Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 18.07.2002, Blaðsíða 66
FÓLK Í FRÉTTUM 66 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ertu að f ara í frí ? Panta›u Frífljónustu Morgunbla›sins á e›a í síma 569 1122 Líffæraþjófar (Muggers) Gamanmynd Ástralía 2000. Skífan VHS. (97 mín.) Bönnuð innan12 ára. Leikstjórn Dean Murphy. Aðalhlutverk Matt Day, Jason Barry. HVAÐ gera sárfátækir lækna- nemar sem eru með okurlánara á bakinu, að missa íbúðina og við það að vera reknir úr skólanum? Jú, þeir stunda auð- vitað líffærabrask, en ekki hvað? Það er sérfræðingum kaldhæðninnar, Áströlum, líkt að henda bara gaman að þessu vaxandi vandamáli, en líffæri rifin úr fá- tæklingum heimsins ku nú ganga kaupum og sölum á Vesturlöndum og þá einkum á Netinu. Hér eru það örvæntingarfullir læknanemar sem grípa til þessara örþrifaráða, skera lífs eða liðna á hol, bara til þess að ná sér í eitt nýra í viðbót, redda sér þannig endanlega fyrir horn og ná að ljúka námi. En það er ekki löggan sem þeir þurfa að glíma við heldur óprúttnir sjúkraflutningamenn sem verða varir við að einhverjir eru farnir að stela frá þeim við- skiptum. Eins og lesa má úr efnislýsing- unni þá er hér á ferð nett-klikkuð mynd, stundum hittir þessi klikkun í mark en stundum ekki. Stærsti gallinn er kannski sá að of gjarna er valin sú leið að apa eftir ein- hverri Hollywood-formúlu. En þó ekki svo mikið að myndin sé ekki hin ágætasta afþreying. Skarphéðinn Guðmundsson Með líffæri í lúkunum Myndbönd ÞAÐ er gúrkutíð í íslensku poppi um þessar mundir og er Svona er FM sumarið 2002 góður vitnisburð- ur um hana – því miður fyrir þann sem hlustar. Línu- lega má sjá þetta á umbúð- unum. Þær verða æ vand- aðri, fullkom- lega í takt við innhaldið sem verður fátæklegra með hverri plötu. Írafár ríður á vaðið með vel heppnuðu og grípandi lagi, „Ég sjálf“, hvar Garbage-legur gítar er einkennandi. Nostrað er við útsetn- inguna, heyra má t.a.m. strengi og vel heppnuð tilraun er gerð með söngrödd Birgittu Haukdal í miðju lagi og dýpkar það góða smíð. Seinna lag Írafárs á plötunni er hressilegt popplag og sömuleiðis vel heppnað. Og þá er það næstum upptalið. Restin af plötunni er ekki svipur hjá sjón. Hvað veldur þessu? Maður hegg- ur t.d. eðlilega eftir titli plötunnar. Nú er búið að skjóta stöfunum „FM“ inn í, sýnilega til að undir- strika hvaðan tónlistin er ættuð (þ.e. frá útvarpsstöðinni FM957) og það sem verra er hverjum hún er ætluð. Það er engu líkara en það sé verið að undirstrika að innihaldið sé ein- vörðungu ætlað lokuðum hópi, sem er auðvitað bjánalegt, þar sem plat- an er seld á almennum markaði. Áreynslu- og metnaðarleysið er líka það greinilegt að maður fer ósjálf- rátt að pæla. Gæti ástæðan verið sú að sveitirnar þurfa ekki lengur að hafa fyrir því, listrænt séð, að semja dugandi lög? Nú eru lögin spiluð á gat á FM957 og Popp Tíví og svo seld á umræddum diski, sem gefinn er út af Skífunni. Og allt er þetta í eigu sama aðila – Norðurljósa. Þetta er að sjálfsögðu stórhættulegt og rennir stoðum undir það að menn geti gert hlutina áhyggjulaust með hangandi hendi. Þetta er óheilla- vænleg þróun og það er stæk menn- ingarmafíulykt af þessu. Á móti sól, sem áttu frábæra plötu fyrir síðustu jól, eiga ömurlegt lag hér, „Keyrðu mig heim“. Skömm að þessu. Og sam- starf þeirra við Ding Dong fé- lagana Pétur og Dodda er eitt það ófyndnasta sem ég hef lengi heyrt. Í svörtum fötum eiga hér tvö lög. Af- skaplega þunnar smíðar, þó að skref séu tekin fram á við frá því sem áður var. Hér verða menn að herða róð- urinn, eigi eitthvað að verða spunnið í væntanlega plötu í haust. Það er leiðinlegt að heyra hvernig komið er fyrir Landi og sonum. Þessi sveit, sem virtist ætla að setja nýja staðla fyrir poppið íslenska með fyrirtaks plötu sinni, Herbergi 313, frá 1999, er orð- in ofurseld Mammoni. Lögin hennar tvö eru einfaldlega ekki samboðin Hreimi og félögum og það er pínlegt að hlusta á þetta. Antonía veldur vonbrigðum. Metnaðarfullt steingelt megin- straumspopp? Alanis Morissette deilt með þremur? Afskaplega lit- laust alltént og mig grunar sterk- lega að stúlkan sé ekki að fylgja hjartanu hér. Daysleeper. Litleysið heldur áfram og hér fáum við poppgrugg að hætti Staind. Eins og hjá Anton- íu er verið að feta