Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 62
DAGBÓK 62 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Pauwgracht, Havel- stern og Jo Elm koma í dag. Arnarfell og Goða- foss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: IDC – 3 kom til Straumsvíkur í gær. Mannamót Aflagrandi og Hraun- bær. Sameiginleg ferð á Akranes miðvikudaginn 24. júlí. Steinasafnið skoðað og drukkið kaffi hjá öldruðum á Akra- nesi. Leiðsögumaður á Akranesi. Lagt af stað frá Reykjavík kl. 13 og Hraunbæ 13.30. Skrán- ing í síma 562 2571 og 587 2888. Aflagrandi 40. Kl. 9 og kl. 13 vinnustofa, bað. Árskógar 4. Kl. 9-12 baðþjónusta, opin handavinnustofan, bók- band og öskjugerð, kl. 9 leikfimi, kl. 9.45-10 helgistund, kl. 11 boccia, kl. 13-16.30 opin smíða- og handa- vinnustofa, kl. 13.30 gönguhópur, lengri ganga. Bingó fellur nið- ur í júlí. Púttvöllurinn er opin kl. 10-16 alla daga. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8- 16 hárgreiðsla, kl. 8.30- 14.30 böðun, kl. 9-16 handavinna, kl. 9-17 fótaaðgerð, kl. 14-15 dans. Félagsstarfið Dalbraut 18-20. Kl. 9-12 aðstoð við böðun, kl. 9-16.45 hárgreiðslustofan opin. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- snyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Á morg- un föstudag púttað á Hrafnistuvelli kl 14-16. Félagsheimilið Hraun- sel verður lokað vegna sumarleyfis sarfsfólks til 11. ágúst. Orlofs- ferðir að Hrafnagili við Eyjafjörð19-23 ágúst greiða þarf gíró- seðlasem fyrst. Orlofs- ferð að Höfðabrekku 10-13 sept. Skráning og upplýsingar kl. 19-21. í s 555 1703, 555 2484 og 555 3220 Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10-13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Brids er ekki spilað á fimmtu- dögum í júlí. Dagsferð í Húnavatnssýslu 24. júlí, hringferð um Vatnsnes, Hvammstangi, Bergs- staðir, viðkoma í Hind- isvík hjá Hvítserk, í Borgarvirki og víðar. Hafið hádegisnest- ispakka með. Kaffihlað- borð í Staðarskála. Leiðsögumaður: Þórunn Lárusdóttir. Sækja þarf miðana fyrir helgi. Hringferð um Norð- austurland 17. til 24. ágúst. Greiða þarf stað- festingargjald fyrir 20. júlí. Fyrirhugaðar eru ferðir til Portúgals 10. sept- ember í 3 vikur og til Tyrklands 1. október í 10 daga fyrir fé- lagsmenn FEB, skrán- ing er hafin, takmark- aður fjöldi. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum frá kl. 10-12 í s. 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9-17 hár- greiðsla, kl. 9-16 böðun, kl. 14 myndbandssýn- ing. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sum- arleyfa, opnað aftur þriðjudaginn 13. ágúst. Á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs eru sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.30 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Umsjón Brynjólfur Björnsson íþróttakennari. Gjábakki, Fannborg 8. Afgreiðslan er lokuð 15. til 19. júlí. Matarþjón- usta, kaffistofa, handa- vinnustofa og annar daglegur rekstur verð- ur eins og venjulega. Hárgreiðslustofan verð- ur lokuð frá 15. júlí til 6. ágúst. Hraunbær 105. Kl. 9- 16.30 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 14 fé- lagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. Kl. 14 félagsvist. Fóta- aðgerð, hársnyrting. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Vinnu- stofur lokaðar fram í ágúst. Ganga kl. 10. