Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ KEFLVÍKINGURINN Rúnar Júl- íusson er meðal þeirra sem eiga heiðurinn af lagi er keppa mun um titilinn Ljósalagið 2002 í Stapa í kvöld. Fleiri þekkt nöfn eru á meðal höfunda og má þar nefna Valgeir Skagfjörð, Magnús Kjartansson, Jó- hann Helgason og Jóhann G. Jó- hannsson. Tíu lög voru valin til úr- slita í keppninni, sem hefst um kl. 22 að loknum kvöldverði í Stapa. Verð- ur hún sýnd í beinni útsendingu á Skjá einum og er ætlunin að úrslit verði kunngerð fyrir miðnætti. Að sögn Halldórs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra keppninnar, hafa æfingar staðið alla vikuna en það eru Einar Ágúst, Margrét Eir, Andrea Gylfa og Páll Rósinkrans auk annarra sem flytja lögin. Rúnar Júl meðal höfunda Ljósmynd/Sævar S. Það var líf í tuskunum á æfingum í Stapa í vikunni. Keppnin um Ljósalagið í Stapa í kvöld Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar  BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Úlrik skemmtir föstudagskvöld.  CAFÉ AMSTERDAM: Rokkbandið Stóri björn spilar.  CAFÉ CATALÍNA: Trúbadorinn Sváfnir Sigurðarson.  CAFÉ ROMANCE: Ray Ramon og Mete Gudmundsen spila.  CAFFE RÓM, Hveragerði: Bjór- bandið spilar.  CATALÍNA: Útlagarnir leika.  EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Trúbador Íslands 2002 föstudags- kvöld kl. 22:00. Megas, Bjarni Tryggva, Bjartmar Guðlaugsson, Mike Pollock, Hlynur Ben frá Norð- firði og Hilmar Örn Garðarsson frá Stöðvarfirði.  FOSSHÓTEL, Húsavík: Sálin leik- ur fyrir dansi.  GAUKUR Á STÖNG: Hljómsveitin Á móti sól.  GULLÖLDIN: Stórsveit Ásgeirs Páls sér um dansstemninguna.  HÓTEL SKÓGAR UNDIR EYJA- FJÖLLUM: Blústónleikar, Blúsþrjót- arnir spila.  KAFFI REYKJAVÍK: BSG, Björg- vin Halldórs, Sigga Beinteins og Grétar föstudagskvöld.  KAFFI-LÆKUR, Hafnargötu 30, Hafn.: Njalli í Holti spilar.  KAFFI-STRÆTÓ, Mjódd: Dansdú- óið Íris Jóns og Siggi Már.  KRINGLUKRÁIN: Hljómsveit Rúnars Júlíussonar.  O’BRIENS, Laugavegi 73: Moga- don föstudagskvöld.  ODD-VITINN, Akureyri: Örvar Kristjánsson spilar föstudagskvöld.  PÍANÓBARINN: L.B.H. Crew með uppákomu. Bretinn Jega spilar nýtt efni af væntanlegri plötu. Ívar Örn, Anonymous, DJ Hello Kitty og DJ Ifo spila einnig. Þá mun DJ Gummo taka nett plötuklór og Raggi Botnleðja mun fremja hrynheitt at- riði með bassanum sínum. 500 kr og svaka fjör.  PLAYERS-SPORT BAR, Kópa- vogi: Íslands eina von.  RÁIN, Reykjanesbæ: Hersveitin leikur fyrir dansi.  VEISLUSALURINN DÚNDRIÐ, Djúpavogi 12: Elvis Presley Kar- aoke kvöld á vegum aðdáendaklúbbs Presleys á Íslandi. Salurinn opnar kl. 20.00 og er skráning á staðnum. Keppnin hefst svo kl. 22.00. Labbi í Glóru sér svo um dansleik eftir keppnina.  VIÐ POLLINN, Akureyri: Dans- sveitin Sín leikur. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Hinn síungi Rúnni Júl. verður á Kringlu- kránni um helgina ásamt hljómsveit. About a Boy Hugh Grant fer fyrir einstökum leikhópi og myndin er undur vel gerð og skrifuð. Frábær skemmtun. (S.V.) Háskólabíó, Sambíóin. Fríða og Dýrið Það er svo gaman að sjá þetta fallega ævintýri einu sinni enn, þar sem Dýrið þarf að vinna ástir ungrar konu til að eiga afturkvæmt úr álögunum. Yndisleg saga, frábær tónlistarat- riði (líka það nýja) og fallegar teikningar. Fín íslensk talsetning gerir þetta enn skemmti- legra. Allir í bíó! (H.L.)  ½ Sambíóin, Háskólabíó Eight Legged Freaks / Áttfætlurnar ógurlegu Ein frísklegasta kvikmyndin í bíóhúsunum í dag. Skörp og vel skrifuð skrímslamynd í anda vænisjúkra B-hrollvekja 6. áratugarins. Prýði- leg skemmtun. (H.J.)  The Mothman Prophecies Vönduð mynd og áhrifarík sem byggist laus- lega á sönnum yfirnáttúrulegum atburðum. Góðir leikarar njóta sín vel og áhorfandinn er á taugum allan tímann. (H.L.)  Sambíóin, Háskólabíó. Novocaine / Verkjastillir Gott spennudrama þar sem unnið er á meðvit- aðan hátt með noir-kvikmyndahefðina. Steve Martin er frábær í aðalhlutverkinu.