Morgunblaðið - 18.07.2002, Page 62
DAGBÓK
62 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Pauwgracht, Havel-
stern og Jo Elm koma í
dag. Arnarfell og Goða-
foss fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
IDC – 3 kom til
Straumsvíkur í gær.
Mannamót
Aflagrandi og Hraun-
bær. Sameiginleg ferð á
Akranes miðvikudaginn
24. júlí. Steinasafnið
skoðað og drukkið kaffi
hjá öldruðum á Akra-
nesi. Leiðsögumaður á
Akranesi. Lagt af stað
frá Reykjavík kl. 13 og
Hraunbæ 13.30. Skrán-
ing í síma 562 2571 og
587 2888.
Aflagrandi 40. Kl. 9 og
kl. 13 vinnustofa, bað.
Árskógar 4. Kl. 9-12
baðþjónusta, opin
handavinnustofan, bók-
band og öskjugerð, kl. 9
leikfimi, kl. 9.45-10
helgistund, kl. 11
boccia, kl. 13-16.30 opin
smíða- og handa-
vinnustofa, kl. 13.30
gönguhópur, lengri
ganga. Bingó fellur nið-
ur í júlí. Púttvöllurinn
er opin kl. 10-16 alla
daga. Allar upplýsingar
í s. 535 2700.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8-
16 hárgreiðsla, kl. 8.30-
14.30 böðun, kl. 9-16
handavinna, kl. 9-17
fótaaðgerð, kl. 14-15
dans.
Félagsstarfið Dalbraut
18-20. Kl. 9-12 aðstoð
við böðun, kl. 9-16.45
hárgreiðslustofan opin.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9
fótaaðgerð, kl. 10 hár-
snyrting, kl. 11 leikfimi,
kl. 13 föndur og handa-
vinna.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Á morg-
un föstudag púttað á
Hrafnistuvelli kl 14-16.
Félagsheimilið Hraun-
sel verður lokað vegna
sumarleyfis sarfsfólks
til 11. ágúst. Orlofs-
ferðir að Hrafnagili við
Eyjafjörð19-23 ágúst
greiða þarf gíró-
seðlasem fyrst. Orlofs-
ferð að Höfðabrekku
10-13 sept. Skráning og
upplýsingar kl. 19-21. í
s 555 1703, 555 2484 og
555 3220
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10-13. Kaffi, blöðin og
matur í hádegi. Félagið
hefur opnað heimasíðu
www.feb.is. Brids er
ekki spilað á fimmtu-
dögum í júlí. Dagsferð í
Húnavatnssýslu 24. júlí,
hringferð um Vatnsnes,
Hvammstangi, Bergs-
staðir, viðkoma í Hind-
isvík hjá Hvítserk, í
Borgarvirki og víðar.
Hafið hádegisnest-
ispakka með. Kaffihlað-
borð í Staðarskála.
Leiðsögumaður: Þórunn
Lárusdóttir. Sækja þarf
miðana fyrir helgi.
Hringferð um Norð-
austurland 17. til 24.
ágúst. Greiða þarf stað-
festingargjald fyrir 20.
júlí.
Fyrirhugaðar eru ferðir
til Portúgals 10. sept-
ember í 3 vikur og til
Tyrklands 1. október í
10 daga fyrir fé-
lagsmenn FEB, skrán-
ing er hafin, takmark-
aður fjöldi. Upplýsingar
á skrifstofu FEB. Silf-
urlínan er opin á mánu-
og miðvikudögum frá
kl. 10-12 í s. 588 2111.
Skrifstofa félagsins er
flutt í Faxafen 12, sama
símanúmer og áður. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði Glæsibæ. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9-17 hár-
greiðsla, kl. 9-16 böðun,
kl. 14 myndbandssýn-
ing.
Gerðuberg, félagsstarf.
Lokað vegna sum-
arleyfa, opnað aftur
þriðjudaginn 13. ágúst.