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15-12 að- stoð við böðun, kl. 9.15- 15.30 handavinna. Vitatorg. Kl. 9.30 morgunstund og hand- mennt, kl. 10 leikfimi, boccia kl. 10.45, kl. 13 brids, frjálst. Bergmál, líknar og vinafélag, sumarferðin verður farin sunnudag- inn 21. júlí, ekið verður að Byggðasafninu að Skógum, helgistund í umsjá séra Halldórs Gunnarssonar og Þórð- ar Tómassonar safn- varðar. Brottför kl. 10 frá húsi Blindrafélags- ins, Hamrahlíð 17. Þátt- taka tilkynnist í síma 864 4070 eða 891 9017. Minningarkort Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvenna- deildar RRKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykjavíkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568- 8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562-1581 og hjá Krist- ínu Gísladóttur, s. 551- 7193 og Elínu Snorra- dóttur, s. 561-5622. Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykjavík. Opið virka daga kl. 9-17. S. 553- 9494. Minningarkort Breið- firðingafélagsins eru til sölu hjá Sveini Sig- urjónssyni s. 555-0383 eða 899-1161. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minning- arsjóður í vörslu kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minningarkortin fást nú í Lyf og heilsu, versl- unarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Kortið kostar kr. 500. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæjarskrif- stofu Seltjarnarness hjá Ingibjörgu. Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsamlega hringi í síma 552-4994 eða síma 553-6697. Minning- arkortin fást líka í Há- teigskirkju við Háteigs- veg. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju s. 520-1300 og í blóma- búðinni Holtablómið, Langholtsvegi 126. Gíróþjónusta er í kirkj- unni. Minningakort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67 og í Kirkjuhúsinu v/ Kirkjutorg. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn s. 555 0104 og hjá Ernu s. 565 0152 (gíróþjónusta). Minningarkort ABC hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík, s. 561- 6117. Minningargjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálp- ar nauðstöddum börn- um. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barnaspít- alasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hrings- ins s. 551-4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Í dag er fimmtudagur 18. júlí, 199. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Þú varpaðir mér í djúpið, út í mitt hafið, svo að straumurinn umkringdi mig. (Jónas 2, 4.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 háfleygt, 8 drekkur, 9 líkamshlutinn, 10 greinir, 11 alda, 13 vesælar, 15 karlfisks, 18 afl, 21 fisk- ur, 22 fallin frá, 23 þjaka, 24 sljór. LÓÐRÉTT: 2 yfirhöfnin, 3 sefur, 4 ljúka, 5 spökum, 6 ævi- skeiðs, 7 innyfli, 12 ótta, 14 magur, 15 skott, 16 sparsemi, 17 vitrunin, 18 hryssu, 19 óhreinkaðu, 20 kögur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 digna, 4 málar, 7 tróna, 8 rimpa, 9 lok, 11 autt, 13 saki, 14 eisan, 15 lurk, 17 Ægir, 20 err, 22 iðjan, 23 eyrun, 24 tengi, 25 skipa. Lóðrétt: 1 detta, 2 gnótt, 3 aðal, 4 mark, 5 lemja, 6 róaði, 10 ofsar, 12 tek, 13 snæ, 15 leift, 16 rýjan, 18 gervi, 19 renna, 20 enni, 21 refs. Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur verið að horfaá músíkmyndbönd í sjónvarp- inu og meðal vinsælustu laganna þessa dagana er Sumardjamm FM með „landsliðinu“ í poppheimum. Það er engin spurning að þetta lag á eftir að verða spilað mikið í kringum tjöldin á útihátíðunum um verslunarmannahelgina. En mynd- bandið við lagið fer í taugarnar á Víkverja og reyndar textinn í því líka. Söngvararnir eru hálfhlægi- legir með reiðisvipi sína kyrjandi þetta gamla lag hljómsveitarinnar Kiss. Þarna er stelpa í freyðibaði súpandi á bjór og síðan er klippt á fólk með bjór uppi í sófa og svo syngja allir saman í kór: „...og haldið öll kjafti.“ Þetta er sagt við áheyrendur. Svo ranghvolfa allir í sér augunum og segjast aldrei fá nóg. Af djammi þá líklega. Það er í raun verið að segja öllum að koma að djamma og detta í það. Þetta eru skilaboðin í laginu og komið áleiðismeð grettum og bjórþambi. Þeir leggja sitt af mörkum, popp- ararnir, í umræðuna um unglinga- drykkju svona rétt fyrir verslunar- mannahelgina. Ætli þeim sé sjálfrátt? Víkverji veltir því fyrir sér hvort poppararnir vilji að yngri systkini þeirra taki boðskapinn í laginu til sín. Líka hvort popp- ararnir séu að tala við systkini sín eða fjölskyldu þegar öllum er sagt að halda kjafti. Eða við hvern er verið að tala? x x x MEIRA um sjónvarpsefni. Vík-verji batt miklar vonir við þáttinn Hvernig sem viðrar sem sýndur hefur verið á RÚV í sumar. Vonbrigði Víkverja með þennan þátt eru ólýsanleg. Viðtöl við fólk voru allt of löng og viðmælendurnir of lengi í mynd. Það hefði t.d. mátt setja landslagsmyndir eða athafnir fólks yfir talið. Það er ekkert lítið þreytandi að horfa lengi á talandi mann í sjónvarpi, sérstaklega þar sem hann er staddur úti við, ein- mitt þar sem fallegir og áhuga- verðir hlutir eru til staðar. Svona fóru mörg tækifæri til myndrænn- ar framsetningar forgörðum í þátt- unum. Auk þess voru umsjónar- mennirnir sjálfir allt of mikið í mynd og oftast flissandi. Eitt er að vera glaðlegur í sjónvarpi og annað að gretta sig og flissa að öllu. Í þáttunum var venjan að heimsækja einhvern ferðaþjónustaðilann sem bauð umsjónarmönnum í ferðir með sér og spurði gjarnan hvort þeir væru ekki tilbúnir, því nú átti að leggja í’ann, svona „eitthvað hérna smáhring.“ Svo var það allt í einu búið og auðvitað var hring- urinn „frábær“, hvort sem ekið var á sæþotu eða vélsleða. x x x SVO er það rokkgoðið Eric Clap-ton sem var að veiða í Laxá á Ásum í síðustu viku og vildi ekki sjá blaðamenn. Það er mismunandi hvernig fræga fólkið hagar sér þegar það kemur hingað til lands. Leikarinn Kevin Costner var t.d. í banastuði þegar hann kom hingað í lax um árið og gerði sig sýnilegan svo um munaði. Robbie Williams vildi hins vegar ekkert með ís- lenska blaðamenn hafa þegar hann hélt hér tónleika. Fréttamaður Stöðvar 2 var heppinn að fá ekki á kjaftinn í Leifsstöð af lífverði Rob- bies eins og menn muna. Afnotagjöldin UM tíma voru eldri borg- arar og öryrkjar ekki rukk- aðir fyrir afnotagjald af þessu ríkisrekna sjónvarpi en það stóð ekki lengi. Um tíma var greitt fyrir einn mánuð í einu. Núna um síðustu mánaðamót fékk ég reikning frá þeim, nokkuð vel yfir fimm þús- únd krónur og á þetta að vera fyrir 3 mánuði. Fólk skilur þetta ekki (og er þetta fyrirkomulag ekki að finna annars staðar í heim- inum). Ríkissjónvarpið fær styrk frá ríkinu, tekjur fyr- ir afnotagjald sem allir eru skyldugir til að greiða