Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 68
68 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 10. B.i. 14. Vit 393.
Sýnd kl. 4, 5, 6, 7 og 8. Vit 398Sýnd kl. 5.30, 8, 9.30 og 10.30. B.i. 16 ára Vit 400
1/2
Kvikmyndir.is
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
Sýn
d á
klu
kku
tím
afr
est
i
Sandra Bullock í
spennumynd sem tekur
þig heljartaki!
Þeir búa til leik sem
hún þarf að leysa..
takmarkið er hinn
fullkomni glæpur.
HETJA MUN RÍSA UPP...
...Á AFTURLAPPIRNAR.
SÍMI 588-0800 KRINGLAN www.sambioin.is
Sýnd kl. 3.45. Ísl tal. Vit nr. 370.
ATH! AKASÝNING KL. 9.30.
Frábær gamanmynd
fyrir bæði kynin.
Hugh Grant
hefur
aldrei verið
betri.
S
ag
a
u
m
s
tr
ák
1/2
SV Mbl
1/2
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
ÓHT Rás 2
SG DV
Sýnd kl. 6. Íslenskt tal.
20 þúsund áhorfendur
www.sambioin.is
DV
Kvikmyndir.is Mbl Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 8. B. i. 16.
V
Kvik yndir.is
bl
Kvik yndir.co
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Með hinum frábæra
Frankie Muniz úr
„Malcolm in the Middle“
i
i i
l l i i l
Nú fær Hollywood fyrir ferðina.
Frábær og hressileg gamanmynd fyrir alla.
Sýnd kl. 8 og 10.20. Bi. 14.
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
Curse of the
Jade
Scorpion
Mynd eftir
Woody Allen
HJÁLP!
ÉG ER FISKUR
Sýnd kl. 6.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
HETJA MUN RÍSA UPP...
...Á AFTURLAPPIRNAR.
1/2
Kvikmyndir.is
Á NÍU árum hefur hann selt 16
milljónir platna og átt fleiri topp-
lög í Evrópu, einn og með Boy-
Zone, en flestir aðrir sem hafa
tekið sér poppiðjuna fyrir hendur.
Hann hefur sungið með Elton
John, tekið viðtal við Bowie á Net-
inu, verið kynnir á
Ungfrú alheimur,
Eurovision-keppn-
inni og MTV-verð-
launaathöfninni,
skrifað sjálfsævi-
sögu og gert
Westlife að stærsta strákabandinu
í dag. Allt þetta og samt er Ronan
Keating bara 25 ára gamall!
Eftir að BoyZone söng sitt síð-
asta, á grunsamlega hljóðlegan
máta, hefur hann reynt að ýta
sólóferlinum úr vör, kannski ekki
með eins glæstum árangri og
menn spáðu er hann skyggði á fé-
laga sína, svo eftir var tekið. En
ástæðan er kannski sú að hann
hefur ekki valið einföldustu leið-
ina. Hann hefur nefnilega aldrei
verið þessi dæmigerði stráka-
sveitagaur. Hann virðist þroskaðri,
jarðbundnari og í flesta staði heil-
steyptari náungi en það, þessi
tveggja barna harðgifti og heittrú-
aði kaþólikki.
Og þessi trú á gömlu góðu gildin
endurspeglast í tónlist hans sem
seint verður sögð sexí eða ögrandi
á nokkurn hátt. Kemur því lítið á
óvart að hann skuli á annarri plöt-
unni sækja nokkuð í bandaríska
kántrípoppið, þar sem íhaldssömu
gildin eru höfð í hávegum.
Með Destination er Ronan Keat-
ing trúlega búinn að brenna
ákveðnar brýr að baki, við það að
glata áhuga unglingsstelpna en á
móti að ávinna sér aðdáun hinna
eldri og þroskaðri, sem maður hef-
ur lúmskt á tilfinningunni að hafi
verið ætlunin. En þótt umbúða-
laust og heiðarlegt popp eigi allt
gott skilið þá eru lagasmíðarnar
einfaldlega ekki nógu sterkar til
að þessi önnur plata Keatings geti
talist spennandi. En ég held samt
að ólíkt Gary greyinu Barlow úr
Take That þá þurfi Keating ekkert
að örvænta. Hann á eftir að gera
betri plötu og ávinna sér sess með-
al Eltons og hinna í poppaðlin-
um. Tónlist
Hin gömlu
gildi
Ronan Keating
Destination
Polydor
Önnur sólóplata þessa með hæfileikana í
BoyZone. Þráir ekkert heitara en að vera
tekinn alvarlega og vinna Kana á sitt
band.
