Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 55
Hjartkæra amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlum vinum frá. Vertu sæl um allar aldir alvaldshendi falin ver, inn í landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Guð geymi þig, amma mín. Þín Sigrún Ása. Það kom mér mjög á óvart þegar ég fékk bréf í tölvupósti frá tengda- dóttur Ásu, Auði Gunnarsdóttur, að hún Ása hefði greinst með krabba- mein og að hún væri á spítala í geislameðferð. Enginn vissi hvort þessi meðferð yrði henni til hjálpar þar sem krabbinn væri víst kominn út um allan líkamann. Seinna þegar ég talaði við Auði í síma sagði hún að nú væri Ása komin á líknardeild og útlitið væri slæmt. Hún gæti ekki lengur borðað né komið sér út úr rúmi og var það bara spursmál hve lengi hjartað myndi slá. Hún Ása Magnúsdóttir, sem einn- ig var þekkt sem Ása Magg á yngri árum, var fædd í Vestmannaeyjum árið 1931 og ólst þar upp hjá foreldr- um sínum þeim Magnúsi og Guðrúnu ásamt systkinum sínum. Snemma fór hún að vinna í fiski eins og títt var í Eyjum á þeim tíma. Hún gaf sér einnig tíma til að stunda félagslíf unga fólksins og fór á mörg böll eða dansleiki þar sem ungt fólk hittist og kynnist. Á þessum tíma kynntist hún ungum sjóara, Jóni Hermundssyni, sem ættaður var frá Strönd í Vestur- Landeyjum og urðu þau með tíman- um ástfangin hvort af öðru. Þau hafa verið í hjónabandi í u.þ.b. 46 ár eða miklu lengur en margir aðrir. Þau Jón og Ása settu upp sitt heimili á Hásteinsveginum í Eyjum hjá foreldrum hennar í fyrstu, en seinna fluttust þau í sitt eigið hús- næði og áttu þar heima til 1973 þegar gosið kom. Þá fluttust þau með fjöl- skyldu sinni til meginlandsins og settust að í Kópavogi þar sem þau áttu heima alla tíð síðan. Þeim Jóni og Ásu varð tveggja barna auðið. Eldri er Hermann Gunnar, rafvirki, býr í Þorlákshöfn með Emmu konu sinni og syni, Hall- dóri Garðari. Sá yngri, Magnús Rún- ar, verslunarmaður, býr í Reykja- nesbæ með konu sinni, Auði, og tveimur börnum, þeim Jóni Gunnari og Sigrúnu Ásu. Öll eru börnin og barnabörnin myndarfólk sem það á kyn til. Ása var sérstök manneskja að mörgu leyti. Hún var afbragðs kokk- ur og bakari og voru ófáar máltíðir sem ég borðaði hjá þeim, bæði sem unglingur á vertíð í Eyjum og sem gestur vestan frá Bandaríkjunum. Henni var sérstaklega umhugað um að allir fengju nóg í gogginn á sér og nutu vinir og vandamenn þess í rík- um mæli. Einnig var gestrisnin alveg frábær að íslenskum hætti og þegar ég kom í heimsókn til Íslands árið 1999 með fjölskylduna sváfum við Mark, sonur minn, í aukasvefnher- berginu og borðuðum flestar okkar máltíðir hjá þeim. Ása átti þá einhver ósköp af kökum og tertum sem hún vildi endilega að við gerðum sem best skil, sem við gerðum auðvitað. Einnig tóku þeir Jón og Mark tafl saman og höfðu gaman af, en þótt þeir gætu lítið talað saman vegna tungumálaerfiðleika var auðvelt að bjarga sér á táknmáli í staðinn. Ása var sérstaklega söngelsk, eins og Jón er. Höfðu þau sérstaklega gaman af að syngja saman. Ást á söng og músík hefur einnig verið gef- in börnum þeirra því bæði Hermann og Rúnar voru í hljómsveit hérna fyrr á árum og jafnvel í dag er Her- mann með kór og hljómsveit í bæn- um þar sem hann býr. Elsku Ása mín, megi Guð gefa þér hvíld frá vel unnu lífsstarfi og megi hann styrkja eftirlifandi ástvin þinn hann Nonna og börn og barnabörn og ættingja bæði fjær og nær. Tím- inn líður, fólk og staðir breytast en minningarnar haldast í minni manns. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég færa starfsfólki líknardeildar Land- spítalans hjartans þakkir fyrir góða umönnun Ásu á síðustu dögum henn- ar í þessum heimi. Megi góður Guð blessa minningu þessarar góðu konu. Herbert Númi. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 55 ✝ Ingibjörg Hjart-ardóttir Fjeld- sted fæddist á Auðn- um á Vatnsleysu- strönd 28. ágúst 1915. Hún lést á Sól- túni í Reykjavík 8. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hjörtur Árna- son Fjeldsted, f. 17. janúar 1875, d. 4. janúar 1938, og Björg Guðmunds- dóttir Fjeldsted, f. 13. júlí 1886, d. 7. mars 1955. Systkini Ingibjargar eru Guð- mundur Hjartarson Fjeldsted, f. 18. janúar 1910, d. 3. nóvember 1936, Hjörtur Hjartarson Fjeld- sted, f. 4. júní 1919, d. 6. sept- ember 1969, maki Anna Stein- dórsdóttir, f. 2. apríl 1921, d. 19. júlí 1979, Anna Hjartardóttir Fjeldsted, f. 24. nóv- ember 1921, d. 25. nóvember 1998, maki Magnús Helgi Bjarnason, f. 28. jan- úar 1917, d. 31. jan- úar 1992. Hálfsystk- ini Ingibjargar eru Ágúst Hjartarson Fjeldsted, Hafsteinn Hjartarson Fjeld- sted og Lilja Hjart- ardóttir Fjeldsted, öll látin. Ingibjörg giftist Gunnari Jóhanns- syni sjómanni, fædd- um á Ísafirði 17. mars 1916, d. 3. apríl 1974. Börn þeirra eru Guð- mundur Björgvin Gunnarsson, f. 13. desember 1940, d. 1. apríl 1942, og Gunnar Gunnarsson, f. 2. apríl 1942, búsettur í Hafnarfirði. Útför Ingibjargar fór fram í kyrrþey. Kæra móðir mín. Nú ert þú látin eftir áratuga baráttu við ýmsa sjúk- dóma og nú síðast við þann, sem oft- ast tekur líf. Þrátt fyrir veikindi þín, barna- missi og áratuga sjúkrahúsvist varstu sterk sem klettur í hafinu, hughreystandi og uppbyggileg fyrir son þinn og sýndir honum hvernig takast má á við mótbárur í lífinu af æðruleysi og rósemi. Sem barn saknaði ég þess mikið að fá ekki að alast upp og vera sam- vistum við þig meira en varð í upp- vextinum. Sex ára barnabarn sagði við mig eftir andlát þitt: „Þá fer Inga amma til guðs á himnum.“ Ég trúi barninu og veit með vissu að ef eitthvert okk- ar á það skilið, þá ert það þú. Kærleika barst þú til allra manna og aldrei heyrði ég þig dæma nokk- urn mann eða tala illa eða niðrandi um nokkurn, sönn fyrirmynd í trú, von og kærleika. Ég þakka þér meir en orð fá lýst fyrir alla hugulsemina í gegnum ár- in, sem þú sýndir mér, eiginkonu, börnum og barnabörnum. Að lokum vil ég þakka af alhug öll- um þeim fjölmörgu, sem veittu þér aðhlynningu í gegnum árin á Land- spítala, Vífilsstöðum og nú síðast á Sóltúni í Reykjavík. Guð blessi þig og varðveiti. Þinn sonur, Gunnar. Elsku amma og langamma. Við höfum ekki kynnst þér mikið í gegn- um tíðina þar sem þú ert búin að vera á spítala síðan við munum eftir okkur, og miklu lengur en það. Við vitum að þér líður betur núna og að við eigum eftir að hittast aftur og þá getum við verið meira