Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 72
TÚRBÍNA brotnaði í Herjólfi þegar skipið var statt vestur af Þrídröngum með 108 farþega á leið frá Eyjum í land klukkan 10 í gærmorgun. Eldur kviknaði og önnur aðalvél skipsins stöðvaðist, en að sögn skipverja var engin hætta á ferðum. Þegar túrbínan brotnaði sprautaðist olía yfir pústgrein vélarinnar sem olli því að eldur mynd- aðist og nokkur reykur. Skipið sigldi áfram til Þorlákshafnar og kom þangað um kl. 11.30, eða 45 mínútum á eftir áætlun. Neyðarkerfi skipsins fór í gang við eldinn. Allir um borð voru kallaðir í matsal skipsins, en engin hræðsla greip um sig meðal farþega. Að sögn Björgvins Arnaldssonar hjá Landflutn- ingum Samskipa, sem gera Herjólf út, er nú unnið að viðgerð. Seinni ferðin í gær féll því niður. Von er á varahlutum til landsins í nótt frá Danmörku og ef allt gengur að óskum mun áætlun skipsins verða eðlileg á föstudaginn, en í dag fer skipið að- eins aðra ferðina milli Vestmannaeyja og Þor- lákshafnar. Eldur í Herjólfi en engin hætta var á ferðum Morgunblaðið/Sigurgeir Allnokkur reykur myndaðist þegar kviknaði í annarri aðalvél skipsins. Aðeins verður farin ein ferð í dag. TVÆR nýjar lágvöruverðsverslanir með mat- og sérvörur verða opnaðar á næstunni í Reykjavík. Verslanirn- ar heita Europris og eru í innkaupa- sambandi við samnefnda verslana- keðju í Noregi. Önnur verður opnuð á næstu dögum á Lynghálsi 4 en hina er ráðgert að opna innan fárra vikna í Skútuvogi 2. Matthías Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Nóa- túns, er framkvæmdastjóri Europris hér á landi. Hann segir áherslu verða lagða á mikið vöruúrval og lágt verð. „Við förum í samkeppni þar sem verðið liggur lægst. Í raun getum við ekki líkt þessum verslunum við neitt sem er á markaðnum. Við erum með talsvert meira af sérvöru en hefð- bundnar lágvöruverðsverslanir. Við verðum með gott úrval af matvöru og mjög breiða línu af vörum til heim- ilisins,“ segir Matthías. Ódýrasta keðjan í Noregi „Þetta er íslenskt fyrirtæki en við erum í innkaupasambandi við Euro- pris-keðjuna í Noregi. Við höfum að- gang að vörulager þeirra og munum flytja inn frá þeim bæði sérvörur og nýlenduvörur. Við verðum með allar vörur á mjög góðu verði og síðan koma inn fjölbreytileg tilboð í hverj- um mánuði á vörum frá Europris í Noregi. Auk þeirra vara sem við kaupum frá Noregi verðum við með allar helstu vörur sem bjóðast á ís- lenskum markaði. Einnig kaupum við allar ferskvörur hérlendis,“ segir Matthías. Hann telur vörurnar frá Europris vel samkeppnishæfar við vörur á markaði hérlendis, enda sé Europris ódýrasta lágvöruverðs- verslun í Noregi. Fjöldi verslana veltur á undir- tektum viðskiptavina Ásamt Matthíasi standa að versl- uninni þeir Ottó Guðmundsson og Lárus Guðmundsson en þeir hafa mikla reynslu af innflutningi. Matth- ías hefur starfað á matvörumarkaði í um þrjá áratugi og rak t.d. versl- unina Víði á sínum tíma. Að sögn Matthíasar eru aðstandendur Euro- pris að skoða hugsanlega staðsetn- ingu fyrir fleiri verslanir. Hann tek- ur þó fram að það velti vissulega á undirtektum viðskiptavina hversu margar Europris-verslanir