Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 45 HEIMSLIÐIÐ bar sigurorð af Rússum í atskákkeppninni sem lauk í Moskvu á miðvikudaginn. Heimsliðið náði forystunni strax í upphafi og hélt henni í gegnum allar umferðirnar. Sigurinn verður því að teljast nokkuð öruggur þótt munurinn hafi lengst af verið það lítill að mikil spenna var í keppninni. Á hinn bóginn voru ýmsir í liði Rússa fjarri sínu besta. Sérstak- lega vakti frammistaða stigahæsta skákmanns heims, Garry Kasparov, athygli. Hann fékk einungis fjóra vinninga í 10 skákum og eina sigur- skák hans var gegn Shirov. Hann tap- aði hins vegar þremur skákum, gegn Ivanchuk, Judit Polgar og svo Akop- ian. Kramnik stóð sig reyndar litlu betur en Kasparov og fékk 4 vinninga í 9 skákum. Karpov fór illa af stað í keppninni og tapaði tveimur fyrstu skákunum, en eftir það var hann einna drýgstur Rússanna í að hala inn vinninga og fékk 5 vinninga í 7 skák- um eftir að hafa hvílt í þriðju umferð. Bestum árangri Rússanna náðu þeir Bareev og Morozevich , sem fengu 6 vinninga í 10 skákum. Shirov hlaut flesta vinninga heimsliðsins, eða 7 vinninga í 10 skákum. Eftirfarandi skák var tefld í þriðju umferð keppninnar. Hvítt: Ponomarjov Svart: Zvjaginsjev Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 a6 6. Be2 d6 7. Be3 Rf6 8. f4 Be7 9. g4!? d5 Eða 9. . . Rxd4 10. Bxd4 Da5 11. Bf3 e5 12. Be3 exf4 13. Bxf4 Be6 14. g5 Rd7 15. Dd2 Re5 16. Be2 Hc8 17. Hg1, jafntefli (Zagrebelnij-Ned- obora, Noyabrsk 1995). 10. e5 Rd7 11. g5 -- Lettneski stórmeistarinn, Zigurds Lanka, sem þjálfar íslenska skák- menn þessa dagana, lék 11. 0–0 í skák við Andrej Sokolov í Riga 1987. Framhaldið varð 11. -- g5 12. Rf3 gxf4 13. Bxf4 Db6+ 14. Kh1 Dxb2 15. De1 Dxc2 16. Hc1 Dg6 17. Dd2 Rc5 18. g5 Dg7 19. Rh4 Bd7 20. Bh5 0–0–0 21. Rf5 exf5 22. Rxd5 Be6 23. Rxe7+ Rxe7 24. Hxc5+ Kb8 25. Db2 Hd7 26. Bf3 Hc8 27. Hxc8+ Rxc8 28. Hb1 b6 og skákinni lauk með jafntefli. 11. . . Rxd4 12. Dxd4 h6 13. g6! -- Sjá stöðumynd 1 13. . . Bh4+ Eftir 13. . . fxg6 14. Dd3!? virðist hvítur fá mjög sterka sóknarstöðu, t. d. 14. -- Bh4+ 15. Kd2 Rf8 16. Hag1 b5 17. Hg4 Bd7 18. a3 Be7 19. Hhg1 b4 20. axb4 Bxb4 21. Hxg6 Bb5 22. Dd4 Bxc3+ 23. bxc3 Bxe2 24. Hxg7 Bb5 25. f5 exf5 26. e6 Dd6 27. Bf4 Rxe6 28. He1 Dc6 29. Df6 o. s. frv. 14. Kd2 fxg6 15. Hhg1 Rf8 16. Bd3 g5 17. Haf1 Bd7 18. Kc1 De7 Svartur á erfitt um vik, t. d. 18. . . Dc7 19. fxg5 hxg5 20. Bxg5 Bxg5+ 21. Hxg5 0–0–0 22. Hxg7 Hxh2 23. Hg8 Rh7 24. Bxh7 Hxh7 25. Hff8 o. s. frv. Önnur tilraun til að verjast er 18. . . Bc6 19. f5 Dc7 20. fxe6 Rxe6 21. Bg6+ Kd8 22. Dd2 Dxe5 23. Hf5 Dd6 24. Rxd5 Hf8 25. Hxf8+ Rxf8 26. Bb6+ Kc8 27. Bf5+ Rd7 28. De3 Df8 29. De5 Dd8 30. Re7+ Dxe7 31. Dc7+ mát. 19. f5 Bc6 20. f6 gxf6 21. Hxf6 0– 0–0 Eða 21. . . Dc7 22. Ra4! Bxa4 (22. . . 0–0–0 23. Rb6+ Kb8 24. Ra8! Da5 25. Da7+ Kc8 26. Bb6 Dxa2 27. Rc7 Rd7 28. Rxa6 Rxf6 29. Db8+ Kd7 30. Dd6+ Kc8 (30. . . Ke8 31. Bg6+ mát) 31. Dc7+ mát) 23. Dxa4+ Dd7 24. Dg4 0–0–0 25. Bc5 h5 26. Dh3 Dc6 27. Be7 He8 28. Bd6 Rd7 29. Hxe6 Hxe6 30. Dxe6 Bf2 31. Hd1 Be3+ 32. Kb1 Bf4 33. Bf5 d4 34. a3 Be3 35. De7 Hd8 36. e6 Fritz 5. 