Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ sameinuðust, söngur tenóranna þriggja hljómaði af hljóðsnældu í bílnum, allt verkaði þetta svo sterkt á okkur, nánast sem hugljómun, og það var sem tíminn stæði í stað. Oft rifjuðum við þetta upp og vorum sammála um að aldrei hefði Hval- fjörðurinn verið jafn sólbjartur og fagur og þennan dag. Um haustið fórum við í eftirminnilega frímúr- araferð til Parísar, ásamt Ingi- björgu Kristínu og fleiri góðum reglusystkinum. Síðar eftir þá ferð fékk ég lítinn minjagrip, Eiffelturn, til minningar um göngu okkar efst upp í turninn, sem hún sagði að hún hefði aldrei í lífinu farið, ef ég hefði ekki haldið í höndina á henni allan tímann og eggjað hana upp! Kjark- urinn brast ekki þá frekar en fyrri daginn. Eitt sinn fórum við frímúr- arasystur austur á land til Egils- staða. Farið var um Hróarstungu á æskuslóðir Sigmundar, undir leið- sögn Guðrúnar Ingibjargar og bróður hennar Þráins Jónssonar, er búsettur er í Fellabæ. Þau voru systkinabörn við Sigmund, og öll ættuð þaðan úr sveitinni. Veðrið lék við okkur þennan yndislega dag sem endaði við veisluborð heima hjá þeim hjónum, Þráni og Ingveldi Pálsdóttur. Gleði og kátína ríkti yfir þessari ferð. Brynhildur var sífellt veitandi, og við ýmis tækifæri færði hún mér litlar táknrænar gjafir, til þess að gleðja mig, og þeim fylgdi ávallt fal- leg kveðja eða bréf með blessunar- óskum, því hún hafði einlæga trú á náð almættisins. Þessar gjafir ylja en vinátta hennar er hin andlegu verðmæti, sem standa. Fyrir tíu árum kynntist Bryn- hildur eftirlifandi sambýlismanni sínum, Kristjáni Ágústssyni úr Hafnarfirði. Gagnkvæm virðing og væntumþykja skóp góða sambúð þeirra þessi ár. Þau bjuggu mestan hluta ársins ytra, í Orlando, en Kristján hafði starfað um árabil í Bandaríkjunum. Þá var hennar samveru saknað hér heima, en um leið var hægt að fagna þeim hvoru með annað, og alltaf var þráðurinn tekinn upp að nýju þegar heim kom. Mér fannst alltaf nægur tími til þess að þiggja boð þeirra um að koma út í heimsókn, mennirnir ætla en guð ræður. Nú hefur Brynhildur farið í þá för, sem við öll eigum vísa og er lengri. Þá er víst að þau gildi sem Brynhildur, vinkona mín, tileinkaði sér í lífinu munu reynast henni gott leiðarnesti. Blessuð sé minning hennar og vegferð á nýjum leiðum. Ég sendi ástvinum öllum innileg- ar samúðarkveðjur, kærleikur hennar mun fylgja ykkur um ókomna tíð, guð blessi ykkur. Guðlaug Elísa Kristinsdóttir. Með sorg í hjarta kveð ég þá manneskju sem af mér vandalaus- um hefur verið mér hvað hvað kær- ust í lífinu, Brynhildi Guðmunds- dóttur. Hún hefur verið mér góð vinkona og systir. Stutt mig þegar á hefur þurft að halda en þó aldrei tekið fram fyrir hendurnar á mér, heldur sagt að það væri svo auðvelt að gefa ráð, en mitt að taka ákvarð- anir og þá líka afleiðingum af þeim. Hún hlustaði, gaf góð ráð og sýndi kærleika. Þegar þær leiðu fréttir bárust að lítið væri hægt að gera við veikindum Brynhildar, þá fylltist ég vonleysi. Hvert átti ég að leita þeg- ar mig vantaði einhvern með svo djúpan skilning á lífinu. Eigingirni mín var auðvitað í hámarki, ég hafði trúi ég, ekki hugsað út í það áður að hún yrði ekki alltaf hérna fyrir mig. Í þessum hraða nútímans hugsar maður oft ekki út í það að við og all- ir hinir verðum ekki alltaf til. Við Bidda höfum átt samleið lengi í gegnum lífið. Á erfiðum stundum í lífi hennar tengdumst við sterkum böndum. Brynhildur