Á vegum Íþrótta- og
tómstundaráðs eru
sund og leikfimiæfingar
í Breiðholtslaug kl. 9.30
mánudaga, miðvikudaga
og föstudaga. Umsjón
Brynjólfur Björnsson
íþróttakennari.
Gjábakki, Fannborg 8.
Afgreiðslan er lokuð 15.
til 19. júlí. Matarþjón-
usta, kaffistofa, handa-
vinnustofa og annar
daglegur rekstur verð-
ur eins og venjulega.
Hárgreiðslustofan verð-
ur lokuð frá 15. júlí til
6. ágúst.
Hraunbær 105. Kl. 9-
16.30 bútasaumur, kl.
10 boccia, kl. 14 fé-
lagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
Kl. 14 félagsvist. Fóta-
aðgerð, hársnyrting.
Allir velkomnir.
Norðurbrún 1. Vinnu-
stofur lokaðar fram í
ágúst. Ganga kl. 10.
Vesturgata 7. Kl. 9
fótaaðgerðir og hár-
greiðsla, kl. 9.15-12 að-
stoð við böðun, kl. 9.15-
15.30 handavinna.
Vitatorg. Kl. 9.30
morgunstund og hand-
mennt, kl. 10 leikfimi,
boccia kl. 10.45, kl. 13
brids, frjálst.
Bergmál, líknar og
vinafélag, sumarferðin
verður farin sunnudag-
inn 21. júlí, ekið verður
að Byggðasafninu að
Skógum, helgistund í
umsjá séra Halldórs
Gunnarssonar og Þórð-
ar Tómassonar safn-
varðar. Brottför kl. 10
frá húsi Blindrafélags-
ins, Hamrahlíð 17. Þátt-
taka tilkynnist í síma
864 4070 eða 891 9017.
Minningarkort
Minningarkort Rauða
kross Íslands eru seld í
sölubúðum Kvenna-
deildar RRKÍ á sjúkra-
húsum og á skrifstofu
Reykjavíkurdeildar,
Fákafeni 11, s. 568-
8188.
Minningarkort Hvíta-
bandsins fást í Kirkju-
húsinu, Laugavegi 31, s.
562-1581 og hjá Krist-
ínu Gísladóttur, s. 551-
7193 og Elínu Snorra-
dóttur, s. 561-5622.
Minningarkort Sjúkra-
liðafélags Íslands eru
send frá skrifstofunni,
Grensásvegi 16,
Reykjavík. Opið virka
daga kl. 9-17. S. 553-
9494.
Minningarkort Breið-
firðingafélagsins eru til
sölu hjá Sveini Sig-
urjónssyni s. 555-0383
eða 899-1161.
Minningarkort Kven-
félagsins Hringsins í
Hafnarfirði. Minning-
arsjóður í vörslu kven-
félagsins Hringsins í
Hafnarfirði.
Minningarkortin fást nú
í Lyf og heilsu, versl-
unarmiðstöðinni Firði í
Hafnarfirði. Kortið
kostar kr. 500.
Minningarkort Kven-
félagsins Seltjarnar eru
afgreidd á bæjarskrif-
stofu Seltjarnarness hjá
Ingibjörgu.
Minningarkort Kven-
félags Háteigssóknar.
Kvenfélagskonur selja
minningarkort. Þeir
sem hafa áhuga á að
kaupa minningarkort
vinsamlega hringi í
síma 552-4994 eða síma
553-6697. Minning-
arkortin fást líka í Há-
teigskirkju við Háteigs-
veg.
Minningarkort Kven-
félags Langholtssóknar
fást í Langholtskirkju
s. 520-1300 og í blóma-
búðinni Holtablómið,
Langholtsvegi 126.
Gíróþjónusta er í kirkj-
unni.
Minningakort Kven-
félags Neskirkju fást
hjá kirkjuverði Nes-
kirkju, í Úlfarsfelli,
Hagamel 67 og í
Kirkjuhúsinu v/
Kirkjutorg.