Skarphéðinn Guðmundsson
HLJÓMSVEITIN Jet
Black Joe steig eftirminni-
lega inn á sjónarsviðið á
nýjan leik í fyrra, eftir um
5 ára hlé. Það var á Eld-
borgarhátíðinni alræmdu
en til að anna eftirspurn
fylgdu í kjölfarið hátt í 10
tónleikar víðsvegar um
borg og bæ. Jettararnir
kvöddu svo með stæl á
stórtónleikum í Kaplakrika
og grétu þá trúlega margir
við tilhugsunina að þarna
hefðum þeir orðið vitni að
síðustu andartökum sveit-
arinnar. Þeir hinir sömu
geta nú þerrað tárin því
Jet Black Joe er komin
saman aftur og hefur í
kvöld tveggja mánaða tón-
leikaferð um landið.
Í samtali við Morgun-
blaðið segir Gunnar Bjarni
Ragnarsson að tildrög end-
ur-endurkomunnar hafi ver-
ið eftirfarandi:
„Palli (Páll Rósinkranz)
hringir í mig dag einn og
stingur upp á því að við
komum aftur saman. Þá er
ég reyndar á leiðinni að
fara að gera eitthvað allt
annað en ákvað samt að slá
til.“
Eftirlíking af
Jet Black Joe
Áhöfn Jet Black Joe er
sú sama og í fyrra en þeir
Gunnar Bjarni og Páll Rós-
inkranz eru þeir einu sem
voru í hinni upprunalegu
hljómsveit. Auk þeirra leika
Vínylmennirnir Kristinn og
Guðlaugur Júníussynir og
Þórhallur Bergmann.
Nýtt lag sveitarinnar hef-
ur trúlega náð til eyrna
áhugasamra en það hefur
verið leikið ótt og títt í út-
varpi og sjónvarpi síðustu
daga.
„Já, það stóð alltaf til í
fyrra að gefa út nýtt efni en
ekkert varð úr því. Nú í ár
var svo leiðin greiðari fyrir
þar sem enginn okkar er
samningsbundinn annars
staðar. Við ákváðum því að
gefa út lagið sem heitir
„Won’t Go Away“ og mætti
segja að það sé svona eft-
irlíking af Jet Black Joe-
lagi.“
Eftirlíking af Jet Black
Joe-lagi?
„Ja, við erum í fyrsta lagi
ekki í upprunalegri mynd,
þ.e. hljómsveitin. Ég átti
þetta lag ásamt mörgum
öðrum í fórum mínum en ég
hef verið að semja síðan við
hættum. Við fórum í gegn-
um lögin og fannst þetta
líkast því sem Jet Black Joe
hafði verið að gera.“
Jet Black Joe boðar þá
áherslubreytingu á komandi
tónleikaferð að þeir munu
einbeita sér meira að lands-
byggðinni. Gunnar Bjarni
segir þá félaga vera bókaða
hverja helgi næstu tvo mán-
uðina. Hvað taki við að
þeim tíma loknum sé þó
ekki á hreinu.
„Hvort við tökum upp
nýja plötu eða höldum
áfram að spila veit ég ekki,“
er eina sem Gunnar Bjarni
fæst til að segja um fram-
haldið að svo stöddu.
Eins og áður sagði hefst
tónleikaferðin formlega í
kvöld. Verður það á
skemmtistaðnum NASA en
hljómsveitin Vínyl hitar upp
og mun gera svo á öðrum
tónleikum Jet Black Joe á
komandi mánuðum.
Á föstudaginn verður
Hreðavatnsskáli tekinn
föstum rokkgripum og á
laugardaginn er það Sjall-
inn á Akyreyri.
„Við erum með aðeins
fjörugri dagskrá en í fyrra,
meira rokk og ról,“ lofar
Gunnar Bjarni að lokum.
Meira rokk og ról
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Gunnar Bjarni, annar forsprakki Jet Black Joe, lofar
meira rokki og róli í sumar.
Jet Black Joe endurtekur endurkomuna
skarpi@mbl.is
STÆRSTA og verst lykt-
andi blóm í heimi er nú í
fullum blóma í suðurhluta
Kaliforníu en það hefur að-
eins gerst 15 sinnum áður í
Bandaríkjunum. Blómið
heitir amorphophallus tit-
anum á latínu en er oft kall-
að „líkblómið“ vegna lykt-
arinnar sem það gefur frá
sér. Gestir flykkjast nú til
Quail-grasagarðsins í Ench-
intas í Kaliforníu til að
skoða blómið og finna af því
lyktina.
