfundum. Lagt er til að við skipulagningu útihátíða skuli áætlaðs hámarks- fjölda gesta getið og ekki skuli leyft aðgengi umframgesta nema tryggt sé að hægt verði að uppfylla allar auknar öryggis- og heilbrigðiskröf- ur. Viðkomandi lögreglustjóri skuli meta hverju sinni þann viðbúnað sem hann telur nauðsynlegt að við- hafa og getur lagt sjálfstætt mat á áætlaðan fjölda samkomugesta ef mat mótshaldara virðist óraunhæft, ef t.d. mjög vinsælar hljómsveitir muni troða þar upp en mótshaldari geri ráð fyrir fáum gestum. Tveggja metra bil milli tjalda Nefndin telur æskilegt að tjald- svæðum verði skipt upp í ákveðin hólf og þau afmörkuð sérstaklega, einkum á fjölsóttari hátíðum. Tjöld verði sett upp á skipulagðan máta, með tveggja metra bili milli stakra tjalda. Þetta er lagt til þar sem dæmi eru um að eldur hafi verið borinn að tjöldum meðan á hátíð stendur og segir að tilviljun ein hafi ráðið því hvort slys hafi hlotist af slíku athæfi. Þá skulu götur á tjald- svæðunum vera skipulagðar sér- staklega fyrir sjúkra- og lögreglu- bifreiðir. Einnig er talið brýnt að tjaldsvæði og bílastæði verði að- skilin vegna slysahættu. Meðan á hátíð stendur vill starfs- hópurinn að samráðsfundir séu haldnir daglega með fulltrúum lög- reglu, heilsugæslu, gæsluliðum og mótshöldurum. Þar verði farið yfir stöðu mála og komið með tillögur til úrbóta hafi eitthvað misfarist. Þá skal mótshaldari tryggja í sam- ráði við öryggis- og heilbrigðis- starfsfólk að viðbúnaður verði nægilegur vegna slysa og óhappa. Skýrar kröfur skuli gera um hreinsun mótssvæðis, bæði meðan á hátíð stendur og að henni lokinni. Ruslagámar verði aðgengilegir og nógu margir á svæðinu og hreinsun á rusli og glerbrotum næg til að halda mótssvæði hreinu svo ekki skapist slysa- og sýkingarhætta vegna sorps. Tillögurnar í frekari vinnslu í ráðuneytum Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra fagnaði skýrslunni á fund- inum í gær og sagði tillögurnar margar hverjar athyglisverðar, þær myndu fara í frekari vinnslu í ráðuneytinu og þær tillögur sem heyrðu undir önnur ráðuneyti og stofnanir hlytu að fá þar vandaða skoðun. „Starfshópurinn leggur áherslu á fastmótaðra samstarf þeirra aðila sem starfa við gæslu á útihátíðum og gerir ýmsar tillögur þar að lútandi. Að mínu mati er al- gjört lykilatriði að samstarf þeirra sem starfa að útihátíðum sé vel skipulagt enda hafa þessir aðilar oft þurft að vinna störf sín við erf- iðar aðstæður,“ sagði Sólveig. Hún sagði kynferðisbrot vera einhver þau alvarlegustu brot sem framin eru á útihátíðum. Oft hafi verið gagnrýnt hversu fá mál eru kærð miðað við þau sem eru til- kynnt. „Staðreyndin er sú að oft og tíðum er því miður ekki vitað hvern á að kæra. Enginn er til frásagnar um það hver hafi verið að verki eða ekki er hægt að bera kennsl á brotamann í mjög stuttum kynnum. Auðvelt er að hverfa inn í fjöldann á þeim útihátíðum þar sem mörg þúsund manns eru saman komin, kannski í niðamyrkri. Þá eru mál oft tilkynnt eða kærð mörgum mánuðum eftir lok útihátíðar og þá er oft erfiðara að rannsaka málin. Sagðist hún vona að skýrsla starfs- hópsins væri mikilvægt skref í þessum málaflokki. Í skýrslunni segir að lögregla þurfi að bregðast skjótt við vakni grunsemdir um að hættuleg efni, á borð við smjörsýru eða önnur lyf sem notuð hafi verið í tengslum við kynferðisbrot, gangi kaupum og sölum á mótssvæði. Tryggja þurfi milliliðalaust samstarf lögreglu, heilsugæslu og þeirra sem sérstaka þjálfun hafa á þessu sviði í meðferð slíkra mála. Á fjölmennum útihátíð- um skuli gert ráð fyrir móttöku og aðhlynningu þolenda kynferðis- glæpa eða aðbúnaður og aðstoð tryggð fyrir þá á næsta sjúkrahúsi. Einnig er talið æskilegt að fulltrúar frá Neyðarmóttöku vegna nauðg- ana og/eða Stígamótum séu á stærri útihátíðum. Segir í skýrslunni að fíkniefni séu alltof algengur vandi á útihátíð- um. Sýnileg löggæsla með þjálfaða fíkniefnahunda er talin mjög mik- ilvæg og hafa mikið fovarnagildi. Telur starfshópurinn nauðsynlegt að lögreglumenn, sérhæfðir í fíkni- efnabrotum, séu á hinum fjölsóttari hátíðum og geti miðlað þekkingu sinni til