Minningarkort Kven-
félagsins Hringsins í
Hafnarfirði fást í
blómabúðinni Burkna,
hjá Sjöfn s. 555 0104 og
hjá Ernu s. 565 0152
(gíróþjónusta).
Minningarkort ABC
hjálparstarfs eru af-
greidd á skrifstofu ABC
hjálparstarfs í Sóltúni
3, Reykjavík, s. 561-
6117. Minningargjafir
greiðast með gíróseðli
eða greiðslukorti.
Allur ágóði fer til hjálp-
ar nauðstöddum börn-
um.
Minningarkort Barna-
heilla til stuðnings mál-
efnum barna fást af-
greidd á skrifstofu
samtakanna á Lauga-
vegi 7 eða í síma 561-
0545. Gíróþjónusta.
Barnaspítali Hringsins.
Upplýsingar um minn-
ingarkort Barnaspít-
alasjóðs Hringsins fást
hjá Kvenfélagi Hrings-
ins s. 551-4080. Kortin
fást í flestum apótekum
á höfuðborgarsvæðinu.
Í dag er fimmtudagur 18. júlí,
199. dagur ársins 2002. Orð
dagsins: Þú varpaðir mér í
djúpið, út í mitt hafið, svo að
straumurinn umkringdi mig.
(Jónas 2, 4.)
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 háfleygt, 8 drekkur, 9
líkamshlutinn, 10 greinir,
11 alda, 13 vesælar, 15
karlfisks, 18 afl, 21 fisk-
ur, 22 fallin frá, 23 þjaka,
24 sljór.
LÓÐRÉTT:
2 yfirhöfnin, 3 sefur, 4
ljúka, 5 spökum, 6 ævi-
skeiðs, 7 innyfli, 12 ótta,
14 magur, 15 skott, 16
sparsemi, 17 vitrunin, 18
hryssu, 19 óhreinkaðu, 20
kögur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 digna, 4 málar, 7 tróna, 8 rimpa, 9 lok, 11 autt,
13 saki, 14 eisan, 15 lurk, 17 Ægir, 20 err, 22 iðjan, 23
eyrun, 24 tengi, 25 skipa.
Lóðrétt: 1 detta, 2 gnótt, 3 aðal, 4 mark, 5 lemja, 6 róaði,
10 ofsar, 12 tek, 13 snæ, 15 leift, 16 rýjan, 18 gervi, 19
renna, 20 enni, 21 refs.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI hefur verið að horfaá músíkmyndbönd í sjónvarp-
inu og meðal vinsælustu laganna
þessa dagana er Sumardjamm FM
með „landsliðinu“ í poppheimum.
Það er engin spurning að þetta lag
á eftir að verða spilað mikið í
kringum tjöldin á útihátíðunum um
verslunarmannahelgina. En mynd-
bandið við lagið fer í taugarnar á
Víkverja og reyndar textinn í því
líka. Söngvararnir eru hálfhlægi-
legir með reiðisvipi sína kyrjandi
þetta gamla lag hljómsveitarinnar
Kiss. Þarna er stelpa í freyðibaði
súpandi á bjór og síðan er klippt á
fólk með bjór uppi í sófa og svo
syngja allir saman í kór: „...og
haldið öll kjafti.“ Þetta er sagt við
áheyrendur. Svo ranghvolfa allir í
sér augunum og segjast aldrei fá
nóg. Af djammi þá líklega. Það er í
raun verið að segja öllum að koma
að djamma og detta í það. Þetta
eru skilaboðin í laginu og komið
áleiðismeð grettum og bjórþambi.
