Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚTSALA 20-50% enn meiri verðlækkun af mörgum tegundum! Nýtt kortatímabil Kringlan 8-12, sími 533 5150. afsláttur NÍTJÁNDA öldin, og þó einkum síðari hluti hennar, er eitt mest heillandi tímabil Íslandssögunnar. Þá tóku Íslendingar loks að rétta úr kútnum eftir margra alda áþján og hörmungar. Fólki tók að fjölga á ný, sjávarútvegur varð í æ ríkari mæli undirstöðuþáttur atvinnulífsins, þéttbýli tók að myndast hér og þar við sjávarsíðuna og þá losnaði um fjötra gamla sveitasamfélagsins. Einstaklingar munu fyrst hafa upp- lifað þessar breytingar á þann hátt, að þeim buðust meiri og fjölbreyti- legri tækifæri en áður. Ungir menn, sem ekki voru synir stórbænda eða embættismanna, voru ekki jafn njörvaðir við búskap og vinnu- mennsku og áður, en gátu – ef þeir höfðu dug og hæfileika – aflað sér nokkurrar hagnýtrar menntunar og haslað sér völl á nýjum vettvangi. Fáir urðu að sönnu efnaðir af slíku, margir áttu í basli og bjuggu lengst af við ótrygg kjör. Það skipti hins vegar minnstu, hitt var mikilvægara að tækifærin gáfust og að alltaf voru einhverjir til að grípa þau. Einn þeirra, sem það gerðu, var Sumarliði Sumarliðason, löngum kenndur við Æðey í Ísafjarðardjúpi, þótt ekki ætti hann þar heima nema skamman hluta langrar ævi. Saga hans var um margt lík sögu margra samtímamanna hans á Íslandi og í Íslendingabyggðum vestan hafs, en fjarska ólík um annað, enda Sum- arliði fjarri því að geta talist nokkur hversdagsmaður og er þá sama hvernig á málin er litið. Hann fæddist í Skálholtsvík í Hrútafirði 23. febrúar 1833, sonur Sumarliða Brandssonar, bónda á Kollabúðum í Þorskafirði, og Helgu Ebenesersdóttur, vinnukonu á bæn- um. Í Skálholtsvík var Sumarliði með móður sinni til tveggja ára aldurs, en fór þá að Kollabúðum og átti þar heima hjá föður sínum og fólki hans fram yfir ferm- ingu. Hann þótti snemma laginn við smíðar og varð úr, að hann var sendur til náms í Svefneyjum um skeið, en sneri síðan aftur heim að Kolla- búðum og átti þar heima til 25 ára aldurs. Þá hélt hann til Kaup- mannahafnar til náms í smíðum og lagði einkum stund á gull- og silfursmíði auk úraviðgerða. Námsdvölina nýtti hann annars til að heyja sér hvers kyns fróðleik og þekkingu og gerðist, eins og margir ungir Íslendingar í Kaupmannahöfn á þessum tíma, handgenginn Jóni Sigurðssyni forseta. Eftir heimkomuna dvaldist Sum- arliði um hríð á Ísafirði, en fluttist síðan út í Vigur og kvæntist glæsi- konunni Mörtu Ragnheiði Krist- jánsdóttur. Það hjónaband stóð stutt og varð hvorugu nein heilla- þúfa, en enn má sjá í Vigur hús, sem Sumarliði reisti handa konu sinni og setur mikinn svip á umhverfi sitt (Viktoríuhús). Úr Vigur fluttist Sumarliði í Æðey og þar átti hann heima, uns hann flutti með fjöl- skyldu sinni til Vesturheims árið 1884. Þar bjó hann á ýmsum stöð- um, uns hann lést vestur á Kyrra- hafsströnd Bandaríkjanna 29. mars 1926. Í Vesturheimi var saga hans um margt lík því sem gerðist um aðra íslenska landnema af fyrstu kynslóð vestra. Honum varð margt öndvert, barðist alla tíð við féleysi og fátækt og hlóð niður ómegð. Hann var hins vegar úrræðagóður og kjarkmikill, gafst aldrei upp þótt móti blési og tókst ávallt að sjá sér og sínum farborða með einhverjum hætti. Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir segir sögu Sumarliða og fjölskyldu hans af nákvæmni og nær- færni. Hún byggir frá- sögnina öðru fremur á dagbókum, sem Sum- arliði hélt mikinn hluta sinnar löngu ævi, en hefur einnig leitað fanga í öðrum heimild- um, prentuðum sem óprentuðum. Afrakst- urinn er einkar trú- verðug lýsing á mann- inum Sumarliða Sumarliðasyni, ævi hans, lífsbaráttu, hug- sjónum og viðhorfum. Inn á milli er svo skot- ið aldarfarslýsingum, sem setja sögu einstaklingsins í víðara sam- hengi og bregða birtu á aðstæður hans og samferðamanna. Þegar á allt er litið hygg ég að þessi ævisaga sé meðal hinna bestu, sem út hafa komið hér á landi á undanförnum árum. Hún er byggð á traustri og rækilegri rannsókn fjöl- breytilegra heimilda, frumheimilda jafnt sem afleiddra, og höfundi tekst það, sem að minni hyggju á að vera markmið allra ævisagnaritara: að leiða söguhetjuna fram á sviðið með þeim hætti, að lesandanum finnst hann þekkja manninn, sem frá er sagt, að lestri loknum. Annar góður kostur við þessa bók er sá, að hún er ágætlega skrifuð og bráðskemmtileg aflestrar. Stíll höf- undar er lipur og skýr, að mestu hnökralaus, og á köflum skemmti- lega myndrænn. Orðréttar tilvitn- anir í frumheimildir, sem birtar eru í texta, varpa enn skýrara ljósi á söguhetjuna og hugsanir hans en hægt hefði verið að gera með end- ursögn. Í bókarlok eru allar nauðsynlegar skrár og frágangur er útgefendum til sóma, þótt því verði ekki neitað að greinamerkjasetning kom mér sums staðar spánskt fyrir sjónir. Ævisaga alþýðumanns BÆKUR Ævisaga Eftir Huldu Sigurborgu Sigtryggsdóttur. Hið íslenska bókmenntafélag og Sögu- félag 2002. 301 bls., myndir. FRÁ ÍSLANDI TIL VESTURHEIMS Jón Þ. Þór Sumarliði Sumarliðason SVO vildi til þegar Skógrækt- arritið barst inn á borð undirritaðs var hann að lesa grein í undanfara þess, Ársriti Skógræktarfélags Ís- lands, frá 1948. Það var því af nokkurri rælni, sem þessi tvö rit voru borin saman. Skógræktarritið er í stærra broti og allt er það mun meira myndskreytt. Í Ársritið skrifa sex höfundar og er það 124 síður án auglýsinga en í hitt rita sjö höfundar á 96 blaðsíður, þar af eru um 24 síður undir auglýsingar og skrautmyndir. Þeir, sem rituðu í Ársritið, geta engra heimilda, en nú vitna höfundar í 194 fræðirit máli sínu til stuðnings, og eru all- mörg þessara rita íslenzk. Og að síðustu má geta þess, að Ársritið 1948 var gefið út í 5.000 eintökum en Skógræktarritið nú í 4.300. 54 ár eru ekki langur tími í lífi trjáa. Engu að síður hafa mikil um- skipti orðið í skógrækt á þessum tíma. Í þá tíð var illvíg andstaða, ekki sízt meðal fovígismanna bænda, gegn skógrækt. Nú er öld- in önnur og margir bændur sjá sjálfir gildi þessarar ræktunar. Það skyldi þó aldrei vera, að það hafi verið gæfa skógræktar í land- inu, hvað hún fór hægt af stað vegna andróðurs og því var unnt að fikra sig áfram og gæta vel að flestu. Í aðrar nýbúgreinir, eins og minkarækt og fiskeldi, var strax í upphafi dælt ómældum peningum, enda fór þar flest í handaskolum, sem hugsast gat. Að þessu sinni er efni ritsins hnýsilegt um margt. Bjarni Diðrik Sigurðsson veltir fyrir sér spurningunni: Hvað er skógur? Engin einhlít skilgreining er til á því hugtaki hérlendis, en án hennar erum við ekki gjaldgeng í samfélagi þjóðanna, meðal annars hvað varðar Kyoto-bókunina. Þá segir Arndís S. Árnadóttir frá trjá- rækt á Vífilsstöðum í 90 ár og Ei- ríkur Benjamínsson rekur 40 ára sögu skógræktar í Ölversholti í Holtahreppi. Frásagnir beggja eru ljósasti vottur um, hverju menn fá áorkað, ef einbeittur vilji er til staðar. Á báðum stöðum hefur orð- ið gjörbreyting á öllum aðstæðum við ræktunina. Einkar athyglisvert er að lesa reynslusögu Eiríks og fjölskyldu hans og má margt af henni læra. Um ásýnd lands og sauðfjárrækt ræðir Sigurður Arnarson í viða- mikilli ritgerð og af miklu hispurs- leysi. Hefði greinin komið í ritinu árið 1948 segir mér svo hugur, að »allt hefði orðið vitlaust«, maður- inn hrakyrtur og lesið yfir hausa- mótunum á honum. Í