Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 37 virkjunarinnar. „Hins vegar er ljóst að við munum skoða málið í ljósi af- stöðu sveitarstjórnarinnar sem er samstarfsaðili okkar í þessu máli,“ segir Kristján. Í dag er eigin raforkuframleiðsla RARIK um 15% og segir Kristján ljóst að nokkuð sé í húfi fyrir fyr- irtækið. „Við höfum stefnt að því að virkja þarna til þess að auka okkar eigin orkuöflun og gerum ráð fyrir því að geta selt orkuna áfram. Við höfum lagt allmikla fjármuni í at- huganir á þessu máli, rannsóknir, umhverfismat og annað slíkt, vegna þess að við höfum áhuga á að virkja þarna. Um er að ræða verulega aukningu á orkuframleiðslu RARIK ef af virkjuninni verður. Við erum þó líka að skoða aðra kosti, til dæmis Hólmsárvirkjun í Skaftártungu í samstarfi við Landsvirkjun,“ segir Kristján. Skiptar skoðanir um völd til að gefa út framkvæmdaleyfi Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir málið í sjálfu sér ekki á sínu borði á þessu stigi, en ljóst sé að ákveðinnar óvissu gæti í málinu núna. Sér hafi skilist að RARIK vilji halda því til streitu að reyna að fá virkjanaleyfi á Villinganesi. „Nú er komin heimild frá Alþingi og jákvætt umhverfis- mat, en sveitarfélagið á eftir að gefa út framkvæmdaleyfi, og að því loknu er það mitt hlutverk að gefa út virkj- analeyfi. Við hér í ráðuneytinu höf- um túlkað framkvæmdaleyfi sveit- arfélaga þannig að það eigi ekki að byggjast á pólitískum skoðunum heldur því að allt sem gert hefur verið sé lögum samkvæmt, en aldrei hefur reynt á þetta og ljóst að það eru skiptar skoðanir um hvernig eigi að túlka framkvæmdaleyfið. Ég ber fulla virðingu fyrir valdi sveitarfé- laga og geri mér grein fyrir því að sveitarfélög fara með skipulagsmál á sínum stöðum “ segir Valgerður. Hún bendir á að Sjálfstæðisflokk- ur hafi kúvent í málinu, en meðan flokkurinn var í samstarfi við Fram- sóknarflokkinn hafi hann undirbúið að farið yrði í orkufrekan iðnað í Skagafirði. Þá sé það ekki rétt, sem fram hafi komið hjá heimamönnum, að þetta sé óhagkvæm virkjun. „Framleidd kílóvattstund er þarna 1,66 en keypt kílóvattstund frá Landsvirkjun er á um það bil 2,50 þegar ekki er tekið tillit til flutnings. Þannig að þetta er hagkvæmur kostur og eðlilegt að RARIK vilji auka eigin framleiðslu og minnka þannig aðkeypta raforku.“ Valgerður bendir einnig á að um- hverfismat vegna virkjunarinnar hafi verið jákvætt, þó að vísu hafi þar verið sett ákveðin skilyrði, til dæmis hvað varðar fiskgengd. „Virkjanir hafa alltaf áhrif á um- hverfið, en þessi virkjun kom alls ekki illa út úr rammaáætlun,“ segir Valgerður. tímabært að fara í þessa virkjun, en meirihluta í Skagafirði á þessu kjör- tímabili mynda sjálfstæðismenn og vinstri-grænir. Gísli segir að það komi á óvart þegar úrskurður ráðuneytisins er lesinn hversu margt er tínt til á móti virkjuninni. Meðal annars komi fram að ráðuneytið telji það vera hlutverk framkvæmdaaðilia og eftir atvikum annarra leyfisveitenda að meta hvort réttlætanlegt sé að ráð- ast í virkjunarframkvæmdir miðað við líftíma virkjunar. „Þetta finnst mér sýna