Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Marsý DröfnJónsdóttir fædd- ist á Hvammstanga 11. maí 1941. Hún lést á líknardeild LSH í Kópavogi 6. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Helga Ágústsdóttir, f. 2. mars 1917, og Jón Húnfjörð Jónas- son, f. 21. janúar 1914, d. 3. nóvember 1995. Þau eignuðust fjórar dætur: Bára, f. 10. febrúar 1940; Marsý sem hér er minnst; Svandís, f. 26. febrúar 1943; Ásta, 20. apríl 1949. Marsý Helgu Birgisdóttur, f. 15. janúar 1969. Börn þeirra eru sex. 2) Krist- ín Valborg, f. 15. mars 1967, sam- býlismaður hennar er Jón R. Ein- arsson, f. 3. nóvember 1955. Börn þeirra eru þrjú. 3) Jón Geir, f. 1. júlí 1971, kvæntur Kristbjörgu Harðardóttur, f. 29. apríl 1974. Börn þeirra eru tvö. Marsý ólst upp á Hvammstanga og að loknu fulln- aðarprófi var hún við nám í Hús- mæðraskólanum á Varmalandi. En starfaði eftir það á símstöðinni á Hvammstanga í nokkur ár. Eftir að Marsý fluttist til Reykjavíkur árið 1971 ásamt fjölskyldu sinni sinnti hún ýmsum störfum samfara hús- móðurstarfinu en ævistarf hennar var bifreiðaakstur. Hóf hún störf hjá SVR árið 1978 og starfaði þar til ársins 1998. Síðustu árin stund- aði hún leiguakstur frá BSR. Útför Marsýjar fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. giftist hinn 27. desem- ber 1961 Sævari Frí- manni Sigurgeirssyni, f. 4. september 1940, d. 23. febrúar1999. Foreldrar hans voru Kristín Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 30. mars 1918, d. 30. des- ember 1987, og Sigur- geir Magnússon, f. 27. september 1913. Marsý og Sævar bjuggu á Hvamms- tanga fyrstu búskap- arárin en síðan í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Ingi Hlynur, f. 29. október 1965, kvæntur Guðbjörgu Nú er systir mín farin. Samskipti okkar voru alltaf eins góð og þau geta verið á milli systra. Okkur þótti vænt hvorri um aðra. Frá minni fyrstu tíð held ég að henni hafi þótt mjög vænt um mig, að minnsta kosti er mér sagt að hún hafi breitt yfir höfuð mér þegar ég var ungbarn í vöggu, því það átti enginn annar að fá að sjá mig en hún. Ég var sem betur fer þátttakandi í hennar bestu árum, þ.e.a.s. á meðan bæði hún og Sævar voru heil heilsu og lífið allt var bjart. Það er yndislegt að dætur mínar fengu að kynnast Marsý ungar, hún var þeim og mér sem önnur móðir. Hún var viðstödd þegar ég var að fæða yngstu dóttur mína og þegar ég kom með dætur mínar í heimsókn til Marsýjar og Sævars fannst þeim gaman að fá að gramsa í skápum og skúffum hjá henni, máta föt og há- hælaða skó og mála sig, því snyrti- vörur voru ekki svo miklar heima hjá þeim en nóg af hjá Marsý frænku þeirra, enda var allt leyfilegt hjá henni, því vart var hægt að finna aðra eins barnagælu. Við vorum líka trúnaðarvinir, ég gat alltaf leitað til hennar með öll mín mál ef ég kærði mig um, hún var allt- af til staðar og hafði tíma fyrir mig. Samskipti mín við Marsý og fjöl- skylduna voru mest á meðan börnin okkar beggja voru ung, ég sé núna eftir þeim 14 árum sem við vorum að- skildar vegna fjarveru minnar í Nor- egi, en samt var hún duglegust að heimsækja mig, fyrst 1991 og tvisvar eftir það. Svo kom ég líka í heimsókn til Íslands og urðu miklir fagnaðar- fundir. Þegar ég flutti aftur heim átti ég eitt gott ár með henni áður en þessi illvígi sjúkdómur heltók hana og lagði að velli á örfáum mánuðum. Það er sárt til þess að vita að þetta sé núna allt liðin tíð, en minningin um hana mun lifa með mér og mínum. Megi Guð geyma minninguna um góða systur. Svo kveð ég þig, Marsý mín, á sama hátt og við kvöddumst alltaf í síma: „Ég elska þig.