Þeir leggja sitt af mörkum, popp-
ararnir, í umræðuna um unglinga-
drykkju svona rétt fyrir verslunar-
mannahelgina. Ætli þeim sé
sjálfrátt? Víkverji veltir því fyrir
sér hvort poppararnir vilji að yngri
systkini þeirra taki boðskapinn í
laginu til sín. Líka hvort popp-
ararnir séu að tala við systkini sín
eða fjölskyldu þegar öllum er sagt
að halda kjafti. Eða við hvern er
verið að tala?
x x x
MEIRA um sjónvarpsefni. Vík-verji batt miklar vonir við
þáttinn Hvernig sem viðrar sem
sýndur hefur verið á RÚV í sumar.
Vonbrigði Víkverja með þennan
þátt eru ólýsanleg. Viðtöl við fólk
voru allt of löng og viðmælendurnir
of lengi í mynd. Það hefði t.d. mátt
setja landslagsmyndir eða athafnir
fólks yfir talið. Það er ekkert lítið
þreytandi að horfa lengi á talandi
mann í sjónvarpi, sérstaklega þar
sem hann er staddur úti við, ein-
mitt þar sem fallegir og áhuga-
verðir hlutir eru til staðar. Svona
fóru mörg tækifæri til myndrænn-
ar framsetningar forgörðum í þátt-
unum. Auk þess voru umsjónar-
mennirnir sjálfir allt of mikið í
mynd og oftast flissandi. Eitt er að
vera glaðlegur í sjónvarpi og annað
að gretta sig og flissa að öllu. Í
þáttunum var venjan að heimsækja
einhvern ferðaþjónustaðilann sem
bauð umsjónarmönnum í ferðir
með sér og spurði gjarnan hvort
þeir væru ekki tilbúnir, því nú átti
að leggja í’ann, svona „eitthvað
hérna smáhring.“ Svo var það allt í
einu búið og auðvitað var hring-
urinn „frábær“, hvort sem ekið var
á sæþotu eða vélsleða.
x x x
SVO er það rokkgoðið Eric Clap-ton sem var að veiða í Laxá á
Ásum í síðustu viku og vildi ekki
sjá blaðamenn. Það er mismunandi
hvernig fræga fólkið hagar sér
þegar það kemur hingað til lands.
Leikarinn Kevin Costner var t.d. í
banastuði þegar hann kom hingað í
lax um árið og gerði sig sýnilegan
svo um munaði. Robbie Williams
vildi hins vegar ekkert með ís-
lenska blaðamenn hafa þegar hann
hélt hér tónleika. Fréttamaður
Stöðvar 2 var heppinn að fá ekki á
kjaftinn í Leifsstöð af lífverði Rob-
bies eins og menn muna.
Afnotagjöldin
UM tíma voru eldri borg-
arar og öryrkjar ekki rukk-
aðir fyrir afnotagjald af
þessu ríkisrekna sjónvarpi
en það stóð ekki lengi.
Um tíma var greitt fyrir
einn mánuð í einu. Núna
um síðustu mánaðamót
fékk ég reikning frá þeim,
nokkuð vel yfir fimm þús-
únd krónur og á þetta að
vera fyrir 3 mánuði. Fólk
skilur þetta ekki (og er
þetta fyrirkomulag ekki að
finna annars staðar í heim-
inum).
Ríkissjónvarpið fær
styrk frá ríkinu, tekjur fyr-
ir afnotagjald sem allir eru
skyldugir til að greiða
hvort sem þeir kæra sig um
eða ekki. Auk þess fá þeir
inn heilmikið fyrir auglýs-
ingar.
Það er mjög einkennilegt
hvað þessi ríkisrekna sjón-
varpsstöð þarf að endur-
sýna mikið af efni sínu.
Hvern dag er það mikið og
sunnudaginn 14. júlí voru 6
þættir endursýndir.
Hér er rekin mjög
skemmtileg sjónvarpsstöð
sem ekkert þarf að greiða
af, eingöngu rekin fyrir
auglýsingar.
Ég bið fólk að láta heyra
í sér um hvað því finnst um
ríkissjónvarpið, þessa
skylduáskrift og annað.
Eldri borgari.
