Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MARGT hefur tek- ist þokkalega í stjórn- un sjávarútvegs. Stærri sjávarútvegs- fyrirtækjum hefur gengið vel m.a. vegna þess að sveigjanleiki er í veiðiráðgjöf loðnuveiða. Stærri út- gerðir hafa líka fengið nánast allar nýjar veiðiheimildir undan- farinn áratug eins og veiðar á Flæmska hattinum, í Smugunni, úthafskarfa, kol- munna, norsk-ís- lensku síldina o.fl. Velgengni á því miður bara við um u.þ.b. 70% sjávar- útvegs. Hjá um 30% sjávarútvegs, krókabátum, stærri bátum og ís- fisktogurum, ríkir ekki almenn sátt og tengist það sterklega sjáv- arþorpum og landvinnslu í þeim. Um hvað er ósátt? Höfundur telur að ósætti megi rekja sem afleiðingu af mistökum Hafrannsóknarstofnunar í ráðgjöf þorskveiða. Þetta kann að þykja langsótt skýring, en skal rökstudd hér frekar. Forsendur fyrir litlum þorsk- kvóta hafa aldrei staðist. Þetta sannaðist síðast þegar Hafrann- sóknarstofnun „týndi“ helmingi þorskstofnsins fyrir tveimur árum, eftir að farið hafði verið 100% eftir ráðgjöf frá 1992. Í stað þess að viðurkenna mis- tök, lét Hafrannsóknarstofnun „bakreikna“ mælingar áranna á undan og ómerkja þannig eigin verk. Endurreiknuð niðurstaða varð þá að um „ofmat“ hefði verið að ræða í mælingum fyrri ára. Rökrétt niðurstaða getur samt aldrei orðið önnur en að allar mæl- ingar séu jafn réttar, með sömu aðferðinni, og þorskurinn sem týndist hafi drepist við tilraunir við að „byggja upp stofninn“. Gögn Hafrannsóknarstofnunar gefa ein- mitt til kynna að offriðun á smá- þorski kunni að hafa leitt til úr- kynjunar og hnignunar stofnsins sjá 1-3: 1. Kynþroskaldur þorsks hefur fallið, við aukna friðun sl. 30 ár (gögn Hafró). 2. Náttúrulegur dánarstuðull í kyn- þroska þorski virðist hafa hækkað verulega umfram markmið Hafrannsóknarstofn- unar (sönnun: týndi þorskurinn). 3. Vaxtarhraði þorsks við Ísland hef- ur fallið við aukna friðun (gögn Hafró). 4. Sjá grein dr. Jónasar Bjarna- sonar í Morgunblaðinu 10. júlí sl. um nýjar uppgötvanir í erfðaþátt- um fiska. (Mikilvægt að ábyrgir/ áhugasamir, lesi þessa grein.) Mistök Hafrannsóknarstofnunar virðast aðallega felast í að ofmeta skilyrði fyrir friðun smáþorsks. Of mikil verndun smáþorsks virðist leiða til of mikillar samkeppni um fæðu, smáþorskur vex hægar, af- föll aukast, kynþroskaaldur fellur, = stofninn úrkynjast og afrakstur minnkar. Þetta virðist stærsta skýring á minnkandi stórþorski við Ísland. Stórþorskur verður ekki sjálfvirkt til með friðun smá- þorsks! Þótt tilraunir ráðgjafa hafi end- urtekið mistekist (skýrustu dæmi: 1983, -1992 og 2000) láta stjórn- völd Hafrannsóknarstofnun halda áfram sömu tilraununum. Í öll skipti sem „týnast“ hundruð þús- unda tonna af þorski er villandi tölfræði látin plata alla með „of- veiði“ eða „ofmati“. Falli vaxtar- hraði t.d. um 30% eins og 1980- 1983 skilgreinir tölfræðin það sjálfvirkt sem „ofveiði“ þótt aug- ljóst ætti að vera að 30% minnkun sé beinlínis vegna minni vaxtar- hraða. Við bætast svo