Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ AÐ MINNSTA kosti 59 manns, aðallega börn, hafa dáið af völdum óvenjumikils kulda í fjalla- héruðum í suðausturhluta Perú, að sögn forseta landsins, Alejandro Toledo, í gær. Yfir 66.000 manns eru án húsaskjóls og matar á nokkrum afskekktum svæðum í Andesfjöllum og mjög erf- itt er að koma matvælum til þeirra vegna fann- fergis. Toledo forseti lýsti yfir neyðarástandi í átta fjallahéruðum Perú um helgina og óskaði eftir alþjóðlegri aðstoð við hjálparstarfið. Héruðin eru öll í yfir 2.500 metra hæð yfir sjávarmáli. Kuldaskeiðið hófst fyrir rúmri viku og frostið er allt að tólf stig á Celsíus. Vegir hafa lokast vegna fannfergisins og þyrlur hafa verið sendar með hjálpargögn til afskekktra þorpa. Ekki er þó hægt að nota þær á nokkrum af hálendustu svæðunum vegna hvassviðris og björgunarsveitir þurfa því að fara þangað fótgangandi. Perú er á suðurhveli jarðar og þar er nú há- vetur. Breska útvarpið BBC segir að um fimmt- ungur lamadýra- og alpakahjarða landsins hafi þegar drepist, eða 80.000 dýr. Indíánar í fjalla- héruðunum hafa einkum viðurværi sitt af kvik- fjárrækt, aðallega alpaka- og lamadýrum. Embættismenn segja að hætt hafi að snjóa í fjallahéruðunum en ekki hafi dregið úr frostinu. Kuldinn komi harðast niður á börnum og gam- almennum og mörg þeirra hafi fengið lungna- bólgu og lungnakvef. AP Barn í einu fjallahéraða Perú þar sem lýst hefur verið yfir neyðarástandi vegna kulda sem hafa komið harðast niður á börnum og gamalmennum. Toledo forseti lýsir yfir neyðarástandi og biður um alþjóðlega hjálp Tugir manna deyja af völd- um kulda í fjöllum Perú Lima. AFP. ÍRANAR sögðust í vikunni hafa átt viðræður við þrjú erlend fyrirtæki með það að markmiði að flytja út ísl- amskar brúður, tvíburana Dara og Söru, til Bandaríkjanna og fleiri vestrænna ríkja. Brúðurnar hafa verið seldar í Ír- an í nokkra mánuði og voru settar á markaðinn til að berjast gegn menn- ingarlegum áhrifum frá Bandaríkj- unum og keppa við Barbie og Ken. Dara og tvíburasystir hans, Sara, sem er í hefðbundnum klæðnaði ísl- amskra kvenna, eiga að „efla siðferðisvitund“ barna. Að sögn ír- anskrar stofnunar sem stendur fyrir framleiðslunni hafa henni borist hundruð fyrirspurna í tölvupósti frá fólki í öðrum löndum sem vill kaupa brúðurnar. Barbie fær íslamska keppinauta Teheran. AFP. GERÐ var árás á indverska her- bækistöð í Aishmuqaam í Kasmír í gær og komið af stað sprengingum sem urðu a.m.k. þrem mönnum að bana auk þess sem átta særðust. Skæruliðar múslíma, sem berjast fyrir því að indverski hluti Kasmír fái sjálfstæði, gera oft árásir á slíkar bækistöðvar sem Indverjar nota í baráttunni gegn skæruliðunum og hermdarverkum þeirra. Um síðustu helgi réðust hermdarverkamenn á fátækrahverfi í borginni Jammu og féllu 28 óbreyttir borgarar, þar af nokkur börn. Þorri íbúa indverska hluta Kasmír er íslamstrúar. Indverjar saka stjórnvöld í Pakistan um að styðja við bakið á íslömskum hermdar- verkamönnum en undanfarin 12 ár hafa um 60.000 manns fallið í átök- unum í héraðinu. Pervez Musharraf, forseti Pakistans, vísar þessum ásökunum á bug en segir Pakistana styðja málstað sjálfstæðissinna. Hef- ur Musharraf heitið því að reyna að hafa hemil á vopnuðum flokkum sem hafa aðsetur í Pakistan en laumast yfir landamærin inn í Indland og Bandaríkjamenn telja að verulega hafi dregið úr aðgerðum hópanna síðustu vikurnar. Nýskipaður utanríkisráðherra Indlands, Yashwant Sinha, sagði í gær að Indverjar hefðu tekið eftir yfirlýsingum Musharrafs um