Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Heimsferðir kynna nú haust- ferðir sínar til Kanaríeyja, þann 23. október og 24. nóvember, en Kan- aríeyjar eru tvímælalaust vinsælasti vetraráfangastaður Íslendinga í dag. Við bjóðum nú betri gistivalkosti en nokkru sinni fyrr í hjarta ensku strandarinnar og að sjálfsögðu njóta farþegar okkar rómaðrar þjón- ustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Sigurður Guðmundsson verður að vanda með fjölbreytta skemmti- og íþróttadagskrá, leikfimi og kvöldvökur til að tryggja það að þú fáir sem mest út úr fríinu. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Fyrstu 50 sætin á sértilboði Kanarí- veisla Heimsferða í haust frá kr. 56.165 Brottför · 23. okt. - 32 nótt · 24. nóv. - 23 nætur 23 nætur Verð frá 56.165 24. nóvember, m.v. hjón með 2 börn á Tanife, 23 nætur. Verð kr. 78.750 24. nóvember, m.v. 2 í íbúð, Tanife, 23 nætur. 5. vikur (32 nætur) Verð frá 64.965 23. okt., m.v. hjón með 2 börn á Tanife, 32 nætur. Verð kr. 89.550 23. okt., m.v. 2 í íbúð, Tanife, 32 nætur. Gististaðir Heimsferða · Roque Nublo · Los Tilos · Los Volcanes · Paraiso Maspalomas · Tanife · Dorotea ÁSÝND Garðsins tekur breyting- um þegar lokið verður átaki í mal- bikun gatna og gerð gangstétta og göngustíga. Framkvæmdin hófst í sumar og þessa dagana eru menn á vegum verktakanna að ljúka við að steypa fyrsta áfanga gangstéttar- kanta. Hreppsnefnd Gerðahrepps ákvað síðastliðinn vetur að láta malbika götur í Garði og leggja slitlag á af- leggjara heim á nokkra bæi og gera gangstéttir og göngustíga í þorp- inu. Á þetta að gerast í fjórum ár- um en verktakinn hefur heimild til að vinna verkið hraðar. Vilja reyna að halda vinnunni sem mest heima Eftir útboð var samið við Braga Guðmundsson húsasmíðameistara og Tryggva Einarsson sem er með gröfuþjónustu, en þeir tóku sig saman um tilboð. Þeir segjast hafa boðið sameiginlega í verkið til þess að reyna að halda þessari vinnu sem mest heima. Þeir vinna báðir að öðrum verkum um leið. Bragi og Tryggvi segja að lítið hafi verið lagt af gangstéttum á undanförnum ár- um, líklega ekki neitt frá því þeir tóku saman að sér gangstéttalagn- ingar fyrir um tólf árum. Telja þeir að ásýnd byggðarlagsins gjörbreyt- ist við þessa framkvæmd. Í sumar hefur verið unnið að jarðvegsskiptum fyrir gangstéttir og aðeins að malbikun gatna. Í gær voru menn á þeirra vegum að steypa kantsteina og var lagning fyrsta áfanga, um 1.500 metra, að ljúka. Í framhaldinu verða gang- stéttirnar steyptar og farið að skipta um jarðveg undir fleiri stétt- ir. Þegar farið verður að steypta stéttirnar þarf að fjölga mönnum við verkið. Tryggvi og Bragi höfðu orð á því í gær að þeir þyrftu að hafa vakt yfir kantsteinunum á meðan steyp- an væri blaut því krakkanir hefðu gaman að hlaupa yfir þá eða hjóla í gegn. Kostar 80 milljónir Sigurður Jónsson sveitarstjóri segir að vissulega sé mikið átak fyrir sveitarfélagið að ráðast í þetta umhverfisátak, en það hafi verið nauðsynlegt. Verkið kostar 80 millj- ónir, en það verður greitt á tíu ár- um. „Fólk mun sjá mikla breytingu á bænum okkar þegar þetta verk verður komið áleiðis,“ segir