Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 59 Í GÓÐVIÐRI síðustu vikna hefur gróður vaxið og dafnað vel hér í Hveragerði. Umhverfis- og nátt- úruverndarnefnd bæjarins af- henti viðurkenningar fyrir feg- urstu garðana 11. júlí sl. Afhendingin fór fram í Hvera- skálanum en það er veitinga- staður sem nýlega tók til starfa í hjarta bæjarins, á sjálfu hvera- svæðinu. Auk nefndarinnar völdu krakkarnir í vinnuskólanum einn garð, sem þeim fannst bera af. Verðlaun fyrir fyrirtækjalóð hlaut Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur í Heiðmörk 38. Vinnuskólinn valdi lóð Maríu Risami og Guðmundar Bald- urssonar í Laufskógum 5. Framfaraverðlaun hlaut El- ínbjörg Kristjánsdóttir Lyngheiði 26. Verðlaun fyrir þrjá fallegustu garðana í bænum hlutu Magnús Gíslason og Karlinna Sigmunds- dóttir í Dynskógum 3, Gunnlaug Antonsdóttir í Reykjamörk 13 og Margrét Traustadóttir og Gísli Freysteinsson á Arnarheiði 26. Formaður nefndarinnar, Krist- inn T. Haraldsson, afhenti verð- launin en hann ásamt nefndinni og umhverfisstjóra bæjarins gekk um garða bæjarins til að velja þá. Hann gat þess í ávarpi sínu að það hefði komið sér á óvart hve marga fallega og rækt- arlega garða væri að finna í Hveragerði. Fegurstu garðar Hveragerðis verðlaunaðir Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Eigendur verðlaunagarðanna ásamt Kolbrúnu Þóru Oddsdóttur umhverfisstjóra og Kristni Haraldssyni, for- manni umhverfisnefndar, en afhending viðurkenninga fór fram í Hveraskálanum. Hveragerði. Morgunblaðið. VINNANDI fólk hefur rétt á almennri heilbrigðisþjónustu til lífstíðar verður umræðuefn- ið á málfundi sósíalíska verka- lýðsblaðsins Militants sem haldinn verður 19. júlí á Skóla- vörðustíg 6b, kl. 17.30. „Ríkisstjórnin heldur spítöl- unum áfram í fjársvelti og sumarlokanir eru löngu orðnar árviss viðburður. Allt of fáir starfsmenn eru í heilbrigðis- kerfinu og ungum læknum er þrælað út á endalausum vökt- um. Tilraunir eru gerðar til að einkavæða hluta af heilbrigð- iskerfinu, sem kemur sér ágætlega fyrir borgarastéttina en lendir harkalega á verka- fólki. Barátta ungra lækna fyrir eðlilegum vinnutíma er skref í rétta átt að breiðari baráttu fyrir vel mönnuðu, mannsæm- andi heilbrigðiskerfi. Eins og verkföll sjúkraliða og hjúkrun- arfræðinga undanfarin ár eru aðgerðir unglækna partur af kjarabaráttu sem getur þróast í félagsleg átök um líf og heilsu vinnandi fólks, jafnt þeirra sem starfa á spítölum og þeirra sem nota þjónustu þeirra. Framtíð heilbrigðisþjónustu er komin undir sjálfstæðum að- gerðum verkalýðsstéttarinnar, utan heilbrigðiskerfis sem inn- an,“ segir í fréttatilkynningu. Málfundur sósíalíska verkalýðs- blaðsins UM NÆSTU helgi lýkur vísitasíu biskups Íslands, Karls Sigurbjörns- sonar, í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Á morgun, föstudaginn 19. júlí, mun biskup vísitera Fitjakirkju, ásamt prófasti. Hátíðarguðsþjónusta verð- ur þar kl. 15. Um kvöldið mun biskup heimsækja Vatnaskóg og leiða guðs- þjónustu þar. Laugardaginn 20. júlí sækir bisk- up heim Knarrarnes og Hjörsey, en í Hjörsey stóð kirkja í um fimm hundruð ár. Þar verður guðsþjón- usta í gamla kirkjugarðinum. Sunnudaginn 21. júlí verður hátíð- arguðsþjónusta í Borgarkirkju kl. 14. Þá verður þakkað fyrir endur- bætur á kirkjunni og þess minnst að kirkja hefur staðið á Borg frá árinu 1002, eða í 1000 ár. Að lokinni messu verður kirkjukaffi í boði sóknar- nefndar á Hótel Borgarnesi. Þúsund ára kirkjuafmæli á Borg SVEINN Klausen, þýðandi og land- vörður, mun í fimmtudagskvöld- göngu leiða gesti um Snókagjá, eina dýpstu og gróðursælustu gjá á Þing- völlum. Gengið verður eftir endilangri gjánni og komið upp úr henni í Stekkjargjá við Langastíg. Göngu- leiðin í gjánni liggur á nokkrum stöð- um yfir stórgerð hraunhöft eða klettahrun, sem rekja má til jarð- skjálfta fyrri alda. Lagt verður af stað frá þjónustumiðstöð kl. 20. Fimmtudags- ganga á Þingvöllum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.