Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GÍSLI Gunnarsson, forsetisveitarstjórnar Skaga-fjarðar, segir að eftir þvísem betri upplýsingar fá- ist um virkjunarmálið, því fráhverf- ari virkjuninni hafi flestir flokkar í sveitarfélaginu orðið og sveitar- stjórn Skagafjarðar telji ekki rétt að sinni að fara út í virkjunina. „Markmiðið með virkjuninni er að framleiða rafmagn en spurningunni um hver á að nota rafmagnið hefur ekki verið svarað. Eins og staðan er í dag er engin þörf á þessu rafmagni. Frá því að virkjunin var hönnuð hjá Orkustofnun árið 1977 hefur ekkert komið fram varðandi iðjukost hér í Skagafirði sem myndi þurfa á slíku rafmagni að halda og sjáum við því ekki knýjandi ástæðu til að virkja. Verði af virkjun munu falleg gljúfur fyllast af vatni og líftími virkjunn- arinnar er í mesta lagi 80 ár en þá verða gljúfrin orðin full af fram- burði. Þeirri spurningu um hvað þá mun gerast hefur ekki verið svarað. Ljóst er að virkjunin mun hafa áhrif á héraðið allt, frá Merkigili og út allt eylendið. Þegar framburður héraðs- vatnanna minnkar grafa þau sig nið- ur og eylendið hlýtur að breytast og rof á ströndinni við Sauðárkrók aukast,“ segir Gísli. Hann bendir á að ferðamennska sé vaxandi atvinnugrein í Skaga- firði. „Það eru ótrúleg umsvif orðin í kringum fljótasiglingarnar hér en þeim sinna tvö fyrirtæki og starfa um 25 manns við þetta á sumrin. Þegar virkjunin verður tilbúin er hins vegar gert ráð fyrir að einn maður muni starfa þar. Ég er sann- færður um að aukið vægi Skaga- fjarðar sem ferðamannastaðar hafi um. Ég veit að í Akrahr menn orðnir mjög efins u mál.“ Hann bendir á að RAR farið í eigu ríkisins og seg finnist óeðlilegt að ríkisstj verða af virkjun, í ands heimamenn, ef þjóðhagsleg sé ekki fyrir hendi. „Menn að það sé gott að hafa v komi upp iðjukostur, en við það að slíkt tekur ár og á þróast. Ég held að mörgu það líka dálítið úr takti a virkja niðri í byggð. Það e virkjunarmöguleikar á h sem gætu verið betri kost Gísli og bendir á að samkv sem fram kemur í ramm virðist virkjunin ekki hagkv Aðeins framsóknarmen virkjun á stefnuskrá Gísli segir að fyrir kosni vor hafi aðeins einn flokkur á stefnuskrá sinni að virkj það Framsóknarflokkurin stæðismenn, vinstri-grænir fylkingin hafi talið að e fengið marga til að skipta um skoð- un,“ segir Gísli. Enginn sérstakur hagnaður fyrir Skagafjörð „Ef iðjuver hér um slóðir væri á döfinni myndu mál horfa öðruvísi við. Slíkir kostir hafa verið skoðaðir á vegum Atvinnuþróunarfélagsins sem hér er starfandi, en þetta er náttúrulega miklu stærra mál en svo að sveitarfélagið geti staðið eitt í því að rannsaka það. Þar þarf iðnaðar- ráðuneytið að koma að og ég hef ekki orðið var við mikinn áhuga það- an,“ segir Gísli. Hann segir það koma fram í úr- skurði ráðuneytisins og hjá Skipu- lagsstofnun að eftir að virkjunin er komin á laggirnar muni enginn sér- stakur hagnaður verða af henni fyrir Skagafjörð. „Mér finnst það vera grundvallarspurning hvers vegna er verið að fórna svona miklu ef það er ekki þörf á þessu rafmagni. Ég bendi á að Blanda er ekki keyrð á fullu afli því það er enginn kaupandi að framleiðslunni. Við myndum ef- laust líta á þetta öðruvísi ef þetta væri þjóðhagsleg nauðsyn eða myndi skapa atvinnu í sveitarfé- laginu, en staðan er bara ekki þann- ig.