Morgunblaðið - 18.07.2002, Síða 59

Morgunblaðið - 18.07.2002, Síða 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 59 Í GÓÐVIÐRI síðustu vikna hefur gróður vaxið og dafnað vel hér í Hveragerði. Umhverfis- og nátt- úruverndarnefnd bæjarins af- henti viðurkenningar fyrir feg- urstu garðana 11. júlí sl. Afhendingin fór fram í Hvera- skálanum en það er veitinga- staður sem nýlega tók til starfa í hjarta bæjarins, á sjálfu hvera- svæðinu. Auk nefndarinnar völdu krakkarnir í vinnuskólanum einn garð, sem þeim fannst bera af. Verðlaun fyrir fyrirtækjalóð hlaut Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur í Heiðmörk 38. Vinnuskólinn valdi lóð Maríu Risami og Guðmundar Bald- urssonar í Laufskógum 5. Framfaraverðlaun hlaut El- ínbjörg Kristjánsdóttir Lyngheiði 26. Verðlaun fyrir þrjá fallegustu garðana í bænum hlutu Magnús Gíslason og Karlinna Sigmunds- dóttir í Dynskógum 3, Gunnlaug Antonsdóttir í Reykjamörk 13 og Margrét Traustadóttir og Gísli Freysteinsson á Arnarheiði 26. Formaður nefndarinnar, Krist- inn T. Haraldsson, afhenti verð- launin en hann ásamt nefndinni og umhverfisstjóra bæjarins gekk um garða bæjarins til að velja þá. Hann gat þess í ávarpi sínu að það hefði komið sér á óvart hve marga fallega og rækt- arlega garða væri að finna í Hveragerði. Fegurstu garðar Hveragerðis verðlaunaðir Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Eigendur verðlaunagarðanna ásamt Kolbrúnu Þóru Oddsdóttur umhverfisstjóra og Kristni Haraldssyni, for- manni umhverfisnefndar, en afhending viðurkenninga fór fram í Hveraskálanum. Hveragerði. Morgunblaðið. VINNANDI fólk hefur rétt á almennri heilbrigðisþjónustu til lífstíðar verður umræðuefn- ið á málfundi sósíalíska verka- lýðsblaðsins Militants sem haldinn verður 19. júlí á Skóla- vörðustíg 6b, kl. 17.30. „Ríkisstjórnin heldur spítöl- unum áfram í fjársvelti og sumarlokanir eru löngu orðnar árviss viðburður. Allt of fáir starfsmenn eru í heilbrigðis- kerfinu og ungum læknum er þrælað út á endalausum vökt- um. Tilraunir eru gerðar til að einkavæða hluta af heilbrigð- iskerfinu, sem kemur sér ágætlega fyrir borgarastéttina en lendir harkalega á verka- fólki. Barátta ungra lækna fyrir eðlilegum vinnutíma er skref í rétta átt að breiðari baráttu fyrir vel mönnuðu, mannsæm- andi heilbrigðiskerfi. Eins og verkföll sjúkraliða og hjúkrun- arfræðinga undanfarin ár eru aðgerðir unglækna partur af kjarabaráttu sem getur þróast í félagsleg átök um líf og heilsu vinnandi fólks, jafnt þeirra sem starfa á spítölum og þeirra sem nota þjónustu þeirra. Framtíð heilbrigðisþjónustu er komin undir sjálfstæðum að- gerðum verkalýðsstéttarinnar, utan heilbrigðiskerfis sem inn- an,“ segir í fréttatilkynningu. Málfundur sósíalíska verkalýðs- blaðsins UM NÆSTU helgi lýkur vísitasíu biskups Íslands, Karls Sigurbjörns- sonar, í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Á morgun, föstudaginn 19. júlí, mun biskup vísitera Fitjakirkju, ásamt prófasti. Hátíðarguðsþjónusta verð- ur þar kl. 15. Um kvöldið mun biskup heimsækja Vatnaskóg og leiða guðs- þjónustu þar. Laugardaginn 20. júlí sækir bisk- up heim Knarrarnes og Hjörsey, en í Hjörsey stóð kirkja í um fimm hundruð ár. Þar verður guðsþjón- usta í gamla kirkjugarðinum. Sunnudaginn 21. júlí verður hátíð- arguðsþjónusta í Borgarkirkju kl. 14. Þá verður þakkað fyrir endur- bætur á kirkjunni og þess minnst að kirkja hefur staðið á Borg frá árinu 1002, eða í 1000 ár. Að lokinni messu verður kirkjukaffi í boði sóknar- nefndar á Hótel Borgarnesi. Þúsund ára kirkjuafmæli á Borg SVEINN Klausen, þýðandi og land- vörður, mun í fimmtudagskvöld- göngu leiða gesti um Snókagjá, eina dýpstu og gróðursælustu gjá á Þing- völlum. Gengið verður eftir endilangri gjánni og komið upp úr henni í Stekkjargjá við Langastíg. Göngu- leiðin í gjánni liggur á nokkrum stöð- um yfir stórgerð hraunhöft eða klettahrun, sem rekja má til jarð- skjálfta fyrri alda. Lagt verður af stað frá þjónustumiðstöð kl. 20. Fimmtudags- ganga á Þingvöllum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.