Morgunblaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 44
KIRKJUSTARF
44 FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
spennandi verkefni eru framundan.
Bjöllukór. Mikill áhugi er fyrir
stofnun bjöllukórs við Fríkirkjuna.
Bjöllukórinn mun hefja æfingar í
byrjun október undir leiðsögn Carls
Möllers og hann verður að mestu
skipaður börnum og unglingum.
Áhugasömum er bent að hafa sam-
band við Carl Möller.
Kyrrðarstundir í kapellunni. Í há-
degi á þriðjudögum í vetur (hefjast
17. sept.) er fólki boðið til bæna-
stunda í kapellu safnaðarins á 2. hæð
í safnaðarheimilinu. Sérstök áhersla
er lögð á bæn og íhugun, en einnig
flutt tónlist og textar til íhugunar.
Koma má bænarefnum á framfæri
áður en bænastund hefst eða með
því að hringja í síma 552-7270. Að
bænastund lokinni gefst fólki tæki-
færi til að setjast niður og spjalla.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Æskulýðsstarf - fermingarstarf.
Fermingarundirbúningurinn er þeg-
ar hafinn. Hófst hann með ferming-
arskóla um miðjan ágúst síðastlið-
inn. Enn bætast ný börn við og enn
geta nýir skráð sig í hópinn! Ferm-
ingarárið er mikilvægur tími í lífi
unglingsins og því brýnt að allir
leggist á eitt um að þessi tími verði
vel notaður og geti þannig orðið
börnunum til varanlegrar blessunar.
Í vetur verður fermingarbörnum
þessa árs og síðastliðins árs boðið
upp á æskulýðssamveru. Samvera
þessi verður sérstaklega auglýst
með bréfi til hvers og eins á þessum
aldri í söfnuðinum.
Sjáumst hress í kirkjunni við
tjörnina - Fríkirkjunni í Reykjavík.
Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í
Reykjavík.
HÁTÍÐARHÖLD Grafarvogsdags-
ins hefjast laugardaginn 14. sept-
ember með útiguðsþjónustu á hinu
forna kirkjustæði Maríukirkjunnar í
Gufunesi, við Áburðarverksmiðjuna.
Kirkja þar var reist stuttu eftir
kristnitökuna árið 1000. Einnig var
þar þekktur spítali. Við útiguðsþjón-
ustuna syngja krakka-, barna- og
unglingakórar Grafarvogskirkju
ásamt Kór Grafarvogskirkju undir
stjórn þeirra Oddnýjar J. Þorsteins-
dóttur kórstjóra og Harðar Braga-
sonar kórstjóra og organista. Sr.
Bjarni Þór Bjarnason prédikar, sr.
Vigfús Þór Árnason og sr. Anna Sig-
ríður Pálsdóttir þjóna fyrir altari.
Leikið verður undir söng í guðsþjón-
ustunni á harmónikku. Að guðsþjón-
ustunni lokinni er boðið upp á grill-
aðar pylsur og kók í boði Miðgarðs,
Fjölskylduþjónustunnar í Graf-
arvogi, og Grafarvogskirkju.
Tökum þátt í hátíðarhöldum dags-
ins.
Grafarvogskirkja.
Vetrarstarf Fríkirkj-
unnar í Reykjavík
Almennar guðsþjónustur safnaðar-
ins verða annan hvern sunnudag
klukkan 11. Í guðsþjónustunum er
áhersla lögð á kærleikssamfélagið,
aðgengilega boðun Guðs orðs og
fagra og góða tónlist sem hvetur til
almenns safnaðarsöngs. Tónlistina
annast okkar kæru Anna Sigríður
Helgadóttir og Carl Möller ásamt
Gospell - Fríkirkjukórnum. Tónlistin
spannar allt frá háklassískri kirkju-
tónlist til gospell og aðgengilegrar
dægurtónlistar sem lofar Guð með
mýkt sinni og grípandi fegurð.
Barnaguðsþjónusturnar verða
annan hvern sunnudag (á móti al-
mennu guðsþjónustunum) einnig kl.
11. Þá sunnudaga sem ekki er
barnastarf, þ.a.e.s. í almennu guðs-
þjónustunni, verður börnunum boð-
ið upp á sögustund í safnaðarheim-
ilinu. Er það von okkar að margar
fjölskyldur noti tækifæri sem þannig
gefst til að byrja hvíldardaginn með
því að aka/ganga saman til kirkju.
Með slíkri kirkjugöngu getum við
eignast dýrmætar stundir með börn-
unum okkar og átt samfélag við
aðra foreldra, um leið og við beinum
börnunum að traustum grundvelli til
að byggja líf sitt á.
Kvöldmessur - samverustundir við
kertaljós. Ein af nýjungunum í safn-
aðarstarfi vetrarins eru kvöldmess-
ur. Ætlunin er að hafa þær mán-
aðarlega. Fyrsta kvöldsamveran á
þessum starfsvetri var haldin 17.
ágúst síðastliðinn. Næsta kvöld-
messa verður næstkomandi sunnu-
dag klukkan 20:30.
Gospellkórinn í Fríkirkjunni. Enn
má bæta við nýju og áhugasömu
fólki. Einu inntökuskilyrðin eru
áhugi og jákvætt hugarfar. Á síðasta
starfsári unnust glæstir sigrar og
Grafarvogsdag-
urinn – útiguðs-
þjónusta í Gufunesi
Morgunblaðið/Sverrir
Grafarvogskirkja.
Laugarneskirkja. Mömmumorgunn
kl. 10 í umsjá Aðalbjargar Helgadótt-
ur. Kaffispjall fyrir mæður, góð upp-
lifun fyrir börn.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9.
Samkomur alla laugardaga kl. 11-
12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédik-
un og biblíufræðsla. Barna- og ung-
lingadeildir á laugardögum. Létt
hressing eftir samkomuna. Allir vel-
komnir. Biblíufræðsla alla virka
daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl.
14.30 helgistund á Heilbrigðisstofn-
un Vestmannaeyja, dagstofu 3.
hæð. Gestir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Ung-
lingasamkoma í kvöld kl. 21.
Sjöundadags aðventistar á Íslandi:
Samkomur á laugardögum:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl-
íufræðsla kl. 10.Guðsþjónusta kl.
11. Ræðumaður Eric Guðmunds-
son.
Bænastundir á hverju kvöldi kl. 20-
22 í hliðarsal kirkjunnar. Allir hjart-
anlega velkomnir.
Safnaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl.
10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Um-
sjón: Ungt fólk úr Reykjavík og Hafn-
arfirði.
Allir hjartanlega velkomnir.
Safnaðarheimili aðventista, Gagn-
heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu-
maður Brynjar Ólafsson.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.
Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður
Björgvin Snorrason.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar-
firði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla
kl. 11. Ræðumaður: Gavin Anthony.
Allir hjartanlega velkomnir.
Safnaðarstarf
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111