saman eins og það hefði átt að vera áður en þú kvaddir þennan heim. Við kveðjum þig núna með miklum söknuði og þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Við mun- um varðveita minningarnar sem við eigum um þig í hjarta okkar. Við elskum þig, Ingibjörg amma og langamma, og líði þér sem allra best hjá Guði. Nú sefur jörðin sumargræn, nú sér hún rætast hverja bæn og dregur andann djúpt og rótt um draumbláa júlínótt. Við ystu hafsbrún sefur sól og sofið er í hverjum hól. Í sefi blunda svanabörn og silungur í læk og tjörn. Á túni sefur bóndabær og bjarma á þil og glugga slær. Við móðurbrjóstið börnin fá þá bestu gjöf sem lífið á. (Davíð Stef.) Ástarkveðja, Margrét Rún Gunnarsdóttir, Ásgrímur Stefán Reisenhus, Erling Þór Ásgrímsson, Gunnar Már Ásgrímsson, Jens Christian Ásgrímsson og Belinda Dögg Ásgrímsdóttir. INGIBJÖRG HJARTARDÓTTIR FJELDSTED VESELIN Topalov sýndi hvers hann er megnugur með því að sigra Evgeny Bareev í fjórðu og síðustu einvígisskák þeirra í und- anúrslitum í Dortmund. Bareev var með 2–1-forystu fyrir skákina sem varð æsi- spennandi. Topalov hafði hvítt og náði góðri pressu gegn Caro- Kann-vörn Ba- reev. Bareev þurfti mikinn tíma til að leysa úr vandamálum stöðunnar og lenti að lokum í alvarlegu tímahraki sem endaði með því að hann féll á tíma í 40. leik þegar hann vantaði einn leik til að ná tímamörkunum. Staða hans var þá reyndar orðin afar erfið. Þar sem staðan eftir einvígis- skákirnar fjórar var jöfn voru tefldar tvær skákir með skemmri umhugsunartíma (25 5). Spennan hélt áfram og Bareev fékk vænlega stöðu í fyrri skákinni. Topalov, sem hafði svart, fórnaði riddara fyrir tvö peð. Þrátt fyrir að ýmsir væru farnir að spá Bareev sigri í enda- taflinu sem fylgdi í kjölfarið varð- ist Topalov vel og hélt jöfnu. Síðari skákin var enn tilþrifa- meiri. Bareev hafði svart og beitti franskri vörn. Hann hefur stund- um tapað illa í þeirri byrjun og svo fór einnig að þessu sinni. Topalov kemst því áfram í úrslitaeinvígið gegn Leko, en fyrsta skák þeirra verður tefld í dag og hefst klukkan 13. Tefldar verðar fjórar skákir, ein á dag. Lokaskákin verður tefld á sunnudag og þá verður jafnframt teflt til þrautar ef jafnt verður eftir fjórar skákir. Hin afdrifa- ríka úrslitaskák þeirra Topalovs og Bareevs tefldist þannig: Hvítt: Veselin Topalov Svart: Evgeny Bareev Frönsk vörn 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 dxe4 5. Rxe4 Rbd7 6. Rf3 Be7 7. Rxf6+ Bxf6 8. h4 c5 9. Dd2 cxd4 10. Rxd4 h6 11. Bxf6 Rxf6 12. Db4 Rd5 13. Da3 De7 14. Bb5+ Bd7 15. Bxd7+ Kxd7 16. Da4+ Kc7 17. Hh3 a6 18. Hb3 Dc5 19. 0-0-0 b5 20. Da5+ Db6 21. De1 Kb7 22. De2 Ka7? Svörtum er vandi á höndum, en þessi leikur gefur kost á bráðdrep- andi fléttu, sem Topalov missir ekki af. (Stöðumynd) 23. Rxb5+! axb5 24. Hxb5 Dc6 25. Hdxd5 exd5 26. De7+ Ka6 27. Hb3 Hótunin er einfaldlega 28. Da3 mát. Bareev gafst upp. Halldór Brynjar hlaut silfrið í Búdapest Halldór Brynjar Halldórsson (2.168) lauk þátttöku sinni á First Saturday-mótinu í Búdapest með sigri á Ungverjanum Gabor Zilahi (2.108). Hann hafnaði þar með í öðru sæti á mótinu, fékk 8 vinninga í 11 umferðum. Þjóðverjinn Martin Kraemer (2.127) vann