Sig- urður og nefndi andlitslyftingu í því sambandi. Þorpið fær andlitslyftingu Garður Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Menn á vegum verktaka steypa kantsteina fyrir væntanlegar gangstéttir við Heiðarbraut. GOKART Reykjanesbæ hefur boðið unglingum upp á námskeið í akstri körtubíla í allt sumar á brautinni og hafa námskeiðin verið vel sótt. Fyrsta námskeiðið hófst 10. júní og verða þau á hálfsmánaðarfresti út ágúst fyrir ungt fólk, fætt 1988–90. Morgunblaðið kom við á reisbraut- inni við Njarðvíkurveg þegar eitt námskeiðanna var í fullum gangi. Á námskeiðunum læra krakk- arnir að höndla körtubíla og farið er yfir öryggisatriði, bæði hvað varðar akstur bílanna og virkni reisbrautarinnar í heild. Að nám- skeiði loknu fá þátttakendur við- urkenningarskjöl og gjafabréf upp á 50 mínútur í gokart í veglegri út- skriftarveislu með pizzu og gosi. Þegar blaðamaður kom við í vik- unni voru allir nemendur skólans drengir og sagði Ólafur Jökull leið- beinandi að þetta væri fyrsta nám- skeiðið sem eingöngu væri skipað drengjum, þótt drengir hafi verið fjölmennari en stúlkur í skólanum. Strákarnir gáfu sér tíma til að setj- ast niður að loknum æsispennandi kappakstri, þar sem hver nemandi ók nokkra hringi á brautinni með- an tímataka stóð yfir. Þetta finnst þeim eitt það skemmtilegasta á námskeiðinu, þ.e. að keyra hratt. „Best er þegar rignir, þá getum við bæði leikið okkur og æft okkur,“ sagði einn nemendanna og hinir voru sammála. Að sögn Ólafs Jök- uls er það svipað og að keyra í hálku. – Er það ekkert hættulegt? „Nei, það er ekki hægt að velta þessum bílum. Það er heldur ekki hægt að keyra barnabílunum hrað- ar en 45 km á klst. og það er erfitt að ná þeim hraða á þessum stuttu beinu köflum reisbrautarinnar.“ Stefna á keppnisskóla Allir drengirnir nema einn höfðu ekið körtubílum og vissu því sitt- hvað um þá áður en þeir ákváðu að sækja námskeiðið. Einn nemend- anna ekur meira að segja á sínum eigin bíl í eigin búningi, þannig að hann á vafalaust eftir að verða fastagestur á brautinni. – En voruð þið þá ekki orðnir svo klárir, þurftuð þið nokkuð að fara á námskeið? „Markmiðið er að verða betri og af því að boðið var upp á svona námskeið ákváðum við að fara. Þetta er svo gaman,“ sögðu strák- arnir í kór. Þeir voru sammála um að í framhaldi af námskeiðinu væri markmiðið að halda áfram að bæta sig og seinna meir keppa í íþrótt- inni. „Vonandi verður boðið upp á keppnisskóla í haust eða næsta vor, en það stendur okkur til boða sem hafa lokið gokart-skólanum.“ Að sögn Ólafs Jökuls hafa Reis- bílar sett á stefnuskrá að bjóða upp á slíkan skóla fyrir þessa nemendur og aðra áhugasama sem náð hafa 15 ára aldri. „Þá verður farið yfir atriði eins og keppnishald, fram- úrakstur á brautinni, næring- arfræði og ýmsa aðra þætti sem lúta að því að búa nemendur undir keppni á körtubílum.“ Ökumenn framtíðarinnar sækja námskeið í akstri körtubíla Akstur í rigningu mest spennandi Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Ökumennirnir snjöllu ásamt leiðbeinanda sínum, Ólafi Jökli, á körtubílabrautinni í Njarðvík. Njarðvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.