Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 57 meistar inn. is GULL ER GJÖFIN Líkamsrækt á ljúfum nótum NÝTT: Private Spa Body Collection Láttu eftir þér dálítið dekur með árangursríkum snyrtivörum, sem veita líkama þínum það sem hann þarfnast. Hér er um að ræða nýjar og sérlega mildar efnablöndur, sem sameina skynsamlega húðhirðu og líkamsrækt á ljúfum nótum. www.esteelauder.com Útsölustaðir: Clara Kringlunni, Debenhams snyrtivörudeild, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáralind, Hagkaup Spönginni, Lyfja Lágmúla, Lyfja Laugavegi, Lyfja Smáratorgi, Lyfja Garðatorgi, Lyfja Setbergi, Lyf og Heilsa Austurstræti, Apótek Keflavíkur. SMÁRALIND KRINGLUNNI SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR 20-40% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM SKÓM Einstakt tækifæri að gera góð kaup á vönduðum skóm „NÚ ER heldur annar bragur á veiðibúskapnum hér en var í vatns- leysinu fyrr í mánuðinum. Áin er hreint full af fiski sem streymdi inn í upphafi síðasta stórstraums og tökur grimmar,“ sagði Ástþór Jóhannsson, leigutaki Straumfjarðarár, í samtali við Morgunblaðið í vikubyrjun. Ástþór hélt áfram og sagði: „Rign- ingin skilaði sér loksins á nesið eftir tveggja mánaða fjarveru og kom öll- um þeim fiski á hreyfingu sem geng- inn var í ána, en hafði lítið látið fara fyrir sér í glærunni. Rigningin dró einnig að stærri göngur af laxi en hér hafa sést undanfarin ár. Mest ríg- vænn smálax, 6 til 8 pund, og ein- hverjir stærri eru á sveimi að sögn veiðimanna þótt þeim hafi ekki enn verið landað. Þá hafa veiðst allt að 5 punda sjóbirtingar í neðri hluta ár- innar sem er nokkuð vænn fiskur af þeirri tegund hér um slóðir og óvenjulega snemma á ferðinni.“ Fréttir úr ýmsum áttum Mjög góð veiði hefur verið í Laug- ardalsá við Djúp samkvæmt upplýs- ingum frá leigutaka árinnar, fyrir- tækinu Lax-á. Munu rúmlega 100 laxar vera komnir á þurrt, mest smá- lax, en einnig vænni fiskar, allt að 18 punda. Prýðisveiði hefur verið í Hítará og holl verið að fá 10 til 20 laxa á tveim- ur dögum og slangur af sjóbleikju með. Góð veiði hefur einnig verið í Fnjóská, fyrir fáum dögum voru komnir á þriðja tug laxa á land, mest vænn lax, en síðustu daga hefur einnig borið á smálaxi og sjóbleikja er einnig byrjuð að sjást í aflanum. Þetta telst góð byrjun vertíðar í Fnjóská. Laxá á Ásum í lagi Síðustu daga hefur veiði verið góð í Laxá á Ásum, á þriðjudag voru komnir nærri 130 laxar á land og sem dæmi um dagsveiði má nefna að 11. júlí veiddust 17 laxar, 15 laxar 13. júlí og 12 laxar 14. júlí. Veitt er á tvær stangir og aðeins á flugu. Mest er um mjög vænan smálax að ræða. Sverrir Kristinsson skiptir um flugu á bökkum Laugardalsár við Ísa- fjarðardjúp, búinn að fá flotta veiði, en alls eru 100 laxar komnir á land. Annar bragur yfir veiðibúskapnum ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? STJÓRN Félags um lýðheilsu hef- ur sent frá sér ályktun um lýð- heilsu og áform um að setja á stofn Lýðheilsustöð. „Málefni lýðheilsu með áherslu á forvarnir og heildræna sýn á heil- brigði eru eitt mikilvægra framtíð- arverkefna íslensku þjóðarinnar. Stjórn Félags um lýðheilsu fagnar því að frumvarp um Lýðheilsustöð hafi verið lagt fram til umfjöllunar á Alþingi. Stjórnin leggur áherslu á að til undirbúnings Lýðheilsu- stöðvar verði vandað á allan hátt. Hlutverk Lýðheilsustöðvar verður m.a. að vera vel skilgreint í lögum og stöðin sjálf í lifandi tengslum við aðrar stofnanir og fagaðila í landinu sem nú þegar vinna að framgangi lýðheilsu, s.s. slysavörn- um, áfengis- og vímuvörnum, tób- aksvörnum, næringarmálum, vinnuverndarmálum, umhverfis- og hollustuverndarmálum, heilsu- gæslu og rannsóknum á sviði lýð- heilsu. Umræður í fjölmiðlum um mál- efni Lýðheilsustöðvar sýna já- kvæðan áhuga á öflugu lýðheilsu- starfi hér á landi. Stjórn Félags um lýðheilsu telur að áður en umræða um frumvarpið hefur farið fram á Alþingi og ákveðin niðurstaða fengin þar um markmið og hlut- verk slíkrar stöðvar sé umfjöllun um staðsetningu hennar ótímabær og hún slitin úr tengslum við sjálf- an grundvöll Lýðheilsustöðvarinn- ar, þ.e.a.s. hvert sé hlutverk henn- ar og framtíðarverkefni. Stjórn Félags um lýðheilsu hvetur fjöl- miðla til frekari umfjöllunar um málefni lýðheilsu og lýsir sig reiðu- búna til þátttöku í þeirri umræðu.“ Stjórn Félags um lýðheilsu Staðsetn- ing Lýð- heilsu- stöðvar ótímabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.