hvort sem þeir kæra sig um eða ekki. Auk þess fá þeir inn heilmikið fyrir auglýs- ingar. Það er mjög einkennilegt hvað þessi ríkisrekna sjón- varpsstöð þarf að endur- sýna mikið af efni sínu. Hvern dag er það mikið og sunnudaginn 14. júlí voru 6 þættir endursýndir. Hér er rekin mjög skemmtileg sjónvarpsstöð sem ekkert þarf að greiða af, eingöngu rekin fyrir auglýsingar. Ég bið fólk að láta heyra í sér um hvað því finnst um ríkissjónvarpið, þessa skylduáskrift og annað. Eldri borgari. Þágufalls-i FRÉTTA- og blaðafólk virðist vera að týna niður kunnáttu í fallbeygingu. Það kemur sérstaklega í ljós hvað varðar i í þágu- falli, einkum þegar greinir bætist við, en í mörgum öðrum tilfellum. Og eru all- ir fjölmiðlar undir sömu sökina seldir. Ég tek hér nokkur dæmi af mýmörgum tilfellum: Hann var í hópnum, ekki í hópinum, þetta gerðist í gærkvöld, ekki í gærkvöldi, samkvæmt dómnum, ekki dóminum, barst með straumnum, ekki með strauminum. Þetta er því undarlegra, þar sem, t.d., í flestum til- fellum, er auðveldara að bera fram, á markaðinum, með því að hafa i, heldur en á markaðnum, án þess að hafa i. Gísli Júlíusson. Hver á bækurnar? ÉG er að leita að bókinni Skútustaðaætt, niðjatali Helga Ásmundssonar á Skútustöðum, Þura Árna- dóttir tók saman og bókinni Þingeysk ljóð, eftir 50 höf- unda, sem gefin var út af Prentverki Odds Björns- sonar, 1940. Þeir sem gætu aðstoðað mig vinsamlega hafi samband við Sigur- veigu í síma 864 1281. Áhyggjur af fjárhagsvanda Reykjavíkurborgar TVÆR vinkonur, fatlaðar stúlkur í hjólastólum, fara í Húsdýragarðinn. Þær koma að hliðinu inn í garð- inn. Afgreiðslustúlkan brosir blíðlega til annarrar stúlkunnar og segir: „Vel- komin í Húsdýragarðinn. gjörðu svo vel, þú færð frítt inn í garðinn þar sem þú ert öryrki!“ Snýr sér svo strax að hinni stúlkunni öllu alvar- legri í bragði og segir: „Vel- komin í Húsdýragarðinn. Þú þarft að borga inn því að þú býrð úti á landi.“ Þessu varð ég nokkurn veginn vitni að um daginn og komst þá að því, að Reykjavíkurborg hlýtur að vera að fara á hausinn. Meirihluti fatlaðra barna býr á Reykjavíkursvæðinu. Hafa Reykvíkingar ekki efni á því að bjóða þessum litla hluta fatlaðra barna sem búa utan Reykjavíkur líka í Húsdýragarðinn? Einn með áhyggjur. Dýrahald Gullhamstursbúr fæst gefins GULLHAMSTURSBÚR og allt tilheyrandi fæst gef- ins. Upplýsingar í síma 553 1236. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is VEGNA pistils sem birt- ist í Velvakanda sl. sunnudag, þar sem sagt er frá misheppnaðri heimsókn í þjónustu- miðstöð fyrir aldraða, vil ég koma því á fram- færi að það er oft erfitt fyrir nýtt fólk að koma inn í félagsstarfið sem þar er rekið. Fólk sem sækir þessa staði er oft ráðríkt, eignar sér jafn- vel viss borð og tekur ekki nógu vel á móti nýju fólki sem jafnvel hefur þurft langan tíma til að herða sig upp í að mæta á staðinn. Það þarf að gera fyrstu heimsóknina meira aðlað- andi fyrir fólk sem vill nýta sér þessa fé- lagsþjónustu, það mætti einhver vera á staðnum sem kynnir starfsemina og kemur nýliðum í sam- band við fólkið sem fyrir er. Það eru margir sem búa einir, eru einmana og þurfa mikið á félagsskap að halda en hrekjast í burtu vegna þess að ekki er tekið nógu vel á móti þeim. Eldri borgari. Einmana og þurfa félagsskap
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.