greininni eru þó aðeins dregnar fram staðreynd- ir máls, enda verða menn jafnan sannleikanum sárreiðastir. Einar Ó. Þorleifsson og Jóhann Óli Hilmarsson fjalla í grein sinni um íslenzka skógarfugla. Sem menn rekur minni til var mikið rætt um það á síðastliðnum vetri, hvort sumum fuglategundum landsins stafi hætta af vaxandi skógrækt. Þessir ungu menn eru miklu jákvæðari í garð skógræktar og telja, að með samstillingu þurfi alls ekki til þess að koma. Á hinn bóginn er um tylft skógarfugla far- inn að leita fyrir sér um varp hér á landi. Að endingu er svo vert að geta greinar Sigurðar Blöndals um ís- lenzku skógartrén, birki og reyni. Þar hefur hann reynt að tína til það helzta, sem skrifað hefur verið um tegundirnar. Meðal annars verður honum tíðrætt um nöfn, bæði íslenzk og latnesk. Rétt er þó að benda á eftirfarandi. Í fyrsta lagi hefur enginn gert því skóna, að fella gömul heiti að nafngift- arkerfi, sem haft er öðru jöfnu um íslenzkar plöntur og því eru nöfnin birki, björk, reynir og reyniviður öll fullgild sem tegundarheiti. Ný- gervingarnir ilmbjörk og ilmreynir eru hálfgerð ónefni. Í annan stað gætir misskilnings um latnezkt heiti á birki. Skiptingu þeirri, sem Sigurður greinir frá, er hafnað í nýútkominni flóru Norðurlanda (sjá Flora Nordica 2000), þ.e.a.s. að viðurkenna undirtegundina czerep- anovii eins og Finninn Hämet-Ahti lagði til 1987, meðal annars á grundvelli rannsókna N.I. Orlova (1978). Um þetta má lesa í áður nefndu riti. Skógræktarritið er litskrúðugt tímarit, svo að það er farið að nálg- ast glystímaritin í útliti. Litgrein- ing á myndum er þó ærið misjöfn. Á hinn bóginn eru efnistökin um margt lík og áður. Að þessu sinni hefur vel til tekizt um efnisval og er ritið bæði læsilegt og fræðandi; það er helgað skóggræðslu og í það skrifa menn af áhuga á efninu og óbilandi trú á gildi skógræktar. Þegar þannig er staðið að verki verður útkoman jafnan góð. Skógartíðindi TÍMARIT Náttúrufræðirit Ritstjóri: Brynjólfur Jónsson. 96 bls., 1. tbl. 2002. Útgefandi er Skógræktarfélag Íslands. Reykjavík 2002. SKÓGRÆKTARRITIÐ Ágúst H. Bjarnason ÞRIÐJA úthlutun úr rannsókn- arsjóði Listasafns Háskóla Íslands fór fram í Skólabæ á dögunum, á fæðingardegi stofnanda sjóðsins, Sverris Sigurðssonar, en hann lést í mars sl., 92 ára að aldri. Styrk- þegar voru þrír að þessu sinni og hlutu 200.000 þús. kr. hver. Krist- ín Guðnadóttir listfræðingur hlaut styrk til rannsókna á Kaup- mannahafnarárum Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals, þ.e. tímabil- ið 1912–1922. Markmið rannsókn- arinnar er að kanna tengsl Kjar- vals við danska og evrópska samtímalist og skilgreina áhrif einstakra listamanna og stílgerða á þróun Kjarvals. Rannsóknin er hluti af stærri úttekt umsækjanda á ævistarfi Kjarvals. Markús Þór Andrésson, myndlistarmaður og dagskrárgerðarmaður, til að vinna heimildarefni fyrir sjónvarp um verk yngri kynslóðar íslenskra myndlistarmanna og Nathalie Jacqueminet, listfræðingur og for- vörður, sem hlaut styrk til hönn- unar gagnagrunns til skráningar á listaverkum sem eru ekki í eigu safna. Gagnagrunnurinn mun safna á einn stað upplýsingum sem í dag eru dreifðar eða óskráð- ar og verður opinn öllum, söfnum, fræðimönnum og listáhugafólki. Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir á íslenskri myndlist, myndlistarsögu og forvörslu myndverka. Þrír hlutu styrk úr rannsóknarsjóði Elín Edda, dóttir Kristínar Guðnadóttur sem var stödd erlendis, Markús Þór Andrésson og Nathalie Jacqueminet. Verkið í bakgrunni er eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur, María með ljósa fléttu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.