verði opnaðar hér á landi. Nýjar lágvöruverðs- verslanir í Reykjavík Morgunblaðið/Kári Kristjánsson FLÓRGOÐI er á válista Náttúru- fræðistofnunar Íslands. Í stofninum eru færri en 1.000 fuglar og er hann talinn vera í yfirvofandi hættu. Með- al varpstöðva flórgoðans hér á landi er Ástjörn, skammt austur af Ás- byrgi, en þar var þessi mynd tekin. Flórgoðinn er farfugl, sem kemur snemma á vorin. Ástarleikir flórgoð- ans eru sérstakir. Hann stígur dans og reisir tignarlegan fjaðurskúf. Í þeim dansi kafar flórgoðinn eftir vatnagróðri til að sýna makanum, en gróðurinn notar hann í hreiður sín. Flórgoði í hættu MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga BANDARÍSKA álfyrirtækið Alcoa, sem hefur áhuga á að reisa álver í Reyðarfirði, hefur ákveðið að raf- skautaverksmiðja verði ekki byggð við hlið álversins heldur sé ætlunin að flytja inn rafskautin, sem notuð eru við framleiðslu áls, sjóleiðina frá Bandaríkjunum. Þá er ætlunin að flytja úr landi kerbrot, sem falla til við hreinsun kera í álverum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali í blaðinu í dag við Jake Siewert, upp- lýsingafulltrúa Alcoa, sem staddur er hér á landi ásamt fleiri fulltrúum Al- coa vegna undirritunar viljayfirlýs- ingar við stjórnvöld um áframhald- andi viðræður um byggingu álversins. Í umhverfissmatsskýrslu Reyðar- áls, undirbúningsfélags í eigu Norsk Hydro og Hæfis, var gert ráð fyrir allt að 223 þúsund tonna rafskauta- verksmiðju við álverið í Reyðarfirði í tveimur áföngum og sömuleiðis var ætlunin að urða kerbrotin á iðnaðar- lóðinni. Að sögn Siewerts ætlar Alcoa að flytja kerbrotin til annarrar verk- smiðju í eigu fyrirtækisins sem sér- hæfir sig í endurvinnslu slíkra efna, sem m.a. eru svo notuð í stáliðnaði og til vegagerðar. Jake Siewert segir að með þessum aðgerðum ætli Alcoa sér að draga sem mest úr mengun frá álverinu og öðrum umhverfisáhrifum. Einnig sparist með þessu milljarðar króna í stofnkostnaði álversins. Þess má geta að rafskautaverksmiðja var í úrskurði Skipulagsstofnunar nefnd meðal helstu mengunarvalda. Eru til viðræðu um þátttöku í uppbyggingu verndarsvæðis Þá segir Siewert að Alcoa sé reiðubúið til viðræðna um þátttöku í uppbyggingu verndarsvæðis norðan Vatnajökuls en þar eigi íslensk stjórnvöld síðasta orðið. Hann bendir einnig á að ekki sé búið að ákveða endanlega framleiðslugetu álversins í Reyðarfirði. Til þessa hefur einkum verið talað um 320 þúsund tonna álver en upplýsingafulltrúi Alcoa segir að stærðin sé nær því að vera í kringum 300 þúsund tonn. Áform Alcoa vegna fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði Rafskaut flutt inn til landsins  Viljayfirlýsingin/10 JARÐSKJÁLFTA varð vart í vest- anverðum Mýrdalsjökli í svonefndri Goðabungu í gær. Samkvæmt upp- lýsingum jarðskjálftadeildar Veður- stofunnar var stærsti skjálftinn 2,5 stig á Richterskvarða snemma í gær- morgun. Minni skjálftar fundust á mælum Veðurstofunnar eftir því sem leið á daginn. Þá mældust tveir smáskjálftar norður af Grímsey í gærkvöldi og einn skammt frá Laug- arvatni á Suðurlandi. Skjálftar í Mýrdalsjökli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.