“ Eigum eftir að ræða við samstarfsaðila okkar Gísli segir að sveitarfélagið hafi nýverið fengið úrskurðinn í hend- urnar og hann sé nú til umfjöllunar í nefndum þess. Eftir þá kynningu muni sveitarfélagið senda frá sér yf- irlýsingu. „Við eigum enn eftir að ræða við samstarfsaðila okkar í Norðlenskri orku og Héraðsvötn- Forseti sveitarstjórnar Skagafjar Sér ekki knýjandi á til að virkja á Villi Ný sveitarstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna sem komst til valda í Skagafirði í vor vill falla frá virkjunar- áformum á Villinganesi í Skagafirði og óljóst er nú hvort verður af Villinganes- virkjun. Elva Björk Sverrisdóttir kynnti sér málið og ræddi við Gísla Gunnarsson, forseta sveitarstjórnar Skagafjarðar, Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóra RARIK, og Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Undanfarin ár hefur fe hér sést fólk í bát á gljú Valgerður Sverrisdóttir HUGMYNDIR um virkjun við Villinganes í Skagafirði hafa verið uppi með einum eða öðrum hætti frá árinu 1973 þegar fyrst var hreyft tillögum um að virkja við nesið. Frá þeim tíma og fram til ársins 1977 fóru þar fram rannsóknir á vegum Orkustofnunar, en síðan var gerð náttúrufræðileg könnun sem lokið var 1982. Þá var fallið frá virkjun við Villinganes og Blönduvirkjun sett í forgang, enda þá orðin þörf á stærri kostum sem framleiddu orku vegna stóriðju. Árið 1999 var þráðurinn tekinn upp að nýju er RARIK fékk heimild frá Alþingi til að gerast aðili að hlutafélögum í orkurekstri, en Landsvirkjun hafði áður virkjunarheimild við Villinganes. Í framhaldi af því var hlutafélagið Héraðs- vötn ehf. stofnað um beislun orku í Skaga- firði. Þrír fjórðu hlutar Héraðsvatna eru í eigu RARIK, en Norðlensk orka á fjórðungs- hlut í félaginu. Sveitarfélag Skagafjarðar á rúm 50% í Norðlenskri orku, en Akrahrepp- ur og Kaupfélag Skagfirðinga eiga hina hlutana. Markmiðið að auka orkuframleiðslu Héraðsvötn ehf. sömdu við Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen um verk- hönnun og vinnslu á umhverfismati vegna virkjunarinnar. Í janúar 2000 lá fyrir verk- hönnun á 33 MW virkjun og 132 kV há- spennulínu frá virkjuninni um 4 km leið að byggðalínu í Norðurárdal. Sama ár fékk Skipulagsstofnun tillögu Héraðsvatna að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum virkjunarinnar til athugunar. Við upphaf at- hugunarinnar í júní 2001 kom fram hjá Skipulagsstofnun að samkvæmt matsskýrslu væri fyrirhugað að virkja rennsli Vestari- og Austari-Jökulsár í Skagafirði skammt neðan ármóta þeirra. Markmið með virkjuninni væri að auka eigin raforkuframleiðslu eignaraðila og bæta við núverandi raforkukerfi til að geta annað almennum markaði og minni iðjuver- um með stuttum fyrirvara. Einnig að stuðla að meiri dreifingu á orkuvinnslu á landinu auk þe varaaf orkuke sagnar Skagaf ríkisins iðnaða málará arinna málsin Sk Í úrs októbe vatna m að í sam urhliða genga, rennsli veiðim mennin rannsa landi T Hugmyndir um virkju á Villinganesi aldarfjó ENDURSKOÐUN HJÁ LANDHELGISGÆZLU Áform dómsmálaráðuneytisins um40 milljóna króna sparnað hjáLandhelgisgæzlunni á næsta ári með því að leggja varðskipinu Óðni hafa vakið margvísleg viðbrögð. Forsvars- menn Gæzlunnar eru ekki ánægðir og telja fremur vanta