öruggan sig- ur, hlaut 9½ vinning. Frammistaða Halldórs var prýðileg og hann hækkar á stigum fyrir árangurinn. Það er sjaldgæft að sjá okkar yngri skákmenn tefla erlendis á skák- mótum þar sem þeir eru meðal stigahæstu skákmanna, en Halldór var næsthæstur á stigum í riðlin- um. Það er skynsamlegt að tefla ekki eingöngu á skákmótum þar sem við ofurefli er að etja. Líklega hefur Halldór ekki síður haft gagn og gaman af þessu móti en móti þar sem hann hefði verið í hópi hinna stigalægstu. Þeir Bragi Þorfinnsson og Stef- án Kristjánsson tefla í stórmeist- arariðli First Saturday-mótsins. Eftir frábæra frammistöðu í síð- ustu umferðum varð Stefán loks að láta í minni pokann í 11. umferð fyrir Andras Toth (2.401). Bragi Þorfinnsson sigraði hins vegar Bui Vinh (2.444). Þegar tvær umferðir eru til loka mótsins er Stefán með 6 vinninga og er í 4.–5. sæti, en Bragi hefur 4½ vinning og er í 10.– 11. sæti. Dagur með 2½ af 3 gegn sterkum andstæðingum Dagur Arngrímsson (2.149) vann góðan sigur í annarri umferð á Politiken Cup-skákmótinu í Kaupmannahöfn þegar hann lagði alþjóðlega meistarann Fernando Peralta (2.478). Guðmundur Kjart- ansson, sem einnig sigraði í fyrstu umferð, tapaði í annarri umferð fyrir Thorbjørn Bromann (2.378). Í þriðju umferð tefldi Dagur við Svíann Anton Aaberg (2.408) og gerði jafntefli. Strax eftir þrjár umferðir er því orðið verulega spennandi að fylgjast með frammi- stöðu Dags. Guðmundur tefldi við Danann Casper Busk (1.874) í þriðju umferð, en skák hans var ekki lokið þegar þetta er skrifað. Mótið stendur frá 15.–26. júlí. Leko og Topalov tefla til úrslita í Dortmund Peter Leko SKÁK Dortmund DORTMUND SPARKASSEN CHESS MEETING 2002 6.–21. júlí 2002 Daði Örn Jónsson Stöðumynd Veselin Topalov Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12. Eyþór Ingi Jónsson leikur á orgel. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Ath. breyttan tíma. Gott er að ljúka deg- inum í kyrrð kirkjunnar og ber þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefnum má koma til presta kirkjunnar og djákna. Hress- ing í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðar- heimili Strandbergs, kl. 10-12. Opið hús fyr- ir 8-9 ára börn í safnaðarheimilinu Strand- bergi, Vonarhöfn, frá kl. 17-18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund kl. 13-15. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með ung börn að koma saman og eiga skemmtilega samveru í safnaðarheimili kirkjunnar. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel- komnir. Vegurinn. Samkoma kl. 20. Högni Valsson prédikar, lofgjörð, fyrirbænir og samfélag. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stundina. Safnaðarstarf LAUGARDAGINN 20. júlí er Þor- láksmessa á sumri. Við minnumst þess, að árið 1198 voru helgir dóm- ar verndardýrlings Íslendinga teknir upp og skrínlagðir í Skál- holtsdómkirkju. Hátíðarmessa hefst þegar kl. 13.30 en ekki kl. 14.00 eins og til- kynnt var áður (vegna brúðkaups kl. 15.00). Sr. Húbert Oremus, sem verður 85 ára sama dag, mun lesa þessa messu. Kristskirkja í Landakoti. Kristskirkja Landakoti – breyting á messutíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.