Morgunblaðið - 16.08.2002, Síða 48

Morgunblaðið - 16.08.2002, Síða 48
48 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ                           !  "#      $% # BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FYRST kom fjármálaráðherra, svo kom verkalýðshreyfingin og svo komu þingmenn í Kastljósi. Þetta eru risaeðlur stjórnmál- anna, eða fulltrúar þeirra. Þessi teg- und af stjórnmálamönnum verður að hverfa af sjónarsviðinu. Eru þeir að stefna að vinstristjórn. Engin vinstristjórn hefur lokið kjörtíma sínum en stokkið fyrir borð með rott- unum þegar allt var tæmt. Eru þeir að stefna að framhaldslífi í Fram- sókn hangandi í þeirri trú að raunvís- indin hafi ekki sannað að himnaríki sé ekki til og hægt að bæta einu lífi við með Sjálfstæðisflokknum? Verða þrír Sjálfstæðisflokkar í framboði? Hvar verða þeir átta einstaklingar í framboði sem formaður Heimdallar sagði í Kastljósi að væru eini klofn- ingurinn í Heimdalli sem hann vissi um í félaginu sem hann taldi stund- um með 4 þúsund meðlimi en stund- um 8? Og svo Vinstri grænir. Það góða fólk. „allir menn drepa yndi sitt“ sagði skáld harmsins. Þetta er hinn pólitíski akur! En sjórnmál snúast ekki um stæði ein- staklinga í ræðustól Alþingis. Stjórn- mál snúast um hugsun. Þau snúnast um siðfræði og tengingu hennar við rökrétta hugsun. Það er ekki að sjá að hugsun stjórnmálamanna á Ís- landi snúist um rökrétta husun. Ef það væri svo þá flæktust mál eins og skattamál aldraðra ekki fyrir þeim. Eitt pennastrik og kaupið hækkar hjá þeim sem hafa lægstu launin. „Við semjum bara um lágmarks- laun,“ sögðu foringjar verkalýðs- hreyfingarinnar. Þá hvarf kjarabar- áttan undir jörðina og hefur ekki sést síðan! Ég leyfði mér að leggja fram til umræðu tvo þætti í þjófélaginu sem er nú þegar að sporðreisa stóran hluta þjóðfélagsins. Þetta er aðbún- aður aldraðra síðustu æviárin og staða heibrigðiskerfisins. Þessir málaflokkar hafa nú þegar orðið við- skila við velferðarþjóðfélagið að nokkru leyti af ástæðum sem oft hafa verið tíundaðar. Eina leiðin sem mögulegt er til að hala þarna inn er að gera átak og draga inn slakann og fá svo forskot til að þessir málaflokk- ar verði samsíða öðrum málaflokkum í velferðarkerfinu. Það verður ekki gert nema með átaki. Gæti fjámálaráðherra, fulltrúi verkalýðshreyfingarinnar og þing- mennirnir í Kastljósi svarað þessari spurningu hreinskilnislega: Væruð þið tilbúin að gera samning sem kos- ið væri um jafnframt alþingiskosn- ingunum? Samning um að reikna út hvað það kostar að koma þessum málaflokkum upp að hliðinni á öðrum hliðstæðum málaflokkum. Að allir tækju þátt. Skattgreiðendur annars vegar með 1% tekjuskatt í viðbót og ríkið afganginn á fimm árum – fimm ára samningur. Þetta væri hægt núna þegar 5–10 ára (fulltrúi Lansvirkjunar) „góð- æri“ er framundan. Þetta góðæri fer út í neysluna með illu eða góðu á jörðinni, undir jörðinni og yfir jörð- inni. Og vel að merkja þá er það ekki bara helvítis íhaldið sem étur yfir sig. HRAFN SÆMUNDSSON, fyrrv. atvinnumálafulltrúi. Tími kreppuáranna er endanlega liðinn Frá Hrafni Sæmundssyni: ÉG BÝ á Garðaholti í Garðabæ í mikilli fuglaparadís og hafa um 25 fuglategundir verpt hér á holtinu, en nú er að verða mikil breyting á. Inn- rásarlið hefur tekið völdin og er að hrekja mófuglana á brott, en það eru sílamávar. Í vor þegar maður ók veginn í austur utan af Álftanesi og leit upp á Garðaholtið var það eins og fugla- bjarg yfir að líta. Mávarnir sátu þar í hundraðavís á hreiðrum sínum. Nú eru ungarnir orðnir fleygir. Foreldr- arnir hafa verið duglegir að mata þá og einkum sótt æti í Hafnarfjörðinn þar sem skólpið rennur út í fjöru- borðið í krikanum við sundhöllina. Það er víðar illa búið að skólpi en í Skagafirði og á Akureyri. Fluglína fuglanna á Garðaholti liggur að nægtaborðinu í Hafnarfirði yfir heimili mitt þar sem sjá má ummerki fuglanna á þaki hússins og trépalli sem umlykur það svo og á bílnum, en það sem verra er – á salati, káli og ýmsu öðru sem við ræktum. Maður þorir varla að hugsa um hvað leynist í þessu driti . Árum saman hefur fjölskyldan farið í Gálgahraun að tína ber, en þar er gott berjaland. Þar hefur sílamávurinn líka tekið völdin og sett mark sitt á berjaþúf- urnar. Heyrst hefur að sílamávurinn angri golfara í Garðabæ og Hafnar- firði en hvergi virðist friður fyrir þessum ófögnuði. KRISTÍN GESTSDÓTTIR, Grænagarði, Garðabæ. Sílamávaplága í Garðabæ Frá Kristínu Gestsdóttur: Mávager í fjörunni í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.