Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 44
KIRKJUSTARF 44 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ spennandi verkefni eru framundan. Bjöllukór. Mikill áhugi er fyrir stofnun bjöllukórs við Fríkirkjuna. Bjöllukórinn mun hefja æfingar í byrjun október undir leiðsögn Carls Möllers og hann verður að mestu skipaður börnum og unglingum. Áhugasömum er bent að hafa sam- band við Carl Möller. Kyrrðarstundir í kapellunni. Í há- degi á þriðjudögum í vetur (hefjast 17. sept.) er fólki boðið til bæna- stunda í kapellu safnaðarins á 2. hæð í safnaðarheimilinu. Sérstök áhersla er lögð á bæn og íhugun, en einnig flutt tónlist og textar til íhugunar. Koma má bænarefnum á framfæri áður en bænastund hefst eða með því að hringja í síma 552-7270. Að bænastund lokinni gefst fólki tæki- færi til að setjast niður og spjalla. Allir eru hjartanlega velkomnir. Æskulýðsstarf - fermingarstarf. Fermingarundirbúningurinn er þeg- ar hafinn. Hófst hann með ferming- arskóla um miðjan ágúst síðastlið- inn. Enn bætast ný börn við og enn geta nýir skráð sig í hópinn! Ferm- ingarárið er mikilvægur tími í lífi unglingsins og því brýnt að allir leggist á eitt um að þessi tími verði vel notaður og geti þannig orðið börnunum til varanlegrar blessunar. Í vetur verður fermingarbörnum þessa árs og síðastliðins árs boðið upp á æskulýðssamveru. Samvera þessi verður sérstaklega auglýst með bréfi til hvers og eins á þessum aldri í söfnuðinum. Sjáumst hress í kirkjunni við tjörnina - Fríkirkjunni í Reykjavík. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík. HÁTÍÐARHÖLD Grafarvogsdags- ins hefjast laugardaginn 14. sept- ember með útiguðsþjónustu á hinu forna kirkjustæði Maríukirkjunnar í Gufunesi, við Áburðarverksmiðjuna. Kirkja þar var reist stuttu eftir kristnitökuna árið 1000. Einnig var þar þekktur spítali. Við útiguðsþjón- ustuna syngja krakka-, barna- og unglingakórar Grafarvogskirkju ásamt Kór Grafarvogskirkju undir stjórn þeirra Oddnýjar J. Þorsteins- dóttur kórstjóra og Harðar Braga- sonar kórstjóra og organista. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar, sr. Vigfús Þór Árnason og sr. Anna Sig- ríður Pálsdóttir þjóna fyrir altari. Leikið verður undir söng í guðsþjón- ustunni á harmónikku. Að guðsþjón- ustunni lokinni er boðið upp á grill- aðar pylsur og kók í boði Miðgarðs, Fjölskylduþjónustunnar í Graf- arvogi, og Grafarvogskirkju. Tökum þátt í hátíðarhöldum dags- ins. Grafarvogskirkja. Vetrarstarf Fríkirkj- unnar í Reykjavík Almennar guðsþjónustur safnaðar- ins verða annan hvern sunnudag klukkan 11. Í guðsþjónustunum er áhersla lögð á kærleikssamfélagið, aðgengilega boðun Guðs orðs og fagra og góða tónlist sem hvetur til almenns safnaðarsöngs. Tónlistina annast okkar kæru Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller ásamt Gospell - Fríkirkjukórnum. Tónlistin spannar allt frá háklassískri kirkju- tónlist til gospell og aðgengilegrar dægurtónlistar sem lofar Guð með mýkt sinni og grípandi fegurð. Barnaguðsþjónusturnar verða annan hvern sunnudag (á móti al- mennu guðsþjónustunum) einnig kl. 11. Þá sunnudaga sem ekki er barnastarf, þ.a.e.s. í almennu guðs- þjónustunni, verður börnunum boð- ið upp á sögustund í safnaðarheim- ilinu. Er það von okkar að margar fjölskyldur noti tækifæri sem þannig gefst til að byrja hvíldardaginn með því að aka/ganga saman til kirkju. Með slíkri kirkjugöngu getum við eignast dýrmætar stundir með börn- unum okkar og átt samfélag við aðra foreldra, um leið og við beinum börnunum að traustum grundvelli til að byggja líf sitt á. Kvöldmessur - samverustundir við kertaljós. Ein af nýjungunum í safn- aðarstarfi vetrarins eru kvöldmess- ur. Ætlunin er að hafa þær mán- aðarlega. Fyrsta kvöldsamveran á þessum starfsvetri var haldin 17. ágúst síðastliðinn. Næsta kvöld- messa verður næstkomandi sunnu- dag klukkan 20:30. Gospellkórinn í Fríkirkjunni. Enn má bæta við nýju og áhugasömu fólki. Einu inntökuskilyrðin eru áhugi og jákvætt hugarfar. Á síðasta starfsári unnust glæstir sigrar og Grafarvogsdag- urinn – útiguðs- þjónusta í Gufunesi Morgunblaðið/Sverrir Grafarvogskirkja. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í umsjá Aðalbjargar Helgadótt- ur. Kaffispjall fyrir mæður, góð upp- lifun fyrir börn. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11- 12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédik- un og biblíufræðsla. Barna- og ung- lingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 14.30 helgistund á Heilbrigðisstofn- un Vestmannaeyja, dagstofu 3. hæð. Gestir velkomnir. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Ung- lingasamkoma í kvöld kl. 21. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Samkomur á laugardögum: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl- íufræðsla kl. 10.Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmunds- son. Bænastundir á hverju kvöldi kl. 20- 22 í hliðarsal kirkjunnar. Allir hjart- anlega velkomnir. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Um- sjón: Ungt fólk úr Reykjavík og Hafn- arfirði. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Brynjar Ólafsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar- firði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður: Gavin Anthony. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.