augljóslega aukin náttúruleg afföll eins og aukið sjálfát og meiri sjálfdauði við slíkar kringumstæður. Allt var þetta þá reiknað sem „ofveiði“. Tölfræði gefur auðvitað ráðgjöf í samræmi við forritun. Röng for- rritun gefur rangar uppýsingar = ranga niðurstöðu = vitlausa ráð- gjöf = röng viðbrögð stjórnvalda. Vegna íhlutunar Alþjóðahaf- rannsóknarráðsins ríkir „patt- staða“ í umræðunni. Bannað virð- ist að ræða efnisatriði nema á forsendum sem Alþjóðahafrann- sóknarráðið í Kaupmannahöfn samþykkir. Það „apparat“ virðist alltaf spurt hvað megi gera, hvað megi segja og hvað megi ræða. Þarna er málefnið fast. Ráðgjafar Hafrannsóknarstofn- unar þurfa ekkert að skammast sín fyrir þótt þeir þurfi að við- urkenna þessi mistök, ef þeir gera það núna. Verði mistökin ekki leið- rétt verður málstaður ráðgjafa verri. Yfirhylming yfir mistök eða afskiptaleysi af mistökum mun bara ekki komast upp, heldur kann það að reynast refsivert. Aðalatriði málsins Aðalatriði þessa máls er, að samkvæmt sannaðri reynslu t.d. frá 1944-1980 er áhættulaust að veiða helmingi meira magn af þorski hérlendis en gert hefur ver- ið síðustu 10 ár. Sönnuð reynsla þessara ára er áreiðanlegstu og ábyrgustu raunvísindi, sem til eru um veiðanlegt magn af þorski, því þetta er sannprófuð reynsla þegar veitt var meira af smáþorski, smærri möskvar í botnvörpu og engar svæðalokanir. Hitt aðalatriði þessa máls er af- leita reynslan sl. 20 ár, að reyna að þvinga fram stækkun þorsk- stofnsins með friðun smáþorsk. Sú tilraun hefur endurtekið mistekist og því er það ótvíræð niðurstaða þeirra tilrauna. Vísbendingar um úrkynjun í þorskstofninum í dag eru mjög alvarleg aðvörunarmerki, sbr. reynsla frá Labrador. Niðurstaða Við eigum strax að auka þorsk- kvóta um 100 þúsund tonn. Stærsti hluti aukins kvóta á að koma í hlut strandveiðiflota, krókabáta, vertíð- arbáta og ísfisktogara og aflanum á að landa til vinnslu hérlendis. Sjávarþorp og íbúar þeirra eiga sín mannréttindi sem íbúar ná- lægra fiskimiða. Sjávarþorpin eru samofin menningu og sögu þjóð- arinnar. Það er algjörlega ábyrgð- arlaust að láta viðgangast að fram- tíð þessara byggðarlaga sé teflt í tvísýnu á forsendum sem eru ekki bara vitlausar, heldur virðast stór- háskalegar – sbr. þorskstofninn við Labrador – en allt virðist benda til að þorskstofninn þar hafi úrkynjast og hrunið úr hor við rót- tækustu tilraun til „að byggja upp stofninn“ sem gerð hefur verið í N-Atlandshafi (sjá viðtal við Jakob Jakobsson, Fiskifréttir 10. nóv. 1989). Niðurstaðan er sú, að áframhald á þeirri tilraunastarfsemi að þvinga þorskstofninn til stækkun- ar með friðun smáþorsks sé þá; „sátt um úrkynjun þorskstofns- ins“. Er virkilega sátt um það, eða hvað er í gangi? Sátt um úr- kynjun þorsk- stofnsins? Kristinn Pétursson Fiskveiðistjórnun Niðurstaðan er sú, segir Kristinn Pétursson, að áframhald á þeirri til- raunastarfsemi að þvinga þorskstofninn til stækkunar með friðun smáþorsks sé þá „sátt um úrkynjun þorsk- stofnsins“. Höfundur