“ Hlynur minn, Kristín, Jón Geir, makar og litlu barnabörnin hennar Marsýjar, megi Guð veita ykkur styrk á sorgarstundu. Ykkar Ásta. Elsku Marsý okkar er farin. Hún skilur eftir sig stórt tómarúm sem erfitt verður að fylla. Hún var glæsi- leg kona sem naut þess að lifa hvort sem var með fjölskyldu eða vinum. Þessi glæsilega kona var okkur systrum mikil fyrirmynd enda var hún hjartahlý og dugleg. Síðustu ár hefur hún komið okkur systrum í móðurstað samhliða því að vera besta vinkona sem völ er á. Marsý kom alltaf til dyranna einsog hún var klædd og með bros á vör. Daginn sem hún kvaddi þennan heim settumst við systurnar niður í fallegu stólana á veröndinni hennar til þess að finna nálægð hennar í síð- asta sinn. Þá helltust yfir okkur ynd- islegar minningar. Minningar um prinsessuleiki með kjólum og háhæl- uðum skóm. Litlu hlutirnir einsog rauðu jólagardínurnar og bolludags- bollur með bleikum glassúr. Alltaf fengum við að gera það sem við vild- um enda þótti Marsý ákaflega vænt um allt litla fólkið sitt. Við systurnar verðum ávallt þakk- látar fyrir þær stundir sem við áttum með henni, vitandi það að hún fylgist með okkur öllum. Hlynur, Kristín og Jón Geir bera öll þann þokka sem foreldrar þeirra báru og biðjum við Guð að vernda og blessa þau og fjölskyldur þeirra á þessum erfiðu stundum. Einnig biðjum við Guð að gefa Helgu ömmu, mömmu, Báru, Distu og okkur hinum styrk. Við kveðjum Marsý með söknuði og tárum en vitum að Sævar tekur vel á móti henni. Herdís og Stefanía. Nú lifir minningin ein eftir um frænku mína og vinkonu, Marsý, sem barðist við krabbamein í nær sam- fellt 13 ár, fyrst með eiginmanni sín- um, Sævari Frímanni Sigurgeirs- syni, sem lést fyrir þremur árum, síðan barátta hennar sjálfrar, sem hún háði hetjulega fram á síðasta dag. Ég þekkti Marsý alla mína ævi, varla hefur fallið úr mánuður þannig að við hefðum ekki samband eða samskipti. Í mínum huga var hún perla, allt frá því að ég var smástelpa á skíðasleðanum sem hún stjórnaði á veturna, en þá voru það eldri krakk- arnir sem stjórnuðu en yngri fengu að sitja í sætinu. Ég var hreykin af því að vera með henni á sleða og að hafa hana sem stjórnanda, en yfir- leitt voru sömu krakkarnir saman á sleða, eldri systkini með yngri, en ég hafði hana. Svo var brunað á miðjum götum Hvammstanga. Það var á þeim tímum sem umferð og mengun var svo lítil, að við skynj- uðum á lyktinni þegar nýju „rúg- brauðin“ komu á Tangann einu sinni í viku og jólaeplin komu með flutn- ingabílunum, lyktin angaði um allt. Einmitt þetta minnir mig á Marsý, þar sem að í svona útileikjum námum við þessa lykt. Svo tóku unglingsárin við og alltaf fannst mér hún sætust, en ég kom á hæla henni á unglingsárum, svo hún var mér mikil fyrirmynd, þar sem ég átti ekki systur til að líta upp til. Ég man þegar Marsý, systur hennar og vinkonur voru að æfa sig að „tjútta“ í víðum margföldum pils- unum, mér fannst það ævintýri líkast hvað þær