32: 36. . . Rb6 37. Dxd8+ Kxd8 38. e7+ Ke8 39. Bg6+ Kd7 40. e8D+ Kxd6 41. Dxe3 á hvítur unnið tafl. 22. Hgf1 Be8? Svartur hefði getað varist betur, þótt það hefði varla dugað til að bjarga taflinu: 22. . . Dc7, t. d. 23. Db4 Rd7 24. Hxe6 Hhe8 25. Hxh6 Hxe5 26. Bd4 He1+ 27. Hxe1 Bxe1 28. De7 Bh4 29. Kb1 Hf8 30. a3 Dd8 31. Dd6 Dc7 32. Rxd5 o. s. frv. 23. Da7 -- Sjá stöðumynd 2 23. . . g4 24. Bxa6 og svartur gafst upp. Eftir 24. . . Bc6 25. Hf7 á hann enga skynsamlega vörn. Fyrstu Norðurlandameistarar með jafnri kynjaskiptingu Sveit Menntaskólans við Hamra- hlíð, sem sigraði á Norðurlandamóti framhaldsskóla um daginn, var skip- uð fjórum skákmönnum, en þar af voru tvær skákkonur. Aldrei áður hefur sveit með jafnri kynjaskiptingu unnið þennan titil. Yfirburðasigur skólans er enn athyglisverðari en ella fyrir þá sök að FIDE-meistarinn Bragi Þorfinnsson tefldi ekki með sveitinni á mótinu. Hann var sagður hafa verið með sveitinni í umfjöllun um mótið hér í skákþættinum, en það er hér með leiðrétt. Eins og sjá má af vinningafjöldanum áttu stúlkurnar drjúgan þátt í frábærum árangri sveitarinnar: 1. Stefán Kristjánsson 5 v. af 5 2. Davíð Kjartansson 4½ v. 3. Harpa Ingólfsdóttir 4½ v. 4. Aldís Rún Lárusdóttir 3½ v. Hreyfilseinvígið 2002: Stefán Kristjánsson – Tomas Oral Tékkneski stórmeistarinn Tomas Oral teflir sex skáka einvígi við al- þjóðlega meistarann Stefán Krist- jánsson í Þjóðarbókhlöðunni, 14. til 19. september. Hreyfill er bakhjarl þessa skákvið- burðar, en skákstarfið hjá Hreyfli á sér enga hliðstæðu hjá öðru fyrirtæki. Skákfélag Hreyfils var stofnað 1954 og hefur gegnum tíðina staðið fyrir ótalmörgum skákviðburðum og verið sigursælt á erlendri grund. Það er Taflfélagið Hrókurinn sem stendur fyrir einvíginu, en þar er að skapast afar öflugt skákstarf sem byggist mikið á alþjóðlegum viðburð- um í tengslum við Íslandsmót skák- félaga. Fyrsta skákin hefst laugar- daginn 14. september klukkan 12 í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðunnar. Heimsliðið sigraði Rússa 52–48 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson SKÁK Moskva, Rússland RÚSSLAND – HEIMSLIÐIÐ 8. –11. sept. 2002 Stöðumynd 1 BRIDSSKÓLINN er að hefja sitt tuttugasta og fimmta starfsár 23. september nk., en skólann stofnaði Páll Bergsson 1977. Tíu árum síðar, 1986, tók Guðmundur Páll Arnarson við skólanum og hefur stýrt honum síðan. Þátturinn hafði samband við Guðmund Pál á þessum tímamótum. „Mér telst til að það séu tæplega fjögur þúsund manns sem hafa farið í gegnum skólann á þessum tæpa aldarfjórðungi sem hann hefur starf- að, en nemendurnir eru 150–200 ár- lega. Þetta er fólk á öllum aldri af báðum kynjum. Byrjendanámskeið- in eru nokkuð stöðluð. Það er æski- legt að hafa 20–30 manns í bekk en því fleiri því betra. Nemendurnir fara heim með námsefni en ekki er gert ráð fyrir því að það sé heima- lærdómur. Nokkrir nemendanna taka námið hins vegar alvarlega og læra mikið heima.“ Guðmundur Páll telur að um 5% bridsspilara spili keppnisbrids en fyrir liðlega tíu árum, þegar hann varð heimsmeistari í Yokohama ásamt félögum sínum, hafi Fé- lagsvísindastofnum gert könnum á því hve margir kynnu „manngang- inn“ í brids og þá hafi u.þ.b. sjötti hver Íslendingur spilað einu sinni í mánuði. Eins og áður sagði byrjar skólinn vetrarstarfið 23. september en það er svokallað framhaldsnámskeið. Þetta námskeið er kjörið fyrir þá sem vilja tileinka sér nútímalegar aðferðir og taka stórstígum framför- um eins og skólastjórinn orðar það. Byrjendanámskeiðið hefst svo 25. september. Þeir sem þangað mæta þurfa ekki að kunna neitt í brids og geta mætt einir síns liðs. Kennslan er einu sinni í viku alls þrjá tíma í senn. „Þessi námskeið eru aldrei eins. Það fer að sjálfsögðu eftir fólkinu sjálfu en það er oft mikið fjör í fyrstu tímunum. Til þess er leikurinn líka gerður. Aðalatriðið er að þetta sé skemmtilegt og fólk hafi gaman af,“ sagði Guðmundur Páll Arnarson, skólastjóri Bridsskólans. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Guðmundur Páll Arnarson skólastjóri í glæsilegu kennsluhúsnæði Bridsskólans, Bridssambandshúsinu Síðumúla 37. Bridsskólinn hef- ur 25. starfsár sitt BRIDS Arnór G. Ragnarsson Stöðumynd 2 Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ mánud. 2. sept. 2002. 22 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Magnús Halldórss. – Þorsteinn Laufdal 262 Sæmundur Björnss. – Olíver Kristóf. 242 Ingibjörg Stefánsd. – Þorsteinn Davíðss. 241 Árangur A-V: Eysteinn Einarss. – Viggó Nordquist 250 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 249 Sigurleifur Guðjónss. – Guðm. G. Guðm. 239 Tvímenningskeppni spiluð fimmtud. 5. september. 18 pör. Með- alskor 216 stig. Árangur N-S: Eysteinn Einarss. – Kristján Ólafsson 267 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 240 Sæmundur Björnss. – Olíver Kristóf. 227 Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 227 Árangur A-V: Sigurleifur Guðjónss. – Guðm. G. Guðm. 268 Viggó Nordquist – Þórólfur Meyvantss. 260 Ingibjörg Stefánsd. – Þorsteinn Davíðss. 239 ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Aukavinna/heimavinna og tekjurnar ekki í lægri kantinum. Þetta er kannski þitt tækifæri og kannski tækifæri lífs þíns. Kannaðu málið, það kostar þig ekki neitt. Sími 659 0400 — www.velkomin.is/friends . Grunnskóli Vesturbyggðar Stuðningsfulltrúi Stuðningsfulltrúa vantar að Birkimelsskóla nú þegar. Laun samkvæmt kjarasamningum launanefnda sveitarfélaga og F.O.S. Vest. Upplýsingar veitir Ragnhildur Einarsdóttir, skólastjóri, í s. 456 1590 og 456 1665. Handlæknastöðin Hjúkrunardeildar- stjóri Handlæknastöðin Glæsibæ óskar eftir hjúkrun- arfræðingi til að gegna stöðu deildarstjóra í 80—100% starfi. Skurðhjúkrunarmenntun eða víðtæk reynsla á sviði skurðhjúkrunar er nauð- synleg. Staðan veitist frá 1. janúar 2003. Um er að ræða áhugavert, fjölbreytt starf á sviði skurðhjúkrunar á dagdeild. Upplýsingar um starfið gefur Hlíf Hansen, deildarstjóri, í símum 568 5726 og 861 8986. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Vesturgötu 3 ehf. verður haldinn mánudaginn 23. september kl. 20.00 í sal Hlaðvarpans. Fundarefni: ● Venjuleg aðalfundarstörf. ● Önnur mál. Breyting á fasteignum félagsins. Stjórnin. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA Ungbarnanudd stuðlar að værum svefni, öryggi og ró. Upplýsingar í síma 552 7101 eða 823 4230. FÉLAGSLÍF Í kvöld kl. 20.00: Bæn og lof- gjörð í umsjón Elsabetar og Miriam. Allir hjartanlega velkomnir. 15. sept., sunnud. Varðaða leiðin á Hellisheiði. Heiðin gengin austan frá eftir gömlu vörðuðu leiðinni um Hellisskarð og niður að Kolviðarhóli, um 3 klst. ganga. Kaffi og brauð í Litlu kaffistofunni í göngulok, inni- falið. Fararstjóri Þórunn Þórðar- dóttir. Brottför frá BSÍ kl. 10:30 með viðkomu í Mörkinni 6. Verð kr. 1.400/1.600. 20.—22. sept. Fræðslu- og fjölskylduferð í Þórsmörk. Dagskrá fyrir alla fjölskylduna, stóra sem smáa, grillveisla, kvöldvaka og sérfræðingar á ýmsum sviðum á staðnum. Verð 8.500/9.600 með grillmáltíð. 27.—29. sept. NÝTT Óvissu- og ævintýraferð með Ferða- félagi Íslands. Spennandi við- fangsefni, ferð einkum ætluð fólki 18—40 ára. Nánari uppl. á skrifstofu FÍ í síma 568 2533 og á textavarpi RUV bls. 619. www.fi.is . mbl.is FASTEIGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.