meira fé til rekstrar- ins. Þá hafa sjómannasamtök gagnrýnt þessar fyrirætlanir, einkum út frá örygg- issjónarmiðum. Landssamband útvegs- manna telur hins vegar nauðsynlegt að fara yfir hlutverk Landhelgisgæzlunnar frá grunni, með hliðsjón af ýmsum breyt- ingum í starfsumhverfi stofnunarinnar. Fram hefur komið að með áformuðum sparnaðaraðgerðum muni skapast svig- rúm til að auka úthald stærri varðskip- anna tveggja, Týs og Ægis, en það muni þó ekki ná að vega upp missi Óðins og þannig verði samanlagt úthald varðskip- anna 19 mánuðir á ári, sem þýðir að tæp- lega hálft árið er aðeins eitt varðskip á sjó. Spurningin um úthaldstíma varðskip- anna getur hins vegar ekki verið upphaf og endir umræðna um það hvernig Land- helgisgæzlan sinnir hlutverki sínu, þ.m.t. varðandi öryggi sjófarenda, leit og björg- un. Þar koma miklu fleiri þættir við sögu. Þyrlukostur Gæzlunnar er t.d. orðinn miklu öflugri en áður var og hefur margs- annað gildi sitt. Hugsanlega vildu menn fremur fara þá leið til að auka öryggi sæ- farenda, að fjölga þyrlunum á kostnað út- halds varðskipa. Tækni til eftirlits á hafinu hefur sömu- leiðis tekið stakkaskiptum. Sólveig Pét- ursdóttir dómsmálaráðherra bendir í Morgunblaðinu sl. þriðjudag á að hægt sé að sinna fiskveiðieftirliti með fjareftirliti í gegnum gervihnetti. Sú þróun hlýtur að draga úr þörfinni fyrir hefðbundið eftir- lit. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmda- stjóri LÍÚ, sagði hér í blaðinu í síðustu viku, að ekki væri lengur um það að ræða að verja þyrfti landhelgina fyrir útlend- ingum eins og áður. „Og auðvitað er það dálítið undarlegt að menn skuli kannski eltast við trillur á varðskipum með 18 til 20 manna áhöfn,“ segir hann. Þetta vekur þá spurningu hvort e.t.v. geti Gæzlan sinnt eftirlits- og löggæzluhlutverki sínu að hluta til með smærri skipum, sem væru ódýrari í rekstri en núverandi skipastóll, þótt jafnframt kunni að vera þörf fyrir nýtt og öflugt varðskip til stærri verk- efna. Þá er ótalin sú staðreynd að verkefni Landhelgisgæzlunnar skarast við starf annarra ríkisstofnana. Friðrik Arngríms- son bendir á skörun við verkefni Fiski- stofu og í stjórnsýsluúttekt Ríkisendur- skoðunar á Gæzlunni var jafnframt bent á að nær væri að sjómælingar væru á hendi þeirrar ríkisstofnunar, sem sérhæfð er í kortagerð (þ.e. Landmælinga) og að færa ætti fjármögnun þyrlusveitar lækna und- ir verkefnasvið heilbrigðisráðuneytis. Í þessu sambandi má einnig spyrja hvort ekki hefði verið eðlilegt, þegar tekin var ákvörðun um að sameina stjórnstöðvar ríkislögreglustjóra, Flugmálastjórnar og Slysavarnafélagsins Landsbjargar vegna leitar og björgunar, að stjórnstöð Land- helgisgæzlunnar hefði verið með í þeirri sameiningu. Það þarf að skoða vel hvort tvíverknaður á sér stað í störfum Gæzl- unnar og annarra ríkisstofnana, sem hugsanlega mætti koma í veg fyrir með því að færa til verkefni. Vissulega er nauðsynlegt að takast á við núverandi fjárhagsvanda Landhelgis- gæzlunnar, sem að sumu leyti er uppsafn- aður. Eins og Sólveig Pétursdóttir dóms- málaráðherra benti á hér í blaðinu í síðustu viku er nú unnið að því og m.a. stefnt að því að auðvelda Gæzlunni að mæta óvæntum útgjöldum. Mörgum spurningum er hins vegar augljóslega ósvarað varðandi framtíðarstarfsemi Landhelgisgæzlunnar, en