voru flottar. Þegar hún var gift kona og komin með heimili var gott að heimsækja Marsý og eiginmann hennar, Sævar, bæði svona skemmtileg og lífleg. Þar var engin lognmolla, yfirborðs- mennska eða manngreinarálit, enda voru þau vinmörg. Marsý var heimavinnandi með börnin sín, kom þeim vel á legg áður en hún réð sig sem strætisvagnabíl- stjóra, sem hún vann farsællega við í mörg ár. En af því að hún var heima- vinnandi svo lengi og svo þægileg í viðmóti var svo notalegt að líta inn hjá henni í kaffi og stutt spjall. Einhvern tíma sagði ein frænkan að það væri skrítið með tvær syst- urnar; önnur væri strætóbílstjóri, hin keyrði lyftara í álveri og báðar skörtuðu gullhring á hverjum fingri! Einmitt þannig vil ég sjá hana fyrir mér áfram, sólbrúna og fallega, gulli skreytta með rauðlakkaðar neglur. Baráttunni við illvíga sjúkdóminn, sem hún fékk svo sannarlega sinn skerf af, tók hún af æðruleysi, fyrst ætlaði hún að verða það prósent sem lifði hann af, en síðan breytti hún því í að Sævar hennar vildi fá hana til sín. Það er huggun harmi gegn að trúa því líka. Blessuð sé minning hennar. Elsku Hlynur, Kristín, Jón Geir og fjölskyldur, ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Ragnhildur Valgeirsdóttir. Marsý, þetta greinarkorn á að vera þakklætis- og virðingarvottur fyrir gengin spor, til konu sem var ekki háreist eða mikilúðleg að sjá en þeim mun meiri mannhelgi hafði hún til að bera. Hún fæddist við úfinn Miðfjörð sem á stundum gat verið sléttur, eins og mannlífið. Ung að ár- um eignaðist hún bú og börn við þennan fjörð og við þennan fjörð staðfesti hún heit sitt. Staðurinn var henni alla tíð hugleikinn. Hún var ein af fjórum dætrum sem þarna ólust upp hjá Jóni Húnfjörð og Helgu konu hans. Þarna lifði hún sínar fyrstu og bestu gleðistundir, nýgift með manni sínum Sævari. Börnin urðu þrjú og allt veitti þetta gleði á heimilinu. Eftir tuga ára búsetu breyttu landsfeðurnir stöðunni á þann hátt að flestir fluttust til suð- vesturshornsins eða Reykjavíkur. Þegar að því kom að Marsý þurfti að fara af vinna frá heimilinu, varð það vandaverk fyrir valinu að keyra strætó. Mér varð einhvertíma að orði að ég skildi ekki hvernig svona lítil kona gæti keyrt strætó. Jú, þetta var enginn vandi, hún bætti neðan á skóna sína einhverju þykku efni svo hún næði niður á pedalana. Liðlegri og hjálpsamari bílstjóra átti strætó ekki. Einn stór kunningi minn, einbúi, átti um áraraðir heima inni í Vogum en þurfti að fara niður í Lönguhlíð í mat og alltaf með strætó. Hann þekkti bílstjórana vel og sagði að Marsý tæki þeim öllum fram fyrir nærgætni við gamla fólkið, enda kom aldrei neitt slæmt fyrir farþegana hennar. Stundum er sem við stöndum agn- dofa fyrir gerðum almættisins, við eigum ekkert orð og enga bæn sem hamlar á móti, það er tekið og tekið, oft svo hastarlega að í öllu brestur. Við hin sem eftir stöndum megum ekki bugast heldur halda heiðri og minningu hinnar burt fluttu á lofti. Það eru ekki nema stutt þrjú ár síðan hún missti mann sinn. Þá átti ég eins von á að þessi sterka eik myndi brotna en hún aðeins svignaði og rétti sig svo við. Hún bjó yfir öflug- um sálarkrafti sem fáum er gefinn. Við skulum að leiðarlokum fara götuna sem hún bjó við. Húsið stend- ur þarna autt og