missti mann sinn Sigmund Sigfússon flugum- ferðarstjóra af völdum þess sjúk- dóms sem nú hefur lagt hana að velli. Hann var aðeins um fimmtugt er hann lést, þar fór mætur maður. Þá kom æðruleysið hennar Bryn- hildar sér vel. Við gengum í fé- lagsskap þar sem við unnum saman að bræðralagsböndum og höfum ávallt verið í nánu sambandi þótt höf og lönd hafi aðskilið okkur. Fyr- ir tíu árum eignaðist Bidda vin og sambýlismann, skemmtilegan og góðan mann, Kristján Ágústsson, ættaðan úr Hafnarfirði, og hafa þau sýnt hvort öðru ástríki og skilning, þau hafa átt góðan tíma saman. Dvöldu þau yfir vetrartímann á Flórída, þá skrifuðumst við á, ann- aðhvort á gamla mátann eða á Net- inu. Hún Bidda var með alveg ein- stakan húmor fljót að sjá skoplegu hliðarnar á öllu, þetta kunnu vinir hennar vel að meta. Þetta ásamt kærleiksríku eðli hennar dró að sér vini og kunningja. Við hjónin nutum þess að heimsækja þau Kristján og Brynhildi til Flórída og lifðum þar í vellystingum í eina viku. Þau keyrðu okkur um í gamla trausta kagganum hans Kristjáns og sýndu okkur það helsta. Þetta voru góðir tímar. Ingólfur þakkar vinkonu minni góðar stundir. Síðustu vikur þegar ég heimsótti Biddu á spítal- ann var alveg sama um hvað var rætt, öllu sneri hún á jákvæðan máta. Þótt hún liði mikið var stutt í húmorinn hjá henni og hún sagði að allir væru svo góðir við sig, það kom mér ekkert á óvart, hún hafði svo ljúft viðmót. Hún sagði svo margt fallegt við mig, meðan ég sat hjá henni, alltaf sú sem var gefandi, það mun ég geyma í hjarta mínu. Kærleiksríka systir, takk fyrir samferðina, hittumst aftur. Þú ferð bara á undan til hins eilífa austurs. Kæra fjölskylda, sambýlismaður Kristján, synirnir góðu, Guðmund- ur, Sigmundur og Kristján og tengdadætur hennar, sem hún mat mikils, minningin um góða og kær- leiksríka móður mun lifa með ykkur og börnum ykkar. Því miður mun ég ekki fylgja Biddu minni síðasta spölinn vegna fjarveru frá landinu en ég mun kveikja á kerti á meðan athöfnin fer fram og fylgja henni í huganum. Þín vinkona Ingibjörg Kristín (Imba). „Öllu er afmörkuð stund,“ segir Prédikarinn í hinni helgu bók og hversu oft sannreynum við ekki þennan vísdóm. Í dag er kvödd bekkjarsystir og vinkona. Samleið okkar Brynhildar eða Biddu eins og hún var jafnan kölluð er orðin löng. Leiðir okkar lágu saman á barns- aldri á heimili móðurbróður hennar og haustið 1944 hófum við báðar nám í Kvennaskólanum í Reykja- vík. Þar tengdust vináttubönd er aldrei rofnuðu. Við Bidda áttum einnig samleið á öðrum vettvangi, en það var í málefnum vangefinna. Fyrsta barn þeirra hjóna Brynhild- ar og Sigmundar manns hennar, var dóttir er fæddist fjölfötluð. Bidda og foreldrar hennar, þau heiðurshjónin Guðbjörg Benedikts- dóttir og Guðmundur Gíslason, þekktu af eigin reynslu erfiðileika og allsleysið er ríkti í málefnum vangefins fólks. Skömmu eftir að ég tek að mér forstöðu Skálatúnsheimilisins í byrjun árs 1958, vistast Guðbjörg dóttir Biddu á Skálatún þá sjö ára gömul. Þrengsli og erfiður aðbún- aður hamlaði því ekki að telpan fengi vist, en vitundin um erfiðleik- ana og allsleysið urðu að umræðum um úrbætur. Þau Guðbjörg og Guð- mundur létu ekki sitja við orðin tóm og söfnuðu saman foreldrum og áhugafólki á heimili sitt í þeim til- gangi að undirbúa stofnun foreldra- félags. Undirbúningur allur var á heimili þeirra og meðal stofnfélaga voru m.a. Bidda og Sigmundur og undirrituð. Styrktarfélag