Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ TROMMULEIKARARNIR tveir á myndinni eru jafn teinréttir og tréð skáhallt fyrir framan þá. Einar Gunnar Jónsson, sem leikið hefur í Lúðrasveit Akureyrar til margra ára og lengi verið for- maður sveitarinnar, kom fram með félögum sínum í garðveislu Minjasafnsins á Akureyri sem haldin var á sunnudaginn í tilefni af 40 ára afmæli safnsins og því að lagfæringum er lokið á 100 ára gömlum Minjasafnsgarðinum. Á trommur lék einnig Arnar Úlf- arsson, sem eflaust leitar í smiðju Einars ef hann vantar góð ráð. Vert er að geta þess að Lúðra- sveit Akureyrar fagnar 60 ára af- mæli á þessu ári og verður haldið upp á það á haustdögum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ungur nemur… FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN „Ein með öllu“ verður haldin á Akureyri um verslunarmannahelgina ann- að árið í röð. Að hátíðinni stendur hagsmunafélagið Vinir Akureyrar með fulltingi Akureyrarbæjar og þátttöku fjölmargra fyrirtækja. Stærstu bakhjarlar hátíðarinnar eru Baugur, Norðlenska, Tal og Víf- ilfell en að auki leggja fjölmörg fyrirtæki í bænum sitt af mörkum. Gestir þurfa ekki að greiða að- gangseyri við komuna í bæinn né heldur á skemmti- dagskrá sem verður á Ráðhústorgi. Dagskrá hátíðarinnar var kynnt á fundi í gær, en hún er haldin undir formerkjum skemmtunar fyrir alla fjölskylduna og er skipulögð með það í huga að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin verður sett á Ráðhústorgi föstudags- kvöldið 2. ágúst og að setningu og skemmtiatriðum loknum verður útidansleikur á torginu þar sem Skytturnar og Best fyrir leika. Fjölbreytt dagskrá verður einnig á Ráðhústorgi síðdegis á laugardag, þá um kvöldið og síðdegis á sunnudag. Fram koma trúðar og töframenn, brúðuleikhús og þá má nefna að á laugardag skemmtir hljóm- sveitin Gis & The Big City en hana stofnaði Dalvík- ingurinn Gísli Jóhannsson sem starfað hefur í Los Angeles síðustu 15 ár þar sem hann er vinsæll kántrýsöngvari og lagasmiður. Leikur hljómsveitin í bland lög eftir Gísla og þekkt kántrýlög. Dans- leikir verða á skemmtistöðum bæjarins öll kvöldin, en meðal hljómsveita sem leika í bænum má nefna Sálina hans Jóns míns og Síðan skein sól. Unglinga- dansleikur verður í KA-heimilinu á laugardags- kvöld. Brekkusöngur á Akureyrarvelli Hátíðinni lýkur á sunnudagskvöld með hverfahá- tíðum við verslanir Baugs, Bónus, Hagkaup og 10– 11, þar sem boðið verður upp á veitingar áður en haldið verður af stað í skrúðgöngur á lokahátíð á Akureyrarvelli. Þar verður söngurinn í fyrirrúmi og mun Örn Viðar Birgisson verða þar í broddi fylk- ingar. Brekkusöngvar verða kyrjaðir við langeld og undirspil, en dagskránni lýkur með veglegri flug- eldasýningu sem björgunarsveitin Súlur sér um. Margskonar leiktæki verða í bænum, m.a. verður Tívolí UK með tæki á uppfyllingunni við Strand- götu, þar verða einnig rafmagnsbílar og -hjól og á sama stað er snjóþotu- og sjóskíðaleiga. Á planinu við Oddeyrarskála verða körtubílar (go-kart) og við Samkomuhúsið verður settur upp litboltavöllur (paintball). Fjölbreyttir menningarviðburðir verða í boði um verslunarmannahelgina á vegum Listasumars, m.a. djasstónleikar, og þá verður dagskrá um Kornelius Wreeswijk í Deiglunni bæði á föstudags- og laug- ardagskvöld og Sumartónleikar verða í Akureyr- arkirkju. Þá verða sýningarsalir og söfn opin. Ekkert aldurstakmark er á hátíðina, en fram kom á fundinum að menn færu að sjálfsögðu eftir landslögum í þeim efnum. Áhersla hefur verið lögð á góða