(H.J.)  Háskólabíó Murder by Numbers Í anda Rope eftir Hitchcock og vinnubrögð Barbets Schroeder eru öll hin fagmannleg- ustu. Morðsagan sjálf er hins vegar fullfyr- irsjáanleg. Ungu leikararnir standa sig best. (S.V.)  ½ Sambíóin Reign of Fire / Eldríkið Gamli góði B-vísindahrollurinn kominn aftur í fullu fjöri. Hrá, grá og notalega vitlaus. (S.V.)  ½ Laugarásbíó, Regnboginn Spirit / Villti folinn Rómantísk og ljóðræn teiknimynd um frjálsan hest í villta vestrinu og hættulegum fyrstu kynnum hans af mannskepnunni. Fallegar teikningar, ágæt saga en leiðileg tónlist. (H.L.)  Sambíóin, Háskólabíó Bad Company Hopkins og Rock eru furðulegt par sem venst vel í annars stundum fyndinni en alltof langri og ófrumlegri spennumynd. (H.L.) Sambíóin, Háskólabíó. Big Trouble Ein af misheppnuðu myndum hins stórgóða Sonnenfeld. Handritið er skrykkjótt, brandar- arnir fúlir og leikararnir standa sig ekki nógu vel þrátt fyrir stjörnustimpil. Ljósir punktar inn á milli. (H.L. ) Sambíóin Clockstoppers / Klukkubanar Gamaldags fjölskyldumynd um unglingspilt sem lendir í tæknivæddum ævintýrum. Sóma- samleg skemmtun sem skilur þó lítið eftir sig. (H.J.) Háskólabíó Pétur Pan 2: Aftur til Hvergilands Pétur Pan berst enn við Kaftein Krók og nú með hjálp Jónu dóttur hennar Vöndu. Ósköp sæt mynd en heldur tíðindalítil og ófrumleg. (H.J.) Sambíóin, Háskólabíó. The Sweetest Thing / Hið ljúfa líf Gamanmynd með Cameron Diaz sem er góðra gjalda verð, birtir glaumgosalíferni ungra kvenna í opinskáu og ögrandi ljósi. Því miður er framsetningin frá fyrstu stund of tilgerðarleg og ýkt, og myndin því misheppnuð. (H.J.) Smárabíó, Regnboginn Big Fat Liar Atburðarásin leiðist úr sæmilegri sögu um dreng sem þarf að læra að ljúga minna í dæmigerða sadíska hefndarmynd í anda Home Alone. Þessi tilraun er allmisheppnuð. (H.J.)  ½ Sambíóin Scooby Doo Fjallar um krakkana og hundinn í Ráðgátum hf. sem lenda nú á draugaeyju. Ósköp svipuð sjónvarpsþáttunum, með álíka lélegum húm- or, en þó ekki jafn fyrirsjáanleg. Og krakkarnir skemmta sér vel. (H.L.)  ½ Háskólabíó Mr. Bones / Herra Bones Ófyndið þunnildi frá S-Afríku sem minnir mest á slagorð Idioterne: Vitlaus mynd, gerð af vit- leysingum fyrir vitleysinga. (S.V.) ½ Sambíóin Van Wilder Party Liaison Einhver alversta mynd sem rekið hefur á fjörur íslenskra kvikmyndahúsagesta í langan tíma. (H.J.) 0 Regnboginn. The New Guy / Nýi gaurinn Lengi getur vont versnað en hér er botninum náð í heimsku og hugmyndaleysi. Aular í öll- um hlutverkum framan sem aftan við tökuvél- arnar. (S.V.) 0 Regnboginn, Laugarásbíó BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn ÍTALSKA leikkonan Sophia Loren fær sérstök heiðursverðlaun fyrir æviframlag sitt til kvikmynda á al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum síðar í mánuðinum, að því er skipuleggjendur hátíðarinn- ar tilkynntu. Loren, sem er 67 ára, var valin verðlaunahafi Premio Pietro Bianchi 2002 af landssam- bandi kvikmyndagagnrýnanda á Ítalíu en ferill leikkonunnar í kvik- myndum spannar meira en hálfa öld. Leikkonan sífagra snýr aftur á hátíðina í hlutverki í myndinni Between Strangers í leikstjórn Edoardo Ponti, sonar Loren og kvikmyndaframleiðandans Carlo Ponti. Kvikmyndin tekur þó ekki þátt í samkeppni hátíðarinnar. Loren verður fyrsta leikkonan til að fá þessi virtu verðlaun. Aðeins ein kona hefur fengið þau áður, handritshöfundurinn Suso Cecchi D’Amico. Leikstjórar og handrits- höfundar hafa oftast fengið verð- launin og nýlegir handhafar Prem- io-verðlaunanna eru leikstjórinn Michelangelo Antonioni og Bern- ardo Bertolucci. Reuters Sophia Loren heiðruð Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Feneyjum                                                               % 2 9$:  ;   9:  %    !<#!                  =%(:2           > .( % *?      !  " #$$$ 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.