að ráðuneytið er greini- lega með efasemdir um það og vill ekki sjálft segja til um hvort þetta sé réttlætanlegt eða ekki,“ segir Gísli. Tökum málið til rólegrar íhugunar Kristján Jónsson, rafmagnsveitu- stjóri Rafmagnsveitna ríkisins, seg- ir fyrirtækið ekki hafa tekið afstöðu til virkjunarmálsins ennþá. Við munum meta stöðuna í ljósi þess sem nú hefur gerst og taka málin til rólegrar íhugunar. Kristján bendir á að RARIK hafi í sjálfu sér heimild til reppi eru um þetta RIK sé al- gir að sér órnin láti stöðu við g nauðsyn hafa sagt virkjunina ð þekkjum áratugi að um finnist ð fara að eru ýmsir hálendinu, tir,“ segir væmt því maáætlun, væm. nn höfðu ánni ingarnar í r haft það kja og var nn. Sjálf- r og Sam- ekki væri rðar um Villinganesvirkjun ástæður nganesi Morgunblaðið/Ásdís erðamennska aukist verulega í Skagafirði en úfrasiglingu niður Jökulsá vestri í Vesturdal. Gísli Gunnarsson Kristján Jónsson elva@mbl.is HÉR skal fyrst vikið aðíþróttaaðstöðu í MR.Vitnað verður til skóla-skýrslu frá miðjum 9. áratugnum, og hér er átt við 20. öld, – ekki hina 19. Þar segir: „Leikfimi- kennsla fór fram með sama sniði og áður: Bekkir skiptust á um að vera inni í „litla salnum“ í leikfimihúsi [frá 19. öld] og í „stóra salnum“, þ.e. á hlaupum kringum Tjörnina eða í þrekþjálfunartækjum í gamla bíl- skúrnum.“ – Þessi orð eru einföld, en er þetta sæmandi? Einar heitinn Heimisson var ein- hver hæfileikaríkasti nemandi, sem ég hef kynnst, og hann var góður drengur. Honum rann til rifja tóm- læti í garð MR, og hann tók fyrir að- stæður skólans í tímaritinu Þjóðlífi í septembermánuði 1988. Einar reif- aði þar skýrslu Vinnueftirlits ríkis- ins um húsnæði MR, sem gerð var tveimur árum áður. Þar kom fram, að af öllum vistarverum MR, 68 talsins, reyndist engin í lagi. – Vinnueftirlitið gerði alvarlegar at- hugasemdir við „gamla bílskúrinn“ fyrir þrekæfingarnar. Síðan segir: „Skúr þennan telur Vinnueftirlitið óhæfan með öllu og raunar mats- atriði hvort hann geti talist í hópi húsakynna eða ekki.“ – Um þetta þarf ekki að hafa mörg orð. En hvað um mennina með háleitu ræðurnar allar um mikilvægi menntunar og nauðsyn þess að stuðla að þroska og hreysti æskumanna? Myndu þeir menn láta bjóða sér upp á þrekæf- ingar í slíkum „húsakynnum“? Í umfjöllun Einars Heimissonar í Þjóðlífi er minnst á þá hugsanlegu lausn, að MR fái lóð KFUM við Amtmannsstíg. Guðni Guðmunds- son rektor sagði í viðtali um þetta efni: „Þau kaup á einungis að líta á sem lóðakaup en ekki húsnæðis- kaup.“ Einar hafði rætt við ýmsa kennara MR. Hann sagði síðan m.a.: „Óttast margir það mjög, að ef fjárveitingar fást ekki, líkt og yfir- leitt hefur orðið raunin um Mennta- skólann í Reykjavík, festist KFUM- húsið í sessi sem kennsluhús.“ – Ótti manna reyndist réttur. Skólinn fékk KFUM-húsið árið 1990, og þar hefur verið kennt sl. tólf ár. Allir eru þó sammála um, að þetta sé „bráðabirgðahúsnæði“. – En hve lengi er hægt að ætlast til, að MR noti bráðabirgðahúsnæði, – í aldar- fjórðung, 30 ár eða kannski enda- laust? Er þetta sæmandi? Guðni Guðmundsson rektor hafði skýr orð um framkomu ríkisins við MR við skólauppsögn 1984. Hann kvaðst lengi áður hafa hlýtt á for- vera sína kvarta við skólaslit vegna þrengsla og aðgerðaleysis stjórn- valda í húsnæðismálum skólans. „Mörgu hefur verið lofað og ýmsar fagrar fyrirætlanir verið á prjónun- um.