Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 41
hvað er góð mynd. Hins vegar er til það viðmið, að langi mann sjálfan til að hafa tekið myndina, telst hún góð, og víst gildir það um þær allar fyrir þann, sem hér heldur á penna. Myndirnar eru svo mikið stækkaðar, að auðvelt ætti að vera að þekkja flestar tegundir. Að auki eru litlar myndir, sem sýna eðlilega stærð dýr- anna. Bókin er í handhægu broti og myndir þekja stóran hluta á hverri síðu. Helzt til of er þrengt að texta og æskilegt hefði verið að hafa fleiri millifyrirsagnir. Ágætt yfirlit er yfir flokkun liðdýra og greint er frá söfn- un og varðveizlu þeirra. Á hinn bóg- inn hefði verið full þörf á að birta teikningar af fulltrúum helztu hópa með ítarlegum skýringum. Að sama skapi hefði orðskýringakaflinn mátt vera rækilegri. Þar hafa læðst inn nokkrar villur. Ax og rekill eru til dæmis ekki blóm heldur blómskip- anir. Þá er skýringin á hýsli ekki alls kostar rétt. Eins og áður sagði er megintexti skýr og auðskilinn og er það mest um vert. Þó er sagt, að hun- angsflugur færi hunang í bú sitt og mun þar átt við blómasafa (nektar), villzt er á orðunum trjákenndur og trékenndur, en annað er fremur smávægilegt. Til þessa hefur næsta fátt verið gert til að kynna almenningi þennan heim lífríkisins, ef undan eru skildar Pöddur (rit Landverndar 1989) og ekki síður Stóra skordýrabók Fjölva eftir V.J. Stanek, sem Þorsteinn Thorarensen þýddi 1974 (í heimilda- skrá er Þorsteinn ranglega talinn höfundur). Nú hefur verið myndar- lega ráðin hér bót á með útgáfu þess- arar lærdómsríku bókar. Þó að hún fjalli aðeins um tæpar hundrað teg- undir, ætti hún engu að síður að koma að mjög miklum notum. Í henni er margur fróðleiksmolinn, sem óef- að mun veita mörgum mikla ánægju. Ágúst H. Bjarnason LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 41 kr. 49.90 0.- kr. 49.90 0.- Hafnarborg Tveimur sýningum lýkur í Hafn- arborg á mánudag: Málverkasýn- ingu Davids Alexanders og samsýn- ingunni „Counting“. Þar er á ferð sjö manna hópur sem kallar sig Distill. Listamennirnir eru þau Maria Patricia Tinajero-Baker frá Equa- dor, Amy Barillaro, Ann Chucvara, Julie Poitras Santos og Jaeha Yoo sem öll eru bandarísk, Tsehai John- son frá Eþiópíu og svo hin íslenska Hrafnhildur Sigurðardóttir. Sýningin er opin frá kl. 11 til 17. Sýningum lýkur SUMARÓPERA Reykjavíkur stendur fyrir tónleikum í Nes- kirkju við Hagatorg kl. 20 í kvöld sem bera yfirskriftina: Óp- erustjörnur morgundagsins flytja barokkperlur. Þar eru á ferð átta söngvarar sem Sumaróperan valdi eftir áheyrnarpróf úr mikl- um fjölda umsækjenda. Söngv- ararnir eru Nathalía Druzin Hall- dórsdóttir, Dóra Steinunn Ármannsdóttir, Bentína Sigrún Tryggvadóttir, Hafsteinn Þórólfs- son, Aðalsteinn Bergdal, Sólveig Samúelsdóttir, Hjördís Elín Lár- usdóttir og Jóhannes Jóhann- esson. Píanóleikari er Steinunn Halldórsdóttir. Stjórnandi á tón- leikunum er Hrólfur Sæmunds- son, barítónsöngvari, sem er stjórnandi Sumaróperunnar. Dagskráin samanstendur af brotum úr Messíasi eftir Handel og sýnishornum úr óperunni Dido og Eneas sem Sumaróperan frumsýnir í Borgarleikhúsinu 10. ágúst. Söngvararnir átta munu þar flytja kóra og smærri hlut- verk. Sérstakir gestir á tónleik- unum í Neskirkju eru Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzósópran, sem fer með titilhlutverkið í uppsetn- ingu á Dido og Eneas, og Ásgerð- ur Júníusdóttir, mezzósópran, en hún fer með hlutverk Seiðkon- unnar. Tónleikarnir í Neskirkju eru þriðju og síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Óperustjörnur morgundagsins. ÍTR og Hitt húsið styrkja starf- semi Sumaróperunnar með þeim hætti að greiða óperustjörnum morgundagsins fyrir að starfa að þessari tónleikaröð og syngja í óperunni í Borgarleikhúsinu. Flytja brot úr Messíasi Óperustjörnur morgundagsins sem fram koma á tónleikunum. Morgunblaðið/Arnaldur Í FORSAL Safnahúss Borgarfjarð- ar á Bjarnarbraut 4-6 í Borgarnesi má nú sjá gjörningatengda innsetn- ingu Hannesar Lárussonar „Eldur/ Epli“. Verkið er til sýnis fram í ágúst í tengslum við opnun skógasýning- arinnar „Milli fjalls og fjöru“ í nýjum sýningarsal Safnahússins. Á sýningunni er fjallað um skóga á Íslandi að fornu og nýju, bæði frá sjónarmiði náttúrufars og menning- arsögu og reynt að varpa ljósi á mik- ilvægi skógarins í sögu lands og þjóðar. Þar er í máli, mynd og hljóði, skýrðar og sýndar helstu skóganytj- ar Íslendinga frá fornu fari og í því tilefni hefur verið sett upp kolagröf, rauðablástursofn, eldsmiðja og hlóðaeldhús. Varpað er fram kenn- ingum um þróun skóglendis og skógaeyðingu á Íslandi, allt frá því fyrir ísöld og fram á okkar daga. Auk þess eru á sýningunni helstu trjá- plöntur landsins jafnt úr náttúruleg- um sem ræktuðum skógum. Í tengslum við sýninguna er hand- verkssýning og sala, en efniviðurinn er að mestu íslenskt birki. Byggða- safn Borgarfjarðar hefur einnig opn- að sýningu í sama húsi. Þar er og að finna Náttúrugripasafn Borgar- fjarðar. Opnunartími Safnahússins í sum- ar er 13-18 alla daga. Safnahús Borgarfjarðar Skógasýning í nýj- um sýningarsal ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.