„Þetta er versta lykt sem
ég hef fundið,“ sagði Todd
Fritz, 9 ára, og stóð á önd-
inni.
Dennis Gulyas sagði lykt-
ina minna sig á skáp í bún-
ingsklefa sem hefði ekki
verið opnaður vikum sam-
an. „Þetta er lengsta leið
sem ég hef farið til að finna
vonda lykt,“ sagði Gulyas
sem býr í San Diego í 32 km
fjarlægð.
Blómið er upprunnið frá
Indónesíu. Það blómstrar
aðeins nokkrum sinnum á
lífsleiðinni en þegar þau
gerist gefa þau frá sér
mikla ólykt í um það bil átta
klukkustundir til að laða að
sér skordýr. Blómið getur
orðið 2,7 metra hátt áður en
það blómstrar. Breski nátt-
úrufræðingurinn David
Attenborough hefur kallað
það stórstjörnu jurtarík-
isins.
Líkblómið fannst fyrst
árið 1878 í regnskógum
Súmötru og var þá flutt til
Lundúna. Þegar það var
fyrst sýnt opinberlega
blómstraði það og afhjúpaði
reðurlíka súlu sem hneyksl-
aði breskan almenning.
Líkblóm var fyrst sýnt í
Bandaríkjunum árið 1937
og síðan hafa slík blóm að-
eins blómstrað 15 sinnum
þar í landi.
Verst lykt-
andi blóm
í heimi
AP
Þessi djarfi ljósmyndari
hlýtur bara að hafa ver-
ið með kvef.
ÞEGAR talað er um að
hljómsveitir fari hringferð
um landið detta manni helst
í hug poppsveitir sem
standa fyrir gleði og glaumi,
á stórum dansstöðum.
Djasskvartettinn Carnival
stingur því óneitanlega í stúf
en í kvöld hefur hann einnar
og hálfrar viku yfirreið í
kringum landið og er fyrsti
viðkomustaður Stykkis-
hólmur. Sveitina skipa þeir
Ómar Guðjónsson (gítar),
Helgi Sv. Helgason (tromm-
ur), Eyjólfur Þorleifsson
(saxófónn) og Þorgrímur
Jónsson (kontrabassi).
„Þetta er ekki hugsað sem
gróðamylla,“ segir Eyjólfur.
„Aðallega er þetta hugsað
sem menningarinnlegg en
svo erum við auðvitað að
skapa okkur verkefni. Það
er ekki endalaust að gera
hér í bænum.“
Dagskráin verður samsett
úr söngleikjalögum, erlend-
um og innlendum. „Lög eftir
Gershwin, Cole Porter, Jón
Múla o.s.frv.,“ upplýsir Óm-
ar. „Lög sem t.d. Sinatra og
Monroe gerðu fræg. Við tök-
um þessar perlur og leikum
okkur með þær.“
Þeir félagar segja að mest
séu þetta litlir staðir, þannig
að nálægðin við áheyrendur
verði góð. Þeir segja að
vissulega hafi verið talsvert
maus að klambra túrnum
saman en á móti séu þeir af-
ar spenntir og bjartsýnir;
þetta sé ævintýri sem án efa
verði gaman að takast á við.
Svona er svo dagskráin
fim. 18. júlí, kl. 21. Sjáv-
arpakkhúsið, Stykkishólmi.
fös. 19.7. kl. 22.30.
Krákan, Grundarfirði.
lau. 20.7. kl. 15.
Við árbakkann, Blönduósi.
lau. 20.7. kl. 21.30.
Allinn, Siglufirði.
sun. 21.7. kl. 21.
Deiglan, Akureyri.
mán. 22.7. kl. 20.30.
Hafnarbarinn, Þórshöfn.
þri. 23.7. kl. 20.30.
Blúskjallarinn, Neskaup-
stað.
mið. 24.7. kl. 21.30.
Café Nielsen, Egilsstöðum.
fim. 25.7. kl. 22.00.
Hótel Höfn, Hornafirði.
fös. 26.7. kl. 21.00.
Kristján X, Hellu.
lau. 27.7. kl. 21.00.
Hafnarborg, Hafnarfirði.
sun. 28.7. kl. 21.00.
Básinn, Selfossi/Ölfusi.
Djasskvartettinn Carnival fer í hringferð
Sannkall-
aðir djass-
geggjarar
Morgunblaðið/KristinnCarnival-menn, klárir í
rúntinn. F.v. Þorgrímur,
Eyjólfur, Helgi og Ómar.
arnart@mbl.is