Þágufalls-i
FRÉTTA- og blaðafólk
virðist vera að týna niður
kunnáttu í fallbeygingu.
Það kemur sérstaklega í
ljós hvað varðar i í þágu-
falli, einkum þegar greinir
bætist við, en í mörgum
öðrum tilfellum. Og eru all-
ir fjölmiðlar undir sömu
sökina seldir.
Ég tek hér nokkur dæmi
af mýmörgum tilfellum:
Hann var í hópnum, ekki í
hópinum, þetta gerðist í
gærkvöld, ekki í gærkvöldi,
samkvæmt dómnum, ekki
dóminum, barst með
straumnum, ekki með
strauminum.
Þetta er því undarlegra,
þar sem, t.d., í flestum til-
fellum, er auðveldara að
bera fram, á markaðinum,
með því að hafa i, heldur en
á markaðnum, án þess að
hafa i.
Gísli Júlíusson.
Hver á
bækurnar?
ÉG er að leita að bókinni
Skútustaðaætt, niðjatali
Helga Ásmundssonar á
Skútustöðum, Þura Árna-
dóttir tók saman og bókinni
Þingeysk ljóð, eftir 50 höf-
unda, sem gefin var út af
Prentverki Odds Björns-
sonar, 1940. Þeir sem gætu
aðstoðað mig vinsamlega
hafi samband við Sigur-
veigu í síma 864 1281.
Áhyggjur af
fjárhagsvanda
Reykjavíkurborgar
TVÆR vinkonur, fatlaðar
stúlkur í hjólastólum, fara í
Húsdýragarðinn. Þær
koma að hliðinu inn í garð-
inn. Afgreiðslustúlkan
brosir blíðlega til annarrar
stúlkunnar og segir: „Vel-
komin í Húsdýragarðinn.
gjörðu svo vel, þú færð frítt
inn í garðinn þar sem þú ert
öryrki!“
Snýr sér svo strax að
hinni stúlkunni öllu alvar-
legri í bragði og segir: „Vel-
komin í Húsdýragarðinn.
Þú þarft að borga inn því að
þú býrð úti á landi.“
Þessu varð ég nokkurn
veginn vitni að um daginn
og komst þá að því, að
Reykjavíkurborg hlýtur að
vera að fara á hausinn.
Meirihluti fatlaðra barna
býr á Reykjavíkursvæðinu.
Hafa Reykvíkingar ekki
efni á því að bjóða þessum
litla hluta fatlaðra barna
sem búa utan Reykjavíkur
líka í Húsdýragarðinn?
Einn með áhyggjur.
Dýrahald
Gullhamstursbúr
fæst gefins
GULLHAMSTURSBÚR
og allt tilheyrandi fæst gef-
ins. Upplýsingar í síma
553 1236.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
VEGNA pistils sem birt-
ist í Velvakanda sl.
sunnudag, þar sem sagt
er frá misheppnaðri
heimsókn í þjónustu-
miðstöð fyrir aldraða,
vil ég koma því á fram-
færi að það er oft erfitt
fyrir nýtt fólk að koma
inn í félagsstarfið sem
þar er rekið. Fólk sem
sækir þessa staði er oft
ráðríkt, eignar sér jafn-
vel viss borð og tekur
ekki nógu vel á móti
nýju fólki sem jafnvel
hefur þurft langan tíma
til að herða sig upp í að
mæta á staðinn.
Það þarf að gera fyrstu
heimsóknina meira aðlað-
andi fyrir fólk sem vill
nýta sér þessa fé-
lagsþjónustu, það mætti
einhver vera á staðnum
sem kynnir starfsemina
og kemur nýliðum í sam-
band við fólkið sem fyrir
er. Það eru margir sem
búa einir, eru einmana og
þurfa mikið á félagsskap
að halda en hrekjast í
burtu vegna þess að ekki
er tekið nógu vel á móti
þeim.
Eldri borgari.
Einmana og þurfa félagsskap