samvinnu við bæjaryfirvöld, lögreglu, heil- brigðisstéttir, foreldravakt og aðra þá sem sinna gæslu og öryggismálum. Næg tjaldstæði eru á Akureyri og í næsta ná- grenni, m.a. að Hömrum í suðurjaðri bæjarins. Mótshaldarar vita á þessari stundu ekki með vissu hversu margir munu leggja leið sína til Akureyrar, en vonast er eftir nokkru fjölmenni. Markmiðið sé að allir fari ánægðir heim eftir góða helgi og komi aftur að ári því að stefnan sé að festa hátíðina í sessi og halda árlega héðan í frá. Þá skipti einnig máli að gefa bæjarbúum sjálfum tækifæri til að skemmta sér með fjölskyldunni á heimavelli um mestu um- ferðarhelgi ársins. Fremri kynningarþjónusta hefur skipulagt hátíð- ina og heldur utan um framkvæmd hennar. Hátíðin Ein með öllu um verslunarmannahelgina UM 2.000 Akureyringar eru nú án fasts heimilislæknis, að sögn Péturs Péturssonar, yfirlæknis á Heilsu- gæslustöð Akureyrar. „Þetta er svona rúmlega eitt samlag,“ sagði Pétur við Morgunblaðið og upplýsti að stöður heimilislækna væru laus- ar, þó ekki hve margar. „Það er skortur á heimilislækn- um um allt land, þetta er vandamál sem hefur farið versnandi með hverju árinu. Við höfum þó verið vel sett hér undanfarna tvo áratugi og það var ekki fyrr en á síðasta ári sem losnuðu stöður sem ekki var hægt að fylla.“ Þá var „lokað“ á nýja sjúklinga þar sem allir heimilislæknar voru með full samlög. „Við vonum að þetta verði tíma- bundið ástand,“ sagði Pétur, en lagði áherslu á að öllum sjúklingum væri vitaskuld sinnt, „en fólk getur ekki gengið að einum lækni vísum. Það er heppilegra að hafa einn fast- an heimilislækni, til dæmis í sam- bandi við öll vottorð og til að hafa yfirsýn“. Pétur segir vandamál Akureyr- inga lítið miðað við suma aðra staði; sums staðar í dreifbýlinu hafi fólk verið afleitlega sett, en „síðustu misserin hefur yfirleitt verið hægt að bjarga málunum með því að rífa upp launin, í einmenningshéruð- um“. Ástæður umrædds ástands segir Pétur bæði minnkandi áhuga ung- lækna á sérgreininni heimilislækn- ingum „og svo er líka töluverður flótti úr greininni, í þægilegri stöð- ur“. Hann segir heilbrigðisyfirvöld lengi hafa vitað af ástandinu, en að allar aðgerðir af hálfu þeirra hafi verið máttlausar og ómarkvissar. „Og þegar svo er þá eru skilaboðin þau að við drögum bara saman þjónustuna. Annað er ekki hægt.“ Pétur ítrekaði að ástandið væri vonandi tímabundið. „Við höfum talið eftirsótt að búa hérna á Ak- ureyri, bæði af læknum og öðrum, en samt er reyndar ekkert í sjón- máli sem bendir til þess að þetta sé að breytast.“ Pétur kveðst samt sem áður telja Akureyringa betur setta en fólk á höfuðborgarsvæðinu hvað þjónustu varðar. „Það stafar meðal annars af því að heilsugæslustöðin og sjúkra- húsið starfa afar vel saman. Það eru ekki múrar þar á milli eins og mað- ur sér sums staðar annars staðar.“ 2.000 Akureyr- ingar án fasts heimilislæknis KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra ver- ið dæmdur í fimm mánaða fangelsi, en fullnusta fjögurra mánaða af refsing- unni er bundin því að hann haldi al- mennt skilorð í þrjú ár. Kona, einnig á þrítugsaldri, var dæmd í fjögurra mánaða fangelsi skilorðsbundið til þriggja ára og þá var rúmlega tvítug- ur karlmaður dæmdur í 40 daga fang- elsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Sá var einnig dæmdur til að greiða 45 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Fólkið sem um ræðir var ákært fyrir margháttuð brot, m.a. fjársvik, hylmingu, fíkniefnabrot og þjófnað. Meðal annars var um að ræða sölu á