yfirgefið. Það kem- ur enginn til dyra þótt bankað sé. Hér er allt með sömu ummerkjum svo sem hún skildi við það, allt í röð og reglu. Hver hlutur á sínum stað, síminn hringir ekki og sumar klukk- urnar hafa stansað, snyrtimennskan er nokkuð sem ekki er öllum gefin. Ég dáðist að þessari konu þegar sorgin steðjaði að en reyndin var að hún stóð sig eins og hetja. Megi allar góðar vættir Vestur- Húnavatnssýslu fylgja þér yfir móð- una miklu. Fjölskyldan öll biður þér blessunar Guðs. Sigurgeir Magnússon. Þegar björtustu dagar ársins eru að líða hjá, dimmdi snögglega í okkar fjölskyldu þegar stuttri og hetjulegri baráttu við ósigrandi óvin lauk. Marsý Dröfn var aðeins 61 árs er hún lést, hún var gift Sævari Frí- mann er lést fyrir þremur árum. Þau voru bæði Húnvetningar, hún frá Hvammstanga og hann frá Blöndu- ósi. Þau settu sig fljótlega niður á Hvammstanga og byrjuðu sitt ævi- starf þar. Marsý var góður fjöl- skylduvinur, hún var glaðvær og skemmtileg, heiðarleg og hreinskilni var hennar aðalsmerki. Hún vann mikið utan heimilisins, keyrði strætó í mörg ár og síðar leigubíl eftir lát Sævars. Þau rúm 40 ár sem við höf- um þekkt Marsý hafa verið góð kynni. Hún var góð heim að sækja en þau hjón áttu glæsilegt heimili sem alltaf stóð vinum og vandamönnum opið, enda var þar ætíð mjög gest- kvæmt. Við kveðjum þig Marsý með sökn- uði og höldum minningum og öllum góðum stundum með okkur. Börnum þínum, tengdabörnum, barnabörnum, aldraðri móður og tengdaföður og öllum nánustu vott- um við okkar dýpstu samúð. Ó, veit hjá þeim að verði ljós, unz vaknar sérhver dáin rós. Ó, veit oss öllum hjálp og hlíf og hér og síðar eilíft líf. (Matthías Jochumsson.) Bára og Vagn. Elsku Marsý, takk fyrir allt. Takk fyrir að vera alltaf til staðar. Þið Sævar voruð svo samofin mínu lífi að oft hefur mér fundist ég hafa fengið aukasett af foreldrum. Fyrsta ljósa minningin er síðan við fluttum á Hvammstanga 1964. Þið tókuð á móti okkur og opnuðuð heimili ykkar fyrir 5 manna fjölskyldu. Við bjuggum svo hjá ykkur, afa og ömmu í Múla fyrsta árið. Þegar ég var orðinn unglingur og þið flutt til Reykjavíkur þá átti ég alltaf öruggt pláss hjá ykkur, eins þegar ég var á Skógum og Mosfellssveit, bara nóg að hringja, alltaf var pláss. Þegar Ragga fæddist bjuggum við í sömu götu, ég gat alltaf leitað til þín. Ég er ekki frá því að þú hafir eiginlega orð- ið amma þá. Þegar við Svenni giftum okkur, voruð þið Sævar svaramenn, þið ein vissuð um þetta. Oft hef ég undrast yfir því hvað þú nenntir að keyra mig um bæinn eða þegar við fórum í Sævang, tjölduðum í fjörunni, svæfðum Hlyn og Kristínu og fórum á ball. Aðeins einu sinni á öllum þessum árum man ég eftir að þú skammaðir mig og var ástæða til. Ég hafði keypt mér forljóta grímu í Verslun Sigurðar Davíðssonar og kom óvænt inn í eldhús þar sem þú varst að gefa Hlyn ( 1 árs) að borða. Hann trylltist af hræðslu og ég fékk þær skammir sem ég átti skilið. En þetta var allt fyrirgefið. En nú ertu farin. Ekki datt mér í hug síðast þegar ég hitti þig, fyrir 4 vikum, að stundin rynni svo fljótt upp. Ég sem hlakkaði svo til að sýna þér mitt fyrsta barnabarn sem á að fæðast þessa dagana. En ég veit að þú fylgist með því eins og öllum hin- um börnunum. Þau sakna þín sárt. Önnur