í úttroðin fótspor og engu spennandi bætt við það sem þúsundir annarra hafa áður gert. Það segir meira en mörg orð um stöðu ungpopparanna að Stuðmenn eiga hvað besta lagið hér, grallara- legan og hressan poppara. Einar Ágúst hefur ekki verið að gera neinar gloríur síðan Skímó gaf upp öndina. Og hér fáum við að heyra andvana fæddan sálar/fönk- slagara í boði sveitar hans, Engla. Þá er það Sóldögg. Grugg að hætti Creed í þetta sinnið. Eyðum ekki meira púðri í það. Margrét Eir skellir sér í popp- pakkann með laginu „Komin heim“. Svona la - la. Bjarni Ara og Milljónamæring- arnir eiga þá steindauða sólar- sömbu, „Sól á síðdegi“. Flauel og Plast, nýliðarnir hér, hverfa í sortann. Sveitinar hafa ekk- ert nýtt fram að færa og ná engan veginn að marka sér sérstöðu. Ber, með Írisi „Buttercup“, fylgir svip- uðum línum. BSG, með Björgvin Halldórsson í broddi fylkingar og Mána Svavars- son sér til fulltingis, skella hinu sí- gilda „Ævintýri“ í dansvænan bún- ing. Fullkomin smekkleysa. Útrás spila Blink 182 tónlist að hætti Blink 182. Já, svona er nú öll hugmyndauðgin í íslensku poppi um þessar mundir. Þess ber að geta að eigendur disksins, sem eru netvæddir, geta náð í aukalög sér að kostnaðarlausu á heimasíðu Skífunnar. Lögin eru átta og gætir þar heldur meiri fjöl- breytni en á diskinum. MÍR eiga ágætt lag í anda 200.000 naglbíta og gömlu brýnin í Jet Black Joe eiga hér fínasta lag, „Won’t go back“. Sálin á þá prýðilega ballöðu, „Þú fullkomnar mig“ sem tekið var upp fyrir kvikmyndina Maður eins og ég. Annað er ekki vert að minnast á hér. Á fyrri „Sumarplötum“ mátti allt- af finna einn, tvo jafnvel þrjá óvænta spretti, sem brutu plöturnar upp. Eitt vandamálið af mörgum hér er að flestar sveitirnar eru með keimlíkan hljóm og margar hverjar farnar að líta til steingelds alþjóða- popps (þar sem Land og synir er besta og sorglegasta dæmið) eftir fyrirmyndum. Hvað er að gerast með íslenska popptónlist? Skítamór- all, blessuð sé minning hennar (aldr- ei datt mér í hug að ég ætti eftir að segja þetta) voru þó með sinn ein- staka hljóm. Því er ekki til að dreifa hér. Það þarf þá ekki að hafa mörg orðum textagerð hér sem er í nær öllum tilfellum vita vonlaus. Nú er meira að segja hægt að lesa leir- burðinn, þar sem textarnir fylgja með! Góða skemmtun. Í bæklingi má lesa að breiðskífur séu væntanlegar fá nokkrum lista- mannanna. Það er erfitt að ímynda sér hvernig menn og konur ætla að fylla heilar plötur af efni, ef ekki er gert betur en heyra má hér. Eina platan sem hægt er að hlakka til er væntanlegur frumburður Írafárs. Ég elska góða popptónlist. Og ekki síst ef hún er íslensk. Það er ástæðan fyrir þessu svekkelsi mínu. Ég gerði ráð fyrir því að góða popp- tónlist væri helst að finna á safn- diski sem þessum. En það er auð- heyranlegt að best er að leita á önnur mið með það markmið. Það dregur fyrir sólu Ýmsir Svona er FM sumarið 2002 Svona er FM sumarið 2002. Lög eiga Íra- fár, Á móti sól, Í svörtum fötum, Land og synir, Antonía, Daysleeper, Stuðmenn, Englar, Ding Dong & Á móti sól, Sóldögg, MEir, Flauel, Bjarni Ara og Milljónamær- ingarnir, BSG, Plast, Ber og Útrás. Net- tengdir kaupendur eiga kost á því að hlaða niður aukalögum með MÍR, Spútn- ik, Evu Karlottu, Flaueli, Sumardjamm Allstars, Sálinni hans Jóns míns, Jet Black Joe og Von. Umsjón með útgáfu var í höndum Eiðs Arnarssonar. Lokahljóðvinnsla og sam- setning var í höndum Bjarna Braga Kjart- anssonar. 76,05 mín. Spor/Skífan Tónlist Arnar Eggert Thoroddsen Birgitta Haukdal, söngkona Írafárs, í myndbandinu við lagið „Ég sjálf“. Sveit hennar er nánast eini ljós- geislinn á hinni vafasömu safnplötu, Svona er FM sumarið 2002, að mati Arnars Eggerts Thoroddsen. HELDUR minna fer fyrir fegurð- arsamkeppninni Ungfrú heyrn- arlaus en samkeppninni Ungfrú heimur. Heyrnarlausar yng- ismeyjar kepptu um titilinn eft- irsótta og var fallegasta heyrn- arlausa stúlka heims valin í Prag í Tékklandi á föstudagskvöldið. Það var Danjela Gedovic frá Júgóslavíu sem fór með sigur af hólmi. Í öðru sæti varð fulltrúi Tékk- lands, Ludmila Singlarova, og Natalia Matvienko frá Úkraínu í því þriðja. Ungfrú heyrnarlaus AP Fallegasta heyrnarlausa stúlka í heimi, Danjela Gedovic, fyrir miðju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.