e-töflum, að hafa í fórum sínum kannabis og maríjúana, að taka við og geyma þýfi, einnig stuld úr nokkrum verslunum, m.a. á geisla- og dvd-spil- urum, farsímum, geisladiskum og myndbandsspólum. Bótakröfur námu rúmum 200 þúsund kr. Fólkið átti allt að baki nokkurn sakaferil. Fíkniefni voru gerð upptæk. Rík- issjóði var gert að greiða rannsókn- arkostnað vegna málsins en að öðru leyti skal fólkið greiða sakarkostnað, sem og málsvarnarlaun. Ólafur Ólafssson héraðsdómari kvað upp dóminn. Sigmundur Guð- mundsson sótti málið fyrir ákæru- valdið en lögfræðingarnir Gunnar Sólnes, Benedikt Ólafsson og Stein- grímur Þormóðsson voru til varnar. Héraðsdómur Norðurlands eystra Fangelsi vegna margvíslegra brota SAMHERJI hf. gekk í gær frá kaupum á Sléttbak EA-4 en skip- ið var áður í eigu Útgerðarfélags Akureyringa hf. Ennfremur hef- ur verið gengið frá sölu á Kambaröst SU 200 til útgerðar í Namibíu. Nettófjárfesting félags- ins vegna þessara viðskipta er ríflega 100 milljónir króna, skv. frétt á heimasíðu þess. Sléttbakur EA-4 er 902 brúttó- lesta skip smíðað í Noregi á árinu 1968 og hefur verið í eigu Útgerðarfélags Akureyringa hf. frá árinu 1973. Skipið var lengt og því breytt í frystiskip árið 1987. Það er 69 metra langt, með 3.000 hestafla aðalvél og búið til flakavinnslu og heilfrystingar á karfa og grálúðu. Gert er ráð fyrir að skipið haldi í sína fyrstu veiðiferð á vegum Samherja í ágúst. Samhliða þessum skipavið- skiptum hefur verið ákveðið að taka Hjalteyrina EA-310 úr rekstri fljótlega og setja á sölu- skrá. Þá er enn fremur fyrirhug- að að eitt af skipum Samherja verði selt dótturfyrirtæki félags- ins, Onward Fishing Company, á næstu mánuðum. Onward hefur verið með frystiskipið Normu Mary á leigu undanfarin ár en skipið er í eigu Síldarvinnslunnar hf. á Neskaupstað. Breytingar á skipastóli Samherja Sléttbakur keyptur en Kambaröst seld HLJÓMAR frá Keflavík skemmta gestum veitingastaðarins Við Poll- inn um helgina, bæði föstudags- og laugardagskvöld. „Þess er skemmst að minnast að Hljómar slógu rækilega í gegn síð- astliðið sumar í heimsókn sinni á Pollinn, því er varla annað hægt en að hlakka til þeirrar einstæðu stemmningar sem skapast, þegar sjálfir frumherjarnir úr Bítlabæn- um mæta á svæðið,“ segir í frétta- tilkynningu. Húsið verður opnað kl. 21 bæði kvöldin. Hljómar við Pollinn SAMÞYKKT var á fundi bæjarráðs Ólafsfjarðar nýlega að fresta ráðn- ingu bæjarstjóra um sinn. Alls sóttu 20 manns um stöðuna og þótti fulltrúum meirihlutans í bæjarstjórn Ólafsfjarðar þeir ekki fá það út úr umsóknunum sem vonast var eftir, þrátt fyrir að margir vel menntaðir og mætir menn hefðu sóst eftir starf- inu. Formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar var falið að leita út fyrir listann að hugsanlegum bæjar- stjóra. „Málin standa því þannig að við erum að líta í kringum okkur en höfum ekkert fast í hendi enn sem komið er,“ sagði Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, formaður bæjarráðs. Bæjarráð Ólafsfjarðar Ráðningu bæjarstjóra frestað DJASSINN mun að venju duna í Deiglunni í Grófargili í kvöld, fimmtudagskvöldið 18. júlí. Að þessu sinni kemur fram djassdúó sem skip- að er Kristjönu Stefánsdóttur söng- konu og Agnari Má Magnússyni pí- anóleikara. Á dagskrá eru meðal annars lög eftir Tómas R. Einarsson, Errol Garner, Horace Silver, George og Ira Gershwin, Billy Strayhorn og Freddie Hubbart. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30. Djass í Deiglunni ♦ ♦ ♦ Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.