eins barnakerling var ekki til. Takk fyrir allt. Elsku amma, Hlynur, Guðbjörg, Kristín, Jón, Jón Geir, Krissa og öll barnabörnin, ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Svava Lilja og fjölskylda. Nú hefur verið höggvið skarð í hóp skólasystranna. Marsý okkar er horfin frá okkur. Á saknaðarstund- um þyrpast minningarnar að. Það var hópur lífsglaðra ungra stúlkna sem hóf nám við húsmæðra- skólann að Varmalandi í Borgarfirði haustið 1958 . Þarna átti að búa sig undir lífið eins og það blasti við þá, húsmóðurstörf og barnauppeldi. Ein af þeim yngstu í hópnum var Marsý Dröfn. Lífsgleðin og fjörið kom ekki síst í ljós hjá þessari stúlku úr Húnavatnssýslunni og ekki vant- aði myndarskapinn við sauma, bakst- ur og annað sem kennt var. Það var þó ekki eingöngu námsárangurinn sem Varmalandsmeyjarnar fóru með heim um vorið. Vináttubönd höfðu verið bundin. Bönd sem aldrei slitn- uðu þó að hópurinn dreifðist og langt yrði á milli. Skólasysturnar giftust hver af annarri, stofnuðu heimili og eignuðust börn. Marsý og Sævar settust að á Hvammstanga og bjuggu þar til ársins 1971. Þá fluttust þau til Reykjavíkur. Þar voru þá nokkrar skólasysturnar búsettar og höfðu stofnað saumaklúbb sem þær kölluðu Varma. Marsý var strax boð- in velkomin í hann. Það er margs að minnast frá öllum þeim ánægju- stundum sem klúbburinn átti saman. Marsý keyrði strætisvagn í mörg ár. Hún komst því ekki alltaf í sauma- klúbb á kvöldin þegar hún var á vakt. Oftast var þó hringt um miðnættið og spurt. Eru nokkuð allar farnar? Þótt hún væri dauðþreytt eftir dag- inn kom hún til að hitta vinkonurnar. Hún var líka hrókur alls fagnaðar í öllu sem klúbbarnir tóku sér fyrir hendur sem var margt. Ferðalög, veislur,og margvíslegir viðburðir. Oftar en ekki voru það þau hjónin sem útveguðu bíl í ferðalögin og keyrðu allan hópinn. Minnisstæð er ferðin er við fórum með þeim á æsku- slóðir þeirra í Húnavatnssýslunni. Þau nutu þess greinilega og rifjuðu margt upp frá uppvaxtarárunum. Við minnumst einnig dapurlegra stunda er Sævar missti heilsuna .Við gleymum aldrei kjarkinum og æðru- leysinu hjá þeim báðum. Marsý tók sér frí úr vinnu til að annast mann sinn síðustu mánuðina sem hann lifði. Aldrei lét hún neinn bilbug á sér finna. Hún var hetja þá og hún var einnig hetja er hún sjálf greindist með ólæknandi sjúkdóm aðeins þremur árum eftir lát manns síns. Það var aldrei hægt að heyra á henni að neitt væri að. Hún var bara dálítið „slöpp“. Fram á síðustu stund fylgd- ist hún með öllu sem gerðist. Þótt lík- amlega orkan væri á þrotum var and- lega orkan alltaf til staðar. Áhuginn og krafturinn til að takast á við það sem að höndum bar jafnt í gleði og sorg mun ætíð verða okkur minnis- stæður. Guð blessi minningu Marsýjar. Við vottum börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra, móður og öðrum að- standendum innilega samúð. Saumaklúbburinn Varmi. Með nokkrum línum kveð ég fyrr- verandi samstarfskonu og vin Marsý Dröfn Jónsdóttur og bið algóðan Guð að styrkja og leiða fjölskyldu hennar um ókomna tíð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Kjartan Pálmarsson. Það er snemma morguns á Vist- heimili barna á Laugarásvegi. Eins MARSÝ DRÖFN JÓNSDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.