“ Og Guðni sagði einnig: „Ég verð að segja það skýrt og skor- inort, að öll meðferð á húsnæðismálum þessa skóla, allt frá bygg- ingu Casa nova fyrir um 20 árum, er hneyksli.“ – Menn geta sjálfir lagt mat á það með hliðsjón af því, sem hér hefur áð- ur verið rakið, hvort „hneyksli“ sé rétta orðið í þessum efnum. Hér er rétt að geta þess að MR hefur þrátt fyrir allt átt sér stuðningsmenn í hópi áhrifamanna. Má hér t.a.m. nefna Geir Hall- grímsson, en hann sá jafnan til þess í forsætisráðherratíð sinni að ákveðin upphæð var sett á fjárlög ár hvert til lóðakaupa handa skól- anum. Þá er þess einnig getið í skýrslu MR veturinn 1994–1995, að húsið á Amtmannsstíg 2 hafi verið keypt handa honum. Reykjavíkur- borg hefur fallist á að setja nokkra fjármuni til að styrkja að hluta end- urbætur á því húsi. Fyrstu verðlaun í samkeppni um skipulag Menntaskólareitsins hlaut hugmynd arkitektanna Lenu Helgadóttur og Helga Hjálmars- sonar. Er á næstu árum fyrirhugað að mynda þorp úr húsum skólans, þar sem tillaga Lenu og Helga verð- ur lögð til grundvallar. Elísabetar- hús og tengibygging við Casa nova eru fyrsti áfangi skólaþorpsins, og á heimasíðu MR er mynd af því. Davíð S. Jónsson forstjóri var einstakur höfðingi, og hann hafði hlýjar taugar til MR. Davíð átti ágæta eiginkonu, Elísabetu Sveins- dóttur Björnsson, en hann missti hana 5. maí 1996. Nokkru síðar til- kynnti Davíð að hann og fjölskylda hans hefðu ákveðið að gefa Mennta- skólanum í Reykjavík fasteignina Þingholts- stræti 18, til minning- ar um Elísabetu. Þessi gjöf til skólans er ein- stök í sögu hans. Dav- íð lést 11. maí 1998. Þessara merku hjóna og fjölskyldu þeirra verður lengi minnst í MR. Ríkisvaldið féllst á að MR veitti gjöfinni viðtöku og það lagði fram fé til að gera hús- ið upp sem kennslu- húsnæði og láta reisa nauðsynlega tengi- byggingu. Þetta fram- lag ber að meta. Af þessum sökum hefur orðið gjörbylting í skólanum til kennslu í raungreinum og tölvu- fræði. – Óvíst er, hvernig farið hefði fyrir MR, ef þessi mikla breyting til hins betra hefði ekki orðið. Hafa ber hér í huga, að töluverð samkeppni er milli framhaldsskólanna um ný- nema. En nemendur MR hafa víða borið merki hans hátt og aukið hróður hans mjög, eins og sjá má á heimasíðu skólans, og aðsókn að honum hefur verið mikil. Þá skal að lokum vikið að þeim orðum Steingríms Ara Arasonar í Ráðhúsinu 15. apr. sl., að í MR „lægju menningarsöguleg verð- mæti undir skemmdum.