Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SUMARSÝNING Listasafns Ís- lands er enn eitt tilbrigðið við þá sam- þjöppuðu pólífóníu sem svo oft hefur borið fyrir augu okkar og saman- stendur af endurteknum tilraunum til að kynna íslenska nútímalist breið- um hópi gesta. Í þeim efnum er safn- inu, eins og fyrri daginn, sniðinn afar þröngur stakkur. Listasafn Íslands ræður vægast sagt yfir mjög tak- mörkuðu húsnæði þegar um jafn- stóra kynningu er að ræða og ís- lenska list á öldinni sem leið. Einhvern veginn er það svo að hús- næði þýtur upp með ógnarhraða á Ís- landi nema þegar um er að ræða mik- ilvægar og bráðnauðsynlegar menningarstofnanir. Þá er eins og allir dragi lappirnar með tilheyrandi efasemdum, úrtölum, nánasarvæli og öðrum tefjandi vandræðagangi. Yfir- leitt þurfa bókasöfn, útvarpshús, leik- hús, tónlistarhús og listasöfn að bíða áratugum saman eftir að yfirvöldum þóknist að koma þeim í sómasamlegt húsnæði. Þegar stofnun er loksins í höfn, eftir áratuga-, aldarfjórðungs- eða jafnvel aldarbið er húsnæðið orð- ið alltof lítið eða liggur undir skemmdum. Þessu er þveröfugt varið með einkarekið verslunarhúsnæði. Endaþótt þörfin á frekari útþenslu í þeim efnum sé minni en engin rjúka upp risahallir á mettíma til þess eins að standa hálftómar uns verslanirnar og fyrirtækin innandyra leggja upp laupana. Ofurtrú okkar á viðskiptum og verslunarhúsnæði, í öfugu hlutfalli við óendanlegri vantrú okkar á menn- ingunni og menningarhúsnæði – raunar má kalla það menningarfælni – er til marks um gelgjulegt viðhorfið sem enn ríkir í okkar lítt þróaða borg- arsamfélagi. Þar er lítill greinarmun- ur gerður á tískubylgjum og menn- ingarstraumum, glingri og list, stundargamni og gagnrýnum gildum, en öllu hrært saman í eina glað- hlakkalega og inntaksrýra miðlungs- moðsuðu. Gerum okkur í hugarlund eitt and- artak hvernig Þórarinn B. Þorláks- son og Ásgrímur Jónsson mundu taka sig út ef um þá léki viðlíka pláss og leikur um pjötlurnar í fataversl- ununum í Smáralind. Í staðinn mega þeir hírast með hverja mónumental myndina af annarri í alltof litlum sal. Fyrir vikið vilja fjöllin í myndum þeirra renna um of saman og fram- lagið verður syrpukennt. Það þarf þjálfað auga til að aðgreina hverja mynd í þessum þrengslum. Næmar og kyrrlátar kvöldlokkur Þórarins og eftirminnilegar vatnslitamyndir Ás- gríms úr Hornafirðinum þurfa meiri hvíld kringum sig, pláss sem hæfir mikilfenglegu inntaki þeirra. Stærsti salur safnsins verður jafn- vel agnarsmár þegar tólf listamönn- um er skipað inn í hann, með vold- ugum Gunnlaugi Scheving í þeirra hópi. Þetta bitnar til dæmis á Jóni Stefánssyni og Skjaldbreið hans, en málverkin tvö af dyngjunni, frá 1929 og 1937, eru alltof nærri hvort öðru. Eins skortir verk Kjarvals tilhlýði- lega fjarlægð til að röðin fái notið sín sem skyldi. Þá má segja að högg- myndalistin sé heldur rýr og ein- manaleg með Ásmund Sveinsson ein- an og lítt áberandi á gólfinu. Eftirstríðssalurinn er enn þéttar skipaður, með hvorki meira né minna en fjórtán litfjörugum listamönnum. Myndhöggvararnir eru einum fleiri en í stóra salnum, Sigurjón Ólafsson og Gerður Helgadóttir, en tveir ára- tugir skildu þau að. Þó er eins og bet- ur fari um abstraktkynslóðina í fjórða sal en millistríðsáramennina í fyrsta salnum stóra. Það getur varla stafað af öðru en meðfærileik óhlutbundnu verkanna samanborðið við þau hlut- bundnu. Landslagsverk með rismikl- um fjöllum krefjast berlega mun meira veggrýmis en geometrísk abstraktverk. Sérstakan og sjaldséð- an feng verður að telja verk Eyborg- ar Guðmundsdóttur á sýningunni, en hlutur Kristjáns Davíðssonar er helsti rýr. Samtímasalurinn er helgaður