rekur fiskverkun í litlu sjávarþorpi. kristinn@gunnolfur.is FORYSTUMENN Heimsýnar hafa tekið undir þá sýn forsætis- ráðherra að Evrópu- sambandið sé eitthvert ólýðræðislegasta skrif- finnskubákn sem sett hafi verið á laggirnar, og meðal annars af þeim ástæðum sé ekki ráðlegt að selja full- veldi okkar í hendur þess. Um þessa skoðun eru deildar meiningar, en á hinu leikur enginn vafi að Íslendingar telja almennt Alþjóða hvalveiðiráðið einhver vitlausustu alþjóða- samtök sem uppi eru. Ekki er nóg með að ráðið starfi í andstöðu við stofnsamþykktir sínar, þar sem það fæst eingöngu við hvalvernd en ekki hvalveiðistjórnun, heldur tekur það ekkert mark á niðurstöðum vísinda- nefndar sinnar, sem sýna berlega að vel má veiða úr ýmsum hvalastofnun án þess að ganga nærri þeim. ,,Óskoraður fullveldisréttur“ Það er skýlaus skoðun þorra Ís- lendinga að nýta beri allar lifandi auðlindir hafsins með sjálfbærum hætti, þar með talið hvali. Í samræmi við hana hefur Alþingi lagt áherslu „á óskoraðan fullveldisrétt Íslands við nýtingu hvalastofna á íslensku hafsvæði.“ Samt sem áður hafa hval- veiðar ekki verið stundaðar á Ís- landsmiðum síðan 1989, en fram að þeim tíma höfðu menn veitt hér hval og unnið í landstöðvum í meira en hundrað ár þó að með nokkrum hléum hafi verið. Heil kynslóð hefur alist upp án þess að smakka hvalkjöt og hvalbátar Hvals hf. eru orðnir að „sjóminjasafni“ í Reykjavíkurhöfn. Íslendingar sögðu sig úr Alþjóða- hvalveiðiráðinu árið 1992. Alþingi valdi þann kost að mótmæla ekki takmörkunum hvalveiðiráðsins árið 1983, né tímabundinni stöðvun hval- veiða í atvinnuskyni sem gekk í gildi 1986. Hvalveiðar lögðust þó ekki al- veg af því að í samræmi við ákvæði hvalveiðisáttmálans var veiddur tak- markaður fjöldi langreyða og sand- reyða í rannsóknarskyni árin 1986- 1989. Þá var hvalbátunum lagt og fjórum árum síðar var langlundar- geðið þrotið og við gengum á dyr. Japanir og Norðmenn völdu að þreyja Þorrann og Góuna í ráðinu en setja fyrirvara við bannið, og við- halda tækni og þekkingu með „vís- indaveiðum til innanlandsþarfa“, enda hafa hvalveiðar þessara þjóða aldrei stöðvast með öllu. ,,Hefja skal hvalveiðar“ Kjarni málsins er sá að frá árinu 1992 höfum við haft óskorað sjálf- stæði sem fullvalda þjóð til þess að stunda hvalveiðar. Þess vegna álykt- ar 123. löggjafarþingið vorið 1998 „að hefja skuli hvalveiðar hið fyrsta hér við land“, og rekur duglega á eft- ir ráðherrum sem ekki höfðu komið þessu í verk. Hafrannsóknastofnun gefur grænt ljós og telur að miðað við ástand hvalastofna og sjálfbæra nýtingu sé hóflegt til lengri tíma litið að veiða 200 langreyðar hér við land og um 250 hrefnur. Ekki hefur þó komið hvalsporður á land nema að hvalur hafi flækst í net eða sjálfdauðar skepnur rekið á fjörur. Hvernig má það verða þegar við höfum ráðið þessu sjálf síðan 1992? Mér hefur skilist að svarið sé fólgið í því, að enginn markaður sé fyrir íslenskt hvalkjöt þar sem Japanir vilja ekki sniðganga bann hvalveiðiráðsins með