Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ RÓSAMUNDA Pálína Friðriks- dóttir, eða Rósa eins og hún er kölluð, á hundrað ára afmæli í dag. Af því tilefni tekur hún á móti gestum í Kiwanishúsinu við Engjateig á morgun. „Ég vil ekki hafa neitt húllumhæ hér í Sunnu- hlíð,“ segir Rósa og brosir, en hún hefur undanfarin ár dvalið í góðu yfirlæti, að eigin sögn, á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi. „Ég ætla að halda veisluna á laugardaginn svo fólk geti hvílt sig á sunnudaginn. Ég hlakka mikið til að sjá allt fólkið mitt.“ Rósa er fædd að Ósi í Bolung- arvík, en fluttist þaðan til Súða- víkur þar sem hún ól upp börnin sín þrjú og bjó í rúm 50 ár. Eig- inmaður hennar hét Áki Eggerts- son frá Kleifum í Seyðisfirði. Hann lést árið 1981. Hefur alltaf verið hraust Barnabörnin eru tólf talsins og barnabarnabörnin 20. Að sögn Rósu eru afkomendurnir dreifðir um allan heim, búa m.a. í Vín, Ástralíu og Þýskalandi. Hún seg- ist fylgjast vel með því sem drífur á daga þeirra. Ekki vill Rósa meina að langlífi sé algengt í sinni ætt. „Ég hef alltaf verið hraust,“ segir Rósa. Hún hefur í nógu að snúast í Sunnuhlíð, segist prjóna og hekla mikið og einnig málar hún. Sonur hennar, Börkur Ákason, skýtur inn í að móðir sín sé alltaf að. Í tilefni aldarafmælis síns ætlar Rósa að stofna sjóð sem verður notaður til að styrkja tóm- stundaiðju í Sunnuhlíð. Biður hún því þá sem höfðu hugsað sér að gefa henni blóm eða aðrar gjafir á afmælisdaginn vinsamlegast að láta heldur andvirðið renna í sjóð- inn. Það er hægt með því að leggja inn á reikning 525-14- 603522. „Ég á nóg af blómum,“segir Rósa brosandi. „Þess vegna hef ég þetta svona.“ Ættingj- arnir um allar jarðir Morgunblaðið/Kristinn Rósamunda og Börkur Ákason, sonur hennar, ræða um afmælið. Stofnar sjóð fyrir eldri borgara á 100 ára afmæli sínu Birgir Leifur Hafþórsson ætlar ekki að leggja árar í bát / C1 Verður Mílanó háborg ítalska bolt- ans á nýjan leik? / C2 8 SÍÐUR 4 SÍÐUR  Sérsniðin stjörnuspá í SMS/B1  Af annarri kynslóð grasnytjunga/ B2  Lesmál í hólf og gólf/B3  Á hjólum eða tveimur jafnfljótum/B4  Út í heim að passa börn/B6  „Bródering“ og bútasaumur/B7 Sérblöð í dag VIÐ þingfestingu fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær játaði Þór Sigurðsson að hafa banað Braga Óskarssyni aðfaranótt 18. febrúar síðastliðins. Þór var ákærður fyrir tvö hegn- ingarlagabrot, annars vegar fyrir manndráp „með því að hafa á gangstétt og götu fyrir framan hús númer 50 og 52 við Víðimel, veist að Braga Óskarssyni, fæddum 11. janúar 1951, og banað honum með því að slá hann margsinnis í höf- uðið með kjötexi og slaghamri“ eins og segir í ákæru ríkissaksókn- ara. Þá var Þór einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn í hjólbarðaverkstæði við Ægisíðu og stolið þaðan 40 þúsund krónum, fimm Bandaríkjadölum, 9.400 pes- etum og greiðslukortanótum. Fyrir héraðsdómi jataði Þór bæði þessi brot. Aðalmeðferð 28. nóvember Þá krafðist réttargæslumaður móður hins látna liðlega 2,5 millj- óna króna í miska- og skaðabætur en þeirri kröfu hafnaði verjandi ákærða. Aðalmeðferð málsins mun hefj- ast fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 28. nóvember næstkomandi. Játar að hafa banað manni á Víðimel VIÐRÆÐUM framkvæmdanefndar um einkavæðingu við eignarhalds- félagið Samson ehf. vegna sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum verður haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist, þrátt fyrir könnun Ríkisend- urskoðunar, skv. upplýsingum Ólafs Davíðssonar, formanns einkavæðing- arnefndar. Geir H. Haarde fjármála- ráðherra tekur í sama streng og seg- ir athugun Ríkisendurskoðunar engin áhrif hafa á gang málsins á næstunni. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur forsætisráðu- neytið falið Ríkisendurskoðun að fara yfir þau vinnubrögð sem viðhöfð voru þegar ákveðið var að ganga til viðræðna við Samson ehf. vegna söl- unnar á hlut ríkisins í Landsbank- anum, í kjölfar ávirðinga sem fram komu í bréfi Steingríms Ara Arason- ar, sem hefur sagt sig úr einkavæð- ingarnefnd. ,,Viðræður hefjast fljótlega eftir helgina og eitt það fyrsta sem farið verður yfir er að búa til viðræðuáætl- un og reyna að átta sig á hvað þetta muni taka langan tíma,“ segir Ólafur. Skoðun Ríkisendurskoðunar tekur ekki langan tíma Ólafur bendir á að Ríkisendur- skoðun hafi fylgst með einkavæðing- arferlinu allt frá upphafi þess og hér sé um hefðbundin vinnubrögð að ræða. ,,Ríkisendurskoðun hefur reglulega fylgst með á undanförnum árum og farið yfir alla framkvæmd einkavæðingarinnar með reglulegu millibili. Það er því bara eðlilegur framgangsmáti og verður gert núna með sama hætti. Sjálf vinnan heldur því áfram,“ segir Ólafur. Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi sagðist í samtali við Morg- unblaðið ekki geta sagt nákvæmlega til um hvenær niðurstaða úr könnun stofnunarinnar á verklagi einkavæð- ingarnefndar mundi liggja fyrir en kvaðst þó ekki gera ráð fyrir að hún tæki langan tíma. Ríkisendurskoðun fer yfir vinnu- brögð einkavæðingarnefndar Viðræðum við Samson haldið áfram eftir helgi Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is HLUTAFÉLAGIÐ FARICE hf. var stofnað í gær, en tilgangur fé- lagsins er undirbúningur lagningar og rekstur sæstrengs sem annast skal flutning á talsíma og Netum- ferð milli Íslands, Færeyja og Stóra-Bretlands. Stefnt er að því að leggja strenginn á næsta ári og er kostnaður við hann 5–6 milljarðar króna. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra undirritaði samninginn fyrir hönd íslenska ríkisins, en hlutdeild Íslendinga í félaginu er 80% á móti 20% hlutdeild Færeyinga. Alls koma níu aðilar að stofnun fé- lagsins, sem leggja samtals fram 30 milljóna króna stofnfé. Þar af leggur Landssími Íslands til 14,2 milljónir og færeyska Telefonverkið P/F 5,2 milljónir. Samgönguráðuneytið leggur til 8,2 milljónir og Tal hf., Lína.Net, Fjarski ehf. og Rann- sókna- og háskólanet Íslands hf. leggja til 400 þúsund krónur hvert. Jafnhá upphæð kemur frá færeysku fyrirtækjunum SPF P/F og Kall P/F. Sturla Böðvarsson sagðist í sam- tali við Morgunblaðið hafa lagt mikla áherslu á að tryggja fjarskipti við útlönd. Í framhaldi af skýrslu um stafrænt Ísland frá árinu 2000 hafi legið fyrir að auka þyrfti öryggi í fjarskiptum. „Þess vegna var þessi undirbúningsvinna sett af stað og samstarf við Færeyingana. Það hef- ur mikla þýðingu fyrir okkur að koma á viðbótarsæstreng til að auka öryggi og hafa afkastagetu og tæknibúnað sem mestan og bestan,“ sagði Sturla. „Þannig getum við með sanni sagt að fyllsta öryggis sé gætt til viðbótar því sem kemur fram í gegnum gervihnattasambandið. Ég lít á þetta sem afar mikilvægan áfanga og vona að í framhaldinu komist menn niður á lausn hvað varðar val á sæstreng og fjármögn- un á þessu stóra verkefni, svo hægt verði að leggja strenginn á næsta ári.“ Næsta skref verður að undirbúa stofnun rekstrarfélags sæstrengs- ins, en Sturla segir að stjórn félags- ins hafi mjög þröngan tímaramma því hefja þurfi framkvæmdir á næstu vikum og mánuðum. Íslandssími ekki með og telur ekki jafnræðis gætt Íslandssími tók þá ákvörðun í gær að vera ekki með í hlutafélaginu þar sem fyrirtækið telur að engin trygg- in sé fyrir því að jafnræðis verði gætt meðal símafyrirtækjanna. Óskar Magnússon, forstjóri Íslands- síma, sagði við Morgunblaðið að ekki væri tryggt að minni fjar- skiptafyrirtækin fengju trygg áhrif í stjórn félagsins til frambúðar. „Vegna þátttöku ríkisins er eðlilegt að gera þá kröfu að fullrar sanngirni verði gætt við skipun í stjórn félags- ins,“ sagði Óskar. „Minni íslensku fjarskiptafyrir- tækin og litlu færeysku félögin hafa saman einn mann í stjórn bráða- birgðafélagsins. Þetta er gott fyr- irkomulag að mínu mati og það vil ég sjá í félaginu fullsköpuðu. Fyrst talið er mikilvægt að allir séu með á undurbúningsstiginu, hví skyldi það ekki vera ennþá mikilvægara þegar félagið er fullskapað?“ Íslandssími segir í fréttatilkynn- ingu sinni í gær að þátttaka ríkisins eigi að tryggja minnihlutavernd fyr- ir nýju símafélögin, en þau eigi að öðrum kosti allt undir velvilja stærri hluthafanna, Landssímans og Fær- eyska landsímans. Íslendingar og Færeyingar stofna hlutafélag um nýjan sæstreng Stefnt að lagn- ingu sæstrengs- ins á næsta ári Morgunblaðið/Golli Sturla Böðvarsson samgönguráðherra undirritar samninginn fyrir hönd ríkisins með aðstoð Halldórs Þorkelssonar. Bjarni Djurholm, at- vinnumálaráðherra Færeyja, var viðstaddur stofnun hlutafélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.