það virðist tímabært að spyrja slíkra spurninga í fullri alvöru og endurskoða starf stofn- unarinnar frá grunni í ljósi breyttra að- stæðna. FJÁRFESTINGAR LÍFEYRISSJÓÐANNA Óhjákvæmileg afleiðing þeirrar miklulækkunar er orðið hefur á gengi hlutabréfa um allan heim að undanförnu er að eignir lífeyrissjóða hafa minnkað umtalsvert. Íslenskir lífeyrissjóðir eru þar engin undantekning. Samkvæmt efna- hagsyfirliti frá Seðlabanka Íslands minnkuðu eignir íslenskra lífeyrissjóða í erlendum verðbréfum um sex milljarða frá áramótum til maíloka. Gera má ráð fyrir að þessi lækkun sé nú orðin enn meiri en á síðustu tveimur vikum hefur Dow Jones-hlutabréfavísitalan banda- ríska lækkað um 900 stig eða um 10%. Ekkert bendir til að þessari þróun verði snúið við á allra næstu mánuðum. Að auki má ætla að áframhaldandi styrking krón- unnar dragi enn frekar úr verðmæti hinn- ar erlendu eignar, í íslenskum krónum tal- ið. Á meðan allt leikur í lyndi og hækkun á gengi hlutabréfa virðist vera náttúrulög- mál fer yfirleitt lítið fyrir gagnrýni á fjár- festingastefnu sjóða, hvort sem um er að ræða lífeyrissjóði eða almenna hluta- bréfasjóði. Þeir sem hafa uppi varnaðar- orð eru taldir úr takt við raunveruleikann. Þegar að kreppir er hins vegar líklegra að menn staldri við og velti fyrir sér hvort sparifé þeirra sé ávaxtað á réttan hátt. Um síðustu áramót námu heildareignir íslenskra lífeyrissjóða 648 milljörðum króna og þar af voru 137 milljarðar eða 21,1% í erlendum verðbréfum. Í lok maí hafði hlutfall erlendra verðbréfa lækkað í 19,6%. Þá liggur einnig fyrir að raun- ávöxtun flestra lífeyrissjóða landsins var neikvæð á árunum 2000 og 2001. Það er raunar ekki bundið við Ísland heldur á það við um flesta sjóði jafnt í Bandaríkjunum sem Evrópu að raunávöxtun var neikvæð á þessum árum vegna lækkunar á gengi hlutabréfa. Í mörgum tilvikum er raun- ávöxtunin mun neikvæðari en hjá íslensku sjóðunum. Þótt eflaust megi tína til dæmi um glannalegar fjárfestingar í einstaka til- vikum verður ekki annað séð en að ís- lensku sjóðirnir hafi flestir staðið sig ágætlega í þeirri ólgu er ríkt hefur á verð- bréfamörkuðum undanfarin ár. Þá ber líka að hafa hugfast að fjárfestingar sjóð- anna eru langtímafjárfestingar og tíma- bundnar sveiflur skipta ekki mestu máli heldur að til lengri tíma sé ávöxtunin stöð- ug. Engu að síður er nauðsynlegt að stöð- ugt endurmat fari fram á því, hvernig því mikla fjármagni sem streymir um þessa sjóði er varið. Óhjákvæmilegt er að hluti fjárfestinga lífeyrissjóðanna sé í erlendum verðbréf- um. Annars vegar til að dreifa áhættunni og hins vegar vegna smæðar íslenska markaðarins. Markaðsvirði hlutabréfa á Verðbréfaþingi Íslands nemur um 450 milljörðum sem er töluvert lægri upphæð en heildareign lífeyrissjóðanna. Því má hins vegar aldrei gleyma að sveiflur geta verið miklar á erlendum mörkuðum og þar geta menn brennt sig illa sé ekki farið með gát. Eigendur lífeyr- issparnaðarins geta þar að auki ekki valið sér lífeyrissjóð heldur eru skyldaðir til að greiða í ákveðna sjóði eftir starsfsgrein- um. Því hlýtur krafan um gegnsæja og íhaldssama fjárfestingastefnu, jafnt þeg- ar kemur að innlendum sem erlendum verðbréfum, að verða enn sterkari en ella.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.