“ – Gamla skólahúsið er tvímælalaust með allra merkustu byggingum í Reykjavík, það er hluti af frægi húsaröð, og húsið hefur lengi sett sterkan svip á miðbæinn. Það var aðsetur Alþingis 1845–1879, þar var þjóðfundurinn 1851 um stjórnskip- an Íslands, og þar sat Jón Sigurðs- son sín þing. Í gamla skólahúsinu hafa starfað ýmsir mikilhæfir kenn- arar, og þar hafa fjölmargir merkir menn notið kennslu og öðlast þroska. – Alþingi hlýtur að auðsýna þessum stað tilhlýðilega ræktar- semi og umhyggju. Til eru álits- gerðir um gamla skólahúsið, og af þeim má ljóst vera, að fullyrðing Steingríms Ara er síst orðum aukin, og reyndar er töluverð hætta á því, að verðmæti þessi geti tortímst með skjótum hætti. Norrænar frænd- þjóðir okkar hafa lagt mikla áherslu á að varðveita með tryggum hætti merk menningarverðmæti og kost- að þar miklu til. Þetta er einfaldlega talið eðlilegt með menningarþjóð- um. Ef við, sem nú erum ofar moldu, höfum daufan skilning á nauðsyn þess að varðveita vel hin einstæðu menningarsögulegu verðmæti í Menntaskólanum í Reykjavík og látum hjá líða að gera hér augljósa skyldu okkar, mun sagan kveða upp þungan dóm yfir okkur. Þeim dómi verður ekki áfrýjað. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þess var minnst í fyrra að liðin voru 150 ár frá Þjóðfundinum sem haldinn var á Sal MR 1851. Um örlög og menning- arsöguleg verðmæti MR Ef við höfum daufan skilning á nauðsyn þess að varðveita vel hin einstæðu menningar- sögulegu verðmæti í Menntaskólanum í Reykjavík, segir Ólafur Oddsson, og látum hjá líða að gera hér aug- ljósa skyldu okkar, mun sagan kveða upp þungan dóm yfir okkur. Ólafur Oddsson Höfundur er kennari. ss sem virkjunin myndi nýtast sem fl fyrir svæðið ef bilanir yrðu í raf- erfinu. Skipulagsstofnun leitaði um- r sveitarstjórnar sveitarfélagsins fjarðar, Akrahrepps, Náttúruverndar s, veiðimálastjóra, Orkustofnunar, ar- og viðskiptaráðuneytisins, Ferða- áðs, Landgræðslu ríkisins, Vegagerð- ar og Þjóðminjasafns Íslands vegna s. kipulagsstofnun féllst á áformin skurði Skipulagsstofnunar frá 24. er 2001 var fallist á áform Héraðs- með þremur skilyrðum. Hið fyrsta var mráði við veiðimálastjóra yrði lagð- arlækur sem gerði virkjunina fisk- , í öðru lagi að tryggt yrði lágmarks- i um virkjunina í samráði við málastjóra og þriðja skilyrðið var að ngarminjar sem færu undir lón yrðu akaðar og vegtenging og vinnubúðir í Tyrfingsstaða yrðu vel staðsettar í samráði við Fornleifavernd ríkisins. Í úr- skurði Skipulagsstofnunar kom fram að allt að 33 MW virkjun með 1,7 ferkílómetra inn- takslóni myndi færa hluta af gljúfrum Jök- ulsánna í kaf og skerða þar jarðmyndanir, fjölbreytt landslag og gróðurfar ásamt varp- stöðvum heiðargæsar og hrafns. Taldi stofn- unin þó að áhrifin yrðu ekki umtalsverð þar sem líkur væru á því að svipaða fjölbreytni í náttúrufari væri að finna í gljúfrum Jökuls- ánna ofar í Austur- og Vesturdal, en hins vegar væri ljóst að yfirbragð svæðisins myndi gjörbreytast með tilkomu lónsins. Umhverfisráðherra staðfesti úrskurð Skipulagsstofnunar Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, staðfesti svo á dögunum úrskurð Skipulags- stofnunar. Ráðuneytinu bárust 10 kærur en í niðurstöðu ráðuneytisins kom fram að fyr- irhuguð framkvæmd, að teknu tilliti til þeirra skilyrða sem Skipulagsstofnun setti, muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif. un órðungsgamlar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.