því sem kallað er nýraunsæi áttunda ára- tugarins. Hér eru listamennirnir blessunarlega fáir miðað við stærð salarins, eða sjö. Fulltrúar poppsins eru þeir Bragi Ásgeirsson og Erró, en að þeim frátöldum er restin af svæðinu helguð Magnúsi Pálssyni og fimm félögum hans úr Súm. Sem upphengi er þetta ekki sem verst þarna undir súðinni, en spurningin er hvers vegna numið er staðar við kyn- slóðina sem fædd er á stríðsárunum. Þótt sumarsýning Listasafns Ís- lands sé vissulega heiðarleg tilraun til að gera tuttugustu öldinni sómasam- leg skil þrýtur plássið þegar tveir áratugir eru eftir af öldinni. Gestir fá því ekki að njóta listar þeirra sem fæddir eru í stríðslok og síðar. Það er synd og skömm og lýsir vel hve þröngan stakk við sníðum listum okk- ar og menningu. Það er ef til vill ráð að listasafnið hafi makaskipti við Smáralindina. Þó ber ekki að lasta það sem sýnt er, né heldur bækl- ingana á íslensku og ensku, sem eru gestum til frekari upplýsinga um listamennina sem kynntir eru á sýn- ingunni. Sumar í Listasafni Íslands Halldór Björn Runólfsson MYNDLIST Listasafn Íslands Til 1. september. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11-17. ÝMIS TÆKNI ÍSLENSKIR 20. ALDAR LISTAMENN Öndvegisverkið Mosi og hraun eftir Kjarval, frá 1939, er á sumarsýningu Listasafns Íslands. Mikill fengur er að verkinu Titrandi strengir frá 1974 eftir Eyborgu Guðmundsdóttur á sýningunni. Sjaldséð og sérstakt verk. Sólvagninn eftir Jón Gunnar Árnason, frá 1978, er trúlega stærsta höggmyndin á sumar- sýningunni í Listasafni Íslands. HALDIN var á dögunum íslensk menningarhátíð í Hofgeismar í Þýskalandi. Boðið var upp á fjöl- breytta dagskrá en hátíðin stóð í þrjá daga. Jón Egill Egilsson, sendiherra Ís- lands í Þýskalandi, setti hátíðina en meðal dagskrárliða var bókmennta- kvöld þar sem fram komu meðal ann- arra Thor Vilhjálmsson rithöfundur og Atli Heimir Sveinsson tónskáld. Þá flutti Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópransöngkona nokkur íslensk söng- lög. Thor og Atli Heimir tóku einnig þátt í dagskrá um menningu og sögu Reykjavíkur, auk þess sem Atli brá upp mynd af Jóni Leifs, undir yfir- skriftinni Nærmynd af tónskáldi. Samskonar dagskrárliður var helgað- ur Atla sjálfum. Einnig var efnt til tónleika, þar sem fram kom Kammersveit Reykjavíkur. Á efnisskrá voru verk eftir Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Hauk Tómasson. Hátíðinni lauk svo með málstofu, þar sem fjallað var um Ísland á breið- um grunni, stjórnmál og sögu. Meðal þátttakenda í málstofunni var Auð- unn Arnórsson blaðamaður. Íslensk menning í Hofgeismar Morgunblaðið/Auðunn Arnórsson Kammersveit Reykjavíkur ásamt Arndísi Höllu Ásgeirsdóttur, Thor Vilhjálmssyni og Atla Heimi Sveinssyni. SÝNING á nýjum verkum eftir Ríkharð Valtingojer verður opnuð í Gallerí Klaustri á Skriðuklaustri á morgun. Á sýningunni verða grafíkverk unnin með aðferð sem Ríkharð- ur hefur verið að þróa að und- anförnu og kallar „ferrotinta“. Ríkharður Valtingojer fædd- ist árið 1935 í Bolzano á Ítalíu. Hann ólst upp í Austurríki frá sex ára aldri og fluttist til Ís- lands árið 1960. Hann hefur haft myndlist að atvinnu um fjögurra áratuga skeið og jafn- framt starfað sem kennari við MHÍ síðan 1975, lengst af sem deildarstjóri grafíkdeildar. Núna er hann umsjónarmaður grafíkdeildar við Listaháskóla Íslands. Ríkharður fluttist til Stöðvarfjarðar árið 1985 og starfrækir þar Gallerí Snærós ásamt eiginkonu sinni, Sólrúnu Friðriksdóttur myndlistar- manni. Sýningin stendur til 2. ágúst í Gallerí Klaustri og er opin kl. 11-17 alla daga vikunnar. Valtingojer í Galleríi Klaustri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.