vangef- inna var síðan stofnað í mars 1958. Þau Guðmundur og Guðbjörg unnu mikið og óeigingjarnt starf fyrir fé- lagið á meðan líf og kraftar entust. Sigmundur og Bidda lögðu einnig fram krafta sína fyrir félagið. Minn- ist ég margra samverustunda í sam- bandi við undirbúning að fjáröflun við kaffisölu og basara. Síðar tóku við fjáröflunarskemmtanir og vor- um við Bidda ötular aðstoðarkonur. Þegar foreldrar barnanna á Skálatúni réðust í það stórvirki að byggja sundlaug ásamt baðaðstöðu var Bidda valin í framkvæmda- nefndina og varð sundlaugin ásamt allri aðstöðu tilbúin í júní 1968. Þá var mikil gleði á Skálatúni og hefur þessi laug reynst mörgum íbúa heimilisins mikill heilsubrunnur. Við bekkjarsysturnar er útskrif- uðumst úr Kvennaskólanum vorið 1948 höfum nú haldið trúfastlega hópinn í 54 ár. Það er alltaf sárt að sjá á bak vini og enginn fyllir skarðið. Minning- arnar eru margar er fylla hugann. Samverustundir á heimilum okkar, gleði og sorgir lífsins ræddar. Fyrsta utanlandsferðin á 40 ára út- skriftarafmæli okkar, vikuferð til Vínarborgar er okkur öllum ógleymanleg. Þar deildum við Bidda herbergi og í bland við glens og gaman ræddum við sameiginlegt áhugamál okkar og ályktuðum mik- ið um málefni vangefins fólks. Seinni árin dvaldi Bidda á vet- urna í Bandaríkjunum ásamt Krist- jáni sambýlismanni sínum og urðu það okkur því vonbrigði er sjúkleiki hamlaði því að hún kæmi á „fund“ sl. vor. Er ég ræddi við Biddu síð- ustu daga júlímánaðar áður en ég brá mér í stutta utanlandsferð grunaði mig ekki að það yrði síðasta samtal okkar. Minningin um ljúfa konu, trúfast- an vin og bekkjarsystur mun lifa. Við Magnús sendum sonum Biddu og fjölskyldum þeirra svo og Kristjáni sambýlismanni hennar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Brynhildar Guðmunds- dóttur. Gréta Bachmann. „Einstök“ er það orð sem mér finnst lýsa Biddu best. Hæglát, hlý og full af kærleik. Aldrei setti hún sig í dómarsæti heldur mat fólk að verðleikum. Nálgun hennar var ein- stök og fékk ég að kynnast því af eigin raun. Bidda mín, þakka þér áratuga langa vináttu. Megir þú hvíla í friði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem hug minn fer. Þó þú sérst horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég votta aðstandendum samúð mína. Sigurbjörg Vignisdóttir. BRYNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda grein- arnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstak- ling birtist formáli, ein uppi- stöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minning- argreina (    -  #)  ! 99 +'#% &     - &  .    %  &   - &     $   1! 2#%&!! ( '$ %0 /  .       0   '  *   )     *&      &  ;   5" !  5 5# !, @  "5 $ &$0 +!  .           +     ; !,#  ") #%%&!!  -&# -$()(# -&# $ -&#(#0 (               2   20 /*  ! ## 5 +( # ,$ * " ! A! @ B  "        1         -&##  " #%(#  " #  " #%%&!!  ! 20 !(#  ,#  " #%%&!!  ; !&  + #(# &  " #%%&!!     " #%(# , 85%&!!  ;! ,# *%!% -&#%&!!  * ,## -&#(# ) #)' # ( ) #) #)' #0 (                  B / ; 1  ;5 !'"  >! C/#%        20       / -&#%&!!   " #% ( !## ,(# #$ D!  & ## ## ,%&!!  ; ! #  '## ,%&!!    # $ (# -&#,#  & ,%&!!   " &  ,%&!! ( ) #)' #0 /   .       .     '    *   ) ')      *&        " &    &         -  (! E:  "0  ," +#%$!%&!!   # (# ## 2#%&!!  /  # %&!!  ##  (# *## -&##%&!!   "  # %&!!  1 # 87! (# -&## ;  # (# 1 #  " #%%&!!  ) #)' # ( ) #) #)' #0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.