innflutningi. Ástæðan fyrir því að ekki má veiða hrefnu fyr- ir innanlandsmarkað er mér ekki ljós, nema að vera kunni að hótanir bandarískra stjórnvalda um efna- hagslegar refsiaðgerðir liggi þar að baki, eða ótti við að neytendur snúi baki við íslenskum fiskafurðum á mikilvægum mörkuðum. Tilraunir okkar til þess að hrinda hvalveiðibanninu með uppbyggingu hvalveiðistjórnunar innan vébanda Norður-Altantshafsspendýrarráðs- ins (NAMMCO) hafa ekki borið til- ætlaðan árangur. Það hefur því orðið þrautalendingin að framkvæma vilja Alþingis og undirbúa hvalveiðar með þeim hætti að knýja aftur á dyr Al- þjóða hvalveiðiráðsins og kynna að- ildarþjóðum þess málstað okkar fyr- ir 85 milljónir króna á fjórum árum. Miðað við forsöguna er inngangan í hvalveiðiráðið svipugöng. Í tvígang höfum við reynt að gerast aðildar- þjóð að nýju með fyrirvörum, og staðan er sú að við, ásamt minnihlut- anum, teljum að Íslendingar séu að- ildarþjóð. Meirihlutinn hefur hafnað aðild okkar, en boðið okkur vel- komna inn úr kuldanum fyrirvara- lausa. Við lítum að sjálfsögðu svo á að þessi ákvörðun sé ógild og að engu hafandi, og að hún hafi engin áhrif á stöðu Íslands sem aðila að ráðinu. Hollt umhugsunarefni Vonandi er það mat utanríkisráð- herra rétt sem fram kemur í orðum hans á Alþingi í fyrra: „Við töldum tímabært að ganga í ráðið að nýju í ljósi þess að merki eru um að stuðn- ingur sé að aukast innan þess við sjálfbærar hvalveiðar og vildum við taka þátt í þeirri umræðu og hafa áhrif á ákvarðanir ráðsins.“ Og ef til vill ber að túlka afnám norsku stjórnarinnar á 14 ára banni við útflutningi á hvalaafurðum sem tilraun til þess að skapa markað fyrir hvalkjöt í trássi við Alþjóða hval- veiðiráðið. En við sem höfum verið fullvalda í hvalveiðimálum verðum að lúta svo lágt að ná í bita af norsku hrefnukjöti og smakka súrt norskt rengi á næsta þorrablóti í þágu þess markmiðs. Niðurlæging okkar væri algjör ef hvalaskoðun væri ekki að verða ný og blómstrandi atvinnu- grein á meiði ferðaþjónustunnar. Búist er við að 60 þúsund ferðamenn fari í hvalaskoðunarferðir á þessu ári og beinar tekjur af þeim nemi um 800 milljónum króna. Fjöldi manns hefur þegar atvinnu af þessari nýt- ingu á hvalastofnunum fjórtán hér við land. Í umræðum um fullveldi og óskor- að sjálfstæði þjóðarinnar eru hval- veiðimálin hollt umhugsunarefni. Líklega hefði staða okkar verið betri en nú ef við hefðum haft þolinmæði og þrek til þess að vinna hagsmunum Íslendinga brautargengi innan Al- þjóða hvalveiðiráðsins sl. 12 ár þótt þar sé vissulega við ramman reip að draga. Fullveldi Íslands í hvalveiðum Einar Karl Haraldsson Höfundur er ráðgjafi á sviði almannatengsla. Hvalveiðar Íslendingar telja almennt Alþjóða hvalveiðiráðið, segir Einar Karl Haraldsson, einhver vitlausustu alþjóðasamtök sem uppi eru. Gjafavara Fiskislóð 26 · Sími: 551 4680 · Fax: 552 6331 www.sturlaugur.is i i l í i l i iskislóð 26 Sími: 551 4 80 www.sturlaugur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.