að reynt sé að stöðva hermdarverka- menn. „En það merkir ekki að við séum fyllilega sammála skoðunum Pakistana og Bandaríkjamanna,“ sagði Sinha. Tveir indverskir ráð- herrar, Lal Krishna Advani aðstoð- arforsætisráðherra og George Fern- andes varnarmálaráðherra réðust harkalega á Pakistansstjórn í um- ræðum á þingi á þriðjudag. Hvatti Advani ríki heims til að lýsa því yfir að Pakistan væri hryðjuverkaríki ef stjórn Musharaffs gerði ekki gang- skör að því að uppræta þjálfunar- búðir herskárra, íslamskra skæru- liða í pakistanska hluta Kasmír. „Hér er ekki einvörðungu um að ræða árásir [yfir landamærin] held- ur innviði skipulagðrar hryðjuverka- starfsemi beggja vegna landamær- anna,“ sagði Advani. Fernandes sagði að Pakistans- stjórn hefði átt aðild að hryðjuverk- inu gegn óbreyttum borgurum í Jammu í Kasmír um síðustu helgi. „Hryðjuverkunum verður hætt um leið og Pakistanar segja að þeir séu á móti þeim,“ sagði Fernandes. Utan- ríkisráðuneyti Pakistans hvatti í gær ráðamenn í Indlandi til að hætta að nota hvert tækifæri sem byðist til að kenna Pakistan um „afleiðingar eig- in vanrækslu“. Vísbendingar um minni spennu Þrátt fyrir þessi orðaskipti virðist sem nokkuð hafi slaknað á spennu milli Indverja og Pakistana en ríkin hafa á undanförnum mánuðum safn- að miklu herliði við landamærin og bæði ráða yfir kjarnorkuvopnum. Alls er talið að um milljón hermenn séu nú beggja vegna landamæranna. Á þriðjudag skýrðu háttsettir emb- ættismenn í Nýju Delhí frá því að Indverjar hefðu í liðinni viku dregið þrjár herdeildir, alls um 18.000 manna lið, frá landamærunum. Ekki væri þó ætlunin að segja opinberlega frá aðgerðunum en ástæða þeirra væri að dregið hefði úr árásum hermdarverkamanna í Kasmír. Tals- maður varnarmálaráðuneytis Fern- andes vísaði því síðar á bug að nokk- ur breyting hefði verið gerð á liðssafnaðinum við landamærin. Indverjar fluttu í júní nokkur her- skip, sem þeir höfðu sent til svæða undan strönd Pakistans, aftur til bækistöðva á austanverðum Ind- landsskaga. Einnig var mörgum her- mönnum á landamærunum að Pak- istan leyft að fara í leyfi. Árás gerð á her- bækistöð í Kasmír Indverjar efast um að Pakist- ansstjórn vilji stöðva hermd- arverkamenn Islamabad, Nýju Delhí, Jammu. AFP, AP. AP Herskáir hindúar reyna að ryðjast gegnum fylkingar lögreglu á mót- mælafundi í Nýju Delhí í gær vegna hryðjuverks í Kasmír í liðinni viku. DÓMSTÓLL í Zimbabwe hefur dæmt dómsmálaráðherra landsins, Patrick Chinamasa, í þriggja mánaða fangelsi fyrir að mæta ekki í dómssal þótt hann hefði verið sakaður um að sýna dómstólnum óvirðingu. China- masa, sem mun vera erlendis í emb- ættiserindum, var einnig gert að greiða 50.000 Zimbabwe-dollara, tæp- lega áttatíu þúsund krónur, í sekt. Chinamasa var ákærður vegna þess að hann hafði ráðist harkalega á dómstólinn fyrir að láta nægja að dæma þrjá bandaríska trúboða í sex mánaða fangelsi fyrir ólöglegan vopnaburð árið 1999. Vildi ráð- herrann að tekið yrði harðar á málinu en heimilt er að dæma fólk í lífstíð- arfangelsi fyrir brot af þessu tagi. Fyrr í mánuðinum sagðist Chinamasa ætla að mæla með því að embættis- ferill dómarans yrði rannsakaður, þótt hann væri að fara á eftirlaun. Innanríkisráðherra Zimbabwe, Jonathan Moyo, sagði úrskurðinn „skelfilegan“ og taldi dómarann vera í persónulegri krossferð gegn China- masa. Dómarinn heitir Fergie Black- ie og á að fara á eftirlaun í dag. Hann er ekki blökkumaður. Zimbabwe Dómsmála- ráðherra í steininn? Harare. AFP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.