þeirra sem starfa að gæslu á útihátíðum. Sólveig sagði að margt af þeim atriðum sem fjallað er um í skýrsl- unni væri þegar komið til fram- kvæmda á ýmsum útihátíðum. Starfshópur dómsmálaráðuneytisins skilar tillögum um framkvæmd útihátíða Ætlað að auka öryggi á útihátíðum Morgunblaðið/Arnaldur Starfshópurinn leggur m.a. til að tveir metrar verði á milli tjalda á útihátíðum og aðgengi sjúkra- og lögreglu- bifreiða á tjaldstæðum verði tryggt. Hér má sjá frá vinstri Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra, Jón Þór Ólason, formann nefndarinnar, Eyrúnu B. Jónsdóttur, Neyðarmóttöku vegna nauðgana, Jón Bjartmarz yfirlög- regluþjón og Stefán Eiríksson, lögfræðing í dómsmálaráðuneytinu. Morgunblaðið/RAX Ógrynnin öll af rusli voru skilin eftir á Kaldármelum þar sem Eldborg- arhátíðin fór fram um verslunarmannahelgina í fyrra. STARFSHÓPURINN klofnaði í af- stöðu sinni til aldurstakmarks á útihátíðum. Meirihluti hans leggur til að miða beri aðgang ungmenna, án forráðamanna, að útihátíðum við 16 ára aldur en Rúna Jóns- dóttir, fulltrúi Stígamóta, og Eyrún B. Jónsdóttir, Neyðarmóttöku vegna nauðgana, vildu miða aldurs- takmarkið við lögræðisaldur, 18 ár. Sólveig Pétursdóttir dóms- málaráðherra sagði að meirihlut- inn teldi að með því að hækka ald- urstakmarkið væri verið að bjóða þeirri hættu heim að „unglingar safnist saman á óskipulögðum sam- komum þar sem öryggi þeirra er lítið og þeir án eftirlits, aðhlynn- ingar og öryggis sem þeir búa við á vel skipulagðri hátíð“. Sagði hún að umboðsmaður barna, forstjóri Barnaverndarstofu, félagsmála- ráðuneytið og embætti ríkislög- reglustjóra hefðu talið að miða ætti við 16 ára aldurinn. „Eru þetta að mínu mati sterk rök fyrir því að miða áfram aðgang að útihátíðum við 16 ára aldur,“ sagði ráðherra. „Fyrst og fremst erum við ánægðar með að unnið hafi verið að því að bæta öryggi og aðbúnað á útihátíðum og tökum undir allt það sem nefndin hefur gert en viljum að þessu eina leyti ganga lengra. Það er ekki óeðlilegt vegna okkar að- komu að málinu,“ segir Rúna Jóns- dóttir, fræðslu- og kynning- arfulltrúi Stígamóta sem sat í nefndinni og stóð að séráliti varð- andi aldursmörk ásamt fulltrúa Neyðarmóttöku vegna nauðgana í starfshópnum. Eðlilegt að miða við lögræðisaldur „Frjáls félagasamtök sem komu á fund nefndarinnar voru sammála um að það þyrfti að gæta þess að ungir krakkar væru ekki eftirlits- lausir í svona langan tíma,“ segir Rúna. Vitund fólks um að taka ábyrgð á börnum allt til átján ára aldurs sé alltaf að aukast. Í sam- ræmi við það hafi barnavernd- arlögum verið breytt og lögræð- isaldur hækkaður í 18 ár. Foreldrasamtök og fleiri aðilar hafi hvatt foreldra til að taka aukna ábyrgð á börnum sínum og nú sé eðlilegt að stjórnvöld leggi sitt af mörkum. Rúna segir að þarna sé sér- staklega litið til áfengis- og vímu- efnaneyslu. Á útihátíðum séu ung- lingar eftirlitslausir í langan tíma og yfirlæknir SÁÁ hafi m.a. bent á að marktæk aukning sé á vímu- efnaneyslu unglinga eftir stórar útihátíðir. Hún segir að um síðustu versl- unarmannahelgi hafi a.m.k. 21 kyn- ferðisafbrot verið framið á útihátíð- um. Brotið var á stúlkum á aldrinum 13–25 ára auk þess sem einn karlmaður kærði kynferð- isbrot. Af þessum hópi hafi 10–12 fórnarlömb verið yngri en átján ára, en í tveimur tilfellum var ald- urinn ekki þekktur. Flest brotin voru framin á Eldborg eða fjórtán. Þrjú voru framin í Vestmanna- eyjum, en önnur á öðrum útihátíð- um. Því segir Rúna að leiða megi að því líkur að hægt væri að lækka þessa tölu með því að halda ungum krökkum frá útihátíðum. Rúna segir enn óljóst hvort Stígamótakonur verði á útihátíðum í ár. „Mikilvægast er að koma í veg fyrir að kynferðisbrotin séu framin en jafnframt að hafa viðbúnað komi þau upp og þá hafa fólk sem kann til verka. Við gætum alveg brugðist við með skömmum fyrirvara, aðal- atriðið er að fólk læri á reynslunni, átti sig á að þessi brot hafa verið framin og geri það sem hægt er til að koma í veg fyrir að það gerist aftur.“ Vildu að aldurstakmark yrði hækkað í 18 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.