Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið gegn reykingum hjá NLFÍ Kominn tími til að drepa í Heilsustofnun Nátt-úrulækninga-félags Íslands býður upp á námskeið fyr- ir þá sem vilja hætta að reykja. Næsta námskeið er í ágúst og stendur skráning yfir um þessar mundir. Morgunblaðið ræddi við Bridget Ýr McEvoy, verkefnisstjóra hjá heilsustofnuninni, um námskeiðið og hugmynda- fræðina sem það, sem og allt starf NLFÍ, byggist á. – Hvers konar námskeið er þetta? „Þetta er vikulangt námskeið, fólk kemur á sunnudagskvöld 18. ágúst og dvelur í viku, til 25. ágúst. Á þessum tíma er nóg að gera, við höfum metnaðarfulla dagskrá sem hjálp- ar þátttakendum í gegnum fyrsta fráhvarfstímabilið. Einnig hag- nýtum við okkur til hins ítrasta hið fallega og friðsæla umhverfi sem heilsustofnunin býður. Við leggjum áherslu á slökun og streitulosandi æfingar, vegna þess að fólk bæði leitar í tóbak við streitu og getur upplifað mikla streitu við að hætta að reykja.“ – Hver er hugmyndafræðin að baki námskeiðunum? „Við byggjum á hugmynda- fræði Heilsustofnunar NLFÍ, að bera ábyrgð á eigin heilsu og líta á sig sem heilrænan einstakling. Við beitum heilsurækt, slökun og útivist sem virkri meðferðarleið. Hver og einn þátttakandi fær fræðslu, ráðgjöf og stuðning við að breyta lífi sínu til hins betra. Fræðslan er um hvernig taka má líf sitt föstum tökum og lifa heilsusamlegu lífi, fremur en að ræða skaðsemi tóbaks. Þeir sem reykja vita vel hve hættulegt það er, en lifa í afneitun. Við leyfum þeim sem vilja að nota nikótínlyf, en lítum á það sem auka stuðning við að hætta að reykja.“ – Áherslurnar hjá ykkur eru þá frekar í breytingum á hegðun. „Já, við einbeitum okkur að fræðslu um leiðir til betra lífs án tóbaks, hvernig stjórna má streitu, löngun í tóbak og vanlíð- an vegna fráhvarfseinkenna. Við lítum svo á að þeir sem koma til okkar séu búnir að taka ákvörð- unina um að hætta að reykja. Áð- ur en til þess kemur hefur við- komandi farið í gegnum nokkur stig, fyrst ekki þótt neitt að því að reykja, síðan íhugað málið og velt fyrir sér möguleikum á bættu líf- erni og loks ákveðið að hætta að reykja.“ – Hafið þið haldið svona nám- skeið oft? „Við höfum haldið þau síðan 1996 og alls haldið þau um 50 sinnum. Árangurinn hefur verið góður, en misjafn eftir hópum, og höfum við gert rannsóknir á árangri á námskeiðunum og kom í ljós eftir fyrstu tvö árin að um einn þriðji þátttakenda var reyklaus ári eftir námskeiðið. Þrátt fyrir að ekki hafi allir náð að hætta algjörlega að reykja mátti sjá að mjög margir höfðu breytt sínum lífsstíl og snúist til heilbrigðara lífernis. Nýrri tölur frá námskeið- unum undanfarin ár sýna enn betri árangur. Flestir þeirra sem byrja aftur að reykja byrja innan þriggja mánaða frá námskeiðinu. Þar verður að hafa í huga að reykingar eru fíkn og það þarf mikið átak til að hætta þeim að fullu.“ – Hvernig má styðja þá sem eiga erfitt með að halda sig frá tóbakinu? „Við bjóðum upp á eftirfylgd í ljósi þess að margir byrja fljót- lega aftur. Það þarf mikið átak að hætta að reykja, en það er líka heljar átak að byrja ekki aftur. Viðhaldstímabilið er mjög langt, viðkomandi getur byrjað aftur að reykja mörgum árum eftir að hann hætti ef hann fær ekki stuðning.“ – Það hlýtur að vera mikið átak fyrir marga að hætta að reykja. „Já, sérstaklega þegar viðkom- andi hefur reykt jafnvel síðan hann var unglingur og ekki upp- lifað fullorðinsárin án tóbaks. Þar stýrir tóbakið lífi viðkomandi. Margir sem koma til okkar reykja meira en einn pakka af sígarett- um á dag. Við það að koma til okkar á heilsustofnunina losnar viðkomandi úr viðjum vanans og getur tekið nýja stefnu í lífinu. Lausnin frá venjubundnum reyk- ingaaðstæðum er mjög mikilvæg, en málið getur vandast þegar heim er snúið, þá tekur vilja- styrkurinn við og okkar hjálp.“ – Hvaða ástæður hafið þið séð helstar á að fólk hætti að reykja? „Að sjálfsögðu ættu allir að hætta að reykja vegna skaðlegra áhrifa á heilsu, en það hefur kom- ið í ljós að margir þeirra sem koma til okkar hafa einfaldlega fengið nóg og eru til- búnir til að hætta að reykja. Það er mjög gott þegar ákvörðunin er tekin af einstak- lingnum sjálfum. Þeir sem koma vegna þess að einhver nákominn sendi þá á námskeið eiga enn langt í land með að sætta sig við að hætta að reykja.“ Þeir sem vilja skrá sig á nám- skeið Náttúrulækningafélags Ís- lands á Heilsustofnuninni í Hveragerði til þess að hætta að reykja geta hringt í heilsustofn- unina í síma 483 0300 eða sent póst á netfangið heilsu@hnlfi.is. Bridget Ýr McEvoy  Bridget Ýr McEvoy er fætt í Kilkenny, Suður–Írlandi, árið 1953. Hún lauk námi í geð- hjúkrun frá St. Canicés Training Hospital, Kilkenny árið 1973 og starfaði þar þangað til hún flutti til Íslands 1978. Hún starfaði við geðdeild FSA til 1985, en síðan hefur hún starfað við Heilsu- stofnun NLFÍ í Hveragerði, við ráðgjöf og fræðslu, þar á meðal við stjórn reykleysisnámskeiða. Hún er gift Sveini Magnússyni, framhaldsskólakennara, og eru dætur þeirra tvær, Anna Guð- björt og María Dagbjört. Hættið að reykja með hjálp NLFÍ AUGLÝSINGAFRESTUR vegna breytinga á svæðisskipu- lagi miðhálendis Íslands, norðan Vatnajökuls, er liðinn en alls bár- ust athugasemdir frá þremur að- ilum. Þeir eru Náttúruvernd rík- isins, Markaðsstofa Austurlands og Fljótsdalshreppur, en áður höfðu borist athugasemdir frá Landvernd og (SUNN) samtök- um um náttúruvernd á Norður- landi. Að sögn Óskars Bergsson- ar, formanns samvinnunefndar miðhálendis, mun nefndin funda dagana 24. til 25. júlí en þá verð- ur athugasemdum svarað og skipulagstillagan tekin til af- greiðslu. Hann segir að ekki sé búist við miklum ágreiningi um málið í nefndinni. Í atkvæða- greiðslu um tillöguna eins og hún lá fyrir, áður en hún var auglýst, hafi þrír fulltrúar nefndarinnar setið hjá en aðrir nefndarmenn samþykktu tillöguna. „Við mun- um væntanlega afgreiða skipu- lagið með einhverjum breyting- um, en eftir það verður málið sent til Skipulagsstofnunar sem fer yfir skipulagstillögurnar á nýjan leik. Að því loknu er málið sent umhverfisráðherra til stað- festingar eða synjunar. Það má reikna með því að málið verði komið inn á borð til ráðherra um miðjan ágúst,“ segir Óskar. Breytingar á svæðisskipulagi miðhálendis Fimm gera athugasemdir ÞEIR voru heldur vindbarðir vin- irnir Jordi Herreros og Josep Cabanes frá Barcelona, þegar Morgunblaðið hitti þá við Núps- stað í Skaftafellssýslu á dögunum. Þeir voru á leiðinni að Kirkjubæj- arklaustri frá Jökulsárlóni. Þeir höfðu lagt langa vegalengd að baki, hjóluðu frá flugvellinum í Keflavík, norður Kjalveg og aust- ur fyrir. „Vegurinn er góður, vanda- málið fyrir okkur er vindurinn og kuldinn. Suma daga rignir og hverjum degi fylgja ný vanda- mál,“ segir Herreros og hlær. Þá um morguninn hafði kærasta Cabanes gefist upp fyrir íslenskri veðráttu og tekið rútu til Reykja- víkur þar sem hún ætlaði að hitta þá félaga þegar þeir hefðu lokið hringferðinni. „Umferðin er í lagi, bílarnir fara hratt fram hjá okkur, en heima hjá okkur eru bílarnir fleiri og keyra enn hrað- ar,“ bætir Herreros við. Þeim félögum fannst fallegast í Mývatnssveit og á Kili. „Ísland er mjög fjölbreytt og fallegt land. Leiðinlegasti hlutinn var milli Grímsstaða á Fjöllum og Egils- staða, þar var bara vegur og ekk- ert landslag,“ segir Herreros. Spánverjarnir segja kortin af Ís- landi léleg, oft sé gefið í skyn að tjaldstæði sé að finna á ákveðnum stöðum, en svo sé ekkert tjald